Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Blaðsíða 19
SKALDSAGNAGERÐ EINS OG FERÐ ÁN FYRIRHEITA Breski rithöfundurinn Graham Swift var staddur hér á landi um síðustu helgi til að fylcjja úr hlaði íslenskri þýð- ingu á bók sinni Last Orders eða Hestaskálinni eins og hún heitir á íslensku en bókin hlaut Booker verðlaunin árið 1996. HILDUR EINARSDÓTTIR ræðir við Swift sem >ykir einn af eftirtektarverðustu rithöfundunum af yngri cynslóðinni í Bretlandi og hefur Hestaskálin verið þýdd á fjölda tungumála og hlotið feikigóðar viðtökur. SAGAN segir frá allsérstæðu ferðalagi fjögurra vina frá kránni sinni í London til strandbæjar í Suður-Englandi. Þeir eru að uppfylla hinstu ósk sameigin- legs vinar þeirra, Jacks, sem er slátrari og bjó í suðurhluta Lundúna, um að ösku hans verði dreift á haf út. Á leiðinni rifja vinimir, sem höfðu barist saman í seinni heimsstyrjöldinni, upp minningar um hinn látna og varpa þannig Ijósi á líf hans hver með sínum hætti. Eftir því sem ferðalaginu vindur fram kynnist lesand- inn einnig vinunum, örlögum þeirra og flókn- um samskiptum. Smám saman magnast spennan og það kemur til uppgjörs á milli þeirra við óuppgerðar sakir úr fortíðinni. Hestaskálin sem gefin er út af Máli og menningu er fyrsta bókin sem þýdd hefur verið á íslensku eftir Swift en þýðinguna gerði Fríða Björk Ingvarsdóttir sem var við nám í Bretlandi og þekkir Swift persónulega. Swift sem hér var staddur til að kynna bók sína sagði í viðtali við Morgunblaðið að þegar hann hefði byrjað á Hestaskálinni hefði hann séð nokkuð ljóslega fyrir sér söguþráðinn. Hann hefði þó ekki haft neina fyrirfram ákveðna áætlun um hvernig hann ætlaði að byggja upp söguna heldur hafi hann reynt að fylgja þeirri hrynjandi sem hann hafi fundið innra með sér í upphafi líkt og þegar menn eru að semja tónverk. „Skáldsagnagerð er ferð án fyrirheita þar sem höfundurinn þarf að koma sjálfum sér á óvart og uppgötva nýja hluti á leiðinni, annars er ekkert gaman að þessu, hvorki fyrir hann né lesandann," segir Swift sem er látlaus, afar þægilegur maður. Staðfestan sem gildir Graham Swift er fæddur í London árið 1949 og hefur átt þar heima síðan. Hann lauk námi í enskum bókmenntum frá háskólunum í Cambridge og York og kenndi enskar bók- menntir við ýmsa háskóla í London meðan hann var að feta sig áfram sem rithöfundur. Graham er spurður að því hvað hafi knúið hann út á rithöfundarbrautina? „Ég fékk mjög ungur áhuga á bókmenntum og las mikið. Þegar ég las góða bók hugsaði ég með mér, svona vildi ég geta skrifað. Ég hafði löngunina til að skrifa áður en ég vissi að ég hefði einhverja hæfileika. En það er ekki nóg að búa yfir getunni til skrifta ef stað- festuna vantar. Það er til dæmis erfitt að upp- lifa það að vera alltaf blankur þegar vinir manns eru komnir með há laun. Ég gafst þó ekki upp og hélt mig við þá löngun mína að verða rithöfundur." I bókinni Hestaskálin er dauðinn skoðaður frá ýmsum sjónarhomum og ýmissa spum- inga er spurt. Er það hlutverk höfunda að spyrja spurninga? „Ég held að það sé ekki það sem lesandinn vill né rithöfundurinn. Höfundurinn vill miklu Morgunblaðið/Emilía GRAHAM Swift rithöfundur. fremur finna að lesandinn geti lifað sig inn í atburðarásina og fundið þar sitthvað sem hann þekkir. Það snertir mig mest þegar les- endur mínir segja að það sem ég hafi skrifað hafi snert þá tilfinningalega. Fyrir rithöfund er það besta viðurkenningin og hún er miklu betri en hástemmd umfjöllun á opinberum vettvangi. Við lifum í mjög sundurleitum heimi þar sem menn gefa misvísandi skilaboð," heldur Swift áfram. „Mér er meira í mun að fjalla um sundurgerðina og fjölbreytnina á meðal okkar en að vera með ákveðin skilaboð. Það eru þessir þættir sem skapa iðandi mannlíf. Mér finnst líka eftir því sem ég eldist að ég viti minna. Enda þótt Hestaskálin fjalli á yfir- borðinu um dauðann þá er raunin ekki sú heldur fjallar hún um lífið sjálft og oft á kím- inn hátt.“ Bækur Swifts hafa hlotið góðar viðtökur í heimalandi hans en eftir hann liggja sex skáldsögur, sú fyrsta, The Sweet Shop Owner, kom út árið 1980, og eitt smásagna- safn frá 1982. Swift hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritverk sín og var til- nefndur til Booker verðlaunanna fyrir Water- land árið 1983. Hann segist vera feginn að hafa ekki hlotið verðlaunin þá því hann hafi<* ekki verið tilbúinn til að njóta þein-a auk þess sem honum finnist að Hestaskálin sé hans besta verk til þessa. Waterland sem gerist í fenjaland- inu í Austur-Englandi hefur verið þýdd á mörg tungumál og árið 1992 var gerð eftir henni vinsæl kvikmynd með Jeremy Irons í aðalhlutverki. Eftir útkomu bókarinnar gat Swift hætt að kenna og helgað sig ritstörf- um. Mikil gróska í enskri skáldsagnagerð Mikil gróska hefur verið í enskriA skáldsagnagerð undanfarna tvo ára- tugi. Á þessu tímabili hafa komið fram höfundar eins og Ian McEwan sem nýlega hlaut Booker verðlaunin, Martin Amis, Salman Rushdie og Kazuo Ishiguro. Swift er spurður að því hverju megi þakka þennan góða árangur í breskum bókmenntum? „Þetta er tilviljun,“ segir hann stutt og laggott. „Á einhvern óút- skýranlegan hátt virðist sem and- rúmsloftið hafi verið hið rétta fyrir þessa höfunda. Einhverjir hafa viljað þakka Thatcher árangurinn en marg- ir nýir, efnilegir höfundar komu fyrst fram meðan hún hélt um stjórnar- taumana. Menn gleyma því að þessir höfundar mótuðust fyrir valdatíma hennar og*' biðu eftir því að fá verk sín útgefin. Það má fremur segja að á þessu tímabili hafi útgef- endur áttað sig á að þarna voru ýmsir góðir höfundar á ferðinni sem vert var að ýta und- ir.“ Swift segist vera byrjaður á nýrri skáld- sögu. „Ég get ekki sagt þér um hvað hún er og þó ég vissi það nú þá þá gæti ég verið bú- inn að breyta sögunni að einu ári liðnu. Ég hef ekki haft mikinn tíma til að skrifa eftir að ég hlaut Booker verðlaunin því ég hef verið á ferðalögum við að kynna Hestaskálina. Bókin hefur nú verið þýdd á tuttugu og fimm tungu-v mál og hefur það verið ein mín ánægjulegasta reynsla á rithöfundarferlinum að bækur mín- ar hafa verið þýddar á erlendar tungur og verið lesnar af öðrum þjóðum. Þessi árangur hefur farið fram úr mínum björtustu vonum.“ DANSKUR MENN- INGARTÚLKANDI Himinn rökhyggjunnar nefnist greinasafn eftir Frederik Stjernfelt, kunnan menningartúlkanda í Danmörku. ORN OLAFSSON fjallar um bók Stjernfelts sem er mjög fjölbreytt að efni. I Stjernfelt jjallar um eðli galdra pessarar bókar, og upp- I runa töfrastafa. Hann greinir verndartáknið œgishjálm I sem e.k. eftirmynd andlits, par sem mest ber á augum, I pannig eignast menn aukalegt „vakandi verndarauga “ á viðeigandi stað, ellegarpá ástarauga eða ógnandi, eftir pörfum. FREDERIK Stjernfelt hefur verið einn kunnasti menningartúlkandi í Dan- mörku undanfarin ár. Nýlega birtist greinasafn hans sem spannar undanfar- inn áratug, Himinn rökhyggjunnar (Rationa- litetens himmel), nær fjörutíu gi-einar, alls um 500 bls. Hér er því aðeins hægt að grípa á fáeinum atriðum, en áhugafólki bent á að kynna sér bókina, sem fjallar mikið um sam- tímamenningu, verk heimspekinga, bók- menntir og ýmsar stefnur í bókmenntatúlk- un. Sviðið nær allt frá Andrési önd um dul- hyggjumanninn Swedenborg á 18. öld, til menningartúlkenda s.s. Derrida. T.d. er hér stutt grein um ópersónulegar sagnir, s.s. „það rignir", og rakið hvernig mikil notkun þeirra tengist því viðhorfi að ópersónuleg öfl ráði tilverunni. Það tengir Stjemfelt fasísk- um hugsunarhætti, telur að það aðdráttarafl sem fasisminn hefur á sumt fólk stafi m.a. af þvi, hversu mjög ópersónuleg framsetning mótar málvitund fólks. Hann sýnir síðan áberandi mikla notkun þvílíkrar framsetning- ar hjá kunnum fasistum, s.s. Hamsun og Heidegger, en er þó ekki að boða fólki að am- ast við ópersónulegri ffamsetningu, hvað þá að hatast við þessi skáld og spekinga, heldur á þetta bara að hjálpa fólki til skilnings á menningarlegu umhverfi þess. Galdrar Greinunum er a.n.l. raðað í tímaröð við- fangsefna, og því hefst bókin á grein um ís- lensku galdrabókina í Stokkhólmi. Hún mun vera frá því um 1.600 eða litlu síðar, fræðileg útgáfa birtist í Stokkhólmi 1923, en alþýð- legri útgáfa á íslandi fyrir fáeinum árum; í bók Matthíasar V. Sæmundssonar: Galdrar á íslandi (AB 1992). Stjernfelt fjallar um eðli galdra þessarar bókar, og uppruna töfrastafa. Hann greinir verndartáknið ægishjálm sem e.k. eftirmynd andlits, þai' sem mest ber á augum, þannig eignast menn aukalegt „vakandi vemdarauga" á viðeigandi stað, ellegar þá ástarauga eða ógnandi, eftir þörfum. Annar galdrastafur, sem á að vernda ijós gegn illum öflum, er greinilega grunnmynd húss, og fleira slíkt mætti telja. En meginatriðið er þó það, að ekki er röklegt samband milli uppruna galdurs og meintra áhrifa. Einmitt þess vegna trúa menn á galdur, að sambandið er tilbúið, ógegnsætt. Afbakaðar latneskar fomúlur voru taldar hafa töframátt, einmitt vegna þess að menn skildu þær ekki. Orð prestsins sem veitir sakramentið: „Hér er líkami guðs sonar - Hoc est corpus filii dei“ verður „Hókus pókus, fí- líókus“ o.s.frv. Uppruni þessara íslensku galdra er ruglingsleg blanda heiðinna hug- mynda, náttúrudýrkunar og kristinna hug- mynda. Þó gerir Stjemfelt nokkurn mun kristins uppmna og heiðins, því menn tniðu því að hið kristna væri vöm gegn svartagaldri. Barekk Onnur grein dregur einnig fram tilbúið samband tákns og þess sem það vísar til. Þessi grein fjallar um barokkljóð á dönsku. Hefst hún á spaugilegri greinargerð fyrir til- raunum til að skilgreina hugtakið „barokk", þetta er eitt af þvi sem margir þykjast vita hvað merkir, en enginn getur skilgreint. Margir kjósa því að sniðganga orðið og nota þess í stað tímaákvarðanir, svo sem list 17. aldar, Frakkar og Bretar kenna þetta við þá- verandi þjóðhöfðingja sína. En Stjernfelt reynir að finna samkenni danskra Ijóða af þessu tagi, út frá skáldi sem hafnaði þeim um 1700. Og hann kemst að þeirri merkilegu nið- urstöðu, að samkennið sé tilviljanakennt myndmál. Á þessum tfma hafi menn horfið frá þeirri skoðun að táknsögur (allegóríur) væm eðlilegar, að það væri nánast náttúru- bundin hefð hvað táknaði hvað; yfir til þeirr- ar skoðunar að ekkert geti táknað guð, og þar af leiðandi væm tákn tilbúin, tilviljana- kennd. Dæmi þessa era danska sálmaskáldið Kingo, sem segist leiður á heimi og horfa til himins, en notar um það myndmál tekið frá lystisemdum þessa heims. Ánnar skáldprest- ur á 17. öld kemur sama guðrækilega boð- skap á framfæri með líkingum sem em bein- línis klámfengnar. Við sjáum þá, að skv. þessu getur t.d. Hall- grímur Pétursson ekki talist til barokks, því myndmál Passíusálma og annars kveðskapar hans er mjög hefðbundið, þótt stundum sé það framlega og skáldlega útfært. Islenskt dæmi barokks væri þá heldur Öfugmælavísur Bjarna Borgfirðingaskálds, svo sem Tryggvi Gíslason skólameistari rakti einu sinni (í tímaritinu Mími). Margfræg grein Halldórs Laxness, „Inngangur að Passíusálmunum“, skopast að spaugilegum smekkleysum sálma 17. aldar. En það er þá ekki íslensk vanþró- un, efnisleg og andleg á 17. öld sem hann hittir, heldur a.m.k. að einhverju leyti bara*« barokk skáldskaparstefna alþjóðleg Stjern- felt rökstyður vel að langsótt líkingamál ein- kenni barokk, reyndar hefur Stefán okkar Einai'sson sagt það sama í Islenskri bók- menntasögu sinni fyrir bráðum fjömtíu ár- um. Og þar benti hann á að þetta einkenndi líka dróttkvæði víkingaaldar. Því er ég ekki sannfærður um að ástæðan sé almenn hugar- farsbreyting, íslensk bókmenntasaga geymir mörg dæmi þess (í rímum, ekki síður en dróttkvæðum), að þvi „dýrari" sem bragar- háttur er, meira skorðaður rími, hrynjandi og öðram formsatriðum, þeim mun meiri til- hneiging verður til þess að slaka á kröfum til myndmáls. En þetta era aðeins fáein atriði af^ handahófi úr þessu vekjandi greinasafni, sem hefur það einkum sér til ágætis að taka fyrir kunnugleg atriði, og skoða þau frá nýstárleg- um sjónarhóli. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 7. NÓVEMBER 1998 1 9*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.