Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Blaðsíða 4
UR ÆVISOGU ÁRNA MAGNÚSSONAR BRÆÐRATUNGUMÁL ÁRNI Magnússon. Portret sem séra Hjalti Þorsteinsson í Vatnsfirði gerði eftir minni 1745, en þeir Árni og Hjalti höfðu þekkst þegar þeir voru ungir. Um þessar mundir kemur út ævisaga Árna Maqnús- sonar handritasafnarg og fræðimanns og er MÁR JÓNSSON sagnfræðingur höfundu r bókarinnar. Hér er gripið niður á tveim stöðum í kafla sem segir frá komu Árna að Bræðratungu, þegar húsfreyjan var flúin undan barsmíðum Magnúsar bónda í Skálholt og síðan ásökunum Magnúsar um hneykslanlegt líferni Árna og Þórdísar, málaferlum sem af þessu spruttu og ævilokum Magnúsar úti í Kaupmannahöfn. Mál oq Menning gefur bókina út. . . . jómfrú Snæfríður sneri sér með ópi andan sýn þessari, lagði ósjálfrátt armana á axlir Arnæusi, sem stóð við hiið hcnnar, grúfði sig í snöggum svip skjálfandi upp- að brjósti hans, sleit sig frá honum aftur ogreyndi að harka af sér. Halldór Laxness 1943 EGAR Islandsferð Arna var í undirbúningi í Kaupmannahöfn urðu átakanlegir atburðir á höfðingjasetrinu Bræðratungu í Biskupstungum. I janúarlok 1702 flúði Þórdís Jónsdóttir hús- freyja heimilið vegna ofbeldis eiginmanns síns, Magnúsar Sig- urðssonar. Hún var rétt rúmlega þrítug og nýbúin að eiga fjórða barn þeirra á tólf árum. Magnús var tveimur áratugum eldri. Hann ýmist barði hana eða sakaði um að halda framhjá sér og hafði nýverið gengið svo langt í afbrýðisemi að krefjast þess að hún ynni eið íyrir samræði við aðra karla, hvað hún og gerði. Eftir eiðinn fór hún til systur sinnar í Skálholti, Sigríðar konu Jóns biskups Vídalíns, en sneri fljótlega aftur til Magnús- ar. Enn flúði Þórdís frá honum í lok febrúar og krafðist skilnaðar. Hún hélt þó að nýju til heimilis síns þremur dögum síðar. Tilefni málaferla I ársbyrjun 1703 gisti Arni tvær nætur í Bræðratungu og var þangað kominn í því skyni að fá lánuð skjöl og bækur hjá Magn- úsi, sem bað hann í staðinn um að tala máli sínu við Jón biskup vegna Þórdísar. Ami tók því fálega og mæltist til þess að Magnús gerði sér far um að koma vel fram við konu sína og sættast við fjölskyldu hennar. Þeir skildu í góðu. í bréfum til Áma næstu mán- uði ítrekaði Magnús beiðni um stuðning og fól Þórdísi að tala við hann þegar hún fór stutta ferð í Skálholt. Hún gerði það ekki og af þeim sökum lúbarði Magnús hana og kall- aði hana öllum illum nöfnum þegar hún kom aftur í Bræðratungu. Þórdís flúði fyrir fullt og allt undan barsmíðum Magnúsar 24. mars 1703, komin fjóra mánuði á leið að fimmta bami þeirra. I bréfí 4. apríl lofar Magnús henni öllu fögm og grátbiður hana um að koma aftur til sín og bama þeirra, en var þá þegar tekinn til við að bera út um sveitir að vingott væri með henni og Árna. Magnús kom skömmu síðar í Skálholt með það fyrir augum að fá Ama til að miðla málum svo að hún kæmi aftur og bað Þórdísi fyrirgefningar í viðurvist biskups. Að sögn Árna í greinargerð til konungs sex ámm síðar vildi hann ekki skipta sér af þess- ari deilu og fór fram á það við Magnús að hann vanvirti ekki orðstír annarra manna. Magnús skeytti því ekki og hélt uppteknum hætti með söguburði um grunsamlega um- gengni Áma við Þórdísi. Magnús skrifaði Jóni biskupi 25. apríl 1703 og vildi allt til þess vinna að fá Þórdísi heim. Biskup svaraði því til að hún þyrði ekki að taka mark á orðum Magnúsar, enda hefði hann gefið tilefni til þess áður með því að ganga á bak orða sinna. Bréf sem Magnús skrifaði Áma í lok apríl eða byrjun maí er ekki varðveitt. Af svari Árna 5. maí má sjá að Magnús innheimti bækur sínar. Ennfremur kvartaði hann und- an því að Arni veitti sér ekki stuðning í cleil- unni um Þórdísi. í svari sínu ítrekar Árni að Magnús eigi að gleyma því sem borið hafí í milli við ættingja Þórdísar, sættast við vini hennar og koma vel fram við hana sjálfa. Smám saman þyngist tónninn í svari Áma og senn verður ljóst að Magnús hefur vænt hann um að tala um fyrir Þórdísi gegn sér. Árni neitar því og kveðst aldrei mundu gera nokkra konu fráhverfa manni sínum. Hann biðst undan því að nafn hans sé notað til að skaða Þórdísi og segist ekki vilja leyna Magnús því að ef nokkur dirfist að tala um persónu sína á þann hátt að útheimti skaða- bætur skuli hann vita „að ég bæði vil og get rekið af mér óhróður og óverðskuldaðar æru- meiðingar svo þeir fái slíkt aftur sem eiga það skilið.“ Árni fór erinda sinna við jarðabókina um sumarið (sjá bls. 203), en 18. júní 1703 var tekin fyrir á héraðsþingi á Vatnsleysu krafa séra Þórðar Jónssonar á Staðarstað, bróður Þórdísar, um að Magnús setti veð fyrir því fé sem hann hafði eytt úr heimanfylgju hennar. Sú krafa var samþykkt. Þórdís var hjá móður sinni, Guðríði Þórðardóttur, á Leirá um sum; arið og ól stúlkubarnið Helgu 13. ágúst. I bréfí til Guðriðar sex vikum síðar iðrast Magnús vonsku sinnar, fagnar því að fæðing- in hafi gengið vel og vill hitta Þórdísi. Á með- fylgjandi seðli, sem Guðríður mátti engum sýna, kveðst hann hafa heyrt að Þórdísi langi að vera í Skálholti um veturinn. Hann biður Guðríði um að koma í veg fyrir það svo að Þórdís komist hjá umtali og telur víst að Árni Magnússon sé helsti sökudólgurinn: „Guð gefí að Arnas hefði aldrei komið hingað eða Þórdís í Skálholt, guð veit hvaða óhamingju ég og börn mín hafa orðið að þola þess vegna.“ Hann ímyndar sér að Þórdís hafí um veturinn trúlofast öðrum, sem hann nefnir ekki á nafn, og telur að guð muni refsa henni fyrir það: „Betra er að vera án Árna en guðs.“ Guðríður bannaði Magnúsi að koma að Leirá. Þann 14. október tók hann sig til í Skálholtskirkju eftir messu og las upp bréf til Jóns biskups. Þar fullyrðir hann að Þórdís hafí farið í Skálholt til að vera frilla eða hóra annars manns og tekur fram að með sættum við sig geti hún fríað sig frá grun, orðrómi og illu tali hans sjálfs og annarra. Vorið 1704 dró aftur til tíðinda. Magnús svaraði áðurnefndu bréfi Árna frá 5. maí 1703 ekki fyrr en 8. apr- íl 1704. Hann hafði áður sent pilt eftir bókum sínum og fengið skilaboð frá Árna sem hann skildi sem hótanir. Að sögn Árna síðar fólst það í þeim orðum að léti Magnús ekki af því að dreifa rógburði um umgengni þeirra Þór- dísar skyldi hann freista þess að koma mál- um þannig fyrir að hann iðraðist þess: „saa skulde jeg soge at mage saa, at hand kom til at fortryde sligt.“ Bréf Magnúsar er innblás- ið og uppfullt af dylgjum. Orðum Árna um aðdróttanir um samneyti hans við Þórdísi svarar hann á þá leið að sé nokkuð til í því sem Árni segist hafa heyrt að Magnús hafí sagt, þá sé það svo að hafi Magnús sagt eitt- hvað þá geti hann varla hafa búið það til sjálf- ur. Sennilegra sé að það fólk sem málið sner- ist um hafi sjálft vakið grun og gefið ástæðu til ills umtals: „Hygg ég hvorki mig né aðra til þess orðróms, kunni hann vera nokkur, upphaflegri orðsök en sjálfa hlutaðeigend- urna, er vera kann nokkra grunsemi eða hneykslis tilefni gefí eða gefíð hafi.“ Hafí Þórdís gengið ein síns liðs til húsakynna Árna og jafnvel verið þar með honum í ein- rúmi með dyrnar læstar, en það hafði Magn- ús heyrt að hefði gerst bæði nýliðinn vetur og veturinn á undan, hvers vegna leyfði Árni það? Varla var óeðlilegt að Magnúsi fyndist slíkt ekki við hæfi og hefði áhyggjur af því: „einkum hafí viðlíkt mátt áður undanfara, með blíðskapar atvikum og heimuglegum við- mælum.“ Þótt sæmd Árna væri mikil væri hann þó manneskja. Boðskapurinn var skýr: „Eg get því ei úr grun mínum sleppt, að þér afvaldir séuð eða ollað hafið hennar (konu minnar) þvergeði og mótvilja við mig.“ Það sem Magnús hafði í huga birtist enn skýrar í bréfum hans til Þórdísar um sama leyti. Þann 3. maí minnir hann hana á orð Páls postula um hórkonuna og bætir við: „ég trúi á eilífan guð, en ekki á biskupinn eða Arnas.“ I öðru bréfí vænir hann hana um að hafa orðið sér úti um frillunafn og staðhæfir að þegar Árni gisti í Bræðratungu og hóstaði um kvöldið hafi hún gengið úr rúmi sínu, tekið lykilinn úr dyrunum og læst, en síðan farið upp til hans. Hún hafí þegið hjá honum tvo ríkisdali og pund af tóbaki, en líka gengið til hans í Skál- holti um veturinn og verið þar svo að segja heilan mánudag: hver leyfði henni það? Ekki þykist hann skilja hvernig hún hafi getað borgað Árna aftur, en aðdróttunin er skýr. Dómar Bréf Magnúsar kom í hendur Árna 9. apríl 1704. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Samdægurs stefndi hann Magnúsi fyrir rétt að Vatnsleysu nítján dögum síðar til að svara fyrir ásakanir um hluti sem „ósæmilegir væru ef sannir reyndust.“ Daginn eftir skrif- aði hann Magnúsi og skilaði bókunum. Hann kveðst ekki hata hann því hann sé ekki þess verður, en sé búinn að fá sig fullsaddan af kunningsskap við hann. Hann býðst til að meta deilur Magnúsar við biskup um veru Þórdísar í Skálholti sem erindreki konungs, en tekur fram að hann viti þegar að úrskurð- ur verði ekki Magnúsi í hag. í lokin ítrekar hann þá hótun sína að hann muni ekki þola nokkrum að ljúga upp á sig ódæðisverkum. Skósveinar Arna gerðu tilraun til að lesa stefnuna yfír Magnúsi að Bræðratungu dag- inn eftir. Hann lét ekki sjá sig og mætti ekki á þing 28. apríl. Þar lagði Árni fram magn- aða kæru, uppfulla með hneykslun og vand- lætingu. Hann kallar orð Magnúsar óbænir, formælingar, svigurmæli, dylgjur og ráð- leysu, en bútar síðan bréfið í skaðsamlegar einingar og fer fram á dóm um hverja þeirra, skaðabætur, sektir og ógildingu. Kjarni málsins, fullyrðir hann, er að Magnús sé einn 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.