Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Blaðsíða 12
TÍMAMÓT t sjávarútvegi. Skömmu eftir aldamótin voru fyrstu vélarnar settar í báta á ísafirði. Hér eru tveir þeirra, Frægur (gamli) og Sigurvon. laust land, skip gátu ekki lagst að bryggju í Reykjavík og farminn varð að flytja í land í róðrarbátum. Pað gat því tekið allt að þrjár vik- ur að landa salti úr saltskipum, sem voru oft lestuð allt að 800 tonnum af salti. Róðrabátarnir gátu borið 4 til 8 tonn í ferð og því þurfti fjölda ferða til þess að landa úr fullfermdu saltskipi. Þegar farmurinn var kominn á land tók við flutningur á handvögnum og hestvögnum. Eyr- arvinnan var því mannaflsfrek en þó var fram- boð vinnuafls yfirleitt meira en eftirspumin. Erlendar hugmyndir í réttindamálum al- mennings voru að festa rætur í íslensku þjóðfé- lagi í upphafi aldarinnar og launþegar rétt að gera sér grein fyrir því að þeir áttu umsagnar- rétt um kaup og kjör. Verkamannafélagið Dags- brún er stofnað hinn 5. janúar 1906 og var til- gangur félagsins m.a. að „koma á fót betra skipulagi að því er alla daglaunavinnu snertir, að takmarka vinnu á ölium sunnu- og helgidög- um.“ Ungmennafélagshreyfingin, sem átti upp- runa sinn í þjóðemisvakningu Þjóðverja á 19. öldinni barst með hinum erlendu menningar- straumum til landsins á fyrstu ámm aldarinnar og fyrsta ungmennafélagið stofnað í janúar 1906 á Akureyri. A næstu áram nær þjóðemisvakn- ing Islendinga hámarki. Eitt af markmiðum fé- lagsins var ,Að reyna af fremsta megni að styðja, viðhalda og efla allt það, sem er þjóðlegt og rammíslenzkt.“ Bilaöld hefst Á þessum fyrsta áratug aldarinnar fá lands- menn fyrst nasasjón af þeim tækninýjungum sem eiga eftir að verða stór hluti af daglegu lífi fólks þegar líður á öldina, fyrsta bifreiðin kom til landsins í júni 1903 og hafði fjárlaganefnd Al- þingis veitt D. Thomsen konsúl 2000 króna styrk til þess að gera tilraun með hvort hægt væri að nota bifreið á vegum landsins. Þessi til- raun tókst illa, bíllinn bilaði oft og hafði ekki nægilegt vélarafl til þess að komast upp brekk- ur enda af gamalli gerð. Talið var að nýrri gerð hentaði betur íslenskum aðstæðum. Þó tókst að aka bifreiðinni austur til Eyrarbakka og Stokks- eyrar en ferðin gekk heldur skrykkjótt. Næsta bifreið kom til landsins 1907 og var það stór- bóndinn Magnús Sigurðsson á Grund í Eyjafirði sem flutti til landsins vöruflutningabifreið. Bifreiðin vóg um fjögur tonn og fullfermd fimm og hálft tonn. Vélin reyndist of máttvana og vegakerfíð of veikburða fyrir slíkt ferlíki. Þessi tilraun fór því einnig út um þúfur. Árið 1906 vora lifandi myndi fyrst sýndar á íslandi. Var það í Bárubúð og stóð Ólafur John- son og Co fyrir þessari nýjung. Hafði fyrirtækið fengið myndimar eða rúllurnar (filmur, sem kallaðar era) að láni frá útlöndum. Ymsir þættir í mannlegu lífi sem okkur þykja sjálfsagðir og eðlilegir í dag töldust nýlunda í samfélagi aldamótanna. í aldarbyrjun voru kirkjubrúðkaup fátíð í Reykjavík. I október 1901 vora gefin saman brúðhjón í Dómkirkjunni í Reykjavík og var það aðeins í annað sinn á því ári sem slík athöfn var framkvæmd. Athöfnin fór einnig fram á óvenjulegum tíma á okkar mælikvarða, eða klukkan 6 á mánudagskvöldi en samt sem áður bar að svo mikið af forvitnum áhorfendum að lögreglu þurfti til að í’yðja brúð- hjónum og gestum braut. fátækt og stéttaskipting Mannréttindi sem við nútímafólk teljum sjálf- sögð og eðlileg í dag vora það ekki á þessum tíma. Þjóðfélagið tók fyrst og fremst mið af hagsmunum eignamanna. Það var talið eðlilegt að þeir sem borguðu til samfélagsins hefðu einnig mest að segja um hvernig því væri stjórnað. Réttur fátæklinga var lítill og þeir urðu að sætta sig við ýmiskonar misrétti af hálfu yfirvalda. Tryggvi Emilsson segir frá því í æviminningum sínum að foreldrum hans hafi verið vísað frá Andakflshreppi í Borgarfirði vegna „fyrirsjáanlegrar" ómegðar. Fjölskyldan fluttist þá til Akureyrar og mátti gera sér að góðu eitt herbergi upp í risi og að deila eldhúsi með annarri bamafjölskyldu. Engin upphitun var í húsinu nema frá eldavélinni sem stóð frami á gangi. Bera varð allt vatn upp örmjóan stiga, skólpið borið út í fjöru og þar var losað úr úti- kömrum og náttgögnum. Fjaran lyktaði því illa nema þegar rok var og öldumar náðu að hreinsa burtu óþverann. Þvottur var þveginn úti undir húsvegg sumar sem vetur. Foreldrar Tryggva vora í fyrstu heppin þvi næga vinnu var að fá og vann faðir hans í fiski sextán tíma á dag, sem þótti mjög eðlilegur vinnutími. Hann fékk aftur á móti aldrei laun sín í peningum heldur sem úttekt í verslun fyrirtækisins. Verkamennirnir voru þannig algjörlega háðir vinnuveitendanum sem gátu endurheimt hluta vinnulaunanna í formi álagningar á söluvaming. Þegar illa áraði fór svo að starfsmenn urðu vinnuveitendanum skuldugir. Þegar svo var komið fyrir fóður Tryggva kom maður frá versl- uninni í fylgd lógregluþjóns og tók af þeim kúna Skjöldu upp í skuldina. Þar með var þessi stóra fjölskylda svipt mjólkinni sem var þeim svo nauðsynleg, en foreldrar Tryggva eignuðust átta börn á ellefu áram, sem ekki var óalgengt fyrir tíma aðgengilegra getnaðarvarna. Um þessi jól þurfti fjölskyldan að leita á náðir fá- tækrafulltrúa til þess að fá að borða. Það tók föður Tryggva tvö ár að koma sér upp annarri kú. Stéttaskipting var mikil og skólamenntun fengu aðeins þeir sem komu frá efnuðum fjöl- skyldum. Hjá hinum ríku ríkti íburður og sums staðar allt til staðar sem hugurinn girntist, hljóðfæri, bækur, myndir og málverk, hlutir sem almenningur gat ekki látið sig dreyma um að eignast fyrr en löngu seinna. Álengisbann og lög um barnafræðslu Flutningi valdastofnana inn í landið fylgdi aukin tilhneiging til forsjárhyggju, menn töldu sig getta læknað samfélagsleg mein með boði og bönnum. Árið 1905 var samþykkt þingsályktun- artillaga um aðflutningsbann á áfengi, og skyldi það taka gildi 1912 og algjört sölubann 1915. Kosið var um þetta samhliða alþingiskosningum 1908 og urðu úrslit þau að með aðflutningsbanni vora 4900 en 3250 á móti. Þingið samþykkti svo framvarpið sem lög árið 1909. Árið 1907 voru sett lög um fræðslu barna en fyrir þann tíma hafði foreldram verið í sjálfs vald sett hvort þeir sendum börn sín í skóla. Því fór það mest eftir efnahag foreldranna hvort þau nutu kennslu. I lögunum segir að öll börn skuli hafa lært að lesa og skrifa um 10 ára aldur. Oll börn á aldrinum 10-14 ára vora gerð skóla- skyld. Framvarpið var upphaflega lagt fram á þinginu 1905 en margir þingmenn voru tregir til þess að taka svo afdrifaríkt skref enda var ríkis- valdið hér að seilast inn á svið mannlífsins sem alltaf hafði verið á óskoruðu yfirráðasvæði fjöl- skyldunnar sjálfrar, þ.e. uppeldi barna. Það er á þessum fyrsta áratug aldarinnar sem konum leyfist í fyrsta sinn að setjast á skóla- bekk í Lærða skólanum í Reykjavík. 1904 var sett bráðabirgðareglugerð um hinn almenna menntaskóla í Reykjavík. Þar segir að hann eigi þegar því verður við komið að vera samskóli fyr- ir stúlkur jafnt sem pilta. Þetta sama ár settist fyi'sta stúlkan á skólabekk menntaskólans. Það var Laufey Valdimarsdóttir, þá 14 ára gömul og lauk hún stúdentsprófi árið 1910. I fyrsta út- skriftarhópi Kennaraskólans, sem tók til starfa 1908 voru 12 stúlkur. Árið 1908 fékk Bríet Bjarnhéðinsdóttir samþykkta tillögu í bæjar- stjórn Reykjavíkur um að stúlkur fengju að læra að synda og nytu sömu fyrirgreiðslu og drengir í þeim efnum. Kvenréttindafélag ís- lands hafði verið stofnað árið áður og var mark- mið þess að konur fengju full stjómmálaréttindi til jafns við karlmenn en í upphafi aldarinnar höfðu konur aðeins kosningarétt til sveitar- ALDAMÓTAANDINN. Mikil íþróttavakning varð eftir aldamótin samhliða stofnun ung- mennafélaganna. Fornkappar voru dáðir, menn stigu á stokk og strengdu heit. Meðal þekktra íþróttakappa voru glímumaðurinn Sigurjón Pétursson, síðar kenndur við Ála- foss og sundmaðurinn Benedikt Waage, sem er á myndinni, Lárus Rist sem synti yfir Eyja- fjörð og glímukappinn Jóhannes Jósefsson. ÞETTA SÁST enn á fyrsta ári aldarinnar í Reykjavík: Aldraður vatnsberi rogast með vatnsföturnar. Einfalt hjálpartæki var vatns- grind, en þá tækni hefur vatnsberinn ekki til- einkað sér. Saga Reykjavíkur I STÓRBRUNI varð á Akureyri 1901 og brunnu þá 12 stórhýsi, enda ekkert slökkvilið til. Gamlar myndir, Norðri 1956 stjórna, en ekki Alþingis. Þessi réttur var þó mun þrengri en karlmanna en giftar konur höfðu ekki kosningarétt. Það er fyrst 1907 sem konum í Reykjavík og Hafnarfirði er með sér- stökum lögum veittur kosningaréttur og kjör- gengi til bæjarstjórnar til jafns við karlmenn og um landið allt 1909, þar með einnig giftum kon- um. Á öðram sviðum áttu konur langa vegferð fyrir höndum í jafnréttisátt, t.d. tíðkaðist að 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 21. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.