Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Blaðsíða 10
+ ¦¦ebdh ¦«r3BE' .4#* "^Éte--S- LIFIÐ var saitfiskur. Myndin sýnir konur í fiskþurrkun á Kirkjusandi á árunum 1907-1910. Saga Reykjavíkur I ---------------- HÚSAVÍKURKIRKJA, 1907, eitt bezta verk brautryðjandans Rögnvaldar Ólafssonar. AÐALSTRÆTI í Reykjavík á morgni aldarinnar 1901. Vinnupallar eru við Hótel Island, sem þá var á lokastigi. Saga Reykjavíkur I ÁSGRÍMUR Jónsson FYRSTI ARATUGUR ALC EFTIR ARNA ARNARSON Vio upphaf aldarinnar ríkti mikil bjartsýni og tækni sem áður var óþekkt í hinu frumstæða, íslenzka bændaþjóðfélagi, markaði tímamót. Fyrsta vélin var sett í fiskibát 1902, fyrsti togarinn kom 1901, fyrsti bíll- inn 1904, ritsíminn 1906, sæsíminn sama ár, rjómabú og smjörbú risu. I stjórnmálum tókust fylgismenn Val- týskunnar á við Heimastjórnarmenn, en heimastjórn fékkst 1904 og aldamótaskáldið Hannes Hafstein varo ráðherra. Nokkur gullfalleg hús risu, þar á meðal Húsavíkurkirkja og Safnahúsið við Herfisgötu. EITT MESTA BREYTINGASKI iii 1«« I"!! ÞEGAR 20. öldin gekk í garð stóðu íslendingar enn með annan fótinn í gamla kyrrstöðusamfélaginu, þar sem menn hræddust hið óþekkta og skildu ekki tilgang breytinga breyt- inganna vegna, en hinn í heimi nýrrar hugsunar, þar sem gömlum gildum var miskunnarlaust varpað fyrir róða. 19. öldin hafði hrært upp í hugmynda- heimi mannsandans og fleiri og fleiri voru að efl- ast í óbilandi trú á getu mannsins til að bæta lífskilyrði sin og möguleika hans til þess að gera sér náttúruna undirgefna. Fyrsti áratugur aldarinnar var tími hinna stóru breytinga, svo stórkostlegra að erfítt er fyr- ir nútímamanninn að gera sér það í hugarlund. Um aldamót voru Islendingar fámenn þjóð hinna dreifðu byggða. I Reykjavík voru aðeins tæplega sex þúsund íbúar, á ísafirði liðlega þúsund og í Hafnarfirði aðeins tæplega fjögur hundruð. Að vetrinum ríkti myrkrið, gas og rafmagn höfðu enn ekki haldið innreið sína í íslenskt samfélag til að lýsa upp umhverfið líkt og víða var orðið raun- in erlendis en olíuljós aðeins notuð til þess að lýsa upp nánasta umhverfi. Pau hátíðarhöld sem stað- ið var fyrir í tilefni aldamótanna hefðu ekki þótt merkileg saman borið við íburð og glæsileika há- tíða nútímans þar sem tugþúsundir eru þátttak- SAFNAHÚSIÐ við Hverfisgötu, reist 1906-1909. Arkitekt: Johannes Magdahl Nielsen. Eitt feg- ursta hús landsins þá og æ síðan. endur. Þetta fólk upplifði þó tilbreytinguna af ekki minni innlifun og ánægju, sem virðist vera tilfinning sem þynnist út því stórkostlegri sýning- ar sem tæknisamfélagið setur á svið. Aldamótunum fagnað í Reykjavik Á gamlársdag árið 1900 leit reyndar alls ekki út fyrir að hátíð yrði haldin í Reykjavík. Allan dag- inn var illviðri og bleytuhríð og flestir höfðu af- skrifað þann möguleika að halda hátíð. En undir kvöldið lægði og þá var hafist handa við að setja upp skreytingar í gluggum og á Austurvelli voru reistar fánastengur, ljósker hengd upp til lýsing- ar og reistur pallur undir söngfólk. Myrkrið, sem að öllu jöfnu ríkti í skammdeginu, var rofið á ef til vill eftirtektarverðari hátt en með fljóðljósum nú- tímans, þegar tendruð voru ljós í gluggum og Ijós- kerjum við Austurvöll klukkan að ganga ellefu um kvöldið. Klukkan ellefu lagði ganga upp frá Iðnað- armannahúsinu með hornaflokk í broddi fylking- 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.