Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Page 10
LÍFIÐ var saltfiskur. Myndin sýnir konur í fiskþurrkun á Kirkjusandi á árunum 1907-1910. Saga Reykjavíkur I
HÚSAVÍKURKIRKJA, 1907, eitt bezta verk
brautryðjandans Rögnvaldar Ólafssonar.
AÐALSTRÆTI í Reykjavík á morgni aldarinnar 1901. Vinnupallar eru við Hótel Island.
sem þá var á lokastigi. Saga Reykjavíkur I
ÁSGRÍMUR Jónss
FYRSTI ÁRATUGUR ALC
EFTIR ÁRNA ARNARSON
Við upphaf aldarinnar ríkti mikil bjartsýni og tækni
sem áður var óþekkt í hinu frumstæða, íslenzka
bændaþlóðfélagi, markaði tímamót. Fyrsta vélin var
sett í fiskibát 1902, fyrsti togarinn kom 1901, fyrsti bíll-
inn 1904, ritsíminn 1906, sæsíminn sama ár, rjómabú
og smjörbú risu. I stjórnmálum tókust fylgismenn Val-
týskunnar á við Heimastjórnarmenn, en heimastjórn
fékkst 1904 og aldamótaskáldið Hannes Hafstein varð
ráðherra. Nokkur gullfalleg hús risu, þar á meðal
Húsavíkurkirkja og Safnahúsið við Herfisgötu.
EGAR 20. öldin gekk í garð stóðu
íslendingar enn með annan fótinn í
gamla kyrrstöðusamfélaginu, þar
sem menn hræddust hið óþekkta og
skildu ekki tilgang breytinga breyt-
inganna vegna, en hinn í heimi
nýrrar hugsunar, þar sem gömlum
gildum var miskunnarlaust varpað
fyrir róða. 19. öldin hafði hrært upp í hugmynda-
heimi mannsandans og fleiri og fleiri voru að efl-
ast í óbilandi trú á getu mannsins til að bæta
lífskilyrði sín og möguleika hans til þess að gera
sér náttúruna undirgefna.
Fyrsti áratugur aldarinnar var tími hinna
stói-u breytinga, svo stórkostlegra að erfitt er fyr-
ir nútímamanninn að gera sér það í hugarlund.
Um aldamót voru Islendingar fámenn þjóð hinna
dreifðu byggða. I Reykjavík voru aðeins tæplega
sex þúsund íbúar, á ísafírði liðlega þúsund og í
Hafnarfirði aðeins tæplega fjögur hundruð. Að
vetrinum ríkti myrkrið, gas og rafmagn höfðu
enn ekki haldið innreið sína í íslenskt samfélag til
að lýsa upp umhverfið líkt og víða var orðið raun-
in erlendis en olíuljós aðeins notuð til þess að lýsa
upp nánasta umhverfi. Pau hátíðarhöld sem stað-
ið var fyrir í tilefni aldamótanna hefðu ekki þótt
merkileg saman borið við íburð og glæsileika há-
tíða nútímans þar sem tugþúsundir eru þátttak-
EITT MESTA BREYTINGASK
SAFNAHÚSIÐ við Hverfisgötu, reist 1906-1909. Arkitekt: Johannes Magdahl Nielsen. Eitt feg-
ursta hús landsins þá og æ síðan.
endur. Þetta fólk upplifði þó tilbreytinguna af
ekki minni innlifun og ánægju, sem virðist vera
tilfinning sem þynnist út því stórkostlegri sýning-
ar sem tæknisamfélagið setur á svið.
Aldamótunum fagnað i Reykjavík
A gamlársdag árið 1900 leit reyndar alls ekki út
fyrir að hátíð yrði haldin í Reykjavík. Allan dag-
inn var illviðri og bleytuhríð og flestir höfðu af-
skrifað þann möguleika að halda hátíð. En undir
kvöldið lægði og þá var hafist handa við að setja
upp skreytingar í gluggum og á Austurvelli voru
reistar fánastengur, ljósker hengd upp til lýsing-
ar og reistur pallur undir söngfólk. Myrkrið, sem
að öllu jöfnu ríkti i skammdeginu, var rofið á ef til
vill eftirtektarverðari hátt en með fljóðljósum nú-
tímans, þegar tendruð voru Ijós í gluggum og Ijós-
kerjum við Austurvöll klukkan að ganga ellefu um
kvöldið. Klukkan ellefu lagði ganga upp írá Iðnað-
armannahúsinu með hornaflokk í broddi fylking-
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998