Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Blaðsíða 5
um að bendla sig við Þórdísi og hafi sjálfur komið umtali á kreik: „þá segi ég hann af sjálfum sér uppdiktað hafa það er hann um greind efni hefur tala mátt, item það hann um annarra manna orðróm hér skrifar." Hann skorar á Magnús að leggja fram vitnis- burði skynugs fólks eða aðrar sannanir um „ósæmileg blíðskapar atvik eða óleyfileg ein- mæli“ og það að Þórdís hafi „þrálega gengið einmana" í hús Arna og verið þar heilan mánudag. Sú dvöl, fullyrðir Arni, var í viður- vist biskups og konu hans, systur hennar, og stóð aðeins hluta dagsins. Ekki neitar hann því að þar kunni hann að hafa sagt eitthvað sem Magnúsi var á móti skapi en um nánari samvistir við Þórdísi hefur hann það eitt að segja að hann krefjist sannana og spáir því að þær geti engar orðið: „Hér vantar ekki til að gjöra mig að vændismanni, nema bevís- ingar um það, að ég af þessu fyrrskrifuðu valdur sé: þeirra krefst ég hér í dag af Magnúsi, og komi þær eigi fram (sem þær að eilífu ei munu), þá krefst ég af yður, dóm- endur, og beiðist, að þér mér fyrir þessa ósæmd af honum eftir lögum rétt dæmið.“ Víðar í kærunni boðar Árni það sama og ít- rekar eftir alla tólf liði hennar að dómsmenn ákvarði sér skaðabætur og sektir. Hann læt- ur þung orð falla og segir um eitt atriðið: „Hefur svo þessi hans bréfsgrein auðsýni- lega í þann máta sín upptök af fáheyrðri ill- mennsku og óalmennilegri girnd til að ósæma aðra.“ Ummæli á borð við aðdróttanir Magnúsar voru alvarlegt mál og á Vatnsleysuþingi dag- inn eftir var tekið hart á orðum Jóns Snorra- sonar prentara, sem í ölæði hafði sagt um Guðmund nokkurn Jónsson: „Helvískur út- burðarungi, helvískur hundur, helvískur kartnaglarson, farðu suður í Garðahraun og finndu þá helvíska útburðina bræður þína og systur þínar.“ Arni var miklu fínni maður en Guðmundur og hlutu sektir Magnúsar til konungs og skaðabætur handa honum sjálf- um að verða háar. Dómsmenn, allt nágrann- ar og kunningjar Magnúsar, efuðust ekki um að orð hans væru saknæm. Ekkert kom fram „ósæmilegt sem Þórdís hefði í frammi haft með þessari þrálegri göngu í hús Secreter- ans.“ Ekki taldist sannað að hún hefði verið ein á ferð og ekkert benti til þess að fullyrð- ingar Magnúsar ættu við rök að styðjast. Farið var að beiðni Ai-na um úrskurð sektar við hvert atriði, til að mynda um þá staðhæf- ingu hans að Þórdísi hafi brugðið við komu Árna í Bræðratungu: „eftir því að Magnús Sigurðsson auglýsir engar bevísingar til þessara sinna skemmilegra bréfs orða þá dæmum vér hann sekan fjórum mörkum við konung, en Secreteranum sitt fullrétti." Ekki treystu dómsmenn sér til að meta full- réttið og vísuðu því til alþingis, líkast til vegna þess að þeim þótti hann vera mikils- verðari en aðrir Islendingar. Fjórum liðum kærunnar var vísað til alþingis og frekari framburðar Magnúsar þar, ef einhver yrði, en í hinum atriðunum voru konungi dæmdar einar 20 merkur í sekt og Árna átta fullrétti. Lögmenn áttu nú málið, litlir vinir Árna þeg- ar hér var komið sögu. Á alþingi 1704 gat Magnús ekki fært sönn- ur á að Árni hefði sig „án saka hatað“ og hafði annars ekkert um málið að segja. I bréfi til lögmanna fyrir þingið hafði Magnús lýst því að hann hefði haldið að tregða Þór- dísar að koma aftur í Bræðratungu stafaði af því að Árni hefði snúið henni gegn sér. Hefði Árni lagt sér lið við að fá hana aftur í Bræðratungu hefði hvorki sér né öðrum dottið í hug að nokkuð væri á milli þeirra. Þegar gengið var á hann í lögréttu um sann- anir gekk hann burt og var ófáanlegur til að koma aftur, en sagðist ekki hafa meint þau orð að Þórdís sæti í sínu forboði í nálægð við menn sem lítið bættu orðstír hennar. Hér- aðsdómur var staðfestur að mestu leyti. Bréf Magnúsar átti ekki að koma Árna til niðrun- ar eða óvirðingar, heldur vera „dautt og maktarlaust.“ Fyrir óbænir og ósæmileg orð bar Magnúsi að greiða tvö hundruð á lands- vísu til næsta holdsveikraspítala. Árna var dæmt „besta lögmannsfullrétti" eða jafngildi tólf marka, en ekki er ljóst af alþingisdómi hversu mörg fullréttin áttu að vera. Við þetta bættist að Árna var dæmdur kostnaður upp á hálft þriðja hundrað samkvæmt ná- kvæmu yfirliti sem hann lagði fram um laun fyrir þjóna sína, stefnuvotta og skrifara, ' pappír, hestaleigu og hey með meiru vegna réttarhaldanna. Ekki lagði hann mat á eigin fyrirhöfn og tók það sérstaklega fram. Þetta átti Magnús að reiða af hendi fyrir næstkom- andi Mikjálsmessu eða 29. september. Hann fór því vægast sagt illa út úr málaferlunum og hafði heldur engu getað svarað um ákæru sína á hendur Benedikt Einarssyni um að hafa rænt Þórdísi frá Bræðratungu og tekið með sér gullfesti og linda. Þeim áburði , - '3 "3 L gpJt-pj íl ÞÝÐING Árna á bréfi Magnúsar í Bræðratungu til tengdamóður sinnar sumarið 1704. C21298619 SAMKVÆMT LOOOM MR.36 S.MAf 1936 SEÐLABANKI (SLANDS EITT hundrað króna seðill með mynd af Árna Magnússyni var í umferð frá ársbyrjun 1981 fram á haust 1995. Magnúsar hafði verið hnekkt með dómi á Vatnsleysu og hlaut sá úrskurður staðfest- ingu í lögréttu. Innheimta skaðabóta Af Árna hálfu fór fyrri hluti ársins 1705 all- ur í þras við Magnús í Bræðratungu, sem neitaði að borga. Skaðabæturnar voru Árna jafn mikilvægar og dómurinn. Sveina sína, Benedikt Einarsson og Þórð Þórðarson, sendi hann til Bræðratungu í febrúar að krefja Magnús um skuldina. Magnús bauð helming Baldursheims við Mývatn upp í skaðabæturnar en Árni afþakkaði. Hann vissi sem var að Þórdís hafði látið kyrrsetja þá eign og aðrar jarðir Magnúsar á Norðurlandi vegna skuldar hans við hana. Vigfúsi Hann- essyni sýslumanni skrifaði Árni 21. apríl 1705, bað hann um að taka vanrækslu Magn- úsar til dóms og bauðst til að borga dóms- mönnum úr eigin vasa. Sæmd hans var að veði og ákafinn eftir því. Á Vatnsleysuþingi 1. maí krafðist Árni þess að Magnús greiddi skaðabæturnar og bætti við kostnaði af mál- inu frá og með alþingi árið áður. Nú reiknaði hann sjálfum sér greiðslu fyrir ómak og erf- iði. Magnús mætti ekki frekar en árið áður og þóttust menn vita að hann væri farinn úr sveitinni, jafnvel úr sýslu. Árni krafðist þess að eignir hans yrðu gerðar upptækar upp í skaðabætur og kostnað af málinu, sem sífellt jókst. Það var samþykkt og Magnús að auki dæmdur í sekt til konungs fyrir að hafa hvorki farið eftir dómi lögmanna árið áður né mætt á þetta þing. Daginn eftir fór Árni þess á leit við sýslumann að hluti úr Bræðratungu yrði tekinn upp í skuldina og samdægurs fylktu þeir liði til að gera það. Kostnaður af aðförinni nam 111 álnum, sem Árni bætti samviskusamlega við skuld Magnúsar. Jafn- framt tók hann saman heildarreikning og var skuldin orðin nákvæmlega 20 hundruð. Magnús fór í felur þegar sýslumaður og Árni höfðust að í héraði en svaraði ávallt að bragði. Viðbrögð hans við þessum aðgerðum voru að stefna Vigfúsi sýslumanni til alþingis, en ekki Árna. Erindrekarnir hittust á alþingi um sumarið og áttu að vanda mörgum erind- um að gegna. Stefna Magnúsar var tekin fyr- ir 14. júlí 1705. Árni bauðst til að mæta óstefndur í lögréttu og lagði til að þeir Magn- ús gerðu skriflega grein fyrir málstað sínum. Því neitaði Magnús. Hann var viðstaddur þegar málið var tekið fyrir en gufaði upp áð- ur en fjallað var um það aftur tveimur og fjórum dögum síðar. Lögmenn báðir, Sigurð- Þegar þetta gerðist var Magnús farinn ut- an til að fá leiðréttingu mála sinna fyrir hæstarétti. Hann veðsetti Bræðratungu kaupmanni á Eyrarbakka 1. ágúst 1706, vafa- lítið upp í ferðakostnað. I Kaupmannahöfn safnaði hann skuldum og fékk 50 ríkisdali hjá kaupmanni einum 5. mars fyrir tíu hundruð í jörðinni. Árni fullyrti síðar að óvinir sínir á íslandi hefðu hvatt Magnús til ferðarinnar og öfundarmenn sínir í Kaupmannahöfn útvegað honum Jón Torfason til aðstoðar. Hann var fyrrum skrifari Árna (sjá bls. 164), en lengstaf óreiðumaður sem síðast vorið 1706 hafði orðið að leysa úr fangelsi. Magnús veiktist í Kaupmannahöfn úr ótilgreindum kvilla og lést um miðjan mars 1707, en hafði þá gefið Jóni umboð til að fylgja málinu eftir. Muller amtmaður getur þess í bréfi til Gyld- enlöve stiftamtmanns 22. mars að Magnús sé látinn og líklega hafi Jón biskup Vídalín haft fulla ástæðu til að frelsa mágkonu sína frá barsmíðum bónda síns. Muller útskýi-ir því til stuðnings að hann hafi komið í veg fyrir að Magnús seldi þrjár jarðir undan konu sinni. Þremur vikum síðar tók hann samt undir beiðni Jóns Torfasonar um hæstaréttar- stefnu á þeim forsendum að örðugt væri að fá nógu marga óvilhalla menn í dóm um málið á íslandi vegna ítaka Ái-na og biskups. (Hér er fellt úr, en aftar í kaflanum segir svo:) Ástarsamband eða illmælgi? Spyrja má af hverju Árni reiddist þegar hann las bréf Magnúsar. Vissi hann upp á sig sökina eða ofbauð honum ósvífnin og lygarn- ar? Er hægt að skera úr um það? Halldór Laxness var hikandi í fyrstu um það hvort hann ætti að láta Arnas og Snæfríði vera elskendur í íslandsklukkunni og í allra fyi-stu atrennu að lýsingu heimsóknarinnar í kot Jóns Hreggviðssonar gn'pur hún aðeins fyrir andlit sitt „og riðaði við, eins og hún ætlaði að hníga niður.“ Orðum sínum beinir hún ekki til Arnasar og talar ekki við neinn sérstakan: „Drottinn hjálpi mér, sagði hún. Mér ætlar að líða fyi'ir brjóst. Hversvegna erum við komin híngað í þetta skelfilega hús? Guð Drottinn! Guð Drottinn!" Halldór marg- breytti þessum setningum við vinnu sína næstu mánuði. Hann breytti fjórum sinnum „Vinur“ í „Arnas“ eða „Aj-nas“ í „Vinur“ og velti því fyrir sér hvort Snæfríður ætti að leggja hendur um háls eða axlir honum. Hug- boð um náið samband birtist hins vegar upp- haflega nokkru aftar þar sem Snæfríður seg- ir við Jón Hreggviðsson á alþingi: „ég sendi þig dauðadæmdan á fund Arnæusar með þessum jarteiknum og segið honum að þótt hann sinn kærleik slíti fyrir það sem er meira vert. . . þá muni ég elska hann. . . meðan nokkur lífsneisti hrærist í brjósti mínu.“ Til samræmis við þetta gerði Halldór setninguna í koti Jóns líkari því sem sjá má í einkunnar- orðum kaflans úr fyrstu útgáfu verksins, því nú vissi Halldór hvað hann vildi: „Snæfríður hin fagra greip fyrir andlit sitt og sneri sér ► —--------------------------yn^jfULÍ ■---------- ur Björnsson og Lárus Gottrup, samþykktu að Árni væri viðstaddur. Magnús fékk engar undirtektir við aðfinnslur sínar um rekstur málsins og Árni lagði fram fimm bréf hans sem öll þóttu ganga út á ósannaðan áburð um „óvirðingarlega hneykslunarvæna, óleyfða umgengni og atlot“ hans og Þórdísar. Tvö varnarskjöl Magnúsar þóttu fremur auka en afplána hneykslið. Þann 22. júlí var dæmt að fyrir varnarskjöl sín og „hneykslunarleg ófrægðarbréf' skyldi hann borga Árna 300 dali til viðbótar við sektina frá því árið áður, sem og kostnað samkvæmt reikningum Árna. Það var tvöföldun á skaðabótum og gott bet- ur. Aukið var við sektir til konungs og Magn- úsi gert að borga sýslumanni hálft þriðja hundrað í kostnað vegna stefnunnar til al- þingis. Þetta átti hann að borga í þremur hlutum, að mánuði liðnum, að miðjum vetri og loks á fardögum árið eftir. Benedikt Einarsson fór með alþingisdóm- inn í Bræðratungu og var gerður út til inn- heimtu í ágúst, en aftur í janúar og júní 1706. Á alþingi þá um sumarið fékk Árni pata af því að Magnús hefði fengið vegabréf til að fara til útlanda og spurði í stuttu bréfi hvort hann hefði skipað sér umboðsmann á Islandi. Vigfús sýslumaður las þetta yfir Magnúsi, sem svaraði samdægurs að það stæði ekki til. Um miðjan október stefndi Árni Magnúsi til Vatnsleysu eina ferðina enn og lagði fram nýja kostnaðaráætlun á þingi 2. nóvember. Magnús sást hvergi og daginn eftir voru teknir upp gripir sem hann hafði komið fyiir í geymslu að Drumboddsstöðum. Árni hafði upp í síðasta reikninginn og meðal fémætis sem hann hreppti voru Biblía, íslensk sögu- bók, leirkrús með tinloki, kista með ónýtu loki og tvær sagir. Hæstiréttur UPPDRÁTTUR af Skálholti árið 1784. Hugsanlega bjó Árni í gestahúsunum en eins víst er að húsaskipan hafi breyst verulega frá því hann var á staðnum. I ~ LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.