Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Blaðsíða 20
BERFÆTTA SÖNGDROTTNINGIN Söngkonan Cesaria Evora er mörgum að góðu kunn hér á 1 landi f yrir seiðandi morna-söngva sína. ÁRNI AAATTHlASSON var á ferð í ellefta hver fi Parísar oq hit+i sönqkonuna að mál li. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir CESARIA Evora, söngdrottingin berfætta. GRÆNHÖFÐAEYJAR eru lýðveldi nokkuð undan strönd Vestur-Afríku. Helstu eyjarnar eru níu, Brava, Fogo, Santiago, Maio, BoaVista, Sal, Sao Nieolau, Sao Vicente, og Santo Antao. Talsverður munur á eyjunum landfræðilega og mjög er misskipt rigningu. Menning er líka breytileg á milli eyja og tungumálið sem talað er, kríóla, mállýska sem er blanda af portúgölsku og vest- urafrískum mállýskum, er líka breytileg á milii eyja. Portúgalir voru fyrstir til að fá augastað á eyjunum og lögðu þær undir portúgölsku krún- una á fímmtándu öld. Ibúar voru ekki margir en fjölgaði skjótt enda voru eyjarnar notaðar sem fanganýlenda á átjándu og fram á nítjándu öld, aukinheldur sem þar varð snemma miðstöð þrælakaupmanna. Eftir því sem þrælahald minnkaði dróst efnahagur eyjanna saman og portúgölsk yfirvöld misstu áhugann á þeim. Þannig gátu liðið margir mánuðir eða ár á milli þess sem skip komu frá Portúgal til eyjanna, en ^ skip annarra þjóða tóku að venja komur síðan þangað, sérstaklega bandarísk en Bandaríkja- menn stunduðu þá umfangsmiklar hvalveiðar í suðurhöfum og komu sér upp birgðaaðstöðu á eyjunum. Eftir því sem hvalastofnar létu á sjá og aðrar gerðir olíu komu í stað hvalspiks dró út hvalveiðum. Um líkt leyti hættu bandarískir sjóliðar að vilja stunda hvalveiðar og skipin urðu því að stórum hluta mönnuð Grænhöfða- eyjaskeggjum. Þegar hvalskipin hættu síðan að koma til eyjanna fluttu þeir með fjölskyldur sína til Bandaríkjanna og þar, sérstaklega í hafnarborgunum í Nýja-Englandi, búa fjöl- margir sem eiga ættir að rekja til Grænhöfða- >.eyja. Líf á Grænhöfðaeyjum er víða erfitt og þá sérstaklega á sumum eyjanna þar sem erfitt er um vik að yrkja landið því þar geta' liðið mörg ár án þess að dropi komi úr lofti. Fjölmargir hafa því flosnað upp og haldið ýmist til stærri eyja og frjósamari eða til annarra landa. Áður er getið þeirra sem fluttust með hvaibátunum vestur um haf, en einnig fóru fjölmargir austur til Portúgal, Hollands og Frakklands. Segja má að hver einasta fjölskylda á eyjunum eigi náinn ættingja í útlandinu, en ekki býr nema þriðj- ungur þeirra sem telja sig eyjaskeggja á eyjun- um sjálfum, fleiri í Bandaríkjunum einum en heima fyrir, og treginn við að horfa á eftir sín- um nánustu, cretcheu, og vita jafnvel að ólík- legt er að sjá þá aftur er snar þáttur í tónlist eyjanna og textum. ^ Morna, batuco, fuana og coladeira Morna-söngvar, sem svipar um margt til portúgalskra fado-söngva fyrri tíma, hafa mest- an samhljóm í þjóðarsálinni og þar skipta text- amir höfuðmáli; góður morna-texti getur staðið einn sér sem ljóð og til eru mög söfn morna- ljóða. Auk morna eru ríkjandi tónlistarstefnur á Grænhöfðaeyjum, þar til nú að allir rappa og rokka, batuco, fuana og coladeira, en síðast- talda stefnan er heldur fjörmeiri en mornan. Á seinni ámm hefur funana þróast í átt að zouk- tónlist sem tíðkast á Antilleseyjum, rafvætt kraftmikið popp með þjóðlegu ívafi. Margir muna eftir diskósveitinni Tavares, sem vakti hrifningu fyrir lagið Disco Infemo í kvikmyndinni Saturday Night Fever, en sú sveit var einmitt ættuð frá Græhöfðaeyjum og tók nafn sitt eftir tón- og ljóðskáldinu Eugénio Tavares sem er frægur í tónlistarsögu eyjanna ''rfyrír morna sín. Einnig má nefna saxófónleikar- ann Paul Gonsalves sem var helsti einleikari í hljómsveit Dukes Ellingtons í mörg ár. Annar tónlistarmaður sem ættaður frá Grænhöfðaeyj- um er djasspíanóleikarinn Horace Silver. Þekktust tónlistarmanna frá Græhöfðaeyjum er aftur á móti Cesaria Evora. Hana þekkja margir hér á landi, ekki síst eftir að lög með henni vom notuð í vinsælu leikverki fyrir nokkram áram.. Plötur hennar hafa notið sívax- andi hylli um heim allan og svo er komið að þær seljast í hundruðum þúsunda eintaka í Frakk- landi, þar sem vinsældir hennar era mestar, og síðasta plata hennar náði gullsölu vestan hafs. Cesaria Evora býr á Grænhöfðaeyjum, en fæst- ir tónlistarmenn þaðan snúa aftur til heima- landsins. Landar hennar erlendis eru henni of- arlega í huga og þannig stígur hún alltaf ber- fætt á svið til að undirstrika samúð sína og samstöðu með þeim sem langar heim en geta ekki snúið aftur sökum fátæktar eða heimilisað- stæðna, sem hefur gefið henni viðurnefnið ber- fætta söngdrottningin. í ferð til Frakklands fyrir skömmu gafst færi á að hitta Cesariu Evoru og spjalla við hana um hana og tónlist hennar. Spjallið fór fram á hót- eli í ellefta hverfi þar sem Evora hefst við þeg- ar hún er í Frakklandi, en hún var þar stödd að þessu sinni til að vinna að næstu breiðskífu sinni og undirbúa tónleikaferð um heiminn vegna safnplötu sem kemur út á næstu dögum. Cesaria Evora er meðalmanneskja að hæð og í góðum holdum. Hún er alúðleg og blátt áfram, keðjureykir og sýpur viskí og er ófeimin. Með- an tekin er af henni mynd er hún afslöppuð og gefur ljósmyndaranum merki sem hún tekur af skreyttri tösku sinni. Cesaria Evora kann hrafl í ensku og þónokkuð í frönsku, en fer þó fram á að viðtalið fari fram á kríólu. Úr því er greitt, starfsmaður útgáfu hennar í Frakklandi þýðir af ensku yfir á frönsku og öfugt og umboðsmað- ur Cesariu Evoru og landi hennar svarar spurningunum af frönsku yfir á kríólu og svör- unum í gagnstæða átt. Þannig gengur viðtalið fyrir sig og hugsun Evora fer frá kríólu yfir á firönsku yfir á ensku og loks yfir á íslensku; vonandi án þess að mikið glatist. Byrjaði að syngja sem smátelpa Cesaria Evora segist hafa byrjað að syngja sem smátelpa, henni sé sagt að hún hafi verið farin að syngja fyrir gesti og gangandi fimm ára gömul. I klausturskóla í grenndinni söng hún í kór og lærði söng. Þegar hún var sextán ára kynntist hún svo ungum tónlistarmanni sem taldi hana á að syngja með sér lög sem hann samdi. Upp frá því hefur hún framfleytt sér með söng. Fyrstu árin söng hún í brúðkaupum og á samkomum og stjórnmálafundum og tók á móti fólki sem sneri heim til eyjanna með söng. Eftir því sem hróður hennar barst víðar fór hún að syngja við skipulagðar skemmtanir, stóð fyrst á slíku sviði 1985 og fór síðan í sína fyrstu ferð til Portúgals með fjórum söngkonum það ár til að taka upp plötu og hélt nokkra tónleika. Plöturn- ar nutu mikillar hylli í heimalandinu og tveimur árum síðar fór hún aftur til Portúgals, nú til tónleikahalds. í þeirri ferð kynntist hún upp- tökustjóranum Bana, sem stýrði upptökum á fyrstu sólóskífu hennar, Distino de Belita, og hafði mikið að segja í að móta stíl hennar og stefnu. Plöturnar sem Cesaria Evora hefur hljóðritað eru orðnar átta á síðustu tíu árum, en ekki hafa þær allar fengist á Vesturlöndum. Hún tók einnig upp nokkrar plötur fyrir út- varpið á Grænhöðaeyjum á sjöunda áratugnum sem er hvergi hægt að fá, hún segist ekki einu sinni eiga eintök af þeim sjálf. Á þeim tíma sem Cesaria Evora var að stíga fyrstu skrefin á tónlistarbrautinni var moma allsráðandi á eyjunum, en coladeira notað þeg- ar átti að sletta ærlega úr klaufunum. Mestu um morna-áhuga Evoru réð eflaust að fóður- bróðir hennar er Fransico Xavier da Cruz, einn helsti morna-smiður seinni tíma. Xavier da Cruz er fatlaður og þannig er gráglettið viður- nefni hans til komið, B.Leza, sem er leikur að portúgalska orðinu beleza, fegurð. Cesaria Evora segir að mornan hafi hrifið hana vegna textanna, vegna þess að þá sé hún að syngja um daglegt líf, um áhyggjur af ást- inni, börnunum, vinnunni, og hversdagsleikann. „Flestir íbúar Grænhöfðaeyja búa erlendis um lengri eða skemmri tíma og hugsa alltaf heim og langar til að fara heim. Þegar ég er á tón- leikaferð um heiminn hitti ég fólk frá eyjunum sem langar heim,“ segir Evora og tárast af til- hugsuninni. „Eg syng fjrir þetta fólk því ég veit hvað það er að hugsa og hvernig því líður. Ég sný ævinlega aftur heim og leita í upp- sprettuna, sæki næringu og kraft í mitt heima- land.“ Eins og getið er líta flestir tónlistarmenn frá Grænhöfðaeyjum á tónlistina sem stökkpall frá erfiðleikunum heima fyrir og í betra líf. Þegar þeir ná árangri ytra flytjast þeir búferlum og snúa margir ekki heim aftur fyrr en vinsældirn- ar dvína. Cesaria Evora býr aftur á móti á Grænhöfðaeyjum og segist munu aldrei flytja þaðan. „Alltaf þegar ég er á tónleikaferð hugsa ég heim og langar til að hitta fjölskyldu mína og vini,“ segir hún. „Ég er þakklát fyrir það hversu vel útlendingar taka mér vel, en samt sem áður vil ég hvergi annars staðar vera en heima á Grænhöfðaeyjum. Þegar ég er í útlönd- um hugsa ég ekki um annað en eyjarnar, heim- ili mitt og ijölskyldu og þegar ég kem heim hrópa ég hallelúja," segir hún og hrópar einmitt hallelúja, breiðir út arminn og ljómar af gleði við tilhugsunina. Kann vel að meta umgang eg læti Evora segir að á Grænhöfðaeyjum flytji margir ungir tónlistarmenn þjóðlega tónlist heimalandsins, á meðan aðrir kjósi rapp eða rokk. Áður er getið djasspíanóleikarans Horace Silver sem Evora segist hafa hitt á ferðum sín- um. Hún segir að hann hafi kunnað nokkur orð í kríóla, en hann sé að leika bandarískan djass en ekki tónlist frá Grænhöfðaeyjum, „enda er hann ekki nema að hálfu leyti frá Grænhöfðaeyjum og hefur alið allan sinn aldur utan eyjanna. I tónlist hans má þó heyra sumt sem sem rekja má til eyjanna, líklega vögguvísnanna sem móð- ir hans söng fyrir hann.“ Cesaria Evore er þrígift og hjá henni heima á Grænhöfðaeyjum búa móðir hennar, bróðir, tvö börn og barnabörn. „Ég kann því vel að hafa marga í kringum mig þegar ég er heima, ég kann vel að meta umganginn og lætin, það era oft gestir hjá mér, fólk frá öðram eyjum og út- lendingar, það era allir velkomnir." Aðspurð hvort börnin hennar hafi erft frá henni söng- hæfileikana segir hún að sonur hennar syngi þegar hann hefur drakkið einum og mikið. „Hann kann bara eina morna og syngur hana svo illa að allir hlæja að honum,“ segir Evora og skellihlær, en bætir svo við af meiri alvöru að ein dótturdóttir hennar sé með fallega rödd en hún sé ekki enn farin að syngja að ráði. Cesaria Evora hefur verið meira og minna á ferðinni undanfarin ár og enn er ferðalag framundan, safnplata fyrir jól og síðan er hún að vinna að plötu með nýrri tónlist. Hún segir að það sé mjög erfitt að vera sífellt fjairi heimahög- unum og það væri henni ekki mögulegt nema fyrir það hve gaman hún hefði af því að ferðast og hitta fólk um allan heim. Best þykir Evora að syngja í Frakklandi, því það byrjaði allt saman og þar á hún flesta aðdáendur, en annars vill hún ekki gera upp á milli landa. Eftir smáþögn segir hún þó að sér hafi einnig líkað mjög vel að syngja fyrir afkomendur hvalveiðimanna vestur í Bandaríjunum. Þar í landi hefur henni gengið allt í haginn á undanfornum áram og svo komið að bandarískir aðdáendur hennar era orðnir talsvert fleiri en þeir frönsku. „Sérstaklega eru mér fyrstu tónleikarnir í Bandaríkjunum minn- isstæðir, því þá söng ég í samfélagi Grænhöfða- eyjaskeggja. Ég hef síðan haldið marga tónleika þar á undarfórnum áram, oft mjög fjölrnenna," segir Cesaria Evora. ,Á síðustu tónleika mína í Bandaríkjunum komu allskonar stjömur á tón- leikana, þar á meðal Madonna," segir hún og kímir. Framundan er mikil tónleikaferð Evora um Bandaríkin, þrjátíu daga ferð og þau Angelo spauga um að hún geti svosem haft það gott í ferðinni, hann þurfi að keyra. „Ég vildi bara að ég hefði byijað yngri að ferðast um og syngja fyrir heiminn, en ég á nokkur ár eftir enn áður en ég fer heim til Grænhöfðaeyja og sest í helgan stein. Það era mörg lönd sem mig langar til að heimasækja; mig langar til að koma til íslands á næsta ári þegar ég verð á ferð um Evrópu og Bandaríkin, geturðu ekki komið því í kring?“ spyr Evora og tekst öll á loft og spurningum um land og þjóð rignir yiir mig og spjallið leysist upp í landa- fræðitíma með skýringarmyndum og kortagerð. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.