Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Blaðsíða 7
VEGURINN helgi hjá gröfum Mingkeisara. STEINBRÚ í garði Sumarhallarinnar. ENGINN sem gistir höfuðborg Kínaveldis lætur hjá líða að skoða mesta mannvirki veraldar- sögunnar, Kínamúrinn marg- fræga. Hann er tvímælalaust eitt af furðuverkum heimsins og ku vera eina mannvirki á hnettinum sem greinilega sést frá gervi- tunglum á sveimi kringum jörðina. Kristján Jóhannsson og Sigurjóna Sverris- dóttir kona hans höfðu útvegað lítinn rútubíl og safnað saman tíu manna hópi í dagsferð til Minggrafanna og Kínamúrsins. í hópnum voru Ólafur Egilsson sendiherra og Ragna Ragnars kona hans ásamt nokkrum ítölskum söngvurum úr „Turandot" og mökum þeirra. Var glatt á hjalla í bflnum, enda velheppnuð frumsýning afstaðin og veður einsog best varð á kosið, léttskýjað og hlýr andvari. Grafir Mingkeisara Fyrst lá leiðin til grafa Mingkeisaranna sem liggja við rætur Tianshoufjalla um 50 kílómetra fyrir norðaustan Peking. Staðurinn er umkringdur ávölum, viðivöxnum hæðum og minnir einna helst á náttúrlegan garð með Drekahæð og Tígurhæð á báðar hendur inn- ganginum. Þessi keisaralegi grafreitur er 40 ferkílómetrar, þéttvaxinn furu og kýprusviði. Þar eru þrettán Mingkeisarar grafnir. I rífiega 200 ár var unnið að því að skreyta og fegra þennan friðsæla reit. Fyrsta graf- hýsið, Changling, var reist árið 1409, og það síðasta, Siling, árið 1644. Á þessu 235 ára skeiði var svæðið lokað almenningi. Sumarið 1956 hófu kínverskir fornleifa- fræðingar að grafa upp heila höll neðanjarð- ar, Dingling, sem geymdi leifar þi-ettánda Mingkeisarans, Zhus Yijuns (1573-1620). f höllinni fundust líkkistur keisarans og tveggja eiginkvenna hans ásamt 3.000 kjör- gripum af gulli, silfri, perlum og dýrum dúk- um. Síðan hefur grafreitur Mingkeisara verið einn helsti ferðamannastaður landsins. Ekki gat hjá því farið að maður væri grip- inn vissri lotningarkennd þegar reikað var um þennan kyri'láta og vel skipulagða graf- reit með öllum sínum hátimbraðu höllum, bogahliðum, súlnagöngum, virkisveggjum og höggmyndum. Meðfram Veginum helga stóð löng röð af hvítum styttum. Fyrst komu 24 höggmyndir af ýmsum dýrum, ljónum, úlföld- um, fílum, hestum og tvennskonar goðsögu- legum skepnum sem Kínverjar nefna xiezhi (þekkir mun á góðu og illu) og qilin (af ætt einhyrninga). Síðan koma 12 styttur af her- foringjum, embættismönnum og fræðimönn- um. Allt var þetta steinmyndasafn kostgæfi- lega skreytt margvíslegum útskurði. Tilkomumest var neðanjarðarhöllin Ding- ling með glæsilegum inngangi, löngum og skrautlegum göngum, stórum sölum, gullkór- ónum keisara og eiginkvenna hans (fyrstu kórónum sem grafnar hafa verið upp í Kína), líkkistunum þremur og loganum eilífa sem tórir á fijótandi kveik í stóru bláhvítu postu- línskeri fylltu olíu og skreyttu drekamynd- um. Frá grafreitnum var haldið í gríðarstóran veitingastað sem greinilega var fyrst og fremst ætlaður erlendum túristum, enda var allur umbúnaður með amrískum brag, um- fangsmiklar minjagripasölur á neðri hæð, en á efri hæð var ljúffengur kínverskur matur framreiddur að innlendum hætti með ótal smáréttum á hverfiskífum sem snerust á hverju borði, þannig að aldrei þurfti að biðja sessunautana að rétta sér það sem hugur og magi girntust. Kínamúrinn Að máltíð lokinni var ekið klukkustundar- leið að Kínamúrnum sem okkur var mest í mun að sjá og upplifa. Sum okkar völdu þann kost að fara á kláfi uppí næsta varðturn, en MINJAR GLÆSJRAR FORTIÐAR EFTIR SIGURD A. MAGNÚSSON Fyrst lá leiðin til grafa Mingkeisaranna sem liggja við rætur Tianshoufjalla um 50 kífómetra fyrir norðaustan Peking. Staðurinn er umkringdur ávölum, viðivöxnum hæðum og minnir einna helst á náttúrlegan garð með Drekahæð og Tígurhæð á báðar hendur innganginum. KÍNAMÚRINN, eitt mikilfenglegasta mannvirki heimsins. MATAST á leiðinni að Kínamúrnum. Til vinstri á myndinni eru Ragna Ragnars, Sigurjóna Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson, en greinarhöfundur er yst til hægri. þeir harðgerustu þrömmuðu upp brattar brekkurnar. Það eru engar ýkjur að gangan eftir múrnum, frá einum varðturni til annars, hafi verið hápunktur Kínaferðarinnar, ekki einasta vegna þess hve frægur hann er og merkilegur frá sögulegu og verkfræðilegu sjónarmiði, heldur einnig vegna þess að hann býr yfir einhverjum annarsheimslegum töfr- um þarsem hann hlykkjast einsog hrufóttur gullborði eftir fjallshryggjum og klettaklif- um, dölum, dældum og sléttum og virðist hvorki eiga sér upphaf né endi. Kvöldsólin sló á hann gullnum bjarma og magnaði töfra göngunnar. Kínamúrinn er tröllaukinn varnargarður sem byrjað var að reisa á sjöundu öld fyrir Kristsburð. Eftirað Qin Shihuang (Fyrsti Qin-keisari), sem ríkti á árunum 245-209 f. Kr., hafði sameinað Kína, hóf hann árið 214 f. Kr. að samtengja og framlengja múrana sem lénsherrar smáríkjanna höfðu reist kringum landsvæði sín í sjálfsvarnarskyni. Jafnframt lét hann reisa fjölda varðturna. Fyi-ir honum vakti að verjast innrásum hirðingjaþjóða í norðri. Tók tíu ár að ljúka verkinu. Talið er að Kínverjar hafi á þeim tíma verið tíu millj- ónir talsins og fjórðungur landsmanna verið kvaddur til verksins. Voru bændur látnir vinna verkið í nauðungarvinnu við gífurlegt mannfall. Seinni keisaraættir héldu áfram að styrkja og lengja múrinn í samræmi við eigin varnar- þarfir. Á valdaskeiði Mingættarinnar (1368- 1644) voru gerðar á honum 18 meiriháttar endurbætur og tók um 200 ár að fullgera múrinn. Frá Jiayuguan í héraðinu Gansu í vestri liggur hann um fjöll og dali, gresjur og eyðimerkur yfir sex héruð og eina borg allt til Shanhaiguan i héraðinu Hebei á austur- ströndinni. Múrinn er 6.700 kílómetra langur. Meginhluti hans frá Mingskeiðinu er enn í góðu ásigkomulagi. Kínamúrinn er 8,5 metra hár, 6,5 metra breiður neðst og 5,7 metrar efst. Hæð brjóstvirkisins er einn metri. Milli varðturna er að jafnaði um kílómetri. Þó rammbyggður væri og vel fallinn til að verjast innrásum úr norðri var Kínamúrinn ekki óvinnandi. Bæði Djengis Khan (1167- 1227) og sonarsonur hans, Kúblaí Khan (1214-1294), brutust gegnum hann. Kúblaí Khan lagði Kínaveldi undir sig á árunum 1250-1279 og gerði Peking að höfuðborg rík- isins. Þar tók hann á móti Marco Polo. Qin- gættin, sem síðust ríkti í Kína, komst til valda í Mansjúríu árið 1616 og lagði undir sig Kínaveldi árið 1644. Síðasti afspringur henn- ar var Xuangtong (keisari 1909-1911) sem Bertolucci gerði víðfræga kvikmynd um. Sumarhöllin Yiheyuan eða Sumarhöllin var keisaraleg- ur garður Qingættarinnar í norðvestanverð- um útjaðri Pekingborgar. Hann er 290 hekt- arar að stærð og telst vera einn stærsti garð- ur í Kínaveldi. Árið 1860 gerðu Bretar og Frakkar innrás í Peking og fóru eldi um borgina. Árið 1889 hirti ekkjudrottningin al- ræmda, Ci Xi (eða Tzu Hsi samkvæmt fyrri rithætti), mikla fjárhæð, sem veitt var til að endurnýja kínverska flotann, og eyddi henni til að endurbæta garðinn. Tók sú aðgerð heil- an áratug og bar þann glæsilega árangur sem nú Jjlasir við augum. I garðinum norðanverðum er víðáttumikið manngert stöðuvatn, Kummingvatn, með mörgum eyjum og skrautlegum steinbrúm, en í suðurhlutanum er tilkomumikil skógivax- in hæð, Langlífishæð, alsett pagóðum, skál- um og musterum. Það sem öðru fremur auð- kennir garðinn er sægur ákaflega skraut- legi'a mustera, halla, turna, skála, sumar- húsa, súlnaganga og steinbrúa. Ein brúin er 150 metra löng og 7 metra breið, skreytt 544 steinljónum af ýmsum stærðum. Kunnastur er sennilega Langigangur, 728 metra löng ^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.