Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Side 14
GUÐRÚN STEINARSDÓTTIR STRIÐIÐ VIÐ DAGANA dagarnir vakna nudda skýjaflókana úr augunum grípa um sólargeislana í mjaðmabelt- unum henda sér fram af fjallshlíðum smeygja sér inn um skráargöt skríða út úr húsasundum um morgunþætti útvarpsstöðva og tíst smáfugla ígörðum berast hernaðar!eyndarméú á dulmáli mennirnir vígbúast ristuðum brauð- sneiðum ávaxtasafa og skjalatöskum kveðja konur og börn ogganga mót vígreifum dögunum baráttan er hörð; dagar hverfa gleymdir á vit ára sinna og menn hverfa gleymdir í duftið fyrir fótum daganna; og þrátt fyrir árþúsunda þjálfun mæðast stríðsaðilar fijótt; mennirnir sligast undan lífsbarátt- unni og vígbúnaðarkapphlaupinu líkt og dagarnir sem verða vart nema skugginn af sjálfum sér Það er því enginn sem andmælir þegar sáttasemjarar nætur koma á vopnahléi um stund nema tunglið sem heldur uppi skæruhemaði INGIBJÖRG HINRIKSDÓTTIR TILBRIGÐI VIÐ STEIN II Á meðan ég stóð og horfði út yfir dimmblátt vatnið flaug tíminn framhjá. Og í vatninu synti fagurgrænn fiskur og hann sagði við mig. Hirtu ekki um þau tíminn og vatnið eru eilíf en ekki við. TILBRIGÐI VIÐ STEIN III í firðblárri birtu fínn ég angan þína fylla mig. Eg veit þú ert þama eins og vor á næsta leyti. Og nóttin lýsir leið mína til þín. En er birtir koma skuggamyndir þínar í Ijós. Ég var á rangri leið en nóttin kemur aftur og þá fínn ég angan þín á ný. Höfundur er fulltrúi í Reykjavík og starfar hjó Sambandi íslenskra sveitarfélaga. ERLENDAR BÆKUR VIRKIÐ Olofsborg var reist 1477 og tilgangurinn var sá að hafa gætur á landamærum Finn- lands og Rússlands. Virkið er vel varðveitt. OLDENBORGARHORNIÐ, kjörgripur eftir dverghaga 15. aldar gullsmiði. Það er nú varðveitt í Rósenborgarhöll í Danmörku. SAGA KALMAR- SAMBANDSINS Vivian Etting: Fra fællesskab til blodbad. Kalmarunionen Gyldendal 1998. 231 bls. myndir, kort. ARTÍÐIR, afmæli og aðrir minningar- dagar verða sagnfræðingum gjaman tilefni til að rifja upp sögulega atburði, sem fáir virðast hafa hirt um langa hríð. Þannig var á árinu 1997. Þá voru 600 ár liðin frá stofnun Kalmai'sambandsins og varð það ýmsum norrænum fræðimönnum tilefni til að hyggja að ýmsu í sögu ríkjasambandsins. Slíkri athugun fylgir gjaman endurmat á fyrri rannsóknum og skoðunum og svo var einnig nú. Virðist mér að niðurstaða þeirra rannsókna, sem unnar hafa verið á sögu Kalmarsambands- ins á Norðurlöndum á síðustu árum, sé sú að þessi tilraun til að sameina Norðurlönd í eitt ríki hafi verið allrar athygli verð og að Kalmar- sambandið eigi betri eftirmæli skilið en það hef- ur almennt hlotið til þessa. Má þó vera að í þessu efni séu sumir fræðimenn smitaðir af hinni miklu sameiningarumræðu, sem undan- farín ár hefur átt sér stað í Evrópu. Svo mikið er víst, að viðhorf manna nú á dögum eru um- talsvert önnur en viðhorf þjóðernissinnaðra starfsbræðra þeirra í upphafi aldarinnar. Danski sagnfræðingurinn Vivian Etting hefur um langt skeið fengist við rannsóknir á sögu Norðurlanda á miðöldum og m.a. skrifað bók um Margréti I. Hún kom út árið 1986 og var endurútgefin 1997. í þessari bók fjallar hún um ýmsa meginþætti í sögu Kalmarsambandsins frá stofnun þess árið 1397 og fram til blóðbaðs- ins mikla í Stokkhólmi árið 1520. Þá lét Kristján II. Danakonungur taka af lífi marga helstu for- ystumenn Svía, í allt u.þ.b. 100 manns, og mark- aði sá atburður endalok ríkjasambandsins. Þessi bók verður engan veginn talin saga Kal- marsambandsins í eiginlegum skilningi. Höf- undur velur sér söguefni frá tímum ríkjasam- bandsins og fjallar um þau í ljósi samtímans og er tilraunin til að sameina Norðurlönd ávallt í bakgrunni. í inngangskafla er aðdragandinn að stofnun Kalmarsambandsins rakinn, en á meðal annarra efnisþátta, sem um er fjallað, má nefna reglu heilagi-ar Birgittu, pílagrímsfór Kristjáns I. til Rómar og loks lokaátökin í Stokkhólmi árið 1520. Bókin er afbragðsvel skrifuð og ríkulega skreytt myndum af listmunum, byggingum og handritum frá sögutímanum. Islenskir fræðimenn hafa aldrei sinnt sögu Kalmarsambandsins svo orð sé á gerandi, en ef til vill væri þarna fróðlegt rannsóknarefni íyrir íslendinga. Island var hluti af Kalmarsamband- inu og fer vart hjá því að átökin, sem urðu á Norðurlöndum á þessum tíma hafi haft einhver áhrif hér úti. Nægir þar að nefna, að mestan hluta þess tíma sem Kalmarsambandið stóð voru Englendingar umsvifameiri hér á landi en nokkru sinni bæði fyrr og síðar. Fengu þeir kannski frjálsari hendur vegna átakanna á Norðurlöndum? Fleiri slíkra spurninga mætti spyrja, en í þessari bók er íslands aðeins einu sinni getið: þar sem segir frá því er Jóni biskupi Gerrekssyni var drekkt í Brúará. Og hann er reyndar kallaður Jens. JÓN Þ. ÞÓR VISBY á Gotlandi. Yfir borgarmúrana ber turna Maríukirkjunnar. ,SAMEINING hinna þriggja norrænu ríkja í Kalmar", málverk í táknrænum stíl eftir dansk norska málarann Erik Paulsen frá árinu 1784. 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.