Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 3
LESBðK MORGUNBLAÐSEVS - MENMNG LISTIR 1 1. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Básendaveðrið sem gekk yfir landið suðvestanvert 9. janúar 1799 er talið eitt mesta veður sem heimildir greina frá. Mikið tjón varð austan frá Stokkseyri, um Suðurnes og vestur á Mýrar, en harðast lék veðrið og flóðið útróðra- og verzlunarstaðinn Básenda sunnan Sand- gerðis, sem eyddist gersamlega og byggðist ekki upp aftur. Um Básendaveðrið íjallar Árni Arnarson sagnfræðingur. --»v Safnið sem gleymdist er heiti á grein eftir Helga Torfason og það er orð að sönnu. Saga Náttúrugripasafnsins er með ólíkindum frá því það fékk samastað á neðri hæð Safnahússins við Hverfisgötu 1908. Ríkið tók við safninu 1947 og því var kúldrað á lítinn gólfflöt í gömlu verzlunar- liúsi við Hlemm. Gestir sem voru 4.100 árið 1908 hafði aðeins fjölgað í 5.452 árið 1997. Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness í leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guð- mundsdóttur verður fnimsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins á morgun. Um er að ræða tvær sjálfstæðar sýningar, Bjart - Land- námsmann íslands og Astu Sóllilju - Lífs- blómið, unnar upp úr þessu ástsæla skáld- verki Nóbelsskáldsins. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson en með helstu hlutverk fara Arnar Jónsson og Ingvar E. Sigurðsson sem leika Bjart, Margrét Vilhjálmsdóttir sem leikur Rósu og Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir sem leikur Ástu Sóllilju. Sýningarsalir Parísarborgar eru fjöbnai'gir og þar eru kynntar allar mögulegar tegundir inyndlistar. Bragi Ásgeirsson var á ferðinni í París og gefur lesendum Lesbókar innsýn í sumt af þvf sem þar er að sjá og m.a. segir hann frá ungri listakonu sem heitir Anna-Francois Columy og hefur slegið í gegn svo um munar. FORSÍÐUMYNDINA tók Kristinn Ingvarsson af Ingvari E. Sigurðssyni í hlutverki Bjarts og Margréti Vilhjálmsdóttur í hlutverki Rósu á æfingu á Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu. GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR FRÁ HÖMRUM ÁFANGASTAÐUR - BROT - Eg hefreikað um heiðar og stórgrýttan stig, og mín stefút í bláinn ég kvað, og sóldúfur vorsins mér fylgdu í för og hið fjúkandi haustgula blað. Eg barþreytu um öxl mér og þorsta á vör. Hve þráði ég minn áfangastað. En efhvíldin býðst, vaknar bandingjans þrá. Spurðu bátinn, sem liggur við naust, þann er stefninu ygpti í ólagaskafl, meðan útsærinn kvað hæst við raust. Spurðu gi-áspörinn srnáa, er þiggisti í vor, spurðu grasið, er folnar um haust. Og hvildai-laus þráin og þrá eftir hvíld verður þraut, er ég tæplega veld. En í iaufskáJa svörtum, er svefninn mér býr, hiýt ég sitja við draumanna eld, ogí morgunsins gullnu og gróandi vin vil éggista, er líður á kveid. Og með þreytu um öxl og með þorsta á vör legg ég þögul á öræfín blá. Nú veit ég, að hugur minn orknr því einn, hvaða útsýn er hæðunum frá, því að áfangastaður hvers einasta manns er hin óræða, volduga þrá. GuSfinna Jónsdóttir frá Hömrum, 1899-1946, var frá Arnarvatni í Mývatns- sveit, en kenndi sig við Hamra í Reykjadal þar sem hún átti heima á unglings- árum. Hún lagði stund á tónlistarnám en fékk ekki notið þess sokum vanheilsu. Hún var orðin fulltíða kona þegar hún birti fyrst Ijóð sín, sem hún sendi frá sér! tveimur Ijóðabókum skömmu fyrir andlát sitt. FÖGUR ER HLÍÐIN RABB s Ifallegri _ sveit, ef til vill fallegustu sveit á íslandi, Rauðasandi í Vestur- Barðastrandarsýslu, er ég fæddur og uppalinn. Mér hlýnar um hjarta- ræfumar þegar ég kem niður úr Dalnum og sé vaðalinn og innbæina blasa við og síðar alla sveitina út að Skaufhól. Og þó festi ég ekki yndi í þessari fallegu sveit. Hvers vegna ekki? Mér leiddust sveitastörfin og ég hafði eng- an áhuga á búskap, enda var ekkert upp úr smábúum að hafa annað en skuldir og mannskemmandi basl. Og aumingja pabbi, búfræðingurinn, sem eflaust hefur hlakkað til að sjá eina soninn sinn vaxa upp, fullan áhuga, og taka við búinu, fékk ekki þá ósk sína uppfyllta. Ég fór til náms og þaðan í Landsbankann og fylgdi svo Seðlabankanum þegar hann kom upp úr skúffunni sinni og varð sjálf- stæður. Ailstaðar þar sem ég kom við á leið- inni hitti ég fólk sem átti að baki svipaða lífsleið og ég. Það var fætt og uppalið á landsbyggðinni en hafði flust til borgarinn- ar og ekki snúið heim aftur. Og þó hafði því verið haldið fast að okkur að göfugi'a líf væri ekki til en yrkja jörðina. Jónas frá Hriflu, spámaður sveitunga minna, skrifaði eitt sinn í Tímann að sagt væin að ungt fólk sækti úr sveitinni af ævintýi'aþrá. En hvað er ævintýralegra, skrifaði Jónas, en bijóta jörðina og byggja nýbýli? Þetta gekk alveg fram af mér. Hvers vegna fór Jónas ekki sjálfur heim aftur í sveitina sína til að bijóta land og gera auðnina að frjósömu túni? Þessi hugsun hefur oft sótt að mér síð- an, þegar söngurinn um „flóttann á möl- ina“ og ágæti sveitalífsins hefur verið haf- inn. Já, hvers vegna flytja þessir blessaðir sveitalífsdýrkendur ekki sjálfír heim aft- ur? Það skyldi þó ekki vera af því að sveitalífið er erfitt og lítið upp úr því að hafa? Sjómennskan dró unga menn mjög að sér og hún gaf mikið í aðra hönd, en nú er búið að sjá fyrir því að menn geta ekki farið þá leiðina. Heimamenn mega ekki veiða fisk sér til framfæris nema hafa „kvóta“ og þeir sem hann hafa, ásamt pen- ingum, hafa keypt kvóta hvar sem þeir voru falir og fiutt þá burt úr byggðarlög- unum svo að víða eru hinar fyi’rum blóm- legu byggðir á Vestfjörðum og Austfjörð- um að leggjast í eyði. Fólkið fær ekki að vinna fyrir sér þó það fegið vilji. Og á sama tíma er þusað með helgisvip um , jafnvægi í byggð landsins". Byggðastofnun var sett á laggirnar, gerði sama og ekkert gagn og kostaði stóifé, fyrir utan það sem hún tap- aði af lánum sem aldrei voru endurgreidd. Og menn ræða áfram með fjálgleik um hvað þetta ástand sé alvarlegt, lands- byggðin sé að tæmast og fólkið flykkist til Reykjavíkur, eða öllu heldur Kópavogs, þar sem hægt er að fá leyfi til að byggja yfir sig. Og mönnum dettur jafnvel í hug að nokkur „menningarhús" muni snúa straumnum við svo að fólk segi eins og Gunnar forðum að fógur sé hlíðin og muni það hvergi fara. En mér er spurn: Gerir nokkuð til þó að fólk flýi þá staði sem ekki er lífvænlegt á lengur? Þeir sem því valda ættu manna síst að vera hissa á því. Þess vegna hljótum við enn að segja við kórinn sem syngur gamla sönginn um að það verði að stöðva flóttann utan af landsbyggðinni: Fai’ið þið sjálf heim aftur fyi’st það er svona gott og göfugt að vera í sveitum og sjávarþorpum. Nú vantai- hvorki jarðnæði í sveitunum né húsnæði í fiskibæjunum. Tvær höfuðástæður hafa valdið því að fólk hefur yfirgefið heimabyggðir sínar úti um landið: það hefur óskað að vinna ein- hver þau störf sem þar er ekki hægt að stunda eða það hefur ekki treyst sér til að lifa við þau lífskjör sem þar eru í boði. Rejmt hefur verið að hressa upp á lands- byggðina með því að flytja með ofríki opin- berai’ stofnanir út á land, þvert ofan í vilja þeirra sem við þær starfa eða þurfa að leita eftir þjónustu þeirra. Verðum við ekki að gera ráð fyrir að áfram verði haldið á heimskubrautinni og Alþingi flutt á Þing- völl, Hæstiréttur til Þórshafnar og Háskól- inn til Tálknafjarðar? Það mundi skapa mörg störf utan höfuðstaðarins og stuðla að hinu margþráða ,jafnvægi í byggð landsins“. Ég held því fram að ég, eins og aðrir ís- lendingar, eigi heimtingu á því að búa þar sem ég vil helst og enginn hafi heimild til að hlutast til um það. Og nú vill svo til að ég kaus árið 1940 að flytjast til Reykjavík- ur og ég sé ekki eftir því. Hér hef ég fund- ið þau störf og áhugamál sem ég hef viljað vinna og sinna og ég hygg að sama máli gildi um þorra þess fólks sem hingað hefur flutt búsetu sína. Við viljum vinna en við viljum mega velja okkur störf, ekki þurfa að vera þar sem við finnum ekkert við okk- ar hæfi, hversu göfgandi sem lausu störfin þar kunna að vera, ekki síst ef lítið er upp úr þeim að hafa. Ég hygg að margir hefðu grátið þun-um tái-um ef Jónas frá Hriflu hefði allt í einu kosið að flytjast aftur heim á æskustöðvarnar, en vandinn var bara sá að hann langaði ekkert til þess sjálfan. Þó vildi hann að aðrir tylldu heima. Mér er ljóst að í því felst viss vandi ef landshlutar tæmast og allur þon’i manna flykkist á þéttbýlissvæðin. Það gerist þó óhjákvæmilega ef lífsskilyrðin heima versna svo að fólkið telur sig ekki geta við það unað. Það er að gerast hér af því að lífsbjörgin, fiskurinn, hefur verið tekinn af fólkinu og búin eru of smá og erfið og gefa lítið af sér, auk þess sem kvóti er á fram- leiðslunni. Þegar ég fór fyrst að heiman, 1938, fór ég með nokkrum vinum mínum á smábáti út á Patreksfjörðinn með færi. Fjörðurinn var þá kvikur af fiski og Pat- reksfirðingar lifðu góðu lífi og komust jafnvel í góð efni af fiskveiðum. Nú er mér sagt að firðirnir og grunnmiðin séu aftur kvik af fiski. Fólkið má bara ekki veiða hann af því að aðrir, sem völdin hafa og peningana, sitja að veiðiheimildum, sem þeir hafa fengið íyrir ekkert af svokallaðri þjóðareign eða þeir hafa keypt af öðrum, heimildum sem sumir selja fyrir offjár og kaupa sér svo verslanir, glæsiíbúðir og sumarhús á Spáni! Og heimild til alls þessa er tryggð með lögum. Þetta getur ekki verið réttlátt. Og þetta á ekkert skylt við frjálsa samkeppni því að annar aðilinn get- ur ekki keppt. Hann hefur hvorki völd né peninga og það eru aðrir en ekki hann, sem setja lögin. Þess er engin von að menn uni áfram í hlíðinni sinni ef hún hefur verið gerð óbyggileg. TORFI ÓLAFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. MARZ 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.