Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 16
„EG HEF ALDREI GETAÐ LÆRT AF NEINUM NEMA SJÁLFUM MÉR" HiLMAR Örn Hilmarsson tónskáld á vinnustofu sinni. Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld hefur undanfarin ár verið afkastamesti tónsmiður- inn í dönskum kvikmynda- heimi og víðar. SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR komst | þó að því að hann álítur sjálfan sig latan, | þó afköstin segi annað. MAÐURINN, sem segist svo latur að hann togist helst aldrei frá sófanum og góðri bók, hefur samt sem áður samið tónlist við ellefu kvikmyndir undanfarin þau 4Í4 ár sem hann hefur búið í Danmörku. „Pað er samvinnan við gott fólk, sem er svo skemmtileg. Hún er það eina sem hefur dugað til að draga mig fram úr sófanum hingað til. Ég gerði aldrei neitt ef ég væri einn að vinna,“ segir Hilmar Orn Hilmarsson tón- skáld. En það eru fleiri mótsagnir, sem ein- kenna hann, því þessi að eigin sögn ólæknandi rómantíker situr í sannkölluðum tæknifrum- skógi. Að minnsta kosti líkist tækjasafnið í vinnuherberginu í litla húsinu hans í Glostrup í augum óinnvígðra algjörum frumskógi mæla- og takkaborða, tengdum yfirgengilegri flækju snúra og leiðslna. En þó tíminn í Danmörku hafi verið góður og hann hafi i fyrsta skipti fengið að vinna við góðar aðstæður er Island farið að toga í hann aftur. „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að sakna þess skapandi „kaos“, sem er á Islandi." Hug- myndin með því að koma til Danmerkur var meðal annars sú að hafa tækifæri til að vinna einnig annars staðar í Evrópu. Verkefnin í - Danmörku hafa hins vegar komið eitt af öðru, en á íslandi vonast hann til að fá tækifæri til að sinna tilboðum frá Bretlandi og Þýskalandi. „Ég fæ öðru hverju þörf til að fara og koma aftur til baka með uppsafnaða reynslu og von- andi þekkingu líka,“ segir hann. „Nú er kom- inn tími til að leggja Danmörku að baki.“ Tæknistökk úr þremur vikum í útta sekúndur „Ég hef aldrei lært neitt í tónlist," segir Hilmar Örn, þegar talið berst að því hvernig leið hans hafi legið inn í tónlistina. „Tónlistar- nám mitt fólst í að skrópa í fiðlutímum og pía- nótímum og svo er ég misheppnaður djas- strommuleikari. I raun er ég á sífelldum flótta undan tónlistinni, því ég geri mér grein fyrir hve hæfileikasnauður ég er. En ég er heillaður af kvikmyndum og hef gaman af stúdíóvinnu f og tækni. Það er alltaf eitthvað að gerast í tæknimálum í kvikmyndum. Þar byrja fram- farirnar í hljóðvinnslu og það finnst mér heill- andi.“ Tæknigleðin leynir sér ekki í vinnuherberg- inu, þar sem tölvan er miðlæg. „Já, þetta er betra en í bestu og dýrustu stúdíóum fyrir tíu árum,“ segir hann um leið og hann rennir aug- unum yfir tækjasafnið. „Það er ekki langt síð- an ég fór á milli landa með áttatíu kíló af tækj- um, þegar ég var að skreppa út til að vinna. Nú rúmast þetta í einni handtösku. Það er fárán- legt hvað hlutimir gerast hratt.“ Hilmar Örn hefur einnig orð á að það sem tónskáldið og frumkvöðull raftónlistar Karlheinz Stoek- hausen hafi á sínum tíma verið þrjár vikur að forrita með gataspjöldum sé hann nú átta sek- úndur að gera, án þess hann vilji annars bera sig saman við Stockhausen. „Hugsunin er kannski ekki sú sama, en lokaniðurstaðan er ískyggilega lík.“ En meira um upphafið 1 kvikmyndatónlist- inni, sem einkennist af tilviljunum eins og svo margt í lífinu. Þegar Hilmar Öm var nýbyrjað- ur í menntaskóla kynntist hann Friðriki Þór kvikmyndagerðarmanni og í spádómsanda ákváðu þeir á einu síðdegi að Hilmar Örn skyldi gera tónlistina við komandi myndir Friðriks Þórs, þó Hilmar Öm væri þá annars að gefa tónlistina upp á bátinn í annað eða þriðja sinn. „Þetta með kvikmyndatónlistina var því ákveðið fyrir æfalöngu," hnykkir Hilm- ar Örn á. „Svo tókst mér að lauma mér inn á A Kristínu Jóhannesdóttur, þegar hún gerði ,Á hjara veraldar“, þó þar væri fremur um að ræða áhrií'ahljóð en tónlist.“ Upptökumaður þar var ungur áhugamaður um hljóðtækni, Kjartan Kjartansson, sem Hilmar Órn hefur mikið unnið með síðan. Það er nefnilega annað einkenni hans að vinna gjarnan með sama fólk- inu, ef honum fellur það á annað borð. Hinn ómeðvitaði undirbúningur „Mörg tækifærin hafa bara komið af sjálfu sér,“ segir Hilmar Öm hugsandi. „Eftir á er hægt að sjá einhvern rökréttan þráð, en það er skrýtið hvað ég hef oft ómeðvitað safnað í sarp- inn fyrir komandi verkefni." Á kvikmyndahátíð í Frakklandi fyrir nokkrum árum hitti Hilmar Örn danska kvikmyndagerðarmanninn Henn- ing Carlsen. Hilmar Öm hafði þá nýlega end- urlesið Pan eftir Hamsun og var heillaður af bókinni. Það kom við Carlsen að heyra það, því hann hafði þá nýlega stigið fyrsta skrefið í þá átt að tryggja sér réttinn til að kvikmynda sög- una og sagði Hilmari Emi að ef hann gerði ein- hvern tímann þessa mynd ætti Hilmar Örn að gera tónlistina. Og það kom einnig í ljós að tón- skáldið pólska, Krzysztof heitinn Komeda, sem hafði haft mikil áhrif á Hilmar Örn, hafði gert tónlist fyrir Carlsen, auk þess sem hann hafði starfað með Roman Polansky. Upphaflega lá leiðin því til Danmerkur til að starfa með Henning Carlsen. „Það var draum- ur fyrir mér, því ég sá á sínum tíma Sult, sem Carlsen hefur einnig gert og sem mér finnst ein besta mynd, sem ég hef séð. Það var mér nánast eins og trúarleg reynsla að sjá hana fyrst og er enn.“ Auk þess að gera tónlist við Pan og aðra mynd Carlsens hefur Hilmar Öm starfað með kvikmyndagerðarmönnum eins og Jprgen Leth, Susanne Bier og Peter Thorsboe, sem gerði sjónvarpsþættina Taxa. Hann gerði tónlistina í mynd Simons Stahos, „Vildspor“, eða „Vinarbragð" sem var tekin á Islandi. Sem stendur er hann að ljúka við tónlist í fyrstu færeysku leiknu myndina í fullri lengd og framundan er tónlistin við mynd Guðnýjar Halldórsdóttur, „Ungfrúin góða og húsið“ og mynd Friðriks Þórs, „Englar alheimsins“. Alls hefur hann gert tónlist við ellefu myndir þau ár, sem hann hefur verið í Danmörku. Nauðsynlegt að færa sig úr stað „Ég var orðinn leiður á sjálfum mér á ís- landi,“ segir Hilmar Örn um flutninginn til Danmerkur á sínum tíma. ,;Það er auðvelt að festast í sama farinu þar. Ég fæ öðru hverju þörf fyrir að fara og koma aftur til baka með uppsafnaða reynslu og vonandi þekkingu líka. Eg hef haft ótrúlega mikið að gera hér í Dan- mörku. Vinnan hefur gengið skelfílega vel og ég hef unnið með góðu íólki, sem er lærdóms- ríkt. Það eru ákveðin forréttindi að geta valið sér verkefni allt eftir því hvaða fólki mann langar að vinna með.“ Aðstaðan hefur einnig verið eins og best er á kosið. „Ég get ráðið því hvað ég kalla til marga hljóðfæraleikara og hér hef ég í fyrsta skipti haft úr einhverju að spila hvað varðar upptöku- kostnað," segir Hilmar Öm. Það voru nokkur viðbrigði frá því að hafa unnið með tveimur hljóðfæraleikurum í „Börn náttúrunnar" að stjórna 32 hljóðfæraleikurum við upptökurnar á tónlistinni í Pan. Og það gefast þrír til fjórir mánuðir í hvert verkefni, sem er munaður mið- að við hraðann á Islandi. Og eftir hraðann á Islandi kunni hann vel að meta að búa á lítilli eyju út af Mön fyrst um sinn, þar sem bjuggu fimmtíu manns á vet- urna. „Þetta var sérkennilegt samfélag," rifjar Hilmar Örn upp. „Þarna virðist vera eitt síð- asta vígi mæðraveldisins, því karlmenn eru kenndir við konur sínar. Mér fannst eins og ég væri kominn á eyjuna, sem Tacitus lýsir í Germaníu, þar sem Nerthus, kvenmynd guðs- ins Njarðar, var dýrkuð. Þetta var gott í ákveðinn tíma, en of langt frá Kaupmannahöfn, þegar ég var að vinna þar.“ Upp á þægindin flutti Hilmar Örn sig því nær Kaupmannahöfn. Danskt skipulag kemur ekki i stað- inn fyrir islenska skorpuvinnu En góðar aðstæður í Danmörku hafa þó ekki komið í veg fyrir að Hilmar Öm sé búinn að fá nóg af dvölinni þar. „Vinnulagið í Danmörku er frábært og ég hef fengið góð verkefni, en ég held ég fái verkefni, hvar sem ég bý, því ég hef unnið með fólki, sem gjarnan vill vinna með mér áfrarn," segir hann. „Það er eitthvað við danskt hugarfar, sem ég næ ekki. Mér finnst eins og ég komi frá annarri plánetu. Ég gat hlegið að þessu fyrsta árið, en nú held ég að það sé kominn tími til að ég bæði hlífi mér við þessu og þeim líka.“ Þó Hilmar Örn kunni vel að meta danskt vinnulag saknar hann skorpuvinnunnar og átakanna að heiman. „Ég er vanur að nálgast vinnuna með áhlaupi á íslenska vísu og loka- tömin felst þá kannski í að vinna tuttugu tíma á sólarhring. Áður hafði maður takmarkaðan tíma í stúdíói og þá þurfti að ljúka vinnunni hvort sem manni líkaði betur eða verr. Nú vinn ég lokavinnuna heima, svo ég get snyrt og snurfusað tónlistina miklu meir en fyrir nokkrum árum.“ En mikil vinna hefur líka fært með sér ákveðna þjálfun. „Ég vinn margfalt hraðar nú en fýrir tíu árum. Þegar ég byi-jaði þurfti ég að finna allar reglur sjálfur og „impróvísera“. Nú er komið ákveðið kerfi í galskapinn,“ segir Hilmar Örn. „En það borgar sig ekki að vera of öraggur og nálgast ekki vinnuna með eitthvert kerií í huga. Mér leiðist rútína og þarf alltaf að hafa ofan af fyrir sjálfum mér. Leiðindaþrösk- uldur minn er svo lágur að ég þarf að skemmta sjálfum mér.“ Annað sem Hilmar Örn saknar frá íslandi er samstarf við íslenska listamenn. „Ég sakna ósegjanlega gefandi upptökuvinnu eins og ég hef til dæmis átt með Megasi," segir hann með óblendnum söknuði í röddinni. „Hún snýst ekki aðeins um tónlist, því að vinna með Megasi er eins og að vinna með Agli Skallagrímssyni eða Jónasi Hallgrímssyni. Textar hans eru stór- kostlegir.“ Kvikmyndatónlist eins og undirtextar Þó Hilmar Örn hafi undanfarin ár einbeitt sér að kvikmyndatónlist segir hann þó að fjöl- breytni sé sér nauðsynleg. „Það er hið versta mál að festast í kvikmyndatónlistinni,“ segir hann. „Minn styrkur þar er einmitt að koma úr annarri átt, koma með óvænta hluti inn í hana. Ef ég lokast inni, er ekki í samvinnu við fram- sækna tónlist eða vinn í annarri deild þá tapa ég miklu.“ Þó mest hafi farið fyrir kvikmynda- tónlistinni hefur hann þó gefið sér tíma til að gera tónlist við ballett, en segist annars enginn sérstakur áhugamaður um dans. „Það verður að vera eitthvað frá mér í ballett til að ég end- ist til að horfa á hann,“ segir hann og brosir út í annað. Á næstunni er von á geisladiski með göml- um félögum, þeim Hilmari Erni, Einari Erni og Sigtryggi Baldurssyni, sem hafa þekkst lengi. Á disknum er tilraunakennd danstón- list, sem gefin verður út í Bretlandi, en hóp- inn kalla þeir Grindverk. I huga Hilmars Arnar eru þeir tvímenningarnir skemmtileg- ir samstarfsmenn og góðir tónlistarmenn. „Þetta er „óstrúktúrerað" samstarf. Við er- um bara að skemmta okkur, en ekkert að pæla í sölu, frægð og peningum. Þegar mað- ur er tvítugur ætlar maður að vera ríkur og frægur, seinna segir maður skítt með frægð- ina, bara maður hafi peninga. En núna þegar maður er eldri og hugsanlega vitrari er fjörið aðalmálið og svo að eiga fyrir góðum bókum og búa rétt hjá góðri myndbandaleigu. Skorturinn á góðri myndbandaleigu er reyndar eitt af því sem er að gera mig vit- lausan hér.“ Kvikmyndatónlist er sérstakt fag, sem þarf að læra eins og annað. „Það eru margar kenn- ingar um hvernig eigi að nálgast kvikmynda- tónlist. Það þarf aðhald og aga, því tónlistin má ekki streyma yfir allt, má ekki vera of ágeng, heldur styðja við myndina á réttan hátt. Hún á að vera eins og undirtexti, sem segir söguna. I færeysku myndinni, sem ég er að gera tónlist- ina við, er ég til dæmis búinn að segja ákveðna hluti, sem síðan eru sagðir beinum orðum í lok- in. Þannig hefur tónlistin undirbúið uppljóstr- unina í lokin.“ Ólseknandi rómantíker á tækniöld Það er misjafnt hvenær tónskáldið kemur að kvikmyndagerðinni. Stundum er það með frá fyrstu kvikmyndadrögum, en kemur stundum ekki að myndinni fyrr en í lokin. „Stór hluti vinnunnar liggur í að setja sig inn í persónur og áferð myndarinnar. Það erijós- lega ekki hægt að nota Jimmy Hendrix-gítar í 19. aldar mynd. Tónlistin á þó aðeins að vera tilvísun til tímabilsins. Það er ekki verið að stunda tónlistarsagnfræði, heldur að áhorf- endum finnist að tónlistin geti passað tímabil- inu.“ Hilmar Örn segist hafa gaman af að gera fá- ránlegar athuganir í kringum kvikmyndatón- list, sem engum gagnist nema honum sjálfum. „Þessi vinna er gulrót til að lokka mig áfram,“ segir hann. „Stór hluti af tónlistinni í Pan er unninn út frá kórljóðum Sófóklesar í leikritinu Ajax og ég nota þrískiptan ljóðahátt Ijóðanna sem taktgí'unn. Þar naut ég aðstoðar Éysteins Björnssonar ráðgjafa míns í öllu sem tengist hinni klassísku fornöld. Það vita engir nema við tveir um þessa innri hugsun, en hún skilar sér í áferðinni.“ Um einkenni sín sem kvikmyndatónskáld segist Hilmar Örn ekki vita hver þau ættu að vera, en bætir svo við að tónlist hans einkenn- ist kannski af ljúfsárum trega. j,Mér finnst ljúfsár tregi svo góð tilfinning. Ég er mikill „nostalgíu“maður og leita gjarnan innblásturs í fortíðinni, sem mér finnst meira spennandi en samtíminn. Atburðir verða fyrst spennandi í mínum huga þegar ég get lesið um þá í Öldinni okkar. Nútíminn er of grannur. Hlutirnir þarfnast fjarlægðar tímans til að öðlast dýpt. Líttu bara á Bach. Samtímamenn hans gerðu sér ekki grein fyrir að hann væri risi, heldur komu fram við hann eins og hund. Tónlist hans var gleymd og gi-afin í öld áður en hún var dregin fram.“ En hinn óforbetranlegi rómantíker gerir sér líka grein fyrir að hann lítur til gullaldar, sem aldrei hefur verið til. „Það er auðveldara að ljúga upp á fortíðina en nútímann." Þegar spurningin vaknar af hverju hann_ hafi þessa afstöðu er hann skjótur til svars. „Ég átta mig ekki á því, en ef ég gerði það væru margir „bömmerar" leystir." 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.