Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 19
EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR SALURINN. Dyrnar opnast og lokast. Konan stendur andartak í sömu spor- um og verður snöggvast litið upp fyrir sig; svo undarlega hátt til lofts þarna inni. Hún gengur hljóðlega áfram og skáskýt- ur augunum á salsvörðinn. Yfirleitt nokkuð þungbúinn á svip, þessi salsvörður, á upp- hækkuðum palli með áhyggjuhrukku milli augnanna eins og honum hafi verið falið að gæta allra rykkorna áranna sem hafa sveimað um salinn, mettuð af hugsunum, djúpum eins og dýpsta viska landsins hefur alið, víðáttu- miklum eins og eilífðin sem rúmast innan endimarka eylandsins. Hún gengur innar, alveg að stóru Borgund- arhólmsklukkunnni á veggnum andspænis. Klukkunni sem slær máli á tíma salsgestanna, ákvarðar lestrarhléin, matartímann og kaffi- tímana; pásurnar sem skila mönnum aftur inn í samtímann úr óralöngum fjarska sögu og fræða, allra þeirra endalausu heima sem íyr- irfinnast í höfðum gestanna inni í þessum ein- stæða sal. Hún sest niður á innsta borði, næst glugg- anum, til að geta látið loftið leika um sig. Hún er svo mikið gefin fyrir útiloft, þessi kona. Þaðan sér hún yfir salinn. Sér dyrnar opnast og lokast, salsgesti koma inn, oftast hæglát- lega og næstum læðast; altekna andrúmslofti staðarins eins og þeir gangi inn í helgidóm án þess að vita almennilega af því. En sumum fylgir hressandi vindgustur; hurðin skellist aftur að baki þeirra með dumbu bergmáls- hljóði sem stígur til lofts og hljóðnar þar. Þeir skjótast meðfram bókahillum þaðan sem Britannica, Brockhaus Enzyklopaedia og Kindlers Literatur Lexikon horfa yfir salinn og út um gluggana, stóra og bogadregna eins og hallarglugga: Horfa út í veröldina fyrir ut- an veröldina. Kyrrð salarins bráðum aldar- gömul; hún er full af röddum sem hvísla um fræði, í hverju skoti, sérhverju rykkorni sem berst um salinn frá bók til bókar og enn einn- ar bókar ad infinitum... Salsgesturinn læðist án þess að þurfa það; Ljósmynd Edda Sigurjónsdóttir. LESTRARSALUR Landsbókasafns, Safnahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík. allur tröllskapur drukknar í virðulegum þegj- andahætti þessa lofts og þessara veggja: Grænu gi’ænu veggja, grænu grænu borða, gi’æna græna gólfs. Hún lætur hugann hvarfla aftur til þeirrar stundar þegar hún kom fyrst á safnið. Hún var stelpa í framhaldsskóla og henni ægði há- tíðleikinn sem umlék alla hluti; það var eins og allt þarna inni væri orðið svo ævagamalt, jafnvel salsvörðurinn dró seiminn í hreyfing- um. Hana vantaði að skoða grein í gömlu dag- blaði vegna ritgerðar sem hún þurfti að skrifa og hann neitaði að sækja fyrir hana blaðið. Með það fór hún. En hún lét það ekki fæla sig frá að koma aftur; það var í henni alveg nægi- leg þrjóska og kannski hafði hún þegar fallið fyrir anda hússins. Hún fann sig fljótt heima þar og var aldrei framar neitað um nokkurn skapaðan hlut. A veggnum fyrir ofan Brockhaus og Britannicu eru tveir gluggar með úthöggna steinsúlu á milli þeirra. Inn um þessa glugga geta vegfarendur um stigaganga staðnæmst og horft inn í lestrarsalinn óséðir, grandskoð- að gestina og virt fyrir sér hægfara hreyf- ingu allra hluta þarna inni eins og í slow- motion-atriði í kvikmynd. Allt staðfestir tímaleysi þessa staðar þar sem ytri ummerki mannlegs lífs og erils eru í löngu stoppi þótt enn tifí stóra veggklukkan og vísar hennar þokist áfram hægt og bítandi - eina mark- vissa hreyfingin í þessum salarkynnum talandi þagnar. Núna telja þeir niður eilífðina þessa síðustu viku fræðilegrar einbeitni in studiis; þessa síðustu viku sem safnið lifir. Er sem henni sýnist að Jón Arnason hrökkvi ögn við á mynd sinni? Hann sem hefur fylgst með öllu, staðfastur á útveggnum eins og vökull land- vættur. Og er ekki augnaráð hans dálítið ráð- villt og hugsi? A marmaraplötu við austurendann er minn- ismerki um Jón Thoroddsen skáld sem barð- ist fyrir danska kónginn á sinni tíð og orti: Oft er hermanns örðug ganga... Og konan segir við sjálfa sig og alla þá sem um árabil hafa tínst úr snjónum inn í hlýjan lestrarsalinn, þessa furðufugla og kynjakalla og -kelling^- og ástvini fræða og elskhuga: Örðugt er að kveðja þennan sal, örðugt... I nóvember 1994 og janúar 1999. SALURINN SVIÐSETTAR DRAUMSÝNIR í LISTASAFNIÍSLANDS SÝNING á ljósmyndum kanadísku lista- konunnar Janietu Eyre verður opnuð í Listasafni íslands í dag kl. 11. Sýningin er liður í sýningaröð safnsins til kynn- ingar á nýsköpun og nýrri nálgun ljósmynd- armnar sem listmiðils í samtímanum. í fréttatilkynningu segir að ljósmyndir Janietu Eyre séu sviðsettar draumsýnir sem bera þó sterkt yfirskin raunveruleika, sem fólginn sé í trúverðugleika ljósmyndarinnar sem miðils. Myndirnar sýna tvöfaldar sjálfs- myndir listakonunnar þar sem hún gengst upp í ólíkum gervum eða hlutverkum. Um leið eru myndirnar sviðsettar í óræðu sögulegu umhverfi og hlaðnar táknum og tilvísunum sem skapa magnað andrúmsloft losta, erótík- ur og dauða. Janieta segir sjálf að hún hafi hrifist af hugmyndinni um tvífarann í myndum sínum þegar hún uppgötvaði að manneskjan sem hún sá í speglinum á hverjum morgni var ekki hún sjálf. Handan spegilsins sá hún heim hinna dauðu, og í myndum sínum leitast hún við að sýna þennan heim í fullkominni sam- hverfu við hinn lifandi heim. Um leið segist hún vilja nota ljósmyndina til að „klæða skáldskapinn í dulargervi sannleikans" og ját- ast þannig undir tvöfalt eðli tilverunnar í heild sinni. Myndir Eyre vekja margar spurningar um samband ímyndunar og veruleika, skáldskap- ar og sannleika, auk þess sem þær hafa marg- víslegar tilvísanir í sérstakan reynsluheim kvenna, sem kannski eiga sér einna helst hlið- stæðu í verkum mexíkósku listakonunnar Fri- du Kahlo. Fyrirlestur um Janietu Eyre I tilefni af sýningunni kemur hingað til lands Sheldon LaPierre, listfræðingur frá Cristiner- EIN af sjálfsmyndum Janietu Eyre. ose Gallery í New York, og flytur fyinrlestur í safninu í dag kl. 15, um myndir Janietu Eyi-e og stöðu hennar í list samtímans. í tilefni sýningarinnar hefur Listasafn ís- lands gefið út litprentaða sýningarskrá með ritgerð eftir Demetrio Paparoni og viðtali við listakonuna skráðu af Daniele Parra. Listasafn Islands er opið alla daga nema mánudaga, frá kl. 11-17. Sýningin stendur til 18. apríl. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. MARZ 1999 I $

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.