Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 12
1 r»Ti •# í SÝNINGARSAL Náttúrugripasafnsins við Hlemm: Lífríki sjávarins. 5.802, þegar safnið er flutt inn á Hlemm voru þeir 72.407 og í dag eru íbúar borg- arinnar og nágrannasveitarfélaganna rúm 130.000 manns. Jafnvel þótt mann- fjöldi hafi nær 30-faldast hefur aðsókn að safninu ekki einusinni tvöfaldast frá því er safnið flutti inn í Safnahúsið, - og þrátt fyrir tífalt lengri opnunartíma nú. Eins og sjá má í töflunni er aðsóknin ótrúlega léleg og alls ekki í samræmi við aðsókn á sambærileg söfn erlendis en miðað við önnur slík söfn mætti ætla að náttúrufræðasafn í Reykjavík myndi ikða að sér a.m.k. 90.000 manns á ári. Gestir Náttúrugripasafnsins Ár Gestir Opið klst/viku 1909 4100 1 1910 3750 1 1911 2420 1 1912 3450 2 1913 3600 2 1944 5904 3,5 1945 7075 3,5 1946 15412 3,5 1994 5773 10 «fc,1996 6045 10 1997 5492 10 Önnwr söfn og stofnanir I Reykjavík er vaxandi fjöldi safna og hafa þau með sér samvinnu í auknum mæli, t.d. gengur safnarúta á milli þeirra á sumrum. Auk stuðnings við þau yrði gott náttúrufræðasafn í höfuðborginni gífurleg hjálp við önnur slík söfn á lands- byggðinni, sem nú er verið að byggja upp í tengslum við náttúrufræðasetrin. Eins má sjá fyrir sér samvinnu við Gra- sagarðinn og Húsdýragarðinn í Laugar- dal og fleiri staði þar sem umhverfið er til umfjöllunar. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir byggja tilvist sína á náttúrulegum auðlindum, s.s. A físki, jarðhita, vatnsafli o.fl. Kynning á viðfangsefnum þeirra og rannsóknum, og á því hvemig vinnsla þeirra hefur áhrif á umhverfíð, er eitt af verkefnum sem nátt- úrufræðasafn gæti tekið að sér í sam- vinnu við slíkar stofnanir. Söfn í Evrópu Eitt elsta náttúrufræðasafn heims er Náttúrugripasafnið í London, stofnað 1753. Grunnur þess var einkasafn aðals- mannsins Henry Sloane sem var safnari náttúrugripa af lífí og sál og kom sér vel að hann var auðugur maður. Arið 1860 var ákveðið að færa safnið frá Bloomsbury til London og að byggja yfir safnið. Hönnun byggingar hófst árið 1873 og var safnið opnað 1881 og fannst Bretum mikið um hve þetta gekk seint fyrir sig, eða ein 7 ár. Bygging ♦íáttúrufræðasafnsins í London er þó ekkert venjulegt hús og er notað enn. Þeir sem ferðast til annarra landa ættu að leggja leið sína á náttúrufræðasafn staðarins sem þeir heimsækja, en menningarþjóðir eiga mörg stórkostleg söfn, oft með áhugaverðum sérsýningum, þ.e. ekki eingöngu uppstoppuð- um dýrum eða rykugum glerskápum. Söfnin ljúka upp náttúru viðkomandi lands og ferða- lagið verður þeim mun innihaldsríkara og skemmtilegra. Þjóðinni tii skammar í ársskýrslu Náttúruíræðistofnunar 1997 víkur Jón Gunnar Ottósson forstjóri að starf- %oni náttúrufræðasafnsins og segir þar: Nú eru liðin 70 ár frá því að fyrst var ákveðið að fmna lausn á húsnæðisvanda safnsins og því orðið tímabært að ljúka þessu máli sem er þjóðinni til skammar. Island er eina landið á BREZKA Náttúrugripasafnið hefur verið endurgert af miklum metnaði. Myndin sýnir innganginn í jarð- fræðideildina, en gestir fara með rúllustiga upp í gegnum hnattlíkan. Endurgerð jarðfræðideildarinnar kostaði 12 milljónir punda. norðurhveli jarðar, og þótt víðar væri leitað, sem státar ekki af góðu náttúrugripasafni og sækja þó fáar þjóðir viðurværi sitt í jafnríkum mæli til náttúrunnar og íslendingar. Undir þessi orð skal tekið en þar sem framkvæmda- viljinn er lítill er erfítt að sjá hvað er til ráða. Afmeelisgjöf Svavars Á 100 ára afmæli Hins íslenska náttúru- fræðafélags 1989 flutti þáverandi menntamála- ráðherra, Svavar Gestsson, ræðu um stöðu safnsins og leiðir til úrbóta. Svavar rakti þar armæðusögu safnsins og vinnu nefndar um náttúrufræðahús, og færði félaginu síðan gleði- leg tíðindi: Mér er sérstök ánægja að því að skýra frá því hér að á fundi sem ég átti í fyrra- dag með borgarstjóramm í Reykjavík og há- skólarektor náðum við samkornulagi um að vinna að þessu rr.áli. Verður nefndinni falið að vinna tillögur sínar nánar og er gert ráð fyrir því að undirbúningur hefjist á næsta ári og að byggingaframkvæmdir geti hafíst á árinu 1992 og að starfsemi hefjist í húsinu 1995. Það er áskorun mín til Svavars að hann gefí þetta mál ekki upp á bátinn og tali fyrir því við þáverandi borgarstjóra. Auk þess vænti ég að Svavar geti GEIRFUGLINN sem útrýmt var um 1820. Eintakið á Náttúrugripasafninu var keypt á uppboði í London fyrir samskotafé. einnig beitt áhrifum sínum á fulltrúa í borgar- stjórn Reykjavíkur og tali þá fyrir hugðarefn- um sveitunga síns Björns, er reifaði fyrst málið fyrir 115 árum. Staðan i dag Með lögum nr. 60 frá 1992 var Náttúrufræði- stofnun leyst undan þeirri skyldu að reka sýn- ingarsafn, en má með leyfi umhverfísráðherra gerast aðili að sýningarsöfnum sem rekin eru af öðrum en ríkinu. Með setningu laganna var gert ráð fyrir að sýningarsafnið yrði í sameign og sameiginlegum rekstri ríkisins, Reykjavík- urborgar og Háskóla Islands. Ur því hefur ekki orðið. Staðan er núna sú að engin lög eða reglur eru um náttúrufræðasafn íslands, það safn er því eiginlega ekki til, því var „eytt“ árið 1992. Náttúrugripasafnið gamla er þó enn á sínum stað og opið fjórum sinnum í viku, án formlegs rekstraraðila, stjórnanda, enginn sem sér um þróun eða viðhald og svo virðist hvar sem borið er niður að lítill áhugi sé á að koma þessum málum á einhvern rekspöl. Enda er nú svo komið fyrir safninu að þar eru engar sér- sýningar eða neitt spennandi að gerast - það stórkostlegasta sem hefur gerst var árið 1997 þegar byrjað var að rukka aðgangseyri og nú kostar 300 kr. að líta þar inn. Árið 1991 var áætlaður kostnaður við bygg- ingu Náttúruhúss, þ.e. fyrir náttúrufræðisafn og starfsemi Náttúrufræðistofnunar, um 860 m.kr. Hins vegar væri unnt að byggja fyrst yf- ir safnið, sem er brýnna verkefni, en áætlað var að sýningarsalir kostuðu 170 m.kr. Þannig mætti vel hanna hús sem byggt yrði í áföngum og miða við að byrja að nýta sýningarsalina innan 1-2 ára. Þann 13. janúar 1999 beindi Ágúst Einars- son, alþingismaður, fyiúrspurn á Alþingi um stöðu náttúrufræðasafnsins til umhverfísmála- ráðherra. Svar umhverfismálaráðherra, Guð- mundar Bjamasonar, var á þá leið að vissulega væri áhugi á safninu og það væri alls ekki gleymt þótt staða þess hafí lengi verið til vansa. Sagði hann frá því að nefnd þriggja ráðuneyta sé að vinna að málinu, verið sé að samræma lög um söfn þau sem ríkið kemur að og verið sé að fínna leiðir til fjármögnunar, enda sé um mikið fé að ræða. Áuk ráðherra tóku nokkrir þingmenn til máls og studdu þeir | \2> LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.