Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1999, Blaðsíða 20
Söngsveitin Fílharmónía flytur Sálumessu Mozarts í Langholtskirkju „SÁLUMESSA Söngsveitin Fílharmónía flytur Sálumessu Mozarts, Requiem, í Langholtskirkju á tónleikum í dag kl. 17 og annað kvöld kl. 20.30 ásamt einsöngvurum og kammersveit. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓniR kynnti sér tilurð verksins og heyrði hljóðið í stjórnandanum og einsöngvurunum á lokaspretti æfinga. SAGAN segir að kvöld eitt, dimmt og drungalegt, hafi svartklæddur maður knúið dyra hjá tónskáldinu Wolfgang Amadeus Mozart í þeim erindagjörðum að panta sálumessu fyrir greifann Franz von Walsegg greifa. Kona greifans var þá nýlega látin og vildi hann flytja verkið henni til sáluhjálpar. Mozart tók verkið að sér, jafnvel þó að hann væri störfum hlaðinn og heilsutæpur, enda fékk hann helming launanna greiddan fyrirfram. Svo virðist sem Mozart hafí verið það ljóst að Sálumessan yrði svanasöngur hans og á vissan hátt hans eigin sálumessa, en í bréfi frá því í september 1791, um þremur mánuðum fyrir dauða sinn, skrifar hann: „Mér er ómögulegt að losna við sýn ókunnuga gestsins úr huganum. Eg sé hann fyrir mér: hann biður, leggur hart að mér og krefst óþolinmóður þessa verks af mér. Ég held áfram við samningu þess, vinnan þreytir mig minna en hvíldin. Ur annarri átt hefi ég ekkert að óttast. Ég fínn það á mér að kallið er komið. Ég er undir það búinn að deyja. Ég er að þrotum kominn, áður en ég gat fengið að njóta hæfileika minna til fullnustu. Lífið var samt fagurt og ferill minn hinn heiltavænlegasti framan af. En forlög sín fær enginn flúið og enginn veit fyrirfram daga sinna tal. Menn verða að sætta sig við allt; allt verður sem MÍN BlÐUR!" forsjónin vill að verði. Nú lýk ég máli mínu. Sálumessa mín bíður! Ég má ekki skilja við hana ófullgerða." Siissmayr lagðar línurnar Mozart entist þó ekki aldur til að fullgera verkið og var nemandi hans, Franz Xavier Sussmayr að nafni, fenginn til að ljúka við það. Sagan segir að kvöldið fyrir andlátið hafi tónskáldið kallað á þrjá vini sína til þess að syngja með sér það sem hann hafði þegar skrifað. Eftir fyrstu átta taktana í Lacrimosa- kaflanum svokallaða brast Mozart í grát, honum var orðið ljóst að tónsmíðinni yrði ekki lokið. Hann lést þá um nóttina. Hjá honum voru, auk eiginkonunnar Konstönzu, Soffía systir hennar og nemandinn Sussmayr, sem var falið að ljúka verkinu að lærimeistara sínum látnum. Menn eru ekki á eitt sáttir um hve stóran hlut Sussmayr hefur átt í sköpun verksins en líklegt er þó talið að Mozart hafi að nokkru leyti verið búinn að leggja honum línurnar. Þar er m.a. vísað til bréfs frá Soffíu mágkonu tónskáldsins, þar sem hún lýsir síðustu nóttinni í lífi Mozarts. „Þegar ég kom þangað aftur sat Sussmayr við rúmstokkinn hjá Mozart. Á sænginni lá handritið að Sálumessunni, og skýrði Mozart fyrir honum hvernig hann hefði hugsað sér að gengið yrði frá þvi að honum látnum.“ Wolfgang Amadeus Mozart „ALLA SEM SYNGJA í KÓR DREYMIR UM AÐ SYNGJA REQUIEM MOZARTS" HÁTT í hundrað manns tekur þátt í flutningnum á Sálumessu Mozarts í Langholtskirkju í dag og annað kvöld. Auk Söngsveitarinnar Fílharmóníu, sem Bernharður Wilkinson stjómar, syngja einsöngvaramir Sólrún Bragadóttir sópran, Elsa Waage alt, Snorri Wium tenór og Keith Reed bassi. Einnig tekur þátt í flutningnum kammersveit þar sem Rut Ingólfsdóttir er konsertmeistari. Þetta er í fjórða sinn sem Söngsveitin Fíi- harmónía flytur þetta fræga kórverk en í fyrsta sinn sem Bernharður stjómar flutn- ingi þess. „Ég hef heldur aldrei spilað þetta áður en það er kannski ekki skrýtið, vegna þess að það er því miður engin flauta í verk- inu,“ segir hann og telur sig vera í drauma- stöðu nú að fá loksins að koma að verkinu í hlutverki stjórnanda. „Þetta er með stærstu og bestu verkum sem hafa verið samin og er í mikiu uppáhaldi hjá mér og reyndar flestum , jjem heyra það. Ég held til dæmis að það hafi komið mörgum verulega á óvart sem heyrðu það fyrst í kvikmyndinni Amadeus," heldur hann áfram. Bassetthorn og básúnur en engar flautur Bernharður segist hafa verið að velta fyrir sér hvaða verk annað væri hægt að flytja með Sálumessunni á tónleikunum, þar sem hún tekur ekki svo ýkja langan tíma í flutningi. „En það var bara ekki hægt, mér fannst ekki hægt að tvinna þetta verk saman við neitt annað,“ segir hann svo. Hann segir mjög sérstaka hljóðfæraskipan verksins gefa því óvenjulegan blæ. „Mozart notar t.d. bassetthorn, sem er afbrigði af klarinettu, og þrjár básúnur en ekki óbó og jgkki flautur. Þetta gefur mun dekkri tón og setur sérstakan svip á flutninginn. Svo er þetta náttúrulega draumakórhlutverk - alla sem syngja í kór dreymir um að syngja Requiem Mozarts - og inn á milli eru svo þessi rosalega fallegu einsöngshlutverk," heldur hann áfram. Þetta er í þriðja sinn sem Sólrún Braga- dóttir syngur í Sálumessu Mozarts hér á landi en hún tók þátt í flutningi messunnar með Mótettukómum 1995 og með Kór Langholts- kirkju 1991, auk þess sem hún hefur sungið hana erlendis. „Það er alltaf gaman að taka upp verk sem maður hefur hvílt í nokkur ár og syngja það aftur. Mozart er yndislegur og i'aflg held mikið upp á þetta verk, það liggur mjög nærri hjarta mínu. Ég hlustaði mikið á það á námsámnum og meira að segja var ég stundum vakin með því á morgnana. Það voru alveg meiriháttar morgunstundir. Reyndar er , Morgunblaðiö/Ásdís SOLRUN Bragadóttir, Elsa Waage, Snorri Wium og Bergþór Pálsson syngja einsöng með Söngsveitinni Fílharmóníu um helgina. Myndin var tekin á æfingu á fimmtudagskvöld, en þá var Bergþór nýhlaupinn í skarðið fyrir Keith Reed, sem var veðurtepptur á Egilsstöðum. það þannig með alit sem maður syngur að ef það er gott verk þá er endalaust hægt að finna nýja fleti á því. Það er það sem er svo gaman við þetta; að geta séð hiutina með nýj- um augum eftir því sem maður sjálfur þroskast, bæði sem listamaður og sem mann- eskja,“ segir Sólrún. Snori’i Wium syngur nú í fyrsta sinn ein- söng í Sálumessu Mozarts. Hann er þó ekki með öllu ókunnugur verkinu, því hann hefur sungið það í kór á námsárum sínum í Brussel, Þýskalandi og á Italíu. „Þetta er eitt af mín- um uppáhaldsverkum og mér fínnst það vera mikil perla í tónbókmenntunum," segir hann. Elsa Waage söng einsöng með Kór Lang- holtskirkju þegar hann flutti Sálumessuna fyrir nokkrum árum. „Þetta er mjög fallegt verk og áhrifaríkt, vegna þess að Mozart náði ekki einu sinni að ljúka því sjálfur. Þetta er svo raunveruleg sálumessa, þar sem hún var eiginlega líka sálumessa yfir honum sjálfum," segir hún. „Svo finnst mér alveg sérstaklega gaman að fá að vinna með Fílharmóníu, sem er alltaf að verða betri og betri,“ bætir hún Bassinn veðurtepptur á Egilsstöðum Til stóð að Keith Reed, sem býr og starfar á Egilsstöðum, syngi bassahlutverkið í Sálumessunni. „Ég hef sungið í nærri því öll- um þessum frægustu sálumessum en ég var að bíða eftir Mozart," segir hann. „Ég hef stúderað þetta verk mikið á síðustu 10—15 ár- um,“ bætir hann við. Þess má geta að í júní í sumar mun hann stjórna flutningi Kam- merkórs Austuriands á Sálumessunni og verður það liður í Mozarthátíð sem haldin verður í tilefni af 25 ára afmæli kirkjunnar á Egilsstöðum. Þegar blaðamaður talaði við Keith í síma síðdegis á fimmtudag beið hann og vonaði að veður færi að skána, svo hægt yrði að fljúga suður, en hann átti að vera á æf- ingu í Reykjavík þá um kvöldið. Og í Reykja- vík beið Söngsveitin, stjómandinn, kammer- sveitin og einsöngvararnir í ofvæni eftir flug- veðri og þar með bassanum. Sjálfur var hann vongóður um að úr rættist og hann myndi komast suður í tæka tíð, en þegar ljóst var að ekki yi-ði flogið frá Egilsstöðum á fimmtudagskvöld var ákveðið að fá Bergþór Pálsson til að hlaupa í skarðið. Sálumessan verður flutt á tvennum tón- leikum í Langholtskirkju, í dag kl. 17 og á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Forsala að- göngumiða er í Bókabúðinni Kilju við Háa- leitisbraut og Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.