Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MOH(,l Mil.ADSINS - MENNEVG US I IIt 1 8. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Fornar mið- hálendisleiðir Ornefni á miðhálendinu vísa til fornra þjóðleiða milli Iandsfjórðunga, segir Hall- dór Eyjólfsson í grein sinni. Leit hans beinist að fornum hestagötum um austur- hluta Sprengisands og Odáðahrauns norð- ur að Sellandafjalli. Hann telur að Ey- vindargata sem svo er nefnd eftir Fjalla- Eyvindi og hann vísaði á eftir handtökuna við Innrahreysi, sé austan við Fjórðungs- öldu, um Tunguhraun að Hraunkvíslum. Siyrjaldarárin á Suðurlandi hafa orðið Guðmundi Krist- inssyni, fræðimanni á Selfossi, að bókar- efni og er hér gripið niður í bókina á tveimur stöðum. Þar er lýst hernámi Kaldaðamess og gerð flugvallarins á slétt- um bökkum Ölfusár, en sá staður reyndist heldur betur ótryggur þegar áin flæddi yfir hann í leysingum á útmánuðumn 1943 og flugvöllurinn fór á kaf. Ótrúlegt er eft- ir nærri 60 ár, hvað höfundinum hefur tekist að grafa upp ljósmyndir frá þessum tíma. Bresk samtíma málaralist Þótt hér sé reynt að gera lítið úr mál- verki sem listmiðli og jafnvel spáð dauða þess, er mikil gróska í bresku samtima málverki. Gísli Sigurðsson byggir grein sína á nýlegri bók um fígúratíft málverk í Bretlandi og þar kemur í ljós að Bretar eiga frábæra málara sem fara oft sínar eigin leiðir án leiðsagnar listpáfa í Ameríku og Evr- ópu sem Ieitast við að stýra þróuninni. / / Magnús A. Arnason hefur verið kallaður íjölhagi í list. sinni því að hann fékkst við margar listgreinar. Kunnastur er hann fyrir höggmyndir sín- ar og málverk. Eftir langdvalir erlendis bjó Magnús í Kópavogi ásamt konu sinni, Barböru Árnason. Yfirlitssýning á verkum Magnúsar verður opnuð í dag í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Þar gefst kostur á að vega og meta þennan íjölhæfa lista- mann. FORSÍÐUMYNDIN er af málverki eftir Magnús Á. Árnason. Það heitir Stokkalækjargil og er eitt verka Magnúsar á sýningu hans í Gerðarsafni. Á Ijósmyndinni sést hluti málverksins. Ljósmyndina tók Kristinn. TED HUGHES ÞANKAREFURINN HALLBERG HALLMUNDSSON ÞÝDDI Ég ímynda mérþennan miðnæturstundarskóg: Eitthvuð fleira er á kreiki en einsemd klukkunnar og auð síðan sem fingurnir á mér reika um. Út um gluggann er enga stjörnu að sjá; en eitthvað nær, og þó dýpra inni í myrkri, er að rjúfa einsemdina: Kalt - af örnæmi á við dimman snjó - snertir trýni refs teinung, lauf; tvö augu greina hræringu sem nú og nú aftur og nú og nú markar í snjóinn nett spor milli trjánna, og hjá stubbi í laut dokar óijós skuggi þess sem þor hefur að fara, varkár við hvert fet, yfrum rjóðrín - auga, víkkandi dýpkandi grænka, sem kemur hnitmiðað, kænlega, í eigin eríndagerðum, uns skyndilega, með skolla stækum þefi, það skýst inn ídimmt hol höfuðsins. Giugginn er enn stjörnulaus; klukkan tifar, síðan er letruð. Ted Hughes, 1930-1998, er eitt af kunnustu samHmaskóldum Bretlands og útnefnd- ur lórviðarskóld Bretadroltningar 1984. Menntun hlaut hann í Cambridge og kynnt- ist þar skóldkonunni Sylvfu Plath sem hann kvæntist 1956. Þau voru skilin þegar hún framdi sjólfsmorð, en siðasta Ijóðabók Teds Hughes fjallar ó mjög persónuleg- an hótt um sambond þeirra. Þýðandinn býr í New York. Hann hefur nýlego gefið út Ijóðakver með þýddum Ijóðum eftir Ted Hughes. Það heitir Wsrfar og Heiri Ijóð. RABB VALDSMENN OG VEIKLEIKI AGNRÝNI á spillt embættismannakerfi fyrir misnotkun valds og fyrirgreiðslu við vini og yandamenn er vin- sælt umfjöllunarefni fjölmiðla hér á landi sem annarsstaðar. Mis- munun og spilling hefur verið fylgifiskur mannsins frá örófi alda. Forfeður okkar voru duglegir klögumenn. Þeir klöguðu ekki að- eins erlenda embættismenn og kaupmenn heldur einnig þá samlanda sína sem komist höfðu til valda og áhrifa í þjóðfélaginu, flest- ir vegna ættemis og kunningsskapar fremur en hæfileika. Tilhneiging embættismanna til þess að skara eld að eigin köku var snemma viðurkennt vandamál í heiminum. Ýmis ráð voru reynd til þess að uppræta þennan mannlega veikleika með misjöfnum árangri. A tímabili tíðkaðist það hjá keisurum hins Aust-rómverska keisaradæmis að skipa geldinga í ráðherrastöður. Astæðan var sú að þeir voru lausir við þann alkunna veik- leika hugarfarsins sem fylgir kynhvötinni. Geldingar gátu ekki af sér börn og því lausir við þá tilhneigingu þeirra sem komast til valda og áhrifa að nota aðstöðu sína til að tryggja afkomendum sínum arðvænleg emb- ætti. Lausir undan oki lostafullra hugsana reyndust þessir menn afburða stjómendur. Framan af öldum fékk íslensk valdastétt að búa að sínu í friði en smám saman ógnaði hið vaxandi konungsvald hagsmunum höfð- ingjaveldisins. Innlendir valdsmenn treguð- ust eðlilega við að láta frá sér völd og áhrif og vildi búa að sínu án utanaðkomandi af- skipta. Þessi afstaða átti sér samsvörun í Evrópusögunni. Hvarvetna toguðust á kon- ungsvald og yfirstétt sem barðist við að halda sérréttindum og völdum. Eftir því sem miðstjórnarvaldinu óx fiskur um hrygg fóru afskipti umboðsmanna konungs af því misrétti, sem hin fámenna og innbyrðist tengda íslenska valdastétt beitti almenning, vaxandi. Margir íslenskir embættismenn voru litlir nákvæmnismenn í embættisfærsl- um. í Alþingisbókum íslands er þessi sér- kennilega klausa: „1614. Relatio: Gisle Þordarson logmadur var í óvinskap vid umbodsmann á Bessastöðum. var Gisle ridenn til kaupskapar under Jökul. og týndi hans þienari protocoll lögmanns á Stack- hamarsfiörum. Sömu fiöru reid þann veg umbodsmadur og fann bókena. hun var ra- serud hier og hvar. þegar lögmadur þad fornam þordi hann ei til alþings koma. lagdi sig siukann enn sendi bod til alþings og sag- de af sier lögmannsdæmid. 1614.“ Við fyrstu sýn virðist hér á ferðinni óvenjulega siðferðilega þroskaður einstak- lingur sem ekki gat horfst í augu við þá smán að hafa farið illa með embættisgögn. En þetta mál átti sér að sjálfsögðu langan aðdraganda. Gísli Þórðarson var líkt og flestir íslenskir valdsmenn á þessum tíma fæddur til auðs og valda. Hann var af höfð- ingjum kominn og líkt og algengt var með höfðingjasyni á þessum tíma stundaði hann nám erlendis. Gísli varð ungur sýslumaður og lögmaður árið 1606. Frami hans var því bæði skjótur og glæsilegur enda lengi vel í góðu áliti hjá umboðsmönnum konungs, sem tryggði honum m.a. veitingu fyrir Arnar- stapaumboði á Snæfellsnesi, þ.e. umsjón hinna arðsömu konungsjarða á þessu mesta útgerðarsvæði landsins. Öll þessi embætti lét Gísli af hendi árið 1614. Gísli var þá kom- inn í ónáð hjá Herluuf Daae hirðstjóra. Þyngst munu þar hafa vegið klögumál þeirra sem vildu sjálfir komast að kjötkötl- unum. Var Gísli sakaður um rangsleitni og ágirnd. En að íslenskur embættismaður segði af sér að eigin frumkvæði vegna meintra mistaka má heita einstakt. Réttsýnir og samviskusamir umboðsmenn á Bessastöðum voru að öllu jöfnu illa séðir og fengu slæmt umtal. Herluuf Daae var að mörgu leyti góður embættismaður og hlið- hollur íslendingum, sérstaklega í deilum þeirra við danska kaupmenn. Hann kærði t.d. kaupmanninn í Hólmskaupstað fyrir að kippa burtu einum staf úr hverri tunnu sem hann flutti til landsins og minnka þannig rúmmál þeirra. Hinar stöðugu deilur Herluufs Daae og íslenskra embættismanna og klögumál til konungs urðu til þess að konungsvaldið sá sér ekki annað fært en að senda hingað tvo rannsóknardómara árið 1618 til þess að greiða úr þessum málum. Voru báðir biskuparnir m.a. ásakaðir um að misfara með fé enda voru þeir Guðbrandur Þorláksson og Oddur Einarsson báðir ann- álaðir jarðabraskarar. Var Oddur t.d. ásak- aður um að taka ekki við börnum í skóla nema með þeim væri lögð jörð eða jarðar- partur enda segir í Aldarsöng Bjarna Jóns- sonar, samtímamanns Odds: Lénsfénu ólust á ónkra bömin smá, nú eru þau öll á róli einu fæst varla skóli, ef óðul að erfðum bæri öll þau til kennslu færi. Oddur biskup hafði til að bera þá veikleika sem einkenndu íslenska valdsmenn fyrri alda. Hann notaði hvert tækifæri sem gafst til þess að útvega skyldmennum sínum arð- vænleg prestsembætti og góðar bújarðir til ábúðar. Eitt af hans fyrstu embættisverkum var að reka upp prestinn í Hvammi í Norð- urárdal, sem þar hafði þjónað í þrjátíu ár, og gera hann að presti í Húsafelli. Prestur mun hafa farið frá Hvammi nauðugur og grát- andi. Þetta var gert til þess að losa hentugt prestakall fyrir Einar fóður Odds. Eigin- hagsmunahyggja biskups gekk fram af sam- tímamönnum hans og voru þeir þó ýmsu vanir. Hugsjónamenn sjálfstæðisbaráttunn- ar fundu að sjálfsögðu hentugt orð til að lýsa slíkum tilhneigingum. Þetta var nefnt „ætt- rækni“ og Einar Arnórsson segir í Ríkisrétt- indum íslands árið 1908 að það sé „stutt á milli ættrækni og þjóðrækni". Dönsku rannsóknardómararnir, þeir Fri- drich Friis og Jörgen Wind, voru báðir við- urkenndir sæmdarmenn. Á meðan sagan var tæki í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar var þessum málaferlum snúið upp í ofsókn- ar- og hatursherferð dansks embættis- manns gegn þjóðhollum sæmdarmönnum, þó að öllum sem til þessara mála þekktu ætti að hafa verið ljóst að hér var fyrst og fremst verið að bregðast við ásökunum Is- lendinga sjálfra. Enginn var reyndar harðar dæmdur en Herluuf Daae. Fridrich Friis var skipaður hér hirðstjóri árið 1619 og mun mörgum hafa staðið stuggur af þeirri skipan enda Friis talinn strangur og réttsýnn embættismaður. Hann dó aðeins nokkrum dögum eftir komu sína hingað og auðnaðist lítið að útrétta í þessu landi eins og segir í samtímaheimild og „grétu sumir ekki stórt hans afgang". Við tók nýtt tímabil aðgerðarleysis og íslenskir valdsmenn fengu þá kyrrstöðu sem þeir töldu hið eðlilega ástand. Holger Rosen- krantz, sem tók við sem hirðstjóri, fékk góð eftirmæli landsmanna „vegna hóglætis síns og afskiptaleysis". Islandi var alla tíð stjórnað af fámennri og innbyrðis tengdri eigna- og valdastétt sem stóð vörð um sérhagsmuni sína. Langt fram yfir einveldistökuna héldust embætti og auð- ur innan þröngs hóps, sem skaraði eld að sinni köku. Efling konungsvaldsins ógnaði þessum forréttindum. Þannig varð til tog- streita milli erlendra hugmynda og íslenskra höfðingja sem líkt og kollegar þeirra í öðrum kyrrstöðusamfélögum litu á það sem köllun sína að viðhalda óbreyttu ástandi. ÁRNI ARNARSON LE§69!< wwwm us

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.