Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 20
SJALFSKIPUÐ ÚTLEGÐ [ lok opinberrar heimsóknar forseta íslands til Póllands í mars sl. bauð hr. Olafur Ragnar Grímsson til tónleika í Varsjá til heiðurs forseta Póllands og öðrum tignum gestum. Tónleikarnir voru helgaðir minningu pólska _______hljómsveitarstjórans Bohdans Wodiczkos._________ GUÐMUNDUR EMILSSON, sem stjórnaði tónleikunum, fjallar af því tilefni um Wodiczko, sem á sínum tíma var aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Islands. UNDIRRITAÐUR var við stjómvöl Sinfóníuhljóm- sveitar pólska Útvarpsins, sem átti aðild að tónleikun- um að þessu sinni en Wod- iczko stjómaði henni á ámm áður, og valdi til flutnings verk eftir jafnaldrana Zyg- munt Krauze og Atla Heimi Sveinsson. Hlými ópus eitt, elsta hljómsveitarverk Atla Heimis, var vakið af svefni í Varsjá þetta kvöld en tónskáldið þakkar Bohdan Wod- iczko tilurð þess árið 1965. Nú í apríllok var svo frumflutt í Reykjavík fyrsta sinfóma Atla Heimis. Það verk er einnig tileinkað Bohdan Wodiczko. Þrjátíu og fjögur ár skilja að Hlými og Sinfóníuna. Það er mikið vænghaf. Þótt verkin séu ólík vekur amsúgur beggja furðu. Það gerir lífshlaup Bohdans Wodicz- kos líka. Fáir hafa haft jafn víðtæk og varan- <fcleg áhrif á íslenska tónlistarmenn og hann. Klfkurnar i Varsjá Starfsferill Bohdans Wodiczkos í Póllandi eftir stríð er afar sérstæður. Sem ópemstjóri Varsjárborgar sagði hann upp öllum starfs- mönnum virðulegrar stofnunar sinnar og endurréð að eigin geðþótta. Hann vó príma- donnur allra deilda, jafnt á sviði sem í gryfju, á vogarskálum listrænna verðleika og virti pólitíska þyngd þeirra að vettugi; hann felldi lífstíðarsamninga klíkufólks úr gildi með einu pennastriki. Flokksbendin í starfsliði Opemnnar bmgðust ókvæða við framgöngu yfirmanns síns og hófu rógsherferð gegn honum. En Wodiczko sá við margnum í tæka tíð og kaus sjálfskipaða útlegð fremur en brottrekstur. Hnarreistur yfirgaf hann spill- *ánguna í Varsjá og sigldi út í buskann, út á hið stóra haf. Fágaður heimsmaður tekur land á ókunnri strönd sem varla er til nema í kennslubók- um. Hann hefur störf með lítilli þjóð í stóm landi. Þar vinnur hann af fítonskrafti í fimmtán ár. Þótt allt sé þar borulegt er Wod- iczko ekki beygður þræll heldur kóngur í ríki sínu. Þar geta vondir menn ekki spillt orku hans. Reykjavík er herbergi í vesturbænum fullt af raddskrám og djúpri þögn. Vistin verður löng og einmanaleg enda ástvinir sjaldnast nærri. Samleið með helmsskáldum Starf Wodiczkos með Fílharmóníusveit- inni í Kraká og fleiri pólskum hljómsveitum á öndverðum sjötta áratugnum var líka mjög ®merkilegt. Það hefur Krzysztof Penderecki sagt undirrituðum. Penderecki naut góðs af Wodiczko áður en tónsmíðar hans sigmðu heiminn. Það gerði Lutoslawski líka. Pólland varð deigla samtímatónlistar um hríð og óp- emstjórinn fyrrverandi einn hvatamanna þeiira merku breytinga. A Islandi er Wodiczko eins og ós á háflæði. Fyrir tilstilli hans eiga óþekkt íslensk tón- skáld fyrirvaralitla samleið með heims- byggðinni. AUan sjöunda áratuginn sækja þau tónlistarhátíð Varsjárborgar sem eflist ár frá ári með tilkomu frjálslyndra strauma. ..Ferðir á milli landanna tveggja vora annars Ú'átíðar, enda Pólland handan múrsins. í Var- sjá rabba eyjarskeggjar við starfsbræður úr öllum heimshomum og snúa heim brattir og glaðir. Skemmtisögur em sagðar af átrúnað- argoðum og spánnýjar hljómplötur leiknar fyrir opinmynnta nemendur í tónlistarskól- Ljósmynd/Kristján Magnússon HLJÓMSVEITARSTJÓRINN Bohdan Wodiczko. um Reykjavíkur. Framandleg músík hljómar í útvarpsþætti um tónhst á atómöld. 011 þessi nýja reynsla eykur mönnum sjálfstraust, víð- sýni og tengsl við umheiminn. Menningarjálkarnir á Islandi, eftirlits- menn Ustræns siðgæðis, setja sig í við- bragðsstöðu. Líkt og alræðisöflin í Póllandi kunna þeir illa frjálsræði hinna nýju tón- smíða enda ógna þær viðteknum skoðunum um það hvað sé góð tónlist og hvað ekki. Skopmyndir af ungum tónskáldum birtast í blöðum. Jón Leifs lenti harkalega á þessum sama vegg fyrr á öldinni og hrökklaðist úr landi með þýska eiginkonu sína. Þá þóttu dönskættuð sönglög best á Fróni. Vægðarlaus vinnuþjarkur Bohdan Wodiczko tekur heimskautahljóm- sveitina föstum tökum. Hann stælir hana líkt og hún eigi mjög brýnt erindi við fólk. Reykvískir tónlistamnnendur verða forviða árið 1960 þegar hann ræðst til atlögu við Don Juan, hið mikla tónaljóð Richards Strauss. Fimamikill konsert Lutoslawskis fyrir hljómsveit er Uka leikinn og ballettar Stravinskys. Wodiczko verður smátt og smátt burðarásinn í tónlistarhfi íslands. Enginn hugsar jafn háar og víðar tónhugs- anir og hann. Og allir njóta umhyggju Wodiczkos. Hann drekkur kaffi með hljóðfæraleikumm þegar hlé er gert á æfingum og spjallar við þá á brogaðri ensku. Fyrirskipunin „Ladies and gentlemen, please foUow my bottom“ þykir afar fyndin við Hagatorg og verður fleyg. Hann heldur hljómsveitinni samkvæmi að tónleikum loknum og skenkir mönnum með virktum. Á stjómpalUnum er Wodiczko hins vegar vægðarlaus vinnuþjarkur. Allur kump- ánleiki er víðs fjarri þegar tónUstin tekur völdin. í 15 ár naut ísland góðs af kröftum þessa menningarfrömuðar. Frá 28. febrúar 1960 til 27. nóvember 1975 stjómaði Bhodan Wod- iczko rúmlega eitt hundrað tónleikum á ís- landi, sem flestum var útvarpað um land allt. Fyrsta ár hans hér urðu tónleikamir átta að tölu, en flestir árið 1967, tuttugu og fimm. Síðasta árið stjómaði hann aðeins einum tón- leikum. v. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 1999 PÓLSKI fáninn og hinn íslenski blakta hlið við hiið í Varsjá daginn sem Pólland varð aðili að NATO í mars sl. Herlúðrasveit og hermenn standa heiðursvörð við minnismerki óþekkta her- mannsins (til vinstri) og bíða komu forseta íslands, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, er lagði blómsveig að eldkerinu sem þar stendur. Minnismerki þetta, sem reist var í lok fyrri heim- styrjaldar, stóð af sér linnulaust sprengjuregn Þjóðverja í heimsstyrjöldinni síðari, en þá var Varsjárborg nánast jöfnuð við jörðu, þar á meðal óperuhúsið mikla í hjarta borgarinnar. Óperuhúsið var endurreist stein fyrir stein í upprunalegri mynd eftir stríð og sést í bakgrunni myndarinnar. Bohdan Wodiczko var forstjóri þeirrar merku stofnunar uns kommúnistaklíkur hröktu hann úr starfi. Á fimmtán ámm stjómaði Wodiczko verk- um jafn margra íslenski-a tónskálda, en varla vom fleiri virkir félagar í Tónskáldafélagi ís- lands þá. Þar af fmmflutti Wodiczko níu tón- verk, fjögur eftir Þorkel Sigurbjömsson, tvö eftir Jón Nordal, og þrjú að auki eftir þá Atla Heimi Sveinsson, Leif Þórarinsson og Karl 0. Runólfsson. Allt era þetta viðamiklar og metnaðarfullar tónsmíðar, ekki síst Tengsl Atla Heimis, Fiðlukonsert Leifs, Esja Karls og Haflög Þorkels. Hann vænti einskis á móti. Sem stjórnandi vissi hann að það er aldrei hægt að gera nóg fyrir tón- skáld. Athyglisvert telst, að Jón Leifs ber lítið á góma í starfi Wodiczkos hér á landi. Páll ís- ólfsson er heldur ekki áberandi. Kannski þótti hljómsveitarstjóranum þeir Jón og Páll þegar of plássfrekir á skerinu. Kannski sá hann eins konar „yfirvald“ í þeim báðum og hallaði sér því að ungu mönnunum, styrkti andóf þeirra. Það hefði verið honum líkt. En sjálfsagt má finna aðrar og betri skýringar á þessu atriði. Framhjá því verður hins vegar ekki horft. Andlegur faðir Atli Heimir hefur sagt undirrituðum þetta um Bohdan Wodiczko: „Eg kynntist Wod- iczko þegar ég kom til Islands að loknu nám í Þýskalandi. Hann stjórnaði þá Sinfóníu- hljómsveit Islands, sem var að breytast úr áhugamannahópi í atvinnumannahljómsveit. Með komu hans varð gjörbreyting til hins betra á leik og öllu starfi hljómsveitarinnar. Menn fylltust listrænum metnaði, því stór- hugur Wodiczko smitaði út frá sér. Hann var magnþranginn persónuleiki og glæsilegur, innblásinn hljómsveitarstjóri. Best lét hon- um að stjórna tónlist frá íyrri hluta þessarar aldar og pólskri nútímatónhst. Hljómsveitar- menn og áheyrendur elskuðu hann. Hann var eldfljótur að átta sig á íslenskum aðstæðum og stefndi að háleitum listrænum markmiðum. Hann gerðist vinur og félagi ís- lenskra tónskálda. Hann skildi að hin unga íslenska sinfóníuhljómsveit yrði að eignast og flytja ný íslensk verk. Hann var hámenntaður eldhugi og mér andlegur faðir um langt skeið. Hann átti mikinn þátt í uppbyggingu tónlistarlífs í Pól- landi eftir stríð. Hann var ópemstjóri í Var- sjá, kennari við tónlistarakademíuna og stjómaði helstu hljómsveitum Póllands um árabil. Tími hans með Sinfóníuhljómsveit Islands var glæsilegasta skeiðið í stuttri sögu henn- ar.“ Bohdan Wodiczko hefur verið tekinn í sátt. Rætt hefur verið um að reisa honum minnisvarða við tónlistarháskólann í Varsjá. Mótmæli hans á hjara veraldar hafa verið meðtekin. Hann er einn af mætustu sonum Póllands og í hópi þeirra mennta- og lista- manna sem nýir valdhafar vilja nú minnast sérstaklega. Sjálfur á ég mjög dýrmætar minningar um Bohdan Wodiczko og er smátt og smátt að gera mér grein fyrir áhrifum hans á líf mitt. Hann gnæfði á pallinum í Háskólabíói frá því ég fór að sækja tónleika 14 ára gamall og þar til ég fór utan til framhaldsnáms, í átta móttækileg ár. Hann varð fyriiTnynd unglings sem átti sér þann draum að stjóma hljómsveit. Síðar varði ég doktorsritgerð um pólska nútímatónlist, bókmenntir og sögu. Varla er það tilviljun. I minningunni sit ég framarlega á æfing- um og tónleikum og horfi því beinlínis upp til þessa svipsterka manns. Hann er hár, tein- réttur og grannur, beinaber og skarpleitur, með slétt, dökkt hár sem er greitt strítt um útstæð eyra og aftur á hnakka. Kjólfótin em pressuð út í hörgul. Lakkskómir gljáfægðir. Glitrandi hnappar í hvítum mansettum fylgja taktslagi sprotans og dáleiða mann. Hann er handleggjalangur og stórhentur. Reykgulir fingur stinga í stúf við riddaralegan glæsi- leik. Að tónleikum loknum hneigir hann sig virðulega, og ef konur eiga hlut að máli læst hann kyssa hendur þeirra af stakri siðfágun. Fríðleikinn felst í mildi augnanna og vænt- umþykjunni sem einkennir framgöngu hans. Spegill sálar Þrátt fyrir annarlega stjómtækni kom Wodiczko hugsun sinni ætíð til skila. Það á reyndar við um alla mikilhæfa stjórnendur, óháð slagtækni sem slíkri. Eg leyfi mér að nefna Bernstein í því sam- bandi, annað stórmenni og fyrirmynd ungra manna. Eg sá hann oft stjóma og átti með honum margar góðar stundir í tónleikasöl- um, í skóla og líka prívat. Sumir áttu erfitt með að skilja hvemig hljómsveitum tókst að fylgja óhömdu slagi hans, jafnvel stökkum á pallinum, þegar mikið lá við. Sjálfur leiddi Bernstein aldrei hugann að því. Hann sagði: „Það era augun sem stjórna, spegill sálar- innar, eiginlega sálin sjálf.“ Dimm augu Bohdans Wodiczkos vom haukfrán, líkt og augu Bemsteins. Þau tindraðu af einbeit- ingu en bjuggu líka yfir duldum harmi. Með stuðningi sínum veitti Wodiczko ung- um tónskáldum styrk í baráttunni gegn tóm- læti samfélagsins og jafnvel andúð þess á nýrri tónlist og framvarðasveit hennar. Þann styrk höfðu þau ekki fyrir og hafa trauðla notið síðar. Islensk tónskáld eiga Bohdan Wodiczko þökk að gjalda og þá ekki síður þeir aðrir er unna tónbókmenntum Islend- inga. Til sanns vegar má færa að menningar- samskipti íslands og Póllands á þessari öld hafi verið merkust á sviði tónlistar. Bohdan Wodiczko fer þar fremstur. Ef rétt er munað veitti dr. Gylfi Þ. Gísla- son hljómsveitarstjóranum Bohdan Wod- iczko fálkaorðuna fyrir hönd forseta íslands á lokatónleikum í Háskólabíói 1975. Wod- iczko þótti ákaflega vænt um þá viðurkenn- ingu. Það var stór bót í miklu heiðursleysi. Spá- maðurinn sneri að því búnu til föðurlandsins. Halina, ekkja Wodiczkos, er á lífi og við góða heilsu. Rætur hennar á íslandi em djúpar, þótt hún dveldi ekki löngum stund- um með manni sínum í Reykjavík. í lok tón- leikanna í Varsjá í mars sl. afiienti forseti ís- lands henni minjagrip frá Sinfóníuhljómsveit Islands. Halina Wodiczko biður fyrir kveðju til allra sem að gjöfinni stóðu og annarra góðra vina á íslandi. Höfundur er hljómsveitarstjóri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.