Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 14
ÚTSÝNI út Eiríksfjörð. UPPREISNIN Á GRÆN- LANDI ÁRIÐ 1271 EFTIR GUÐMUND HANSEN FRIÐRIKSSON Eina heimildin um uppreisnina er Grænlandsannáll danska sagnaritarans Lyschanders sem bundinn er í rím og fylgir hér með í íslenskri pýðingu, HÖFNIN í görðum. SÍÐLA sumars árið 1271 gerðu Grænlendingar uppreisn gegn konungi sínum, Magnúsi Há- konarsyni, þeim er síðar var kallaður lagabætir. Eina sam- stæða heimildin sem til er um þá atburði er Grænlandsannáll hins konunglega danska sagnaritara og skálds Lyschanders.1 Annállinn er bund- inn í rím og hrynjandi og ritaður á því máli sem talað var í Danmörku um 1600. Erindin tíu sem þetta mál varða eru hér í íslenskri þýðingu. Talið er að Lyschander hafi tekið heimildir sínar hér um úr sögu Magnúsar lagabætis eftir Sturlu Þórðarson. Sú saga hef- ur ekki varðveist til okkar daga nema lítið brot, sex fyrstu kaflarnir, hvemig sem á því kann að standa? Frásögn annálsins hefst á því að Ólafur, sem kallaður er Grænlendingabiskup2 í fom- um íslenskum ritum er á ferð snemmsumars á leið sinni frá Noregi til Grænlands. Hann þarf að hafa viðkomu á íslandi, í erindum kirkj- unnar, segir í einni vísunni (1. vísa hér að neð- an) en fer einnig með erindum Magnúsar kon- ungs lagabætis eins og síðar kemur fram. Fyrir Aiþingi íslendinga þetta sumar koma m.a. tvö stórmál sem eiga eftir að hafa ófyrir- sjáanlegar afleiðingar og valda straumhvörf- um í sögu þjóðarinnar. Annað veit að lands- málum en hitt kemur frá kirkjunni. Þessi tvö mál eiga síðan eftir að tengjast hvort öðru á ýmsa vegu og verður það ekki rakið hér. Það mál sem kemur frá kirkjunnar mönn- um eru staðamálin svokölluðu en þau voru hluti af harðri kirkjuvaldsstefnu á breiðum grunni sem biskupamir þrír,3 sem þá voru staddir á þinginu, börðust fyrir með Ama Þorláksson, nýlega vígðan Skálholtsbiskup, í fararbroddi. Þar var m.a. gerð krafa um yfir- ráð og eignarhald á flestum, ef ekki öllum, kirkjustöðum á íslandi, sennilega á Græn- landi einnig. Á þessu þingi komust staðamálin lítt áleiðis og var þeim vísað utan til úrskurð- ar konungs og erlribiskups.4 Hitt málið sem fyrir Aiþingi liggur er norsk lögbók sem hafði m.a. að geyma ný stjóm- skipunarlög fyrir ísland, þ.e. nýja stjórnar- skrá eins og nú er sagt. Þetta vor hafði Magn- ús konungur sent Þorvarð Þórarinsson og St- urlu Þórðarson ásamt hirðmanni sínum einum út til íslands með „lögbók norræna" sem seinna fékk nafnið Jámsíða. Sagt hefur verið að mönnum hafi litist illa á bók þessa fyrst í stað en samt var hluti hennar samþykktur á þinginu; var það þingfararbálkur, tveir kapít- ular af erfðabálld og auk þessa sakeyrir og x þegngildi til konungs. Þingfararbálkurinn og þegngildið var aðeins lítill hluti bókarinnar en jafnframt það sem mestu máli skipti fyrir hið erlenda vald að ná fram. Það fellur ekki að markmiðum þessarar rit- smíðar að fjalla um orsakir þess og afleiðing- ar að íslendingar köstuðu frá sér stjómskip- un Grágásarlaganna með svo skjótum hætti. Rétt þykir þó að nefna nokkrar þeirra breyt- inga sem óhjákvæmilega uðm á stjómarfar- inu eftir að hin nýju lög tóku gildi: Allsherjar- þingið var lagt niður og í stað þess kom lög- þing5 að norskri fyrirmynd, embætti allsherj- argoða og lögsögumanns urðu óþörf, lögrétta varð að dómstóli sem kom í stað dómanna fimm, fjórðungsdóma og fimmtardóms, sem áður voru og goðorðin fomu hurfu en í þeirra stað komu afmörkuð þing. í stað goða og þingmanna þeirra komu nú þingheyjendur sem kölluðust nefndarmenn og lögréttumenn og voru þeir skipaðir af umboðsmönnum kon- ungs. Áfleiðingar þessara breytinga urðu meðal annars þær að Lögberg týndist um langan aldur. Með lögþinginu starfaði lög- maður sem m.a. stýrði dómstörfum í hinni breyttu lögréttu. Sturla Þórðarson varð fyrsti lögmaðurinn. Að fenginni þessari niðurstöðu var Ólafi Grænlendingabiskupi ekkert að vanbúnaði að yfirgefa Island og halda heimleiðis. Jámsiða á Grænlandi? í dönsku vísunum, sem hér fara á eftir og em aðalheimild okkar, greinir ekki frá hvað það var í raun og vem sem tendraði reiði Grænlendinga til uppreisnar. Ljóst má þó vera að þeim hefur ekki þótt biskupinn koma heim færandi hendi frá Islandi. Hér verður því að ætla að það hafl verið lögbókin Járn- síða eða það brot af henni sem samþykkt var á Alþingi sem málið snérist um. Ef Grænland stóð undir íslenskum lögum þurfti biskup ekki annað en að birta þessi nýju lög á leiðarþingi þá um haustið til að þau tækju gildi. Ef til vill hafa Grænlendingar litið svo á að með þessum norsku lögum hafi konungur rof- ið samning sinn við þegnana, sbr. 2,gr. og 8. gr. Gamla sáttmála6 ef hann hefur verið í gildi. Það samningsrof gátu þeir síðan notað sem átyllu til að neita skattgjöldum en í því fólst uppreisnin gegn konungi. Siglingabönn og harðsvírað verslunarstefna, sem fylgdi yf- irráðum konungs, hefur vafalítið átt drjúgan þátt í að skapa þá óánægju sem til uppreisnar leiddi.7 Ekki er sagt beinlínis að Grænlendingar hafi sagt konungi sínum upp trú og hollustu, þ.e. sett hann af, eins og þeir hefðu átt að gera miðað við aðstæður. Bendir það til þess að Garðaþing hafi ekki verið þess umkomið að taka slíka ákvörðun, hafi ekki verið löggjafar- þing. Úr Grænlandsannál Lyschanders: 1. Á leið sinni Ólaf til íslands bar, hann erindi kirkjunnar flytur þar, [en litlu til leiðarkemur.]8 Er þingi var slitið hann bjó sig á brott og biskupar kvöddust, við samþykki gott, sem stólunum þjónuðu þremur. 2. Þá loks er hann kom til landsins heim reis lýðurinn öndvert gegn boðskap þeim sem út kom frá yfirvöldum. Og litlu björguðu biskups orð, þau bálið juku um græna storð, og neitað var Noregs gjöldum. 3. Er knerrimir tómir komu úr fór varð konungi Magnúsi fátt um svör, á Grænland má hann ekki herja.9 Hann Eirík10 mág sinn því um það bað að axla byrðar á þessum stað ef málstaðinn vill hann verja. 4. Það Eiríki konungi eigi fannst gott er auðsýnt var Danmörk og Noregi spott: þær yrðu raddir að þagna. Maður hans frænku sá Magnús var, að múlbinda Grænland því Eiríki bar, það best mundi bömunum gagna. 5. I leiðangur bauð hann út liði á sjá og lét það fá sleða með málmhólki á og vopn þau sem vant er að neyta. Á brott var haldið erþyr þeim gaf og beitt við Noreg á íslandshaf, til vesturs var landsins að leita.11 6. Þar settu þeir óðfluga lið á land og lítið var skeytt um orðabland áður sveitin að landsmönnum sótti. Er fólkið sá blika hin beittu sverð, bumbuslátt heyrði, sá menn á ferð, greip það angist og ótti. 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.