Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 12
 MÁLDAGI frá 1332 sýnir að sérhver bóndi, sem átti þingfararkaupi að gegna og bjó á svæð- inu á milli Þjórsár og Jökulsár á Sólheimasandi, skyldi gjalda árlega hálfa vætt matar og fjórðung matar í osti til Odda auk sauða af mörgum bæjum. Myndin er frá Odda á árum séra Matthíasar Jochumssonar og stendur hann fyrir kirkjudyrum. EFTIR LÝÐ BJÖRNSSON Til álita kemur að kirkjurn- ar á Helgafelli, Þingeyrum og Munkaþverá hafi verið efldar sem héraðskirkjur áður en klaustur voru stofnuð á þessum jörðum. Héraðskirk|an í Kjalarnes- DÍngi hefur væntanlega verið í Reykjavík. ASÍÐMIÐÖLDUM tíðkuðust svoneftidar héraðskirkjur allvíða á Norðurlöndum. Þeim var meðal annars ætl- að að varðveita skjöl hér- aðsins og skyldu vera í þeim héraðsfjórðungi, þar sem þingstaðurinn var (Kultur- hist. leks; IV. sp. 375-376). Yfírleitt hefur verið haft fyrir satt að skipan þessi hafí ekki náð til íslands. Ekki er þetta þó öruggt svo sem hér verður reynt að sýna fram á. Hlutverk kirkna af þessu tagi á íslandi kann að hafa verið ann- að en ytra. Holt í Önundarfírði á sér nokkra sérstöðu meðal kirkjustaða. Af máldaga kirkjunnar í Holti frá því 1377 er ljóst að kirkjan átti eyris- toll af hverjum skattmanni á milli Auðna í Kjálkafírði og Kleifa í Seyðisfirði (D.I., III. bls. 324-325). Þetta svæði hefst og endar á hreppa- mörkum og nefnast syðri mörkin Skiptiá. Tíu fomir hreppar liggja á milli þessara takmarka. Greinarhöfundur hefur á öðmm stað látið að því liggja að tollur þessi kunni að vera upp- runninn fyrir kristnitöku (Holt, Ársrit Sögufé- lags ísfirðinga 1970), enda hafði hann þá kynnt sér þjóðsögur frá Holti og grennd, sem sumar era ærið fomeskjulegar, einkum frá Holtsseli (Vestfírskar sagnir, I. bls. 320-339). Nánari íhugun hefur þó sannfært mig um að önnur skýring er allt eins líkleg og verður nú vikið að því atriði. Trúarlíf á íslandi virðist hafa verið mjög blómlegt á 12. öld eftir fjölda guðshúsa (al- kirkna, hálfkirkna og bænhúsa) að dæma. Tek- ið skal fram, að messa skyldi sungin hvem helgan dag við alkirkju og annan hvom helgan dag við hálfkirkju. Menn hafa jafnvel gert því skóna að guðshús hafí verið á hverjum bæ á 12. öld (Sveinn Víkingur: Var kirkja á hverjum bæ?, Getið í eyður sögunnar, bls. 122-138). At- huganir mínar á fjölda guðshúsa á Vestfjörðum gera hvorki að styðja þessa tilgátu né hrekja. Þær sýna raunar að guðshús vora þama ótrú- lega víða, jafnvel á bæ eftir bæ og einnig á næsta bæ við alkirkju. Við rannsókn þessa var stuðst við ritaðar heimildir, ömefni, sagnir og fornleifar (Ásrit Sögufélags ísfírðinga 1967, 1970-1972). Þetta bendir að minnsta kosti til þess að menn á 12. öld hafi talið nauðsynlegt að guðshús væra ætíð skammt frá vettvangi. Ég hef sett fram þá tilgátu að 12 hreppar hafí að fomu verið í hverri vorþinghá að Rangárþingi undanskildu (sjá síðar). Ekki lágu nema 10 fornir hreppar til tollaumdæmis Holtskirkju, en næstu tveir hreppar að austan- verðu, Vatnsfjarðarsveit og Ögurhreppur, vora næsta nágrenni hinnar öflugu goðaættar í Vatnsfirði. Telja verður mjög líklegt að goð- amir þar hafí kosið að tryggja sér einhveijar tekjur af skipan þessari. Einnig að þeir hafi verið ófúsir að efla kirkjustað í Dýrafirði. Þar vora Seldælir öflugir, en sú ætt keppti við Vatnsfírðinga um forræði á Vestfjörðum vest- anverðum. Af máldaga Vatnsfjarðarkirkju frá 1397 er ljóst að sérhver búfastur maður á milli Kleifa í Seyðisfirði og ísafjarðarbotns (Meg- inár) skyldi ala lamb, ábyrgjast eða gefa ella til Vatnsfjarðarkirkju (D.I., IV. bls. 134). Saman- lögð tollaumdæmi Holtskirkju og Vatnsfjarð- arkirkju hafa því náð yfir 12 foma hreppa og kunna að hafa samsvarað Hvolseyrarþingi hinu foma. Eitt dæmi er ekki nægilegt til að byggja á kenningu (tekið skal fram að kenning er vis- indalega uppbyggð staðhæfing, en ósönnuð). Því verður að leita víðar fanga. Fyrst verður vikið að Rangárþingi. Máldagi frá 1332 sýnir að sérhver bóndi, sem átti þingfararkaupi að gegna og bjó á svæðinu á milli Þjórsár og Jök- ulsár á Sólheimasandi, skyldi gjalda árlega hálfa vætt matar og fjórðung matar í osti til Odda auk sauða af mörgum bæjum (D.I., II. bls. 691). Hér er um að ræða toll á alla vorþing- hána. Játað skal að veldi Oddaverja og Vatns- fírðinga nægir til að skýra tollinn á íbúa Rangárþings og íbúa svæðisins á milli Kleifa í Seyðisfirði og Isafjarðarbotns, en slíkt skýrir ekki tollinn á svæðið milli Kjálkafjarðar og Kleifa í Seyðisfirði vestra. Áttu þessar tollaálögur kirkjulegan grand- völl? Reyndi kirkjan að efla eina kirkju í hverri vorþinghá og þá hvers vegna? Víst er að öflug- ar kirkjulegar stofnanir höfðu risið í grennd við þingstaðina í Húnaþingi, Hegranesþingi, Vaðlaþingi, Amesþingi og Þórsnesþingi þegar fram kemur á 13. öld, biskupsstólar eða klaust- ur. Ótalin era þá Þorskafjarðarþing, Þingeyj- arþing, Múlaþing, Skaftafellsþing, Kjalames- þing og Þverárþing, bent hefur verið á líkur fyrir slíkum miðstöðvum í Hvolseyrarþingi á Vestfjörðum og í Rangárþingi. Telja verður víst að goðamir á Reykhólum og í Skaftafelli hafi séð þingheyjendum fyrir guðshúsum. í Þingeyjarþingi er Grenjaðarstað- ur og átti ítök víða um vorþinghána. Sama máli gegnir um Vallanes og Valþjófsstað eystra. Þá má líta á hina rausnariegu gjöf Steina prests Þorvarðarsonar til Stafholtskirkju sem tilraun til að efla hana sem héraðskirkju, en sú gjöf virðist hafa verið gefin snemma á 12. öld, getur fyrst um 1140 (D.I., I. bls. 178-180). Sú spum- ing vaknar hvort gjöfin hafi tengst flutningi þingstaðarins frá Grísatungu við Gljúfurá að Stafholtsey og ætti hann þá að hafa verið gerð- ur um 1100 eða skömmu síðar. Kjalamesþing þarfnast sérstakrar umfjöll- unar. Eðlilegast hefur verið að kirkja í Reykja- vik hefði verið í forystuhlutverki, ekki síst ef afkomendur Ingólfs Amarsonar hafa setið staðinn, allsherjargoðaættin. Yngri heimildir en frá 12. öld benda á hinn bóginn til þess að Reykjavíkurkirkja hafi verið fátæk. Þær era raunar frá því löngu eftir að Viðeyjarklaustur var stofnað. Elsti varðveitti máldaginn er frá árinu 1379, en klaustrið var stofnað 1226. í máldaganum er kveðið á um að ábúanda jarð- arinnar sé í sjálfsvald sett hvort hann haldi heimilisprest eða ekki (D.I., III. bls. 339-340). Þetta hefur verið talið benda til þess að afkom- endur Ingólfs hafi snemma flutt frá Reykjavík og að vegur Reykjavíkur sem höfuðbóls hafi þá tekið að dvína (Ólafur Lárusson: byggð og saga, bls. 91-96). Hér er þó ekki allt sem sýnist. Af Sturlungu má sjá að einn afkomenda Ing- ólfs, Magnús Ámundason, bróðir Guðmundar gríss, bjó suður á Nesjum og einnig Magnús sonur Guðmundar (Sturlunga, I. bls. 133, 268, útg. 1946). Ekki er getið ábýlisjarðar, en haft hefur verið fyrir satt að þeir hafi ekki búið í Reykjavík og er fátækt kirkjunnar einkum notuð sem rök. Hér var um höfðingja að ræða. Óvíst er um efnáhag Reykj avíkurkirkj u fyrir stofnun Viðeyjarklausturs, engin heimild um það atriði hefur varðveist. Ályktun út frá þögn heimilda verður því ekki beitt (argumento e si- lentio). Því kemur til álita að Magnús Guð- mundsson hafi látið hluta af eignum Reykja- víkurkirkju renna til klaustursins við stofnun þess, til dæmis veralegan hluta af laxveiðinni í Elliðaám, og einnig að hann hafi samið við klaustrið um prestsþjónustu við Reykjavíkur- kirkju gegn gjaldi og hafi þetta verið gert til að efla klaustrið fjárhagslega. Væntanlega hefur Magnús Gissurarson Skálholtsbiskup sam- þykkt þetta, en hann ’var bróðir stofnanda klaustursins. Af Prestatali og prófasta (bls. 110, útg. 1950) má ráða að Reykjavíkurkirkju var þjónað frá Viðey, jafnvel allt fram undir aldamótin 1500. Þeir frændur, Ámundi og Magnús, undirrita báðir máldaga um osttoll til Viðeyjarklausturs af svæðinu á milli Reykja- ness og Botnsár, sem var gerður um 1226 (D.I., I. bls. 492-496). Annar hvor þeirra eða báðir kunna að hafa búið í Reykjavík. Magnús er sagður hafa verið mjög guðhræddur maður og hefur því sjálfsagt viljað efla hið nýja klaustur og verið fús til að láta eitthvað renna til þess. Klausturskirkjan í Viðey gæti því hafa tekið við hlutverki höfuðkirkju héraðsins við stofnun klaustursins. Þetta hlutverk kynni að hafa helgast af hefð einvörðungu og því ekki komið fram í skjölum. Freistandi væri að tengja osttollinn hlut- verki klausturskirkjunnar sem höfuðkirkju (héraðskirkju) og álíta hann erfðan frá annarri kirkju, en ekkert í máldaganum bendir í þá átt. Klaustur risu á 12. öld í grennd við þrjá vor- þingstaði, klaustrin á Helgafelli, Þingeyrum og Munkaþverá. Margt er á huldu um það hvers vegna þessar jarðir urðu fyrir valinu sem að- setur klausturs. Þar kynnu því að hafa verið héraðskirkjur áðiír og staðimir því vel í stakk búnir til að takast þetta hlutverk á hendur. Vorþing vora oft fjölmennar samkomur. Af þeirri ástæðu verður að telja eðlilegt að bisk- upar, goðar og aðrir áhrifamenn hafi talið sjálf- sagt að einhver kirkja og ekki of langt frá þing- stað gæti tekið á móti þingheyjendum, til dæmis við þingsetningu eða þegar sérstakar aðstæður kröfðust. Þessar kirkjur urðu að vera rúmbetri en sóknarkirkjur almennt, jafnvel mun rúmbetri. Kirkjubyggingar kostuðu fé. Hér er þess getið til að goðarnir á Reykhólum og í Skaftafelli hafi tekið kostnaðinn, sem af þessu hlaust, á sig, Steini Þorvarðarson hafi í sama skyni tryggt Stafholtskirkju tekjur, en biskup og goðar hafi í sama skyni heimilað að leggja toll á íbúa Hvolseyrarþings og Rangár- þings. Einnig kemur til álita að kirkjurnar á Helgafelli, Þingeyram og Munkaþverá hafi verið efldar sem héraðskirkjur áður en klaust- ur vora stofnuð á þessum jörðum. Héraðs- kirkjan í Kjalarnesþingi hefur væntanlega ver- ið í Reykjavík, en Reykjavíkurbóndi tók þá ákvörðun þegar Viðeyjarklaustur var sett á stofn að efla það og á kostnað Reykjavíkur- kirkju, sem missti við þetta tekjur og stöðu. Væntanlega á upphaf þessara stofnana rætur að rekja til biskupsára Gissurar ísleifssonar. Hlutverki héraðskirkna kynni að hafa verið lokið upp úr 1200 og tollar Holts- og Odda- kirkju verið einu sýnilegu minjamar um þær. Ymsir kynnu að telja þá staði, sem hér hafa verið nefndir, liggja of langt frá vorþingstað til að koma til álita sem kirkjustaðir tengdir þing- haldi. Miðað er við sex stunda reið hvora leið, fram og til baka. Á 19. öld og svo lengi aftur í aldir sem rakið verður varð heimilisfólk á sum- um bæjum að leggja á sig jafnlaga ferð til að sækja sóknarkirkju sína. Guðjón Jónsson á Litlu-Brekku, bróðir Ara Amalds, ættföður Amaldsættar, getur þess að ferðin frá æsku- heimilinu á Hjöllum í Þorskafirði til sóknar- kirkjunnar í Gufudal hafi tekið sex tíma hvor leið. Ég tel þetta raunar fullríflega áætlað og fór þó þessa leið oft á hestum á yngri árum, fjórir tímar væru nær lagi að mínu áliti. Hafa ber þó í huga að vegir hafa sjálfsagt verið mun greiðfærari 1945-1950 en þeir voru um 1890. Bflvegur var fyrst lagður um þessar slóðir um 1950. Víst er á hinn bóginn að ferð frá bæjum í vestasta hluta sóknarinnar, Bæ, Kirkjubóli og Kvígindisfirði, til Gufudalskirkju hefur tekið lengri tíma en ferð frá Hjöllum. Guðjón getur einnig um ferðir til Reykhólakirkju og hefur ferðin frá Hjöllum til Reykhóla vafalaust ekki tekið skemmri tíma en ferð frá þingstaðnum við Músará til Reykhóla og það jafnvel þótt farinn væri ysti vaðallinn yfir Þorskafjörð, sem raunar varð helst farinn um stórstraumsfjöra. Greinar Guðjóns Jónssonar um þetta efni birt- ust í bók hans Á bernskustöðvum (sjá bls. 64, 134). Heimildir úr Borgarfirði frá 19. öld sýna að þar vfluðu menn ekki fyrir sér að sækja tíðir að öðrum kirkjum en sóknarkirkjunni og fóru þá jafnvel um langan veg. Þetta voru skemmti- ferðir öðrum þræði og kann það að vera fornt, sjálfsagt hafa menn á þjóðveldisöld haft gaman af því að reyna gæðingana eins og afkomendur þeirra. Öðram hefur gefist tækifæri til að bera saman bækumar um viðfangsefni vorþingsins og utan vettvangs. Vistun héraðskirkju í nokk- urri fjarlægð frá vorþingstað hefur því haft vissa kosti. Hreppa er getið í grein þessari. Þeim hefur fækkað veralega upp á síðkastið og era sveit- arfélög orðin færri en þau hafa nokkum tím- ann verið. Orðið hreppur virðist einnig vera á undanhaldi og er það miður, hrepjiarnir fornu kynnu að vera merkilegt framlag Islendinga til heimsmenningar. Mælikvarði nútímans verður ekki lagður á verkefni hinna fornu hreppa og lausn þeirra, en þau vora stundur leyst af lítilli mannúð. Slíkt væri ósanngjarnt. Unnt er að finna mörg harðneskjuleg dæmi um fram- kvæmd framfærslu hér á fyrri öldum, en ekki var hún mannúðlegri með öðram þjóðum og alls ekki víðtækari. Hvað voru hreppar margir að fomu? Víst er að þeir vora 163 áður en skipting Vallanes- hrepps á Héraði var heimiluð 1699 og fram- kvæmd einhverjum áram síðar. Þetta var einn síðasti löggemingur Alþingis hins forna. Sterk rök (sameiginlegur þingstaður um 1700 o.fl.) benda til þess að þeir hafi verið að minnsta kosti einum tug færri fyrrum. Greinarhöfundur hefur getið þess til að þeir hafi í öndverðu verið annaðhvort 144 eða 152 og hafi þá annaðhvort skipst í 13 vorþinghár með 12 hreppum hver eða 12 vorþinghár með tólf hreppum, hver og ein með 8 hreppum. í fyrra tilvikinu var gert ráð fyrir því að Gulaþing hafi verið fyrirmynd af þessari umdæmaskiptingu (þar vora þrjú fjórðungaskipt fylki) eða Gulaþing og Frosta- þing, en það skiptist í áttunga. Rangárþing hefði samkvæmt þessu skipst í átta hreppa, en helsti landnámsmaðurinn þar var ættaður úr Þrændalögum (Ketill hængur). Játað skal að nokkuð þarf að hagræða þekktri hreppaskipan ef gert er ráð fyrir 152 hreppum, en mun minna ef miðað er við töluna 144 og er hún því ef til vill sennilegri. Á sama stað var gert ráð fyrir að fom ömefni á hreppaþingstöðum á borð við Lögrétta og Dómarahvammur o.fl. ættu rætur að rekja til hreppaþinga, enda segir svo í riti mínu Saga sveitarstjómar á íslandi um Reyk- holt í Borgarfirði, foms hreppsþingstaðar: „Or- nefnið Lögrétta var þekkt í Reykholti á ofan- verðri 19. öld. Bendir það á hið foma hlutverk staðarins.“ Hreppaþing var eina þinghaldið sem fram fór í Reykholti svo vitað sé (Saga sveitarstjómar á íslandi, I. bls. 95-117. Beina tilvitnunin er á bls. 101). Hreppar era þekktir á Norðurlöndum og jafnvel á Bretlandseyjum. Heimildir um hreppa á Norðurlöndum era ungar, að minnsta kosti flestar, en tilvist hreppa þar á miðöldum er þó ekki útilokuð. Uppruni orðsins hreppur er óljós. Síðastliðið sumar setti Þórhallur Vil- mundarson, próf. emeritus, fram nýja tilgátu um upprana þess og er hún að áliti höfundar þessarar greinar sú langsennilegasta, sem enn hefur komið fram. Hreppurinn var það um- dæmi sem féll göngumanni í hlut (sem hann hreppti). Vakin skal athygli á því að fram- færsla var eina lögboðna verkefni sveitarfélaga í fyrstu (tryggingaákvæðið kynni að hafa verið lögfest síðar). í Grágás virðist gert ráð fyrir að ómagar gengju um hreppinn samkvæmt sér- stökum reglum. Höfundur er sagnfræðingur. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MAf 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.