Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 7
STEINN Steinarr. hvetja og efla aðra listamenn en taka af skar- ið sjálfur. „Mannvinur og upphaldsmaður góðra málefna hvar sem hann fór,“ orðar Halldór Laxness það. Viðhorf Magnúsar þóttu stundum „barns- leg“ og sama gildir um mat á eigin verkum, til dæmis þegar hann segir að það sé ekki ofauk- ið sjálfsálit að Guðmundur Einarsson og hann hafí einna sterkast form af íslenskum málur- um, einmitt vegna þess að þeir séu mynd- höggvarar. Þetta var svar Magnúsar til Jóns Þorleifs- sonar, málara og gagmýnanda, vegna skrifa hans um sýningu Magnúsar á fjórða áratugn- um. Jón hélt því fram að Magnús hefði hvorki vald yfir formi né litum. Þannig gat hlédrægni og yfirlæti komið fram á víxl hjá Magnúsi. Ljúflynd verk Málverk og höggmyndir, einkum högg- myndir Magnúsar A. Árnasonar, eru þess eðl- is að þau munu hrifa og höfða til fólks þótt ekki geti hann talist brautryðjandi. Portrett hans eru skemmtileg og landslagsmyndirnar búa yfir dul og leyna oft á sér. „Yfir að líta einkennast verk Magnúsar A. Árnasonar af sömu hæversku og ljúflyndi sem allt annað viðmót hans,“ skrifar Bjöm Th. Bjömsson. Aðalsteinn Ingólfsson segir enn- fremur: „Vissulega er listferill Magnúsar margskiptari en flestra, ef ekki allra íslenskra listamanna. En hann er honum fullkomlega eiginlegur. Og langt í frá yfirborðslegur. Raunar mætti halda því fram að í listsköpun sé hámark heiðarleikans að gangast við þeim þverstæðum sem bærast í okkur öllum, veita þeim öllum útrás.“ Magnús orti svolítið af ljóðum sem eru flest undarlega gamaldags og háttbundin miðað við menntun hans og þekkingu, manninn sem greiddi Tagore leið inn í íslenska ljóðlist. Hann skrifaði líka bókina Gamanþætti af vin- um mínum, minningar og sögur sem kættu marga á sínum tíma. VOVEIFLEG DAUÐSFÖLL UPPSPRETTA UÓÐA Það vakti mikla athygli þegar 33 ára gamalt skáld, Durs Grunbein, fékk hin virtu Buchner-verðlaun 1995. TONE MYKLEBOST hitti Grunbein sem nú er í fremstu röð þýskra skálda, sérstæður og umdeildur. ✓ G hef lengi furðað mig á því hvernig dauðann ber stundum að höndum hér á Vesturlöndum," segir hinn kunni en umdeildi austur-þýski rithöfundur Durs Grunbein. Arum saman hefur hann klippt út úr blöðunum fréttir um voveifleg dauðsföll og þær eru sú uppspretta, sem hann eys af í nýju ljóðasafni, „Til hinna verð- mætu dauðu“. „Þegar ég fluttist vestur las ég slúðurblöð- in í fyrsta sinn. Fyrir. austan var stundum á kreiki orðrómur um, að einhver hefði verið myrtur en hér var sagt frá morðunum og ekkert undan dregið. Eg safnaði saman frétt- um um þau, sem mér þóttu undarlegust, og setti í möppu. Síðan bjó ég sjálfur til sögur um dauðsfóll. 80% tilfellanna í bókinni eru til- búin en gætu verið sönn.“ Það vakti mikla athygli þegar Grunbein fékk hin virtu, þýsku Buchner-verðlaun árið 1995, þá aðeins 33 ára gamall. Nú er hann kominn í hóp fremstu og sérstæðustu ijóð- skálda í Þýskalandi. Hann er hins vegar afar umdeildur. Sumum finnst skáldskapur hans einkennast af kaldhæðni en aðrir dást að þekkingu hans og gáfum og hæfileikum til að flétta klassískan fróðleik saman við textann. Grunbein er fæddur í Dresden en hefur búið í Vestur-Berlín frá 1989. Hefur hann gefið út fimm ljóðasöfn og eitt smásagnasafn þar sem rauði þráðurinn er reynsla hans fyrir og eftir að Múrinn féll. Fundum okkar ber saman í litlu íbúðinni hans. Rétt fyrir utan vinnustofuna hans brunar lestin, svo nálægt, að unnt er að átta sig á fyrirsögnum í blöðunum, sem farþeg- amir eru að lesa. Hér í hjarta Vestur-Berlín- ar, við Savigny-torg, hefur Austur-Þjóðverj- inn sest að og stórborgarkliðurinn truflar hann ekki. Þvert á móti gefur hann textanum nýjar víddir. Ljóðasafnið hans, „Til hinna verðmætu dauðu“, samanstendur af 33 grafskriftum og að því er fram kemur í eftirmála, þá voru þær skrifaðar af manni nokkrum, Pseudonymus 13, á síðara helmingi þessarar aldar og svo er að sjá sem útgefandinn hafi fundið þær í skjalasafni í Dresden. „Hugmyndin var að hafa ljóðin 100, sem má kannski kalla ljóðrænt raðmorð, en þegar forlagið fór að reka á eftir mér þá ákvað ég að hafa þau 33. Það er ágætistala, svo fannst a.m.k. Dante.“ Hér er ekki um að ræða dæmigerða Griin- bein-bók. „Hér bregð ég mér í líki útgefanda, sem horfir á efnið með augum mannfræðingsins eða þjóðfræðingsins. Mannslátin eru ein- kennandi fyrir okkar tíma. Dauði óþekktra hversdagsmanneskja gerir þær frægar eitt augnablik. Mér finnst það harmsögulegt og hlægilegt að deyja með þessum hætti,“ segir Grúnbein en þeim, sem hafa séð ljóðasafnið, finnst það undarlegt og jafnvel yfirgengilegt. „Þeim fannst sem dauðanum væri ekki sýnd tilhlýðileg virðing en ég er þó ekki óskammfeilnari en blöðin. Með því að grafa upp þessar sögur gef ég fólkinu aftur dálítið af þeirri virðingu, sem því ber, gef því sína eigin sögu.“ Durs Grunbein tekur af sér gleraugun og nýr augun. Við erum komin á uppáhaldskaffi- húsið hans, svart stál- og glerhýsi þar sem við fáum okkur cappuchino. Grúnbein kaus að setjast að í vesturborginni en hann andar enn að sér austur-berlínska loftinu er hann heimsækir kærustuna í Friedrichhain. „Það tekur varla nokkur maður eftir þvi þegar einhver merkismaður fellur frá á Vest- urlöndum. Þess vegna varð ég dálítið undr- andi er Díana prinsessa lést. Hún var syrgð í heila viku og ég velti því fyrir mér hvort Vesturlandamenn væru búnir að endur- heimta samkenndina. I austurhlutanum vor- um við vön að syrgja saman og urðum að gera það. Hvað fólki fannst í raun og veru var annað mál. Hér fyrir vestan deyja menn alls staðar og hvergi eins og á einhverjum mark- aði. I austri var dauðinn sögulegur, í vestri er hann einkamál. I austri var ekki hægt að loka augunum fyrir dauðanum með sama hætti, það var ekkert að flýja. Dauðinn var ekki einkamál, heldur samfélagslegur viðburður. Félli Andropov frá, hvað myndi þá gerast? Vestrænn leiðtogi, sem kveður þetta líf, er bara einn af mörgum. Freud sagði, að dauð- inn væri bæling. Hér kemur hann næstum engum við, er bara lítil auglýsing í blaði.“ Grúnbein hefur yfirleitt ekki áhuga á dauða þekktra manna en Díana var þar und- antekning á. Ekki uppákoman í kringum ljós- myndarana, heldur sjálfur dauðdaginn. Hvað gerðist? Hann segir, að Kennedy-málið falli ekki í gleymsku vegna þess, að það er svo margt óljóst um síðustu 15 mínúturnar. Seint á síðasta áratug fór Grúnbein til Austur-Berlínar til að skrifa leikrit en helg- aði sig þess í stað ljóðlistinni. 1987 ákvað hann að fara vestur en það tók nú sinn tíma og þangað komst hann ekki fyrr en 1989. Hélt hann þá til Bandaríkjanna, sem hann hafði lengi dreymt um, en var þar aðeins í fjóra mánuði. „Eg hafði nefnilega gleymt því í ungæðis- hætti mínum, að tungumálið bindur mig í báða skó. Skáldin njóta að þessu leyti ekki sama frelsis og t.d. málarar og myndhöggv- arar en þetta var mér holl lexía. Þótt mér finnist New York spennandi, þá varð ég að fara heim vegna þess, að ég ann móðurmál- inu. Eg öfunda ekki lengur þá, sem búa í ein- hverju málfarslegu stórveldi. Mér finnst al- veg nóg að skrifa fyrir sama fólk og Rilke og Celan.“ Grúnbein hefur litla trú á þýðingum, bara á upplýsingum. Ekki á textafræðinni, heldur á blæbrigðum málsins. I þýðingunni brengl- ast textinn, segir hann og þeir, sem ekki hafa lesið höfundinn á frummálinu, þekkja hann ekki í raun. Þýðingin er bara kynning, frum- málið þekking. Þegar Grúnbein er spurður um samband sitt við Austur-Evrópu segir hann, að fram til 1989 hafi hann átt sér eina sögu en nú tvær. Sú fyrri sé um sósíalíska stórslysið, sú síðari um nýtískulegt heimsveldi. Hvers konar heimsveldi? Andlegt ríki, draumsýnina um pólitíska ríkið, ómarkaðshæft ríki. „Síðustu átta árin hef ég verið að skocj^ hina hliðina - vestrið. Eg ólst upp á frjáls- lyndu heimili með lítil tengsl við flokkinn en heimssýnin var veraldleg. Stjórnmálin voru framandi en áhugi minn á sögu og sérstak- lega fornsögunni brúaði bilið. Ég hafði lítinn áhuga á samtímaskáldsögum. Ég hafði áhuga á samfélagsdráttunum, ekki á bókmennta- greininni eða frásagnarmátanum,“ segir Grúnbein. Grúnbein segir, að sósíalíska tilraunin í austurvegi hafi verið spennandi meðan á henni stóð. „Ég sakna þó einskis, ég var of ungur til þess. Fyrir mér var æskan fyrst og fremst andleg upplifun í fimmta eða sjötta veldi þótt pólitíkin hafi verið á sínum stað. Ég var ekki óhamingjusamur fyrir austan lengst af en ég veit nákvæmlega hvenær ég varð það.“ I skólanum var mikil andstaða við kerfið og Grúnbein las allt, sem hann komst yfir, um verkalýðsstéttina. Stundum voru leyfðar um- ræður en allir vissu, að það var fylgst með hverjum manni. „Svo versnaði heldur í því þegar ég fór að velta íyrir mér hvaða nám ég ætti að stunda. Þýsk fræði? Nei. Þá yrði ég að vera í flokkn- um og gegna herþjónustu. Ég vissi, að mínir austur-þýsku dagar væru brátt taldir. Ég vildi komast vestur, lesa góðar bækur og ferðast. Ég hætti í skóla, sótti um brottfarar- leyfi, var gerður að „glæpamanni“ og er vafa- laust einhvers staðar í Stasi-skjölunum. Ég var listamaður, var ritskoðaður og var undir vökulu auga Stasi. Mér fannst mér vera ógn- að en hló þó að því, óttaðist í raun ekkert. Morgunblaðið/Bemd Bodtlánder DURS Grunbein yrkir um líkamann og lík- amsdauðann. Ekki nema þegar ég tók þátt í mótmælum einu sinni í október. Þá sat ég inni í sólar- hring en það var líka í síðasta sinn, sem þeir sýndu tennurnar. Þó var þetta hættuspil og við vissum ekki hvernig þeir myndu bregðast við. Við lifðum sem bóhemar en þeir litu á okkur sem gagn- byltingarmenn. Við vorum dadaistar en þeir fasistar. Það var svo margt, sem ekki mátti nefna. Fyrir austan var meiri tími til hugleiðinga. Ég lifði eins og munkur en húsið, sem hafði verið mér sem klaustur, var allt í einu orðið að fangelsi með luktum dyrum og vörðum. Þegar ég var ungur var ég löngum stundum á bókasafninu að lesa en þar voru margar bæk- ur ófáanlegar, til dæmis eftirstríðsárabæk- urnar. Auðvitað vissi ég, að það var til annar heimur en þessi. Veistu hvað gerðist þegar ég kom fyrst vestur? Þegar ég fór úr lestinni og inn á brautarstöðina fór ég að hlæja. Ég hló allan tímann. Að sjá hvernig þeir sýndu varning- inn. Ég hafði ekki lyst á samloku, henni hafði verið stillt út. Litimir, lyktin, allt var öðru- vísi.“ Það, sem Grúnbein saknar þó að austan, er kurteisin og menningin, hvernig fólk um- gekkst hvert annað. Hann skammaðist sín alltaf fyrir að kunna ekki frönsku. „I austri var almenn menntun betri en fyr- ir vestan en hér rekst maður á fólk, sem er svo hámenntað, að maður missir bara and- ann. Þess háttar menntun fannst ekki fyrir austan. Bilið á milli þess lága og háa er mikið hér.“ Grunbein liggur nú yfir Nabokov, sem hann hafði ekki lesið áður. „Ég er mjög upp- tekinn af honum. Hann ólst upp fyrir austan, aðlagaðist vestrinu og er í raun sá eini, sem lifði af kalda stríðið ef svo má segja.“ Hann vill ekki gera of mikið úr Búchner- verðlaununum. „Fyrst vildi ég bara skila þeim. Mér fannst ég vera of ungur og óttaðist að verða að einhvers konar markaðsvöru. Vinur minn, rithöfundurinn Heiner Muller, sagði mér hins vegar að taka við þeim. Þó ekki væri nema vegna peninganna. Nú eru verðlaunin orðin að eins konar skilum á milli fortíðar og framtíðar, milli austurs og vest- urs. Sumir fóru í fýlu og sögðu mig of ungan en aðrir fögnuðu því, að ungur maður skyldi hljóta þau.“ Grúnbein segist ekki vita hvert leiðin ligg- ur í skáldskapnum en lítur þó á dauðaljóðin sem eins konar vegvísi í þeim efnum. „Kannski er dauðinn rétta frásagnarefnið fyrir mig eins og æskan fyrir Nabokov. Ég beini sjónunum að líkamanum og líkams- dauðanum." Grúnbein vísar því á bug, að hann sé kald- hæðinn. „Ég veit ekki hvers vegna ég sem dauðaljóð af þessu tagi en kaldhæðinn er ég ekki. Mér finnst ekkert verra en þekkingar- leysi og fáviska. Tölvufíkill er kaldhæðnari en aðrir vegna þess, að hann hefur sagt skilið við söguna. Ég er ekki búinn með hana, ekki einu sinni trúna eða ljóðlistina.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MAf 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.