Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 13
’»'fi»'^í'T'»’rarT,í',í^nr,T',r'wvir^ríTr«'’T':VT^trrT T'Tv~mrw~wwwTrmrT'*irrw‘wrrwrT,'m GÖMUL KYNNI VIÐ MYNDLISTARMENN EFTIR BALDUR ÓSKARSSON „Þú verður ráðherra/7 sagði Einar Jónsson við greinarhöfundinn sem þá var ungur drengur. Gunnfríður gaf honum kaffi og reri fram í gráðið, þeir Þorvaldur Skúlason sátu þegjandi, þurftu ekki að tala, en Karl Kvaran kvaðst helst mála Degar hann hlustaði á Dætti um landbúnað. EINAR JÓNSSON HANN EINAR JónsSon, ennþá man ég þann mann! Man þegar ég var leiddur eftir löngu stéttinni sem liggur upp að dyrunum í Hnitbjörgum, man að hann stóð þar á varin- hellunni, faðmaði systur sína og sagði: Og þetta er drengurinn. Þú ferð með hann og sýnir honum allt. Þið komið svo niður. Já, við komum svo niður, en það var að löngum tíma liðnum, Kklega öldum síðar; kannski hafði tíminn aldrei verið jafn lengi að líða og aldrei liðið jafn hratt. Ég var svolítið miður mín, svolítið utan við mig eftir þann margræða og alvarlega boðskap sem ég hafði meðtekið. Svo tók hann mig að sér, léttilega og spurði: Hvað ætlar þú að verða? En ég gat ekki svarað. - Þú verður ráðherra, sagði hann, og þá fann ég að þetta var glettni, jafnvel svolítil stríðni. Ég vissi að hann átti ekkert barn. Anna kom með „saft“, det er gammelsaft, sagði hún og bætti við: Það er ekki handa drengnum. Hann fær mjólk í staðinn. Svona leið tíminn, og nú var hann alltof fljótur að líða. - Við kvöddum svo. Og tíminn leið og leið. Svo vissi ég að EINAR Jónsson: Úr álögum, 1916-27.Lista- safn Einars Jónssonar. heyrði ég hana ekki nefna aðra menn með nafni, og ef hún vék tali sínu að hinum nafn- lausu voru það helst einhverjir listamenn, og sagði þá helvítis asnar. - Ég lærði það af Éin- ari Ben. að segja helvítis asnar, hann gat sagt það! Hún skipaði mér við hlið sér á dívaninum og gaf mér kaffi, reri fram í gráð- ið, lét móðan mása, og einu sinni sýndi hún mér mynd af sér á yngri árum - og hafði þá verið glæsileg. Verkum sínum hélt hún lítt fram. Hún leyfði mér þó einu sinni að skyggnast inn í vinnustofuna og kallaði mig svo til sín hálf feimnislega. En heima í „kúl- unni“ við Sigtún sat Asmundur og töfrraði upp úr skónum alla gestina, fullar rútur, lét á handarbakið - frá hnúa upp fyrir úlnlið og talaði sænsku ensku frönsku. Enginn sldldi neitt, en allir horfðu í augun á honum sem glóðu af innra lífi. Leit svo á handarbakið og sagði - það er farið! Hitt skildist mér í Asmundarsal að þar hefði ég kynnst við einmanaleika eins og hann verður sárastur. Ég sagði við hana eitt sinn að hún mætti hringja hvenær sem hún vildi að degi og nóttu. Þá fannst mér ég heyra nafnið mitt muldrað. Var það kannski misheym? Hún hringdi aldrei eftir það. ÞORVALDUR SKÚLASON - GERÐI ÉG þetta? sagði hann um leið og hann strauk svolitla reyktóbaksslettu af handritinu mínu, ljóði sem ort var um hann. - mikil. Hin miklu yngri, en líklega tekin að grána, hnarreist. Ég spurðist síðar fyrir um hverjar þær hefðu verið þessar konur, en við því fékk ég ekkert svar. Það rann upp fyrir mér að í rauninni voru það eftirmæli sem ég hafði verið að færa honum. KARL KVARAN - ÉG ER NÚ búinn að sitja hér í allan dag og þú ert sá fyrsti sem kemur, sagði hann dálítið sposkur og þyngslalegur í senn eins og hann var oftast. Og þetta var í Listamannaskálanum, um miðjan sjötta áratuginn, ef ég man það nú rétt. En myndir eftir hann var ég búinn að sjá í Asmundarsal tveimur eða þremur árum áður. Athygli mín beindist fyrst að persónunni sem virtist láta sér allt mótlæti í léttu rúmi liggja, og síðan að myndunum sem ég loks fann að báru í sér meira listrænt hreinlæti en ég hafði áður séð. Gagnrýni mín, lítils háttar undirbúin, hjaðnaði og varð að engu. Þetta var hann sem kom sá og sigraði. Arftaki Þorvaldar. Ég heimsótti hann mörgum árum síðar og hafði með mér hljóðnema. Talið varð stutt og ekki innihaldsríkt. En þegar við gengum fram i vinnustofuna sagði hann: Ég mála nú helst fýrir hádegi og allrahelst þegar þeir hafa búnaðarþáttinn í útvarpinu. Ég sagði: En Karl, hefur þú nokkurt vit á því sem þeir eru að segja? Neinei, sagði hann, ekki nokk- urt vit, það er allt annað; þessir menn sem koma þar fram eru svo vel máli famir að ég kemst stundum beint til verkanna um leið og ég heyri í þeim. Ef ekki, þá fer ég með bæn; ég verð miður mín þegar ég stend frammi íyrir hvítri örk. Það er þá sem ég bið. JÓN GUNNAR ÁRNASON - ÉG ÆTLAÐI nú bara að breiða þetta yfir mig og vita hvað mig dreymdi, sagði hann og sveipaði um sig hakakrossfánanum sem hann hafði dregið inn í Ásmundarsal þar sem hann var leigjandi og ég átti að heita húsráðandi. Og reiði mín hvarf eins og dögg fyrir sólu. - Það er eins og maður finni á sér, sagði Ragnar Kjartansson, þegar maður hefur verið í návist hans svolitla stund. Og þannig var það: Örvun óútskýranleg. En blandin kímni. - Mundir þú vilja prófa, sagði hann eitt sinn, þær líta ekki við þessu hænumar mín- ■hsi i.hfr::, fepgsg: Mífe! JÓN Gunnar Árnason: Sólvagn- inn, 1978. Listasafn íslands. ÞORVALDUR Skúlason: Viö glugga, 1940. Listasafn íslands. KARL Kvaran: Orka, 1978-79. Listasafn íslands. GUNNFRÍÐUR Jónsdóttir Höf- uðmynd af Margréti Eiríksdótt- ur, 1933. Listasafn íslands. EWA UPSKA 60 MÍNÚTNA EINSEMD HJALTI RÖGNVALDSSON ÞÝDDI Á ströndinni. í heitum rúmfotum sandsins. Við dvínandi þrumugný öldunnar. Fjær er Kaldhæðni Örlaganna tíu ára stúlka þjótandi á brimbretti. Framandi rödd tegundarinnar sem gægist fram úr rústum ímynd unarirmar. Þvöl hönd glæpamannsins sem flettir nótnahefti. Ósnertanleg flæmingjanýlenda. Stóll í eyðimörkinni. Anda að mér óskiijanlega mállýsku ferskloftins EINSEMD MÍN Einsemd mín lifði af dúxaskólann. Er stundvís og iðin. Verðlaunuð og hefir fengið orður. Einsemd mín er eftirsótt. Þúsundir fara um hana þvera og endilanga. Skrá. Utstrika. Hún er jafnþreytt á að stjórna og Friðrik mikli. Hún er byrjuð að fá sína lærisveina. Feimna litla þræla. Einsemd mín er opinber. Hún liggur á búrgólfinu með plokkaðar flugfjaðrir þagnarinnar. Höfundurinn er pólskt skáld, fædd 1945 í Krakow í Póllandi og lærði við Listaháskól- ann. Hún varð snemma þekkt Ijóðskáld í heimalandi sínu, telst til nýbylgjuskálda, er þó sjálfstæð. Þýðandinn er leikari. STEFÁN SNÆVARR HAUGBÚI Hugur minn er haugbúi sem kveður um tungl og úlfa kvíður því stöðugt að haugurinn verði rofinn Einar var ekki lengur í tísku, og vissi að hann vissi sjálfur að svo mundi verða. List hans var þénustuviljug, hún var sveigð undir guðspekina. Þetta var mörgum á móti skapi, einnig mér. Þó rann það upp fyrir mér seint og um síðir að listin er í raun og veru aldrei frjáls. Einhlít sjálfri sér. „Enginn er eyland“. GUNNFRÍDUR JÓNSDÓTTIR HAUSTIÐ 1965 fór ég í hjáverkum að vinna fyrir Myndlistarskólann í Reykjavík sem þá var til húsa í Ásmundarsal og kynnt- ist þá Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara, fyrri konu Ásmundar Sveinssonar. Gunnfríð- ur bjó í suðurparti hússins. Hún gerði boð fyrir mig og kom sér beint að efninu. Það var að tala um Ásmund og Einar Ben. Raunar Hva? sagði ég og hafði þá fyrir augunum málverk næsta nýtt, þar sem Ölfusáin hafði mjög litlu ráðið. Ég sá hann var að berast inn í nýtt tíma- bil. Hann leitaði fullkomnunar. Og hafði fund- ið hana, að svo miklu leyti sem mönnum er veitt. Allt var í skiru ljósi, maðurinn, málverkin og það sem hann hafði í kringum sig. - Þama er mynd af Guðmundu Andrés- dóttur, sagði hann. Það var hlýleiki og virð- ing í röddinni. Svo var eins og við þyrftum ekki lengur að tala, sátum bara þegjandi. Jarðarför hans var gerð frá Dómkirkjunni. Næst á eftir kistunni gengu tvær konur, önnur nokkuð við aldur, gráhærð, lotin, svip- ar, en þetta á að vera ekta meskalín; það kom hingað stúlka frá Mexíkó og gaf mér þetta. Og bakvið þetta: stálgljáinn, hinn stálgljái síðdegishiminn sem skín í gegnum fómina. Frjáls við þá ímynd sem hann kallaði „Ego“. Kannski prakkaraskapur, prakkaraskapur í bland, en aldrei leiðinlegur, aldrei merking- arlaus. Hann dáði Einar Jónsson, var tíður gestur í Hnitbjörgum. Einar var líka prakkari, ein- hvers staðar bakvið tjöldin. Ég man ég varð svolítið styggur við mátt- arvöldin þegar þau tóku hann frá okkur mið- aldra, en slíkt er yfirsjón. Hann bugaðist aldrei. Höfundurinn er skóld I Reykjavík. Óttast mest að ekkert fínnist gullið. HAUGROF Þú raufst hauginn með geislum gammsins skreiðst inn Nú tveir draugar íhaugnum. Höfundurinn er hóskólakennari í Lillehammer í Noregi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.