Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Qupperneq 5
HALLVARÐUR súgandi. Einn af fyrstu vélbátum Súgfirðinga. Báturinn var smíðaður á ísafirði árið 1908 fyrir Helga Sigurðsson, formann á Suð-
ureyrarmölum, og Guðmund bónda Ásgrímsson í Gelti. Myndin var tekin frá Suðureyri árið 1910. Handan fjarðar sjáum við Norðureyrargilið og
efst í því snjóskafl sem sjaldan tekur upp. Myndin er úr kaflanum um Suðureyrarhrepp.
KONUR við fiskþvott á Suðureyri um 1910. Myndin er úr kaflanum um Suðureyrarhrepp.
Bærinn og kirkjan standa hátt, efst á stórri
bungulagaðri hæð sem landinu hallar frá á alla
vegu. Skammt fyrir framan Stað skiptir fjallið
Sunndalshorn Staðardal í tvo dali, Vatnadal og
Sunndal, sem liggur hærra og vestar. Langáin,
sem ýmsir nefna Staðará, kemur af Vatnadal
en Þverá af Sunndal og fellur hún í Langá hér
skammt fyrir framan túnið. Staður á allt land,
sín megin ár, neðan frá sjó og fram að Þverá;
og á Sunndal allt land fyrir vestan Þverá. I
skjali frá árinu 1460 sést að landamerkin voru
þá hin sömu. Stutt var á milli bæjanna í Stað-
ardal, aðeins nokkur hundruð metrar yfir í Bæ
og tæplega tveir kílómetrar frá Stað fram í
Vatnadal. Nokkru lengra er inn á Suðureyri og
liggur sú leið um fjöruna undir fjallinu Spilli.
Utan við túnið á Stað setja Hólarnir svip á
landslagið en hvilftin ofan við þá heitir Bæjar-
hvilft og var stundum nefnd Móhvilft á ái'um
áður. Ur henni fellur bæjarlækurinn niður
hlíðina og er þar enn í sínum gamla farvegi.
Fjallið framan við hvilftina heitir Miðdegis-
bunga og er gamalt eyktamark en í klettabrún-
inni vestan við Sunndal er Magnúsarhornið
svipsterkast. Séð frá bæjarhlaðinu á Stað er
það rétt austan við hásuður.
Að fornu mati taldist bújörðin Staður vera
16 hundruð að dýrleika. Vetrarbeit þótti hér „í
skárra lagi bæði til lands og vatns,“ úti á
Sauðanesi og í fjörunni. Um 1920 var talið að
hér mætti fleyta fram 120 sauðkindum, sex
kúm og fjórum hrossum. Af túninu fengust þá
130 hestar af heyi og 260 hestar af engjunum.
A átjándu og nítjándu öld var fátítt að sóknar-
presturinn hefði alla jörðina til ábúðar og oft
var hér margbýli. Fardagaárið 1792- 1793 voru
býlin sex, að hjáleigukotunum meðtöldum, og
munu sjaldan eða aldrei hafa verið fleiri. Árið
1860 voru hér fimm býli en frá 1863 til 1901 var
prestlaust og á því skeiði bjó oftast einn bóndi
á allri jörðinni.
A fimmtándu öld var kirkjustaður þessi
stundum nefndur Dalstaður og í heimild frá ár-
inu 1539 „Staður í Dal“. Timburkirkjan sem
hér stendur nú var reist árið 1886 en allar hin-
ar eldri kirkjur voru byggðar úr torfi og stóðu
inni í gamla kirkjugarðinum sem er 70-80
metrum sunnar og aðeins vestar en sá nýrri.
Þar mótar enn fyrir kirkjutóttinni í gamla
garðinum miðjum. Prestsbústaðurinn sem
byggður var árið 1909 og brann 5. janúar 1976
stóð á Smiðjuflöt, um 60 metrum fyrir sunnan
og austan íbúðarhúsið sem nú er hér. Gamli
torfbærinn var aðeins framar en húsið frá 1909
og heldur nær fjallinu. Á því bæjarstæði sem
ætla má að sé hið forna eru nú útihús. Um
kirkjuna á Stað í Súgandafirði er fyrst getið í
kirknatali frá árunum kringum 1200 en elsti
máldagi hennai- sem varðveist hefur er talinn
vera frá árinu 1324. Kirkjan var helguð Maríu
mey og sjálfum guði. Um 1324 átti hún allt
heimalandið hér á Stað og allan reka „millum
Dalsár og Raufar", það er að segja frá árósn-
um hér í Staðardal að hreppamörkunum á
Sauðanesi. Staðarkirkja átti þá líka tíu aura í
jörðinni Geirsbrekku, sem nú er nefnd Gils-
brekka, rétt til naustgerðar við Árós í landi
Bæjar og þriðjung afréttar í Vatnadal, „um-
fram stóðhrossabeit". Á þeirri tíð átti hún
fimm kýr, sex ær, gyltu með níu grísum og sem
svaraði tveimur kúgildum í öðrum búfénaði.
Á fyrri hluta 16. aldar eignaðist Staðarkirkja
jörðina Ytri-Vatnadal, hér framar í dalnum,
sem að fornu mati var átta hundruð að dýr-
leika, en glataði henni fyrir 1639. Aðrar jarð-
eignir, utan heimalandsins, mun þessi fátæka
kirkja aldrei hafa náð að eignast ef frá eru
taldir aurarnir tíu í landi Gilsbrekku, sem fyrr
voru nefndir, og metnir voru til jafns við hálft
jarðarhundrað. Sú eign var í raun ekki annað
en ítak, enda er hún jafnan skilgreind svo í
skjölum frá 17. öld og yngri heimildum. Skóg-
arreitur kirkjunnar í landi Gilsbrekku var
nefndur Staðarteigur. Árið 1839 var þetta
skógarpláss, „að allra sögn“, ónýtt orðið en var
þó reyndar enn til einhverra nytja tíu árum
síðar.
Árið 1689 var kirkjan á Stað í fjórum staf-
gólfum og var eitt í kórnum en þrjú í fram-
kirkjunni. Algeng lengd stafgólfa í kirkjum á
19. öld var 1,3 metrar eða svo og má því telja
líklegt að á 17. öld hafi Staðarkirkja verið álíka
stór og gamla bænhúsið á Núpsstað í Skafta-
fellssýslu en lengd þess er 5,2 metrar. Sumarið
1700 var kominn á kirkjuhurðina koparhringur
sem þáverandi sóknarprestur á Stað, séra Jón
Torfason, hafði lagt kirkjunni til. Sá hringur
var enn á hurðinni árið 1863 en er nú varðveitt-
ur í Þjóðminjasafni íslands. Skömmu eftir 1720
var kirkjan endurbyggð og hefur þá að líkind-
um verið stækkuð því nú urðu stafgólfin sex í
stað fjögurra. Árið 1828 var grunnflötur kirkj-
unnar 7,8 _ 3,4 metrar. Við endurbyggingu
hennar árið 1856 var hún mjókkuð og stytt og
varð 7,2 _ 3 metrar. Valdimar Þorvaldsson hef-
ur í ritgerð greint stuttlega frá kirkjusiðum
Súgfirðinga undir lok 19. aldar. Þegar kirkju-
klukkunum var hringt, fyrir messu, lyftu karl-
menn höfuðfötum sínum. Allir voru, að sögn
Valdimars, með hvítan klút og höfðu hann í
hendinni, „fyrir enni og augum“ þegar lesið var
„faðir vor“.
Helstu gripir Staðarkirkju árið 1324 voru
mynd af Maríu guðsmóður, Péturs líkneski,
líkneski Þorláks biskups helga, þrjár klukkur,
tveir krossar og kertastika úr kopar. Hún átti
þá líka „Jóns líkneski" og má vera að sú mynd
hafi átt að sýna mönnum svip hins fyrsta Hóla-
biskups, Jóns helga Ögmundssonar, en líklegra
er þó hitt að styttan hafi verið af Jóhannesi
skírara eða Jóhannesi guðspjallamanni. Árið
1615 átti kirkjan á Stað enn „lasið pappírsblað
málað“ og kynni það að hafa verið gamla Mar-
iumyndin. Elstu gripirnir sem kirkjan á nú eru
tvær kertastikur „með þrístrendri stétt“. Þær
lagði séra Jón Torfason, þáverandi sóknar-
prestur á Stað, henni til árið 1689 og kostuðu
32 fiska. Staðarkirkja á gamlan hökul með ár-
talinu 1692 og var hann gefinn hingað frá
Rafnseyri haustið 1855. Hökullinn var gefinn
Rafnseyrarkirkju árið 1692 eða örfáum árum
síðar og var gefandinn Marin Hansdóttir,
ekkja Eriks Munk sem lengi hafði rekið versl-
un á Þingeyri. Þessi gamla flík er merkileg,
ekki síst fyrir það að henni skrýddust um langt
skeið feðgamir séra Jón Sigurðsson og séra
Sigurður Jónsson sem þjónuðu Rafnseyrar-
prestakalli frá 1786 til 1851 (sjá Rafnseyri),
faðir og afi Jóns Sigurðssonar forseta.
Klukkurnar tvær í Staðarkirkju eru gaml-
ar. Á hinni stærri er ártalið 1727 og hana eign-
aðist kirkjan á árunum kringum 1730. Á hana
eru letruð orðin „gloria deo in excelsis", sem
útleggst „dýrð sé guði í upphæðum". Minni
klukkuna lagði séra Bergsveinn Hafliðason
kirkjunni til mjög skömmu fyrir 1750 og hafði
þá látið umsteypa hana „úr þeirri litlu og rifnu
klukku sem hér áður var“.
Predikunarstóllinn sem hér gefst kostur á að
stíga í er frá árinu 1763. Kirkjan á líka altaris-
klæði frá árinu 1773. Það lagði henni til ekkjan
Þuríður Jónsdóttir frá Melum í Hrútafirði sem
átt hafði séra Gísla Bjarnason er hér var prest-
ur. Þuríður saumaði sjálf þetta klæði. Bók sem
kirkjan á Stað eignaðist i móðuharðindunum
sumarið 1784 var líka vel geymd í vörslu stað-
arhaldara sumarið 1996, danska frumútgáfan
KOPARHRINGUR úr kirkjuhurðinni á Stað í
Súgandafirði. Þennan rauðleita koparhring
lagði séra Jón Torfason til kirkjunnar á árun-
um 1661-1700. Á hrínginn eru letruð nöfn
guðspjallamannanna og f hann greyptar
myndir af einkennisverum þeirra. Guðmund-
ur Þorbjarnarson frá Suðureyri færði hann
Þjóðminjasafninu árið 1922.
af Ferðabók Ólafs Olaviusar, prentuð 1780.
Með fullri vissu er aðeins kunnugt um nöfn
tveggja presta sem sátu hér á Stað í kaþólsku,
Ólafs Teitssonai' og Ara Jónssonar. Ólafur
þjónaði Súgfirðingum á árunum kringum 1500
og kynni að hafa komið hingað um 1460 en séra
Ari sat hér að búi á fyrri hluta sextándu aldar.
Hann var síðasti kaþólski presturinn í Súg-
andafirði og sá fyrsti lúterski. í hans tíð átti
Staðarkirkja jörðina Ytri-Vatnadal og búsmala
sinn hafði presturinn í seli frammi við Stóra-
vatn (sjá Fremri-Vatnadalur). Á tímaskeiðinu
frá 1569 til 1863 gegndu hér embætti fimmtán
sóknarprestar og tveir aðstoðarprestar. Um þá
alla liggur fyrir meiri eða minni vitneskja en
fáir verða þó nefndir hér.
Lengst allra sat hér að kalli séra Jón
Torfason sem var prestur á Stað frá 1661 til
1719 eða í 58 ár. Hann var bóndasonur frá
Gerðhömrum í Dýrafirði og aðeins liðlega tví-
tugur er hann vígðist hingað. Seinna vann
hann sér það til dómsáfellis, sem frægt er
orðið, að fordjarfa nokkrum blöðum úr einni
af frumgerðum Landnámabókar og notaði
þau til að binda inn kver en hvert og eitt
þessara fornu skinnblaða vildi Árni Magnús-
son, handritasafnari og prófessor, kaupa háu
verði ef finnast kynnu. Þau dýru „membrana"
sem glötuðust hér á Stað fékk séra Jón um
1670 norður í Skálavík hjá fólki sem að hans
eigin sögn hafði „eitt það lakasta verið í
mannatölu, bæði til vitsmuna og veru“ og lét
prestur þess getið í jólabréfi frá bóluárinu
1707 að nú væri það „flest strádautt". Sonar-
sonur Jóns Torfasonar á Stað og konu hans,
Ástríðar Bjarnadóttur, var Jón Ólafsson úr
Grunnavík sem ungur að árum gerðist skrif-
ari hjá Árna Magnússyni í Kaupmannahöfn.
Iðnari mann við skriftir en þann góða Grunn-
víking getur vart og má vona að honum hafi á
langri æfi tekist að bæta að nokkru fyrir þau
afglöp afa síns að kasta á glæ hinum mygluðu
skinnblöðum úr Hauksbók.
Einn prestanna sjö sem sátu hér á átjándu
öldinni var séra Tyrfingur Finnsson, bóndason-
ur úr Mýrasýslu. Hann tók við embættinu haust-
ið 1737 og þjónaði hér í þrjú ár. Við guðsþjón-
ustu í Eyrarkirkju í Skutulsfirði 19. júm' 1740
varð honum á að missa niður nokkrar oblátur og
var talið að ölvun hefði valdið. Fyrir þá slysni
var hann sviptur kjól og kalli en sat þó um kyrrt
sem hver annar bóndi uns hann hrökklaðist héð-
an þrítugur að aldri vorið 1743. Haustið 1749 var
hann búsettur í Skutulsfirði, en fjórum árum síð-
ar genginn á vit feðra sinna. Ekkja hans, Ingi-
björg Bjamadóttir, var þá við búhokur í Hrauni í
Hnífsdal. Þau urðu endalok þessa Mýramanns
að hann varð úti á ferð milli bæja.
Séra Tyrfingur var listaskrifari og allvel
skáldmæltur. Hann orti nokkra sálma og byrj-
ar einn þeirra svo: „Á þeim degi dóma dynja
lúðurhljóð ...“ Hinn breyski guðsmaður var líka
elskur að fomum sögum og um Kjartan Ólafs-
son í Laxdælu orti hann þetta:
Kurt bar Ólafsson Kjartan,
klára fagur á hárin.
Góðlyndur, gjöfull sýndi
gnóttirmestuíþrótta.
Mjallhvítur af bar öllum,
í trú vistaðist Kristi.
Dó við stein dal í Svína
dörþollur knjám í Bolla.
(Kaflinn um Stað er talsvert lengri en rýmis-
ins vegna er ekki hægt að birta hann allan.)
Höfundurinn er fyrrverandi alþingismaður og ritstjóri.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 22. MAÍl 999 5