Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 7
 Morgunblaðið/Þorkell EIN mynda Bretans Ralph Hannam, en Ralph var einn af stofnendum Ljósmyndafélags Reykjavíkur. EIN Ijósmynda Hjálmars R. Bárðarsonar sem er einna þekktastur þeirra áhugaljósmyndara sem eiga verk á sýningunni. ABSTRAKT UÓSMYNDIR , í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐU IANDDYRI Þjóðarbókhlöðunnar stend- ur þessa dagana yfir sýning á verkum reykvískra áhugaljósmyndara frá árun- um 1950-1970. Að sögn ívars Brynjólfs- sonar, ljósmyndara við Þjóðminjasafnið, einkenndist tímabil þetta af mikilli gi’ósku í listrænni ljósmyndun og ber sýningin þess glöggt merki. Sýningin er smá í sniðum, en þar kennir engu að síður margra grasa. Verk sumra ljós- myndaranna teljast til hefðbundinnar ljós- myndunar, önnur má flokka sem sagnfræði- legar heimildir, á meðan að þriðji flokkurinn einkennist af skemmtilegum leik ljóss, skugga og formgerðar. I hópi þeirra síðastnefndu má m.a. sjá áhugaverð dæmi um tilraunir með abstrakt ljósmyndun og eiga verkin sterkar rætur í myndlist síns tíma. Kveikjan að sýningunni, sem haldin er á vegum Þjóðminjasafnsins, er rannsóknarverk- efni sem unnið var með tilstyrk Nýsköpunar- sjóðs námsmanna og segir fvar að á næstunni verði gefið út rit á vegum safnsins um áhuga- ljósmyndaklúbba 1950-1970. Líkt og fram kemur í sýningarskrá var mik- ill vaxtarbroddur í listrænni ljósmyndun með- al áhugaljósmyndara á þessum tíma. Fjöldi ljósmyndaklúbba og -félaga voru stofnaðir upp úr 1950 og má að nokkru rekja þá þróun til Hjálmars R. Bárðarsonar sem stofnaði Hið ís- lenska ljósmyndafélag (HÍL), en Hjálmar hafði áður verið aðili að samtökum danskra ljósmyndara. Það var síðan eftir stofnun HÍL að gróska komst í starf áhugaljósmyndara sem stofnuðu ýmsa smærri ljósmyndaklúbba sem tilheyrðu HÍL. A sýningunni í Þjóðarbók- hlöðunni má m.a. sjá nokkrar ljósmynda Hjálmars sem bera tæknivinnu síns tíma glöggt vitni. En ljósmyndirnar eru margar hverjar samsettar úr tveimur til þremur ljós- myndum til að ná fram endanlegri mynd. Ljósmyndaklúbbarnir sem verk eiga á sýning- unni eru Litli ljósmyndaklúbburinn, Ljós- myndafélag Reykjavíkur og Fótóklúbburinn fris. Mikil virkni hefur einkennt starf ljósmynda- klúbbanna, en margir félagsmanna voru iðnir við að taka þátt í sýningum erlendis og gátu sumir hverjir sér gott orð. Til að mynda er á sýningunni ein mynda Rafns Hafnfjörð sem sýnd hefur yerið á sex erlendum ljósmynda- sýningum. í Þjóðarbókhlöðunni er einnig að finna ýmis æfingaverkefni Litla ljósmynda- klúbbsins í myndskurði og myndbyggingu og voru verkefnin varðveitt af Óttari Kjartans- syni, en eru nú í eigu Þjóðminjasafnsins. Þekktastir þeirra áhugaljósmyndara sem verk eiga á sýningunni eru eflaust þeir Hjálm- ar R. Bárðarson og Bretinn Ralph Hannam. Á sýningunni má þó einnig sjá verk þeirra Freddy Laustsens, Gunnars Péturssonar, Kristins Sigurjónssonar, Óttars Kjartansson- ar og Rafns Hafnfjörð. En verk Gunnars bera að mati ívars Brynjólfssonar vott um hvað mestan frumleika, en þar eru tengslin við abstrakt málverkið einna sterkust. Sýningunni Áhugaljósmyndarar í Reykjavík 1950-1970 lýkur 28. maí nk. SÝNINGIN í Þjóðarbókhlöðunni er smá í sniðum en verkin fjölbreytt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MAÍ1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.