Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 9
hugsað um það á rangan hátt áður. Þar eru
hugmyndir þínar um atferli gott dæmi. Mig
langar til að biðja þig um að útskýra hvað at-
ferli er að þínu áliti og hversu mikilvægt það
er að hafa rétta hugmynd um atferli.
„Eg held að margir atferlisvísindamenn
hafi, án þess að hugsa út í það, verið þeirrar
skoðunar að atferli væri einfaldlega hreyfing-
ar og að til þess að rannsaka atferli þyrfti að
útskýra hvaða hreyfingar kæmu til af hvaða
skyninntaki eða eitthvað í þá veru. Með orð-
inu „atferlisvísindamenn" á ég bæði við þá
sem rannsaka atferli manna og einnig þá sem
rannsaka atferli dýra. Eg vil vekja athygli á
því að ef við ætlum að rannsaka atferli og út-
skýra það þá verður að lýsa því. Það er ekki
hægt að útskýra neitt nema með tilliti til
ákveðinnar lýsingar á því. Og það eru óendan-
lega margar leiðir til að lýsa hvaða hreyfingu
sem er. Dæmi sem ég tek oft er „Eg depla
augunum“ - ég held að það sé nákvæm lýsing
út frá sjónarhomi atferlisvísindamanns - en
það er líka hægt að lýsa því þannig að ég sé að
benda á tæmar á mér með augnhárunum eða
að fjarlægja augnhárin frá augabrúnunum
eða á þúsund aðra ólíka vegu. Það er ekki til
neitt sem heitir „hrein“ lýsing á atferli eða
öllu heldur em til óendanlega margar lýsing-
ar á hreinu atferli. Út frá hvaða lýsingu á at-
ferlisvísindamaðurinn að útskýra atferli? Eg
hef haldið því fram að hann eigi að útskýra at-
ferli út frá þeirri lýsingu sem sýnir hvaða
hlutverki það gegnir. Við getum skilið það að
loka augunum með augnlokunum út frá því
hlutverki sem atferlið þjónar. Það sem atferl-
ið gerir er að halda sandi og öðru frá augun-
um á mér, þetta er viðbragð sem við eram að
lýsa. Ef við lýsum því þannig að við séum að
benda með augnhárunum á tærnar á mér þá
munum við aldrei skilja af hverju við búum yf-
ir þessu viðbragði eða hvað það er að gera.
Rétta lýsingin á atferli mun því lýsa hvað það
er við atferlið sem hefur hlutverk. Það við-
bragð að loka augunum er eitthvað sem jók
líkumar á því að forfeður mínir lifðu af. Þetta
viðbragð valdist úr með náttúruvali.“
- Er þá alltaf um kenningu að ræða þegar
atferli er lýst?
„Já. Og að þessu leyti er ég sammála öðram
samtímaheimspekingum. Mjög fáir nú á dög-
um myndu halda því fram að vísindastarf gæti
byggst á hreinum lýsingum. Ég held að næst-
um því allir vísindaheimspekingar geri sér
grein fyrir því að það verði að þróa kenningu
þegar lýsa á viðfangsefninu.
Það er athyglisvert að yfirleitt þegar fólk
notar heilbrigða skynsemi þá lýsir það atferli
út frá hlutverki þess. Atferlisvísindamenn
gera sér hins vegar ekki alltaf grein fyrir því
að þeir séu að gera þetta. Ég vil benda á
hversu mikilvægt það er að lýsa atferli út frá
hlutverki þess og hvernig mistök hafa verið
gerð vegna þess að fólk gerði sér ekki grein
fyrir því að það væri nauðsynlegt.“
Eðlilegar aðstæður
- Hvað um eðlilegar (normal) aðstæður? Þú
tekur dæmi í White Queen Psychology um at-
ferlisvísindamenn sem hafa rannsakað atferli
í umhverfi þar sem dýrin geta ekki hegðað sér
eðlilega - í þinni merkingu orðsins.
„Því hefur stundum ekki verið veitt athygli
að þegar lífvera er rannsökuð sem efnislegur
hlutur þá er ekki verið að rannsaka lífveru
sem lifandi veru. Þá er rannsóknin einfaldlega
orðin að rannsókn á efnislegum hlut. Eitt
dæmi er rannsókn þar sem rottur voru svelt-
ar í níu daga bara til að sjá hvaða áhrif það
hefði á rotturnar, til dæmis hvort þær hefðu
ennþá áhuga á kynlífi. Ég held að sálfræðing-
ar ættu að minnsta kosti að velta því fyrir sér
hvort þeir hefðu í raun misþyrmt dýrinu í stað
þess að rannsaka það. Hvort þeir hefðu í raun
skaðað dýrið í stað þess að rannsaka atferli
þess. Mér virðist það atferli sem við eigum að
rannsaka vera það sem hjálpar dýrinu að lifa
af og hefur því hlutverk en ekki hvað dýrið
gerir þegar það er skaddað.
Það er aftur á móti hægt að rannsaka dýr á
fleiri vegu. Það er til dæmis hægt að athuga
hvernig á að steikja kjúklinga rétt. En það er
ekki rannsókn á kjúklingum sem lifandi ver-
um, heldur rannsókn á kjúklingum sem efnis-
legum hlutum. Ég held að þetta eigi líka við
um sálfræði. Ég held til dæmis að það þurfi
að athuga mun betur þær aðstæður sem
verða að vera til staðar til að mannshugurinn
geti starfað rétt, en sálfræðingar hafa gert
hingað til. Sálfræðingar hafa haft tilhneig-
ingu til að halda að mannshugurinn muni
starfa rétt svo lengi sem manneskjan er ekki
að deyja úr hungri, svo lengi sem enginn er
að berja á henni með múrsteini," segir hún og
hlær. „Og ég hef bent á að það þurfi að at-
huga hvað sé eðlilegt umhverfi fyrir hugar-
starfsemi."
Höfundurinn sótti námskeið hjá Ruth Millikan
t Stokkhólmsháskóla á síðasta ári og samtalið
átti sér stað þá.
HÚSIÐ stendur í dálitlum slakka við
götuna neðanverða, tengt fimm húsum
öðrum. Stofan tengist fögrum
blómagarði umluktum háu limgerði svo
hún sýnist stærri og bjartari en ella. A hlýjum
sumarkvöldum standa garðdyrnar gjarnan
opnar svo inn streymir höfugur ilmur af grasi
og rósum. Á vetram, þegar dauf birta frá
ljóskeri leikur um snævi klæddar greinar
trjánna og arineldur brennur fyrir innan
breytist stofan í dularheim. Þá styttir kónan í
húsinu sér stundir við bóklestur eða lætur
hugann reika til liðinna tíma.
Verk ágætra listmálara skreyta veggi
stofunnar. Vænst þykir konunni um mynd af
stóði í iðgrænum haga. I bakgranni gnæfa
þverhníptir klettar og listamaðurinn hefur
gætt hrossin svo miklu lífi að engu er líkara en
þau séu af holdi og blóði. Konan hefur gefið
hestunum nöfn. Gáta heitir sú rauðskjótta í
forgrunni myndarinnar. Hún stendur ekla á
beit eins og hin hrossin, heldur fylgir konunni í
stofunni eftir með vökulu augnaráði.
Kvöld eitt snemmsumars að liðnum
tíðindalausum degi gengur konan til stofu en
finnst sem ekki sé þar allt með felldu. Hún
horfir í kring um sig og þegar hún heyrir lágt
RÁÐGÁTA
ÖRSAGA
EFTIR KRISTÍNU SVEINSDÓTTUR
hnegg lítur hún á myndina. Skjótta hryssan
mænir ekki lengur vonaraugum inn í stofuna,
heldur stendur stolt í haganum yfir nýköstuðu
folaldi. Ungviðið bröltir á fætur veikum fótum,
leitar að spena og teygar volga móðurmjólkina.
Konan fyllist heitri gleði, gengur að
málverkinu og strýkur uppáhaldinu sínu um
snoppu og makka með tár í augum.
Folaldið litla tekm- daglegum framföram og
hún þreytist aldrei á að horfa á það hoppa og
skoppa um hagann. Það fer í loftköstum, tekur
ærslafull stökk til hægri og vinstri, naslar
vomálarnar og hleypur þess á milli til mömmu
sinnar og fær sér sopa. Konan hefur gefið
þeirri litlu nafn, Ráðgáta skal hún heita.
Á fögram sólskinsdegi stígur sú skjótta út úr
Myndlýsing: Guðný Svava Strandberg
myndinni og litla dóttirin fylgir á eftir. Konan
opnar dymar og hleypir þeim út í garðinn.
Hryssan tekur á rás og hleypur hring eftir
hring í garðinum og Ráðgáta litla fylgir á eftir.
Þær skemmta sér konunglega, mæðgumar, og
konan horfir á. Hana langar að taka þátt í
leiknum. Hún gerir htfagra ábreiðu, býr til
fjaðraskúf og beisli og leggur á hryssuna.
Sjálfri sér saumar hún skartflíkur. Nú geta
þær allar skemmt sér saman. Konan situr keik
á baki hryssunnar og spennir lærin þétt að
síðum hennar. Líkt og æfð fjölleikamær leikur
hún flóknustu listir af mikilli snilli, stendur á
blátám, snýr sér í hringi í hnakknum, stendur
á höndum og fer í splitt. I fjöri leiksins blæs
silfurgrátt hár hennar beint aftur af höfðinu
eins og gufustrókur. Dag eftir dag leika þær
sama leikinn og lífið er eintóm sæla. Konan er
orðin ung í annað sinn.
Það líður að hausti. Trén fella lauf sín og
blómin hneigja knappa sína til moldar. Dag
einn skellur á dimmur vetur. Þá snúa
mæðgurnar aftur inn í málverkið. Þar sem
áður var grænt er nú orðið silfurhvítt og
ekkert heyrist nema þögnin.
Höfundurinn er húsmóðir í Reykjavík.
EGGERT E. LAXDAL
FOSSARNIR
BERJA
BUMBUR
Stjörnurnar hylja sig
í skýjum
og blikka hvor aðra,
svið næturinnar
er viðáttumikið
og myrkrið
hefur völdin.
Landið dormar
og hefur þunga drauma.
Árnar
brjótast um
í gljúfrunum
og fossamir
berja bumbur
meðan blómin sofa.
Höfundurinn er skáld t Hveragerði.
GUNNAR K. ÞÓRÐARSON í spegli heimsins sé ég mig sjálfan og allt æðruleysið
SPEGILL EINMANA
HEIMSINS DANSINN
I spegli anda míns sé ég heiminn og allt þarfleysið í spegli anda míns sé ég tilgang heimsins og allt markleysið í spegli hjarta míns sé ég sigra heimsins og allt miskunnar- leysið í spegli huga míns sé ég yíirburði heimsins ogallt tilgangs- leysið Einn ég dansa Einmana dansinn I sviðsljósi hjarta míns dansa ég eftir hrynjanda sorgarinnar og við fíðluleik kvíðans Enn ég dansa Einmana dansinn Innblásinn reiði og hatri dansa ég eins og þeir bestu gera Dans án enda Dans sjónhverfínga og drauma
í spegli sálu minnar sé ég anda hug minn oghjarta fórna tilgangi sigrum sínum og yfírburðum fyrir hamingjuna rétt handan þarfleysis markleysis tilgangsleysis og miskunnarleysis Einn ég dansa Einmana dansinn Einn með sorginni kvíðanum reiðinni og hatiinu Það er ekkert pláss fyrir Betra Einmana dansinn er sigur sjálfs míns Þar sem lestir mínir elskast og gefa mér frið
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MAÍ 1999 9