Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Qupperneq 15
Ir mBL 1 L 1 FYRSTI hópur útskrifaðra handavinnukennara ásamt kennurum sínum, Kurt Zier, Elínborgu Aðalbjarnardóttur, Sigríði Arnlaugsdóttur og Valgerði Briem; Aftari röð f.v.: Anna Þorsteins- dóttir, kenndi handmennt við Húsmæðraskólann að Laugum.°Látin. Gerður Sigurðardóttir, kenndi handmennt m.a. á Stokkseyri og í Keflavík. Þorbjörg Eldjárn, kenndi handmennt við Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni og Námsflokka Reykjavíkur. Herborg Kristjáns- dóttir, kenndi handmennt við Laugarnesskóla. Látin. Indíana Guðlaugsdóttir, kenndi hand- mennt m.a. við verknámsdeild Lindargötuskóla og Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugar- vatni. Látin. Hólmfríður Ingjaldsdóttir, kenndi handmennt við Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Rannveig Sigurðardóttir, kenndi handmennt við Gagn'fræðaskóla Vesturbæjar, Gagnfræða- skóla verknáms, Ármúlaskóla og Hagaskóla. Erna H. Kolbeins, kenndi handmennt m.a. við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum, Réttarholtsskóla, Vogaskóla og Ölduselsskóla. Vigdfs Pálsdóttir, kenndi við handavinnukennaradeildir K.í. og K.H.Í. Lektor þar. Guðfinna Guð- brandsdóttir, kenndi m.a. við Andakílsskóla og Barna- og miðskólann ■ Hveragerði. Látin. Ólína Jónsdóttir, kenndi á eigin handavinnunámskeiðum í Reykjavík um margra ára skeið. Látin. Soffía Þórarinsdóttir, kenndi við Gagnfræðaskóla verknáms, Ármúlaskóla og og handa- vinnukennaradeildir K.f. og K.H.Í. Lektor þar. Guðný Helgadóttir, kenndi handmennt við gagn- fræðadeildir Laugarnesskóla, Vogaskóla og þjálfunarskóla ríkisins í Stjörnugróf. Þórveig Sig- urðardóttir, kenndi handmennt m.a. við Barnaskólann á Hellissandi, Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum, Héraðsskólann í Reykholti, Barna og gagnfræðaskólann f Keflavík og grunnskólana á Svalbarðs- strönd og í Gaulverjabæ. Ástrún Valdimarsdóttir, kenndi hand- mennt við Héraðsskólann og Húsmæðraskólann á Laugarvatni, Námsflokka Reykjavfkur, Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Gagnfræðaskóla verknáms Ármúlaskóla og í Hagaskóla. Á myndina vantar Auði Halldórsdóttur og Jónu Kristínu Brynjólfsdóttur. Þetta allt er talið upp til marks um hvað þessi fríði útskriftarhópur 1949 hefur lagt af mörkum til verkmenntunar á landi hér. nytsömum tilgangi til hliðar til að réttlæta það, svo sem ráðstefnuhalda (!), og í hvaða landi öðru í Evrópu er sérbyggt húsnæði borgarlistasafns tekið undir almennar kosn- ingar? Handíða- og myndlistaskólinn var fljótur að sanna tilverugrundvöll sinn og þegar í upp- hafi komust færri nemendur en vildu í hinar ýmsu deildir hans og er fram liðu stundir til mikilla muna færri. Þegar flutt var í húsnæðið á Grundarstíg 2 árið 1941, sem næstu árin dugði skólanum vel, þótt sumar deildir störf- uðu áfram í kjallaranum við Hverfisgötu, var myndlistardeild stofnuð. Innritaðist strax um tugur nemenda í hana, sumir landskunnir í dag. Hér var líka í fyrsta skipti í sögu þjóðar- innar og á markaðan hátt hugað að ýmsum þeim þáttum list- og verkmenntunar sem fyr- ir siðaskipti höfðu verið í hávegum. Þessi snöggu umskipti munu til marks um að mörg- um ráðamanninum hefur verið ljós þýðing skólans fyrir menntakerfíð, enda streymdu nú handgerðir hlutir úr deildum hans, allt frá hlutum notagildis til myndverka sem sá stað á ýmsum sýningum. Engin dæmi voru til þessa áður í því umfangi og vöktu hlutirnir óskipta athygli og aðdáun almennings. Þá setti Kurt Zier upp leikbrúðusýningu, forleik og þrjá þætti úr Fást eftir Goethe 1941, og hafði hann sjálfur smíðað brúðurnar og leiksviðið, en nemendur kennaradeildar aðstoðuðu við mál- un þeirra og leiktjaldanna. Hér var um gríðalegt stökk að ræða til nú- tíma menningarþjóðfélags og undarlegt að ekki skyldi fljótlega hafíst handa um varan- legt húsnæði yfir starfsemina, en hér mun í og með hafa ráðið árekstrar við Kennaraskól- ann, embættis- og bóknámsliðið. Það mikils- verða við skólann var að bæði var hugað að þjóðlegum arfi sem nútímalist, tvinnað saman nútíð og fortíð og hefði sá hugsunarháttur frumkvöðlanna betur verið varðveittur alla tíð. Þannig var tekin sú stefna að ráða fram- sæknustu listamenn þjóðarinnar til myndlist- ardeildar og byrjað á Þorvaldi Skúlasyni. Það bar þann árangur að aðeins fjórum árum seinna var námið viðurkennt af listakademí- unni í Kaupmannahöfn sem fullgilt til inn- göngu í hana próflaust. Var um svokallaða gestanemendur að ræða, hospidanter, og gátu menn orðið fullgildir nemendur eftir fyrsta árið, ef þeir stóðu sig vel og kærðu sig um. Var þetta drjúgur og ómetanlegur áfangi til að koma íslenzkum listaspírum á framfæri er- lendis og til vitnis um að hér voru hlutaðeig- andi með á nótunum, óhræddir við að hugsa stórt. Nám í kennara- og myndlistardeildum tók hið skemmsta tvö ár, en það var samfellt nám og árangur síst lakari verklega séð en fjögurra ára í dag, og hvað fríhendisteikningu snertir hafði það í ýmsum tilvikum vinning- inn. Ahuginn var svo mikill að menn voru sín- ir eigin kennarar í listasögu og um árangur- inn af því sjálfsnámi eru þó nokkrir nemendur myndlistardeilda til vitnis enn í dag. Skólinn fékk viðbótarhúsnæði á efstu hæð nýbygging- ar Egils Vilhjálmssonar á Laugavegi 118 árið 1947 og hófst þá mikilvægur kafli í sögu hans, sem greinilega sá stað á tíu ára afmælissýn- ingu hans í Listamannaskálanum gamla við Kirkjustræti vorið 1949. Nú mátti ætla að skólinn hefði rótfest sig, en þrengingatímabili hans var þó ekki lokið og á tímabili var það slíkt að kennt var í íbúð Lúðvígs Guðmunds- sonar, og lá við að skólinn legðist niður um miðbik sjötta áratugarins. En með nýjum lög- um um listiðnaðardeildirnar tók allt skóla- starfíð nýjan fjörkipp 1956, fengið var á leigu nýtt og rúmgott húsnæði í Skipholti 1, þar sem sumar deildir hans eru enn starfandi. Upphaflega 400 fermetrar á annarri hæð en með tímanum hverja hæðina á fætur annarri, loks allt húsið auk tveggja viðbygginga hvorr- ar til sinnar handar og loks viðbótarhúsnæði í Skipholti 25. Fyrstu lög yfir skólann voru samþykkt á Aiþingi 1965 og var þá nafni hans breytt í Myndlista- og handíðaskóli Islands, en þau voru því miður af furðulegri skamm- sýni samin. Nú var sú stefna tekin að fjölga deildum allt hvað tók á kostnað þess að treysta þær og jarðtengja sem fyrir voru, jafnframt bæta réttarstöðu kennara við skól- ann og vinnuaðstöðu innan hans. Þeim at- gangi lauk ekki fyrr en kennarar sem þá rétt fylltu tuginn voru orðnir 105 fyrir nokkrum áram, en einungis einn skipaður ásamt skóla- stjóra, en ekki meira um þá öfugþróun hér. - Eftir stendur, sextíu árum eftir stofnun hans, að hér var um stolt en vanmetið óska- barn þjóðarinnar að ræða, sem átti sína hörðu andstæðinga og úrtölumenn innan kerfisins. Og það sem þeir sem báru hitann og þungann af kennslunni um áratuga skeið sáu í hillingum var fótum troðið af þeim öfl- um sem vilja steypa allt kennslukerfið í eitt mót. Þá kom menntamálaráðuneytið ekki til skólans heldur skólinn til ráðuneytisins, sem eru mestu mistökin í allri sögu skólans, skerti sjálfstæði hans og sérstöðu sem þakið á allri samanlagðri myndlistarfræðslu í land- inu. Það er ámóta vanhugsað og hin vinsæla og margþvælda tugga stjórnmálamanna, að vinnan eigi að koma til fólksins, því það er fólkið sem á að koma til vinnunnar. Og í öll- um greinum lista er meginveigurinn sá að kenna fólki að vinna, því listin er ekki nema fimm prósent náttúrugáfa en níutíu og fimm prósent vinna. OLÉG TITOV ÉGMAN ÞAÐ VEL EWINDUR ERLENDSSON ÞÝDDI Ég man það vel, hve barðist heitt þitt hjarta og hendur skulfu létt á armi mér Eg man það vel hve brotagjarna og bjarta í brjósti vonarhöll égreisti þér Ogilm af gullnum haustsins laufum lagði um lífog vitund okkar, tímans bönd af sálum ungum leystust brátt að bragði og burtu flugu skip af luktri strönd. Með þér varð engu lík sú vesla veröld sem veltist fyrr í hversdagsys ogglaum Ég féll á kné og bað minn Guð að gefa mér grið að dvelja um kyrrt við þennan draum Ég man það vel og því sem gleði geymir ígóða, dýra minning ástin snýr Víst fer ei allt svo dátt sem um þig dreymir en draumsins logíhuga stöðugt býr. KVEÐJA MÁLALIÐANS Ég kveð hið liðna fyrir fullt og fast og farga öllu því sem dýrast mat mín dvöl var hér sem úthafsöldukast yfir þann stein sem einn í fjöru sat Ég veit ei hvað skal segja né við hvern hvern að kveðja eða biðja um náð en fyrir þér mín sveit, ég bið sem barn að blessist iðja þín og hvert þitt ráð BJÖRN GUÐNI GUÐJÓNSSON VÍÐERNI ÍSLANDS Virða skyldu vormenn gerla víðernisins töframátt jarðnesk stjarnan megi merla móti bjartri himingátt náttúrunnar nistisperla natið samspil tímans ferla landsins ásýnd lyftir hátt. Auði lands má aldrei glata áformin þó gerist djörf meðalveg skal mannkyn rata til móts við brýna orkuþörf fyllist moði jarðar jata jarma hjarðir, veröld hata aðgát helgist aldahvörf. Grasi ofnir Eyjabakkar ógnargljúfur Jökulsár hlemmisandar, hæðir, slakkar Herðubreiðar fögru slár glitábreiða, gróðurstakkar Guði sínum tilurð þakkar fjallahringur fagurblár. Augu heimsins eru á höttum eftir því sem prýðir Frón hrjóstrinu með hlíðum bröttum hálendisins ferska tón að mæla slíkt í megavöttum mannonsauði og tekjusköttum yrðijarðar ómælt tjón. Höfundurinn er verzlunarmaður í Reykjavík. Þú borgin Ijúf sem elsku mína átt sem umberð mig og þokka að mér snýr; ég muna skal þitt heiði himinblátt, hiti þinn í mínum æðum býr Dæm þú mig ekki og ég aftur sný, en á meðan; veri guð með þér mín bíða þroskans lönd, og burt ég flý Bið þú fararheilla einnig mér A burt ? og harm í hjarta tóman ber hulin vonsvik, sárt er undan sveið og ganga mun ég einn, því enginn fer engill þinn að vísa mér á leið ANSANS VESEN Ánkkverju ert ekki hjá mér ánkurj er ég sona einn? Ert’alveg orðin frá þér auga míns blái steinn? Ankurju fæ ég ei flogið? Fæ ekki harminum kingt? Aldrei er á ukkur logið aldregi geturðiu hríngt Aldrei í kyrrðinn' á kvöldin kreist fæ ég þína hend eða kysst á þér kollinn ogklappað á þína lend Þetta er gengdarlaus gánga; grillir hvergi í land barningur ófær án enda Ég er sigldur í strand Tekur þó út yfír allt að ef ég loks næ þínum fund þá ertu alltaf hreint eins og uppsnúið roð í hund Höfundurinn er þrítugur, rússneskur handbolta- maður, sem leikið hefur hér á landi sfðan 1995, nú síðast með Fram. Þýðandinn vinnur nú að frekari þýðingum á Ijóðum Titovs og stefnt er að útkomu bókar. SELMA SIF ÓSKARSDÓTTIR AÐ GLEYMA OG SKIUA ...EKKI Þau skilja þetta ekki, þessi sem halda að við séum bara börn. Þau skilja ekki straumana, sem eru á fleygiferð allan daginn, tilfínningamar sem flæða, bara hvert sem þær vilja og enginn getur stoppað. Skilja ekki að við erum að uppgötva hvert annað. Þau hafa gleymt hvernig er að stíga fyrstu skrefín upp, upp stigann að þessum árum sem allir eru að tala um. Þau hafa gleymt! Höfundurinn er 12 ára Reykjavíkurmær. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MAÍ 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.