Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Side 16
DRACULA, SAKLAUS
í SOKKABUXUM
EFTIR LILJU ÍVARSDÓTTUR
BOSTON ballet er talinn einn af
fremstu listdansflokkum Banda-
ríkjanna. Hann hefur yfir að ráða
fjörutíu dönsurum sem allir eru
klassískt þjálfaðir ballettdansar-
ar. Dansflokkurinn verður seint
talinn nútímadansflokkur. Hann
hefur á sýningaskrá sinni verk
eftir danshöfunda á borð við Nacho Duato og
Paul Taylor en fágun klassíska ballettsins er
hans ær og kýr.
Flestir þekkja söguna af Dracula greifa eft-
ir Bram Stoker. Hún kom fýrst út árið 1897
og hefur verið endursögð í leikverkum og
kvikmyndum allar götur síðan. Listrænn
stjórnandi Houston ballettsins, Bretinn Ben
Stevenson hefur sett Dracula í ballettbúning
og er sú sýning nú á fjölum Boston balletsins í
Wang-leikhúsinu í hjarta samnefndrar borg-
ar. Wang-leikhúsið, sem er byggt 1920, tekur
3.600 manns í sæti. Það er umvafið marmara-
súlum, speglum og gylltum veggjum. Lista-
verk af englum og góðum vættum prýða það í
hólf og gólf.
Fyrsti þáttur Dracula á sér stað í kjallara
kastala greifans. Sviðsmyndin samanstendur
af þungbúnum himni, drungalegum trjám og
líkkistu Dracula á miðju sviðinu. Dracula, sem
Yuri Yanowsky dansar, og eiginkonur hans
átján vakna til lífsins við dramatíska tóna
Franz Liszt. Eiginkonumar svífa um sviðið í
svefnhöfga og auðmjúkar og undirgefnar lúta
þær stjórn Dracula. Reinfield þjónn greifans
_ sem Reagan Messer dansar birtist á hest-
vagni dregnum af tveimur mennskum hest-
um. Leikhúsreykurinn liðast um sviðið og út
úr vagninum stígur nýjasta fórnarlamb
Dracula, Flora, sem Kyra Strasberg dansar.
Lifir á blóöi ungra ósnertra meyja
Flora er ung stúlka úr nálægu þorpi. Þar
sem Dracula lifir á blóði ungra ósnertra
meyja bætast reglulega ný fljóð í föngulegan
hópinn. I öðrum þætti berja áhorfendur
stjörnu sýningarinnar fyrst augum. Það er
Larissa Ponomarenko og dansar hún hina 18
ára Svetlönu. Þorpsbúar halda Svetlönu veg-
lega afmælisveislu en þar biður hinn ást-
fangni Fredrick, sem Simon Ball dansar, um
hönd hennar. I veislunni er dansað og drukkið
og nær hún hámarki sínu þegar vinur vor
Dracula þeysist inn á sviðið og með leður-
blökuvængjum sínum nemur hann hina sak-
lausu Svetlönu á brott með sér. I þriðja þætti
erum við stödd í svefnherbergi Dracula. Þar
taka eiginkonurnar, sem nú eru nítján talsins,
á móti hinni skelfingu lostnu Svetlönu. I þess-
um þætti líða eiginkonumar ekki einungis um
sviðið heldur svífa þær bókstaflega um loftin
blá. Þegar Dracula er í þann mund að gæða
sér á fersku blóði Svetlönu birtist Fredrick
ástmaður hennar og vopnaður þorpsprestin-
um og krossi ræðst hann til atlögu við sjálfan
Dracula. Það þarf ekki að spyrja að leikslok-
um. Það góða sigrar hið illa og áhorfendur
fylgjast með Dracula þar sem hann sigraður
svífur upp í loftið og endar för sína á stóreflis
ljósakrónu sem við það springur í loft upp
með tilheyrandi hávaða og reyk. Elskendum-
ir unnast til æviloka og úti er ævintýri.
Sýningin var ákaflega hefðbundin. Sögu-
þráðurinn einfaldur og komið til skila með
ýktu látbragði klassíska baliettsins. Ballettinn
hefði getað verið saminn fyrir einni öld að því
undanskildu að tækni dansaranna hefur fleytt
fram. Verkið skilur ekki eftir sig spumingar
eða vangaveltur. Það einfaldlega byrjar, nær
hápunkti og endar vel eins og öll góð ævintýri.
Fæmi dansaranna tæknilega séð er ótvíræð. I
útliti eru þeir keimlíkir, ungir og limafagrir.
Geislaði af sjálfsöryggi
Aðaldansari sýningarinnar, Larissa
Ponomarenko, geislaði af sjálfsöryggi í allri
y sviðsframkomu og túlkun. Hlutverk Dracula,
sem Yuri Yanowsky fór með, fólst í því að tjá
valdsmannshroka og reiði. Danshlutverk hans
var lítið í sýningunni þó viðveran væri mikil.
Þetta dansverk Ben Stevensons minnti óneit-
anlega á ballettinn Giselle sem frumsýndur
var í París 1841 og er ein
þekktasta perla klassíska ball-
ettsins. Ýmsar hugmyndir
dansverksins voru augljóslega
fengnar að láni þaðan. Svefn-
höfgi og kuldaleg fjarlægð
hvítklæddra eiginkvenna
Dracula var bein tilvitnun
óhamingjusömu
kvenvofumar í
öðmm þætti
Giselle og sömu
sögu var að segja
um veisluna í þorp-
inu sem var óþægi-
lega lík fyrsta þætti
Giselle. Það er
tímaspursmál
hvenær dansgerð
verður einsleit þeg-
ar dansarar beita
sömu tækni, líta eins
út og engin persónusérkenni
em lengur sjáanleg. Þar sem
allir em steyptir í sama mótið
hættir dansgerðin að koma á
óvart og verður ópersónuleg og
fjarlæg.
Klassísk ballettdansverk eru
gjarnan einföld og fáguð í túlkun
og uppsetningu og stflhrein í
dansgerð en stolnar og stæld-
ar hugmyndir frá eldri meist-
uram í bland við hugmynda-
snauð efnistök gerði dans-
verkið yfirborðskennt. Sú
fágun og formfesta sem
fylgir klassíska ballettin-
um lét erótíkina og
óhugnaðarblæinn sem
annars umlykur sög-
una af Dracula verða
að engu. Dracula
Boston balletsins
er saklaust ævin-
týri. Sé hægt að
horfa fram hjá augljósum
vanköntum verksins má hafa
gaman af því. Þúsundir leikhúss-
gesta fylla Wang-leikhúsið í viku
hverri enda hefur Dracula hlotið
mikið lof gagnrýnenda þar
vestra. Sýningum lýkur 23. maí.
Höfundur er listdansgagnrýnandi
Morgunblaðsins.
LAZLO Berdo
sem
Dracula og
Jennifer Gelf-
and f hlutverki einnar
brúðu vampírunnar.
HVERNIG HORFA
MENN Á HUÓÐ?
Hljóðið hefur alltaf heillað Finnboga Pétursson
myndlistarmann. í galleríinu Ingólfsstræti 8 skapar
hann stemmningu með hljóðunum sem kveikja myndir
og form í hugum | þeirra sem hlusta ó verkið.
HILDUR EINARSDC )TTIR ræddi við listamanninn
og hlustaði/horfði ó sínus svítu og fimmvolta
rafboð með tilbrigðum.
FINNBOGI sýnir þrjú hljóðverk á sýning-
unni sem em hvert um sig sjálfstæð en
mynda þó eina heild - rýmisverk (in-
stallation). Fyrir augað er verkið þannig upp-
byggt að fyrir enda sýningarsalarins er álp-
lata í stærðinni 1x2 en bak við hana er hátal-
ari sem gefur frá sér sínustón og þegar hljóð-
ið úr hátalaranum skellur á plötunni titrar
hún örlítið. Á hliðarvegg em tveir hátalarar
og aðrir átta á móti þeim. Hátalamir em
felldir inn í viðarkassa og frá þeim berast
ákveðin hljóð eða hljómfall. „Ég nota hljóðið
eins og aðrir nota blýant eða pensla,“ segir
Finnbogi þegar hann byrjar að útskýra hug-
myndina að baki verkinu.
„Fyrir mér vakir að skapa stemmningu
með hljóðunum sem kveikja myndir og
form í hugum þeirra sem hlusta á verkið.
Líkt og myndformið eiga hljóðin sína
grunnlögun Talað er um þríhyrningsbylgj-
ur, kassabylgjur og sínus bylgjur sem líkj-
ast gárum í vatni. Þegar fólk hlustar á
ákveðin hljóð verða þessi form ósjálfrátt til
í huga þess.“
Verk Finnboga em mjög tæknileg en hann
smíðar sjálfur allar rafrásirnar sem mynda
hljóðin og stjórna ferli þeirra. „Ég fæ tækni-
menn til að yfirfara smíðina svo allt virki nú
rétt. Þegar verið er að vinna í blandaðri
1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MAÍ 1999