Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Side 17
NÚ í sumar sendir Berg-
lind Gunnarsdóttir frá sér
sína fjórðu ljóðabók,
bjartleita bók á að líta,
kápan gul og rauð eins og
sólin. A fogrum vorkvöld-
um er gaman að glugga í
góðan kveðskap, og þó við
séum máske ekki í Montsouris-garðinum í
París - sem Jacques Prévert yrkir um í til-
einkunarljóði í bókinni - þá eigum við það að
minnsta kosti sameiginlegt að vera sekúndu-
brot úr eilífðinni stödd á jörðinni, jörðinni
sem er stjarna í ógnarstóru himinhvolfi og
þúsundir ára nægja eftilvill ekki til að lýsa
tilfínningum okkar og hugsunum. En skyldi
guli liturinn hafa einhverja merkingu í huga
Berglindar?
„Það er ákveðin hugsun í útliti bókarinnar,
ég var mikið að hugsa um hvað hún ætti að
heita en það kemur yfirleitt síðast hjá mér.
Þegar ljóðin voru frágengin var það ein-
hvern tímann eftir að ég var komin í rúmið
að ég fór að hugleiða titilinn og kápuútlitið.
Ég vildi finna titil sem gæti verið lýsandi fyr-
ir bókina í heild. Datt í hug brot úr ljóði
„sársaukafull opnun að óvissu“, og stytti það
síðan í „opnun að óvissu“. En var ekki alveg
sátt, fannst þetta of týpískur ljóðatitill. Mig
langaði til að bókin héti óvenjulegu eða sér-
stöku nafni. Þá kom í hugann út frá þessu
öllu orðið ljóðvissa, vegna þess að óvissan í
lífinu er jafnframt vissa ljóðsins. Ljóðið nær-
ist á óvissunni! Svo er dálítið skemmtilegur
hviss-hljómur í þessu. Um allt þetta var ég
að hugsa þarna í rúminu, svo kom þetta eins
og vitrun, guli liturinn, myndin á forsíðunni
og titillinn Ljóðvissa. Síðan sofnaði ég og um
nóttina kom eitt mikið ágætisskáld í drauma
mína, það var skáldið Matthías Jochumsson,
og við spjölluðum saman og ég man svosem
ekki um hvað en það var mjög notalegt að
hafa hann. Það fylgdi honum góður andi.
Hann er því nokkurs konar guðfaðir bókar-
innar.“
Ljóðvissa minnir mann undir eins á trúar-
vissu?
„Trúin hefur alltaf verið svolítið nærri
mér, jafnvel þó ég hafi aldrei hugsað um mig
sem trúaða, ég var það að vísu sem barn og
móðir mín var trúuð. Trúarlegar skírskotan-
ir hafa læðst inn í ljóðin mín alveg frá upp-
hafi og kannski ekki síst þau sem hýsa mestu
efasemdimar eða mesta sársaukann, lýsa
eiginlega sársauka trúleysisins, sem ég hef
verið haldin af. En trúin hefur komið til mín
eða opnast fyrir mér í seinni tíð.“
Hver hefur ekki bognað?
Hver hefiir ekki afneitað því góða
einu sinni, tvisvar
jafnvel þrisvar sinnum?
Þið sem um veginn farið
sjáið og skoðið
hvort til sé önnur eins kvöl og mín
Hver trúir...?
Sá er í nánd sem svíkur!
Tveir heimar
„Sorgin hefur fylgt mér mikið eftir, ég hef
oft verið að takast á við hana í ljóðunum.
Frelsandi máttur ljóðsins er sá að það gefur
manni færi á að orða þær tilfinningar sem
UÓÐIÐ NÆRIST
Á ÓVISSUNNI
Honum
sem ég núna man
færi ég hugsun mína og
ljóð
Megi það efla hann
að ljósum mætti
reka blikur frá höfði hans í
sýna honum hið margvísa líf
Og megi ekkert
ég endurtek:
Fjórða frumsamda Ijóðabók Berglindar Gunnarsdóttur
er væntanleg í sumar. Bókina nefnir hún Ljóðvissu.
Hún sagði ÞORVARÐI HJÁLMARSSYNI að hún hefði
viljað finna titil sem gæti verið lýsandi fyrir bókina
í heild. Þó hafi komið í hugann orðið Ijóðvissa
vegna [ ^ess að óvissan í li ífinu væri jafnframt
vissa Ijóðsins. Ljóðið nærðist ó óvissunni.
ekki er hægt að orða á venju-
legan hátt. En á hinn bóginn er
skáldskapurinn stórhættulegur
og skapar vandkvæði í lífi
maúna. Eða það er að segja;
þessi þörf að Kfa í eigin hugar-
heimi veitir manni bæði skjól
og hæli gegn hinum ytri heimi,
allri ringulreiðinni. Hættan
felst í því að maður vilji hvergi
annars staðar vera, vilji bara
lifa í andanum. Við verðum að
taka þátt í þessum ytri heimi
og vandinn er að finna jafn-
vægið og það er sennilega það
sem allir listamenn eru að
kljást við. En skilin geta verið
svo gífurleg að það sé nánast
engin leið að sætta þessa tvo
heima nema afneita listamann-
inum í sjálfum sér eða farast
fyrir list sína.“
Og hvora leiðina ætlar þú að
fara?
„Hvoruga... ég er að reyna
að byggja brú á milli
heimanna. Það sem gerir lista-
manninum þetta svona erfítt
er þörf hans fyrir algleymi.
Það er undirstaða listrænnar
sköpunar að verulegu leyti.
Breytingar, óvissa, uppljóman-
ir eða hugljómanir. En þar með
eiga Hstamenn bágara með að
þola hversdagsleikann sem er í
lífi allra manna, og fylgir fjölskyldum, upp-
eldi og brauðstriti. Allt það sem gerir mann
að venjulegum manni, það sem allir raun-
verulega þrá! Þannig myndast þessi tog-
streita. Galdurinn er kannski sá að finna
skáldskapinn í hversdagsleikanum líka, að
samþætta þetta tvennt einhvern veginn. En
til þess þarf gífurleg heilindi og þá hugrekki
í leiðinni. Maður þarf að vera trúr bæði
sjálfum sér og lífinu. Og þá komum við
kannski inn á þátt trúarinnar sem veitir
styrk til að takast á við þetta. Flóttaleiðirn-
ar eru svo margar og það er alltaf verið að
halda flóttanum að fólki, fó það til að týna
Morgunblaöið/Ámi Sæberg
BERGLIND Gunnarsdóttir sendir frá sér nýja Ijóðabók eftir
níu ára hlé.
sér í vitleysunni. Kjarninn er kannski sá að
vera trúr í ástinni. Astin er opnun að ein-
hverju sem maður veit ekki hvernig endar,
hún er svo gríðarleg áskorun. Ástin er eins
og trúin, og við erum svo léleg bæði í ástinni
og trúnni. Okkur skortir vissuna til fram-
búðar og gefumst því upp. Trúin getur
hjálpað mönnunum að lifa óvissuna sem
fylgir lífinu. Vera opnir fyrir því sem að
höndum ber og ekki láta lífsóttann ná tök-
um á sér, ekki láta hann eyðileggja líf sitt,
sem gerist svo oft. Trúin lokar engum leið-
um heldur þvert á móti, ef maður skoðar
hana ekki sem fast og lokað kenningakerfi.“
ekkert
granda ást hans
eða lífi
Bragð af eilífð
Fyrsta bók Berglindar heitir Ljóð fyrir lífi
og kom út árið 1983, Ljóðsótt fylgdi á eftir
árið 1986 og síðan kom Ljósbrot í skuggann
árið 1990. Þá breytti Berglind um tjáningar-
form og skrifaði skáldsöguna Flugfisk og gaf
út árið 1992, sama ár birtist ævisagan Alls-
herjargoðinn um Sveinbjöm Beinteinsson.
Berglind hefur dvalið á Spáni og þýtt yfir á
íslensku ljóð og sögur spænskumælandi höf-
unda. Bragð af eilífð, þýðingar á ljóðum frá
Ungverjalandi, Spáni og Nicaragua, birti
hún árið 1995. Hvemig kom henni andlegt líf
Spánverja fyrir sjónir?
„Spánverjar era miklir heimspekingar í
sér og það kemur strax í ljós í allri umfjöllun
um listir. Þeir era samræðusnillingar og
leyfa sér að komast á flug og viðhafa mikinn
elegans í orðfæri sínu! Þeir byggja á alda-
langri hefð í heimspeki- og skáldskaparlegri
hugsun. Islendingar era meira konkret og
jarðbundnari í útlistunum og tali. Það var v
sama hvaða smáviðtal maður las við Spán-
verja sem stunduðu einhverja andlega iðju,
þeir komust gjaman á mikið flug og allt virk-
aði svo djúphugsað sem menn voru að fást
við. En þetta sýnir auðvitað gerólíka menn-
ingu og ólíka hefð. Við byggjum meira á
sagnahefð með beinum lýsingum á atburðum
sem koma fyrir í lífi manna. Eg las spænskar
bókmenntir og komst í mikið samband við
ljóð García Lorca og ég hef fengist svolítið
við að þýða hann og fleiri spænsk skáld. Ljóð
Lorca opnuðu mér sýn og skilning á
spænskri menningu, þau miðla svo sterkum >-
kenndum og era líka sögulegs eðlis. Að
kynnast þeim var á við að lesa margar fræði-
legar bækur og meira til. Dvöl min þarna
tengdi mig sterkum böndum spænskum
skáldskap og þá einkum Lorca og hans kyn-
slóð.“
Gítarinn
upphefur kvein sitt.
Glösin brotna
í morgunsárið.
Hann hefur að nýju
kvein sitt
Engin leið
er að stöðva hann
ógerlegt
að stöðva hann.
Fábreytilegur
er hljómur hans
eins og vatnið sem grætur
eins og vindurinn grætur
yfir frosinni jörð.
Og engin leið
að stöðva hann.
(Brot úr Gítarnum eftir García Lorca)
tækni er ekki hægt að vera sér-
fræðingur á öllum sviðum.
Þegar ég var að finna tóninn
sem átti að koma út úr hátalar-
anum bak við álplötuna þá sendi
ég ýmis tíðnisvið í gegnum plöt-
una til þess að finna eigin tíðni
hennar. Heppilegasti tónninn í
plötunni var 60 hz (rið),“ segir
Finnbogi þegar kemur að því að
fjalla um einstök verk.
Óþarfann i bwriu
Það er nokkur munur á
hljómunum frá hátölurunum og
Finnbogi skýrir í hverju hann
felst: „Hátalarnir tveir snúa
beint fram og hreyfist hljóðið
frá einum hátalara til annars og
myndar eins og sívalning eða
áttu. Hátalarnir á móti snúa upp
í loftið og þar er ég með fimm
volta rafboð og móta með því
tóninn. Þetta hljóð er jarð-
bundnara og minnir suma á
dropa eða hringlaga fom en
aðrir heyra ákvæðinn göngutakt.
Það hefur alltaf heillað mig að
kanna það ástand sem einstak-
■
„
Morgunblaðið/Kristinn
FINNBOGI Pétursson fyrir framan eitt verka sinna í gallerí-
inu Ingólfsstræti 8.
lingurinn fer inn í þegar hann fer inn á alfa-
stig vitundar sem er fyrsta stigið inn í svefn-
inn,“ heldur hann áfram. „í þessu verki reyni
ég með hljóðunum að skapa slíkt ástand.
Tökum dæmi af manni sem situr við læk og
hlustar á niðinn. Fyrir framan hann er ákveð-
in mynd sem hann horfir á. Smám saman
færist yfir hann værð og hann kemst á alfa-
stigið. Þá dettur myndin sem er fyrir framan
hann út og það verður til önnur mynd eða
myndir sem eiga ekkert skylt við stað og
stund. Þetta geta verið myndir af andlitum
eða eru vandamál sem leysast á þessu vitund-
arstigi. Þannig vil ég nota hljóðið og stemmn-
inguna sem hún skapar til að búa til form, lín-
ur og myndir í huganum.
Þegar menn kaupa sér myndverk leita þeir
skýringa á því hvað myndin eigi að fyrirstilla.
Menn vilja gjarnan að skýringin komi sjálf-
krafa. í verkunum mínum skil ég eftir rými
fyrir áhorfandann til að framkalla sínar eigin
hugmyndir. Þess vegna eru nöfnin á verkun-
um lýsandi fyrir þau. Dæmi um þetta er verk
sem ég sýndi í Nýlistasafninu. Þetta var röð
af þrjátíu og fjórum hátölurum á vegg og
mynduðu þeir tvær línur; þá línu sem áhorf-
andinn sér með augunum og línu sem hann
sér fyrir sér í huganum en verkið hét einfald-
lega Lína.
Mesta kúnstin við að skapa svona verk er
að geta klippt allan óþarfa í burtu og eftir
stendur hugmyndin í höfðinu."
Tilrawnir með hljóð
„Hljóð hafa alltaf höfðað mjög sterkt til mín
alveg frá því að ég var bam,“ heldur hann
áfram. „Ég man að þegar ég var níu ára var ég
að leika mér með kappaksturbflabraut og þurfti *
að nota straumbreyti. Einhvemveginn æxlaðist
það þannig að ég tengdi hátalara óvart við
straumbreytinn og þá varð til afar fallegur
tónn. Þá áttaði ég mig á því að ég var að hlusta
á rafmagnið. Þetta hefur setið í mér síðan.
Og þegar ég byrjaði í Myndlista- og hand-
íðaskólanum fannst mér ekkert gaman að
læra það sem mér fannst ég kunna eins og
að teikna. Nýlistadeildin í skólanum gerði
mér kleift að gera tilraunir með hljóðin og
þeim hélt ég áfram í framhaldsnámi mínu
erlendis.
Það sem ég er líka að vinna með á þessu
sviði er tíminn. I rauninni er ég alltaf að ;
reyna að höndla augnablikið og skoða það þó
það sé ekki útgangspúnkturinn í verkinu.
Myndlistannenn sem vinna með hljóð hafa
verið eyrnamerktir sem hljóðlistamenn eða
hljóðskúlptúristar en kannski erum við bara
tímaveiðimenn.“
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MAÍ 1999 17