Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Qupperneq 20
MUSICA ANTIQUA FRÁ KÖLN í LANGHOLTSKIRKJU Á MORGUN
„GÆTI SPILAÐ Á TÓNLEIKUM
Á HVERJUM EINASTA DEGI"
Hinn heimsfrægi þýski
tónlistarhópur Musica
'r Antiqua Köln, sem nú er
ó tónleikaferð um Eystra-
saltslöndin og Norður-
Evrópu, heldur tónleika í
Langholtskirkju ó morgun,
sunnudag, kl. 17 en þetta
er í fyrsta sinn sem
hópurinn kemur hingað
til lands. MARGRET
# SVEINBJÖRNSDÓTTIR
nóði símasambandi við
Reinhard Goebel, stofn-
anda og stjórnanda hóps-
ins, í fyrmdag, þegar
hann var nýlentur ó
Grænlandi.
YFIRSKRIFT tónleikaferða-
lagsins er „Musica Baltica“
en fyrstu tónleikamir voru í
Ósló 28. apríl síðastliðinn.
Paðan var haldið til Gauta-
borgar, þá til Stokkhólms,
Helsinki, St. Pétursborgar,
Tartu, Tallinn, Riga, Danzig,
Varsjár, Vilnius, Nuuk, og á morgun er röðin
komin að Reykjavík. Héðan heldur hópurinn
til Þórshafnar í Færeyjum og síðustu tón-
leikarnir verða í Danmörku; í Louisiana-
safninu og Sankti Péturskirkjunni í Kaup-
mannahöfn í lok næstu viku.
Lifandi og afburðasnjöll túlkun
> á tónlist 1T. eg 18. aldar
A efnisskrá tónleikaferðarinnar eru verk
eftir helstu barokktónskáld Eystrasalts-
svæðisins; Vincenco Albrici, Dietrich Becker,
Thomas Baltzer, Andreas Kirchoff, Johann
Valentin Meder, Johann Fischer og Georg
Philipp Telemann.
Stofnandi Musica Antiqua og stjómandi
allt frá upphafi er fiðluleikarinn Reinhard
Goebel. Hann var 21 árs gamall þegar hann
stofnaði Musica Antiqua ásamt nokkmm fé-
lögum sínum úr Tónlistarháskólanum í Köln
árið 1973 og á þeim rúma aldarfjórðungi sem
liðinn er síðan hefur hópurinn leikið á ótal
tónleikum um allan heim og hljóðritað mikið
af verkum helstu tónskálda 17. og 18. aldar.
A þeim tíma hafa orðið nokkur mannaskipti í
hópnum og nú kveðst Goebel vera sá eini
sem eftir er af þeim hópi sem upphaflega
myndaði Musica Antica. Allt frá árinu 1978
hafa Musica Antiqua og Goebel verið á
samningi við hljómplötuútgáfuna Deutsche
Grammophone, sem hefur gefið út fjölda
geisladiska hópsins í röðinni Archiv
Produktion. í fréttatilkynningu segir að litið
sé á flutning hópsins sem „nánast fullkomið
dæmi um lifandi og afburðasnjalla túlkun á
tónlist 17. og 18. aldar svo og um frjóa og
hugmyndaríka notkun á hljóðfærum þess
tíma sem verkin voru samin á.“
Gerir bseði óheyrendur og
* flytjendur hamingjusama
Musica Antica leikur barokktónlist á
barokkhljóðfæri. En skyldi túlkunin vera sú
sama og á þeim tíma sem tónlistin var sam-
in? Goebel segir erfitt að svara því, en auð-
vitað reyni hann að vera trúr tónlistinni og
MUSICA Antiqua Köln.
Ljósmynd/Susesch Bayat
STOFNANDI hópsins og stjórnandi, Reinhard Goebel.
verkunum. Á hinn bóginn
verði menn að gæta þess að
sökkva sér ekki svo djúpt í
frumheimildimar að sjálf
músíkin gleymist.
Musica Ántiqua leikur að
jafnaði á 120 tónleikum á ári,
eða 10 tónleikum í hverjum
mánuði. Pegar blaðamaður
gefur til kynna að honum þyki
það allmikið, ekki síst í ljósi
þess að hópurinn hefur einnig
verið ötull við upptökur á
geisladiskum, segir Goebel:
„Sjáðu til, annað fólk mætir í
vinnuna á hveijum degi. Og
ekki er þetta líkamlega erfitt,
ekki emm við að lyfta þungum
steinum, við leikum á létt
hijóðfæri. Gott og vel, það get-
ur verið erfitt, en oftast nær
era tónleikamir ekki mikið
lengri en tveir klukkutímar.
Og þetta er iðja sem gerir bæði
áheyrendur og flytjendur ham-
ingjusama - svo ég gæti spilað
á tónleikum á hverjum einasta
degi,“ segir hann og hlær.
Aðspurður hvort hann eigi
sér einhvem uppáhaldstón-
leikastað eða uppáhaldsáheyr-
endahóp segir hann það fara
mjög mikið eftir þeim verkum
sem spiluð em hverju sinni.
Hann nefnir sem dæmi efnis-
skrá tónleikaferðarinnar um Eystrasalts-
löndin og Norður-Evrópu, þar sem hópurinn
leikur verk eftir tónskáld af Eystrasalts-
svæðinu. „Það myndi enginn hafa áhuga á
þessu prógrammi í New York, svo dæmi sé
tekið. Tengslin milli áheyrenda og efnisskrár
em nefnilega afar sérstök. Það er t.d. ekki
ráðlegt að spila Bach-kantötu á Ítalíu því
fólk þar skilur þá tónlist hreinlega ekki,“
segir hann.
„Eldri tónlist þarfnast þessara
nánu tengsla við söguna"
„Vissulega em staðir þar sem er yndislegt
að spila, eins og Amsterdam, Kaupmanna-
höfn og Stokkhólmur, þar sem sagan er enn
lifandi. Aftur á móti er það allt öðmvísi á
stöðum eins og Detroit eða Toronto. Eldri
tónlist þarfnast þessara nánu tengsla við
söguna. Sinfóníur Beethovens hljóma nú
einu sinni langbest í Vín. Rétt eins og fiskur
bragðast ömgglega best á íslandi og það
ætti alls ekki að fara með hann til Parma á
Ítalíu," heldur hann áfram.
Á morgun ætti Goebel að fá tækifæri til að
sannreyna bragðgæði íslensks fiskmetis en
þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn kemur
hingað til lands. „Það tók okkur hvorki meira
né minna en 26 ár að komast til íslands,“
segir hann að síðustu og kveðst hlakka afar
mikið til.
Tónleikarnir í Langholtskirkju hefjast kl.
17 á morgun, sunnudag, og er forsala að-
göngumiða hjá Goethe-Zentmm, Máli og
menningu og 12 tónum.
: »
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MAÍ1999