Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Page 3
liiSIÍÖK MORGUNBLAÐSINS - MENNING LISTIR
21. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR
EFNI
Alfred Hitchcock
á hundrað ára fæðingarafmæli í sumar. Af
því tilefni skrifar Arnaldur Indriðason um
kvikmyndaleikstjórann sem hann segir
einn af mikilvægustu hlekkjunum í
þróunarsögu kvikmyndagerðar á öldinni en
nafn hans tengist kvikmyndunum með
alveg sérstökum hætti, rétt eins og nafn
Chaplins eða Disneys.
Frá París til Parísar
Halldór Þorsteinsson sem rak málaskóla í
áratugi segir frá því þegar hann fór frá
æskuheimili sínu, París (nú Hafnarstræti
96) á Akureyri til náms í París í Prakk-
landi. Ferðalagið 1947 tók lengri tíma en
nú tæki að fara kringum hnöttinn; fyrst
með jeppa til Reykjavíkur, skipi til
Skotlands og lest suður eftir Englandi. í
París voru þá ásamt Halldóri ýmsir menn
sem síðar hafa orðið þekktir, t.d. Agnar
Þórðarson, Thor Vilhjálmsson, Geir Krist-
jánsson, Guðmundur Steinsson, Gunnlaug-
ur Þórðarson og Steinn Steinarr, sem kom
sársvekktur frá Svíþjóð, þar sem brennivín
fékkst ekki nema maður pantaði mat.
Sögusafnið í Berlín
Við enda breiðgötunnar frægu í Berlín,
Unter den Linden, er Sögusafnið og þar
var Bragi Ásgeirsson á ferð og segir að nú
sé Berlín komin aftur; gjæsibragurinn fyrr
á öldinni endurvakinn. Á sögusafninu er
m.a. hermt frá örlögum listamanna sem
urðu fórnarlömb nasista. Þar á meðal voru
bæði málarar, rithöfundar, söngvarar og
frægir kvikmyndaleikarar sem vörpuðu
ljóma á Þýzkaland á dögum Weimar-
lýðveldisins.
Jamaica samtímans
I síðari grein sinni segir Þorleifur Friðriks-
son sagnfræðingur frá nútímanum á Jama-
ica, en bananar eru undirstöðuatvinnuveg-
ur og ekki stóriðja, heldur viðfangsefni
smábænda. Skólakerfið er óskaplega illa
statt, ólæsi útbreitt, en sértrúarsöfnuðir og
kirkjudeildir blómstra: Anglikanar, Kirkja
allra heilagra, Kirkja hirða guðs, Sameinuð
kirkja vonarinnar, Kirkja heilagrar jómfrú-
ar, Kirkja Gabríels erkiengils og Vísinda-
kirkja. Og þar er engin lognmolla; söfnuð-
irnir syngja og dansa í trúarlegu algleymi.
FORSÍÐUMYNDIN
er af Hraunfossum í Borgarfirði. Ljósmynd: Eggert Þór Jónsson.
ÞORGEIR SVEINBJARNARSON
KVÖLD í DALNUM
í kvöld strýkur heiðlóan brosþýtt
um svæfíl og sæng.
Svanurinn flýgur úr byggð
með draum undir væng.
í kvöld gengur murtan í lækinn
oglaxinn ífljót.
Léttstígur fíkar sig mosinn
um eggjagrjót.
I kvöld liðast döggslóð um gi-asið
við brekkubrún.
í brjóstinu titrar spui-ning:
Ó, kemurhún.
I kvöld snýr þysinn sér undan,
og önn fer í skjól.
Alfur á grænni treyju
sofnar í hól.
í brekkunni þagnar jarmur,
í haganum hnegg.
Hnarreistur gengur nú bóndinn
út undir vegg.
Þorgeir Sveinbjamarson, 1905-1971, var orðinn fimmtugur þegar hann gaf ót
fyrstu Ijóðabók slna, Vlsur Bergþóru, sem vakti þó athygli. Ljóðabækur hans urðu
þó aðeins þrjór. Á síðari hluta ævinnar veitti Þorgeir Sundhöll Reykjavíkur for-
stöðu.
KJAFTI
KLÓM
RABB
SUMAR. Þá þarf að fara að
bóna jeppann og drífa sig á
hálendið. Nota rétt sinn til
landkostanna. Útlendingar
hafa setið einir að dýrðinni
hingað til, séu frá taldir erkió-
vinir þjóðarinnar: bændur og
sauðfé. Þjóðin hefur sjálf
hatað þetta svæði aldirnar í gegn. En út-
lendingar, sem þjóðin skilmálalaust tekur
mark á umfram sjálfa sig, hafa verið að
klifa á því að þessi öræfí væru ef til vill dýr-
ust auðlind í heimi, jafnt að fegurð sem
sölugildi metnu í grjóthörðum peningum.
Og menn fá sér dýran jeppa og drífa sig
upp. Og stóra haglabyssu á rjúpuna. Og
skotmannatygi í hermannalitum eins og
menn hafa í Kosovo þar sem barist er fyrir
réttlætinu.
Hér á landi er einnig heilög herför í
gangi, einnig helguð háum hugsjónum á
borð við lýðræði og réttlæti en þó einkum
náttúruvernd, sem skyndilega er orðin
heilög kýr og góða fólkið styður með kjafti
og klóm. Ég er að tala um hið nýja landnám
öræfanna. Eg er að tala um hálendislögin
nýju.
Fram á okkar daga hefur enginn haft
taugar til hálendis Islands aðrir en bændur,
sem hafa átt þar nytjar, beit, gæs, fjaðrir,
fjallagrös, rjúpu, fálka, járnrauða, kol, sil-
ung, skemmtun og ævintýr. Þeir hafa talið
sig eiga þetta land inn á jökla, ýmist ein-
stakar jarðir svo sem Úthlíð, Reykjahlíð,
Möðrudalur og Kalmannstunga - eða heilu
sveitirnar í sameiningu, hver búandi sinn
hlut eftir jarðarstærð og ítölu. Þetta hefur
verið almennt viðurkenndur eignarréttur
uns aðrir hagsmunaaðilar fóru í seinni tíð
að vilja túlka hann naumt; sem beitarrétt
fyrir búfé eingöngu.
En nú eru orðin tíðindi í mannfélaginu,
ekki smá, án þess menn tækju eftir fyrr en
þeir standa frammi fyrir gerðum glæp.
Verður þá ýmsum að reka upp stóru augun.
Hálendislög sem miða að því að vernda ör-
æfi íslands eru komin fram. Markmiðinu
MEÐ
OG
skal m.a. náð með því að afnema lögsögu og
yfírráð hingað til taldra eigenda; bænda og
aðliggjandi sveitarfélaga. Sjálft Alþingi
stefnir að því að svifta þessa menn rétti sín-
um með einu léttu pennastriki, reyndar
með hækjustoð í fáránlegum dómi Hæsta-
réttar í svonefndu Hundadalsmáli.
Hundadalsmál, í sem stystu máli svona:
Maður nokkur skaut rjúpugrey á heiðum.
Hundadalsbóndi vildi ekki fugladráp hjá
sér og kærði manninn. Skyttan ákvað að
verja sig með því að rengja eignarrétt
bóndans. Þetta þótti góð brella. Stórir lög-
menn gengu í spilið. Beitt var bæði þrætu-
bók, málþrasi og orðhengilshætti alla leið
upp í Hæstarétt og aftur á söguöld og mál-
inu lyktaði með gamansömum dómi þess
efnis að eignarréttur bónda væri ekki sann-
aður og skytinn því sýkn vegna þess að
engar líkur voru taldar á að Auður land-
námskona hefði getað brölt svo langt inn til
lands með kvígu í eftirdragi að nema landið
með löglegum hætti. Þessi gamansemi
Hæstaréttar átti eftir að verða réttlætinu
dýr.
Engum manni hefur fram til þessa dottið
í hug að menn þurfí að sanna eignarrétt
sinn, hvorki á jörðum né öðru, aftur til Auð-
ar djúpúðguu, Gamla-Nóa né nokkurra
annarra persóna úr fornsögum og skáld-
skap. Það hefur verið talið meir en nóg að
vitna í veðmálabækur sýslumannsembætta
í svo sem þrjár kynslóðir að viðbættum
vitnisburði skilríkra granna um meðferð
þessara eigna í um það bil jafnlangan tíma.
Eignarréttur byggist ekki á löglegu land-
námi, enda landnám í raun aldrei löglegt,
það er í eðli sínu sölsun, kannski rán, séu
einhverjir fyrir á landinu. Eignarréttur á
landi byggist á hefð og því sem haft hefur
hefur verið fyrir satt um ákveðið langan
tíma. Öðruvísi er ekki hægt að hafa þetta.
Umræddar jarðir hafa verið keyptar og
seldar í þeirri góðu trú að ákveðin verð-
mæti, þai- á meðal heiðalönd og öræfí
fylgdu. Það á að vera nóg. En nú ætlar
Hæstiréttur að snúa sönnunarbyrðinni við
og þar með í raun að afnema upp á sitt ein-
dæmi lög sem viðurkennd hafa verið í land-
inu frá alda öðli. Þótt hátt þykist standa
eins og nafn bendir til hefur hann til þess
engan rétt. Hér er því annaðhvort um að
kenna réttarblindu dómara, sem ég vil helst
ekki trúa, fávisku, hreinu axarskafti eða
vísvitandi rangdæmi í þágu annarlegra
hagsmuna, sem ég vil helst ekki trúa heldur
en hvers er völ? Heilbrigð skynsemi og
óbrengluð réttarvitund getur ekki sagt
nema eitt: Svona dómur er strákskapur. Og
Alþingi bætir um betur. í lagabálki þessum
segir orðagrannt að í þessu máli skuli hefð-
arréttur að engu hafður! Þetta eru ekki
réttarríkisaðferðir. Þetta er geðþótta-vald-
beiting, gerræði.
Hér stefnir í stríð; fjórtán albrynjaðir
lögmenn mættir til leiks.
En hér er um fleira spurt en lög: Pólitík.
Það er spurt um sósíalisma eða ekki sósíal-
isma, sameign á jarðargæðum eða ekki
sameign. Þeir sem telja hálendið almenning
eða sameign þjóðarinnar verða að játast
undir það að þeir eru að boða sameignar-
stefnu, kommúnisma með tilheyrandi upp-
töku lands með valdboði í krafti ofureflis
utan við lög og rétt. Það er sjónarmið Hróa
hattar, neyðarréttur hins allslausa sem á
okkar tímum náði talsverðu afli undir
merkjum alþýðubyltinga og alræðis öreig-
anna. Verðugt sjónannið út af fyrir sig.
Ef menn vilja innleiða svoleiðis kommún-
isma þá er það ekkert verra en hvert annað
sýstem séu þær leikreglur almennt virtar.
En þá vil ég sjá einhverja von til að sá
kommúnismi standi lengur en fáeina ára-
tugi og þessi almenningseign verði ekki að
því loknu gefin einkavinum valdsmanna
sem þessir sömu hugsjónarmenn hafa sett
á trón, samanber Sovét, samanber fiskimið,
samvinnufélög, síldar-, sements- og áburð-
arverksmiðjur, orkufyrirtæki, síma, útvarp,
- Öll helstu stórfyrirtæki sem hér var kom-
ið upp með samhjálp, erfíði og fé almenn-
ings til þess að gera landið ríkt.
En nei, það er ekki kommúnismi sem
þessir herrar boða. Það er einfaldlega verið
að skipta um eigendur. Þjóðareignin er
ekki annað en millistig til þess að útrýma
bændum og þeirra fólki af hálendinu svo
nýir hagsmunaaðilar fái komist að; virkj-
anamenn, túristafélög, námumenn, skot-
menn, jeppadýrkendur, ríkislögregla,
björgunarsveitir á landsvísu að stækka sitt
umdæmi, auka sitt fjárstreymi og þar með
útrýma hinum smáu einingum sem nú þríf-
ast og gefa lífinu lit í hverri sveit.
Þjóðnýting öræfanna undir yfirskini
landverndar verður engu landi til verndar.
Landverndarmenn verða sendir heim um
leið og búið er að hafa af þeim gagn. Þá
koma kvótagreifarnir upp. Vegir, stífiur,
sjoppur, námur, hótel.
I krafti meirihlutavalds sem hefur bæði
Alþingi og æðstu dómstóla að forhleypi
sínu, tekst þessi herfór ef til vill, en réttlæti
er ekkert í því. Þeir sem á sínum tíma yfir-
gáfu sveitirnar og söfnuðust saman í borg-
um geta ekki, né þeirra afkomendur, snúið
við, streymt upp á landið aftur og tekið það
traustataki af því fólki sem á sínum tíma
valdi landsréttindin fram yfir ríkidæmi og
þægindi borgarlífsins, í og með í þeirri trú
að þessi réttur til landsins yrði fyrr eða síð-
ar verðmætari hinu ljúfa lífl borganna -
sem nú þegar hefur sannast og á eftir að
sannast betur. Samt stendur það til. Hér
þarf því harðsnúna vörn, með kjafti og
klóm.
EYVINDUR ERLENDSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ 1999 3