Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Síða 5
stundum. Við félagamir, Steinn, Hallgrímur og Kjartan fórum saman á söfn og málverkasýningar, skoð- uðum sögufræga staði eins og t.d. Notre Dame, Eiffel-tuminn og gröf Napóleons Bonaparte í Invalides svo aðeins þrír þeirra séu nafngreind- ir. Drífa Viðar og Ásta Stefánsdóttir slógust líka stundum í hópinn. Andinn vai- yfírleitt prýðileg- ur í hópnum, þótt Steinn ætti það stöku sinnum til að vera helst til stríðinn. Hnýtti hann þá einkum í Hallgrím og hafði hann að skotspæni algjörlega að tilefnislausu að mér fannst, en svona var Steinn skapi farinn. Ymsir fengu síðar að kenna á kerskni hans eins og t.d. skáldbróðir hans, Jón úr Vör. Mér var hins vegar alveg hlíft við hnýfilyrðum af hans vömm, ef til vill sökum þess að ég var túlkur, sem hann gat ekki án ver- ið. Eftir á að hyggja fór ákaflega vel á með okk- ur Steini. Aidrei varð okkur sundurorða og til marks um hug hans til mín, má vitna í eftirfar- andi orð sem hann lét einu sinni falla í minn garð: „Halldór, þú ert ungur maður, sem mig myndi langa til að hafa áhrif á.“ Þótt sumum lesendum kynni kannski að þykja það hálfhé- gómlegt af mér að rifja þau upp hér, þá læt ég það bara flakka. Höfðingslund Kjartans Guðmundssonar, sem lítillega var minnst á hér að framan, lýsti sér meðal annars í því að hann bauðst til að lána Steini peninga. Hann hafði þó alls ekki fal- ast eftir þeim, öðru nær. Þótt ótrúlegt megi heita þá stóð Kjartan í mesta stímabraki við að fá Stein til að þiggja lánið. Skáldið taldi öll tor- merki á því. Það er ekki of sagt að lánveitand- inn, Kjartan, hafi nánast þurft að snúa upp á úlnliðinn á Steini til að taka við því. Má vera að þetta hafi verið klókindabragð hjá honum. Þegar hann lét svo loksins til leiðast upphófst mikil rekistefna um það hvernig endurgreiðsl- um á því skyldi hagað o.s.frv. Að því máli af- greiddu virtist allt klappað og klárt. Þetta var engin smásumma, yfír 100 pund, ef mig mis- minnir ekki. Hvort Steinn endurgreiddi þetta nokkum tíma skal látið ósagt hér, en ég efast stórlega um það og hygg reyndar að Kjartan hafi tæplega ætlast til þess. Steinsnar frá Invalides, þar sem Napóleon keisari Bonaparte hvflir, er torg sem heitir Place Breteuil. í grenndinni við það bjuggu þó nokkrir Islendingar á eftirstíðsárunum eins og t.d. Ásta Stefánsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Hörður Ágústsson, Thor Vilhjálmsson, Kristó- fer Finnbogason, Drífa Viðar og undirritaður. Nú væri kannski forvitnilegt að greina frá allóvenjulegum orðaskiptum, sem áttu sér stað á heldur óvistlegum veitingastað í grennd við fyrrnefnt torg. Þótt húsakynnin væru lítt að- laðandi var maturinn þar aftur á móti bæði góður og ódýr. Margir matargestanna voru blindir, sennilega langflestir starfsmenn blindravinnustofu hinum megin við götuna. Kvöld nokkurt borðuðum við þar saman, Drífa Viðar, Steinn Steinarr og ég. Þau höfðu lengi þekkst. Steinn hafði meðal annars einhverju sinni gist hjá henni í sumarbústað foreldra hennar. Óhætt er að fullyrða, að hún hafi haft miklar mætur á skáldskap Steins og jafnvel að hún hafí haft „platónska“ ást á honum eins og sagt er, en ekkert þar fram yfir. Eitthvað hlýt- ur þó að hafa staðið illa í bælið hjá Steini, sennilega búinn að innbyrða meira en tvo drykki þann daginn, en það skipti engum tog- um, hann byrjaði að spyi-ja hana, já, þráspyrja hana hvers vegna hún hafí ekki viljað elska sig við Þingvallavatn þarna um árið. Þessar nær- göngulu spurningar komu Drífu greinilega úr jafnvægi og hún svaraði honum engu. Henni leið hreint og beint hræðilega. Steinn þoldi ekki þögnina, æstist allur upp og hreytti eftir- farandi orðum út úr sér: „Þú ert andstyggileg, þú ert viðbjóðsleg, þú ert herfileg - þú ert allt sem endar á leg.“ Drífu var virkilega brugðið við að heyra svona munnsöfnuð og þegar ég sá tárin renna niður kinnarnar á henni, sagði ég: „Þú ert falleg, þú ert yndisleg, þú ert dásamleg - þú ert allt sem endar á leg.“ Við þetta svar fór skáldið að brosa og Drífa að róast og endaði því kvöldið ekki eins illa og á horfðist. Þótt full mikið sé sagt að allt hafí undir eins fallið í ljúfa löð, færðist samt nokkur kyrrð og ró yfir mannskapinn. Vonandi skilur enginn orð mín svo, að með þessu sé ætlunin að gera lítið úr látnu skáldi, sem getur ekki lengur borið hönd fyrir höfuð sér. Einhvern veginn fannst mér al- veg óhugsandi að þetta atvik eða öllu heldur þessi orð Steins, sem voru honum til lítils sóma, færu forgörðum og gleymdust með öllu. Margt er svo misjafnt sem menn láta sér um munn fara, ekki síst þegar Bakkus konungur nær yfirhöndinni. Þá tvo mánuði sem Steinn Steinarr dvaldi í Frakklandi áttum við saman margar ógleym- anlegar samverustundir jafnt í höfuðborginni sjálfri sem í skoðanaferðum til nágranna- byggða hennar eins og t.d. til Versala og Chartres með sinni dásamlegu gotnesku dóm- kirkju. Eftir að leiðir okkar Steins skildu, hitt- umst við ekki aftur fyrr en árið 1949, rétt eftir að ég var kominn heim að utan. Áður en langt um leið bauð hann mér heim til sín í Kópavog- inn. Ekki drukkum við saman „deux cognacs“ það kvöld, heldur skáluðum við í íslensku brennivíni úr flösku, sem geymd hafði verið undir kodda í rúminu hans. Þetta var í einu orði sagt yndisleg kvöldstund, enda skyggði ekkert og enginn á gleði okkar, síst af öllu Ast- hildur, konan hans. Við hittumst iðulega eftir það, en síðast bar fundum okkar saman fyrir framan pósthúsið í Austurstræti, er hann tjáði mér að hann væri á förum. Aðeins örfáum vik- um síðar var hann allur. Blessuð sé minning hans. Margs er að minnast frá námsárunum í París, enda dreif sitthvað á daga okkar land- anna, sem vel er þess vert að greina frá. Dag nokkurn henti mig t.d. allundarlegt atvik inni í nýlenduvörubúð, þar sem við Islendingamir versluðum oft. Slíkai’ verslanir, sem nefnast „épiceries“ á frönsku, vegna þess að þær fluttu inn krydd (þ.e. épices) frá nýlendunum hafa fyrir löngu vikið fyrir stórmörkuðum, sem ég man nú ekki nákvæmlega hvað var lengi, en eitt er víst að upp frá því var þeim léttara um málbeinið og vafðist síður tunga um tönn, er þeir áttu orðaskipti við Frakka. Vonandi vekja þessar upplýsingar ekki jafnharkaleg viðbrögð eins og þegar ég gat þess, er ég átti í ritdeilu við Mál og menningu að ég hefði veitt Thor Vil- hjálmssyni tilsögn í ítölsku endur fyrir löngu. Þá reis yngri sonur hans, Guðmundur Andri, upp á afturfæturna og sagði fullum fetum að ég hefði séð eftir því alla ævi. Það var í einu orði sagt hrapallegur misskilningur hjá honum, fullyrðing algjörlega út í bláinn. Svona fer iðu- lega fyrh- mönnum, þegar þeir láta skapið hlaupa með sig í gönur. Eg er þegar búinn að kenna í fimmtíu ár og ég get ekki annað sagt en að kennarastarfið hafi veitt mér ómælda ánægju og lífsfyllingu. Að halda því fram að ég hafi séð eftir að kenna nokkrum nemanda er ÍSLENDINGAR í París 1947. Talið frá vinstri: Steinn Steinarr, Kjartan Guðmundsson, Ásta Stefánsdóttir og greinarhöfundurinn Halldór Þorsteinsson. Myndin er tekin framan við Invalides þar sem gröf Napoleons er. Á „BÓKAKÆJANUM" á vinstri bakka Signu þar sem löng hefð er fyrir bóka- og mynda- búðum sem lauslega er tjaldað yfir. (baksýn sjást turnar Norte Dame-kirkjunnar. hvarvetna hafa sprottið upp eins og gorkúlur á mykjuhaug. Jæja, þarna inni í búðinni kom ég auga á perur, sem ég fór undir eins að hand- fjatla, vegna þess að ég var að leita að þroskuð- um ávöxtum. Eg var svo óheppinn að eigand- inn sá til mín. Hann sleppti sér alveg, þegar hann stóð mig að því að vera að þukla á perun- um og varð í einu orði sagt svo sjóðandi öskuill- ur að hann kallaði mig „Grand Chinois" á frönsku, sem í þessu tilviki mætti nánast út- leggja sem „Helvítis Kínverjinn þinn“. Býsna þótti mér það langsótt hjá honum að telja mig vera af austurlensku bergi brotinn, en hvað um það, ég hélt ró minni, gekk til hans, þar sem hann stóð bísperrtur við búðarborðið og sagði við hann eins kurteislega og mér var frekast unnt: „vous vous trompez, Monsieur, je ne suis pas Chinois, je suis Japonais", sem þýðir á ís- lensku: „Eg er ekki Kínverji, herra minn, held- ur Japani.“ Ætlunin var að ganga alveg fram af honum og ég er ekki frá því að það hafi tekist. Að svo mæltu gekk ég út, auðvitað perulaus og steig aldrei framar inn fyrir hans dyr og það gerði reyndar enginn annar Islendingur eftir þetta. Þar spm frönskukunnátta félaga minna Harðar Ágústssonar og Thors Vilhjálmssonar var vægast sagt nokkuð takmörkuð eftir aðeins tveggja ára kennslu í MR, báðu þeh’ mig að taka sig í tíma, rifja upp fyrir þeim hálf- gleymdar málfræðireglur og útskýra, en síðast en ekki síst að reyna að lappa upp á orðaforða þeh’ra og gera þá færari í talmálinu. Þeir stunduðu námið af áhuga og kappi og tóku lofs- verðum framförum á meðan það stóð yfir, sem DRÍFA Viðar og Leo Stefánsson á Café de la Paix. svo fráleitt að það tekur ekki nokkra tali. Menn ættu að reyna að forðast það í lengstu lög að láta heiftina stýra penna sínum og mundu það nú, Guðmundur Andri. Það er í rauninni óþai-ft að taka það fram að til eru ýmsar leiðir til að læra erlend tungumál. Sumir fai’a í skóla, á sérstök námskeið eða þá í einkatíma, aðrh’ flytjast til útlanda til að nema tunguna beint af vörum innfæddra eða heima- manna, enn aðrh’ gerast sínir eigin kennarar. Slíkt sjálfsnám krefst óneitanlega mikils sjálf- saga, einbeitni og þrautseigju og þessum kost- um virðist Guðmundm’ sálugi Elíasson mynd- höggvari hafa verið gæddur og það í ríkum mæli. Hann hafði orðið sér úti um hljómplötu- námskeið, sem gekk undir heitinu Linguapho- ne og gerir sennilega enn. Því fylgdu ýmis gögn eins og t.d. orðasafn, ítai’legar málfræði- skýringar o.s.frv. Guðmundur las alla kennslu- bókina spjaldanna á milli, hlustaði samvisku- samlega á hljómplöturnar og sökkti sér svo niður í frönskuna, að hann kunni hálfai- og heil- ar setningar utan að. Svo var framburður hans óaðfinnanlegur að heita, enda hafði Guðmund- ur óvenjulega næmt eyra og til marks um það sakar ekki að geta þess að hann hafði alveg sérstakt yndi af sígildri tónlist, en það er önnur saga. Vel á minnst, hér mætti skjóta því inn í að stórsöngvarinn Paul Robeson lærði hvorki meira né minna en átta tungumál eftir Lingu- aphone-aðferðinni. Jæja, víkjum nú aftur að sjálfsnámi Guðmundar. Mestar mætur hafði hann tvimælalaust á einni franskri setningu, sem hann reyndar notaði óspart við ólíkustu tækifæri og hljóðar svo á frönsku: ,je suis absolument de votre avis“ eða á íslensku: „Ég er yður algjörlega sammála". Með svona fal- legan orðaforða í farteskinu hefði hann eflaust getað komist til mikilla metorða í utanríkis- þjónustunni, ef honum hefði staðið hugur til þess. Sá sem þetta ritar var einu sinni svo lánsam- ur að verða heymarvottur að glæsilegri frammistöðu hans á þessu sviði. Það atvikaðist þannig að ég var staddur inni á hótelherberg- inu hans á Boulevard Montparnasse, þegar herbergisþernan bankaði á dyrnar hjá honum, vegna þess að hún ætlaði að þrífa herbergið og búa um rúmið, en hún komst aldrei inn til hans fyrr en eftir tvö eftir hádegi. Guðmundur var mesti næturhrafn, sem vann oft og iðulega langt fram yfir miðnætti. Það þýddi því ekki fyrir þernuna að koma til hans fyrr en um tvöleytið. Jæja, það er ekki að orðlengja það. Hún var varla stigin inn fyrir þröskuldinn, þegar Guðmundur byrjaði að romsa upp úr sér heilli runu af spaklega orðuðum setningum beint úr kennslubókinni og það með lýtalaus- um framburði. Þeman féll í stafi af hrifningu og ég reyndar líka. Hún gat ekki orða bundist og sagði því; „Mais vous parlez tr'es bien frangais, Monsieur" eða á íslensku: „Þér talið mjög góða frönsku, herra minn.“ Ekki stóð á svarinu hjá Guðmundi, sem hljóðaði svo: „Je suis absolument de votre avis“ eða „Ég er yður algjörlega sammála." Eftir þetta fleyga tilsvar var Guðmundui’ orðinn meira en m... þernufær á frönsku, vildi ég sagt hafa. Eitt var það í fari jafn útlitshrausts og karl- mannlegs manns eins og Guðmundur var, sem vakti nokkra furðu, en það var sú blákalda staðreynd að hann þjáðist svo af ímyndunar- veiki um tíma að hann leitaði til ótal sérfræð- inga til að fá lækningu við ímynduðum kvillum sínum. Einhverju sinni stóð hann á því fastara en fótunum, að hann væri ákaflega veill fyrir hjartanu. Það varð því úr að ég fór með honum tU hjartasérfræðings, sem skoðaði hann frá hvirfli til ilja og kvað svo upp þann læknisdóm, að Guðmundur hefði svo hraust hjarta, að hann myndi ekki hika við að mæla með honum í stór- skotalið. Öðru sinni fékk hann þá flugu í höfuð- ið að hann væri kominn með bullandi berkla. Það var engu tauti við hann komandi, hann heimtaði að fará í gegnumlýsingu og það varð úr að ég fylgdi honum á sjúkrahúsið. Þegar þar var komið var honum brátt skipað að fara úr að ofan og taka sér svo stöðu í biðröðinni við röntgentækið. Þar sem við stóðum þama í langri biðröð meðal herfílega útlítandi manna, varð Guðmundi allt í einu litið á langt hár á vinstri handleggnum. Honum var sýnflega illa brugðið við þessa uppgötvun sína, enda sagði hann við mig um leið og hann togaði í það: „Halldór, sérðu hvað þetta hár er langt, já, ónáttúrulega langt. Það veit áreiðanlega ekki á neitt gott.“ Af tómri rælni tók ég í sama streng og sagði eitthvað á þá leið að hann yrði að láta skoða þetta hið bráðasta og samsinnti hann því. Þegar Guðmundur var svo loksins gegnum- lýstur, spurði læknirinn með aUmiklum þjósti: „hvað er þessi maður eiginlega að gera hér? Hann er ekki með minnsta vott af berklum. Hann er alheUbrigður." Okkur Guðmundi var spurn hvort ekki tíðkaðist að gegnumlýsa aðra en helsjúka menn. Eitt er víst að þetta kom okkur ákaflega spánskt fyrir sjónir. Hér skal ekki fullyrt að það hafi verið alsiða í þá daga að hefja ekki lækningar á berklasjúklingum fyrr en sjúkdómm’inn var kominn á verulega hættulegt stig. í beinu eða öllu heldur óbeinu framhaldi af þessu, má geta þess, þótt sá sam- anburður sé að vísu nokkuð langsóttur, að ekki var hafíst handa við viðgerðir á Eiffel-turnin- um fyrr en hann var orðinn kolryðgaður. Sá þankagangur að láta mannvirki grotna niður, hygg ég að heyri nú sögunni til. Til allrar ham- ingju rjátlaðist ímyndunarveikin smámsaman af Guðmundi og þó. Ég get ekki með nokkru móti lokið þessari frásögn minni af Guðmundi Elíassyni nema minnast á meðmælabréf frá lærimeistara hans, Zadkine, einum nafntogaðasta myndhöggvara voiTa tíma, sem var af rússnesku bergi brotinn. Guðmundur hafði beðið mig að þýða bréfið á ís- lensku vegna þess að hann ætlaði að láta það fylgja umsókn sinni tfl gjaldeyrisyfírvalda heima á Islandi. Við sátum við borð og drukk- um kaffi á Select, helsta samkomustað íslend- inga í París og þar las ég þetta merkilega bréf. Það er skemmst frá því að segja, að ég hef aldrei fyrr né síðar lesið jafn lofsamleg ummæli um nokkum mann. Það fór ekki á milh mála að meistarinn hafði óvenju mikla trú á hæfileikum nemanda síns. Sá sem þetta ritar er ekki í minnsta vafa um það að í Guðmundi Elíassyni bjó neisti sem vel hefði getað orðið að svo skær- um og björtum loga að hann hefði getað teygt sig alla leið til himins eða með öðrum jarð- bundnari og hversdagslegri orðum að hann hefði getað staðið meistara sínum, Zadkine, jafnfætis í listsköpun. Sennilega hefm- Guðmundur haft minni trúa á sjálfum sér en lærimeistari hans. Hver veit? Það var mikil synd að svo skyldi fara og að svo lítið skuli liggja eftir hann. Hann hafði svo mik- ið til brunns að bera. Bara að hann hefði haft meira úthald. Blessuð sé minning vinar míns, Guðmundar Elíassonar. Höfundurinn rak málaskóla í áratugi í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 5. JÚNÍ 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.