Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Síða 11
GÖTULÍF í Port Maria. Lengst til vinstri er skartgripaverslun. Þar er þó hvorki hurð fyrir dyr- um né gler í glugga. ÞRIGGJA barna móðir selur hnífa á markaði og sinnir börnum sínum um leið. Skólar eru ýmist einkareknir eða reknir af sveitarstjórnum og landstjóm, en mjög oft hafa kirkjusöfnuðir mikið um skólamál að segja. Á liðnum áratugum hefur skólakerfið tekið miklum breytingum á Jamaica líkt og víð- ar. Samkvæmt því kerfí sem nú ríkir á börnum að vera kleyft að sækja leikskóla frá þriggja ára aldri. Þar eru þau til sex ára. Þá tekur við grunnskóli til sautján ára aldurs. Síðan 1975 hefur nokkur áhersla verið lögð á iðngreinar sem valfóg á síðustu tveimm’ árum skólaskyld- unnar. Þeir sem þá hætta hafa þá að einhverri fagþekkingu að hverfa. Þannig lítur hið formræna yfirbragð skóla- mála á Jamaica út. Þegar skyggnst er undir feldinn kemur í ljós að yfirbragð og innihald eru tveir ólíkir hlutir. Þrátt fyrir opinbera skólaskyldu veldur fátækt því að mjög mörg börn fá aldrei það tækifæri sem lög gera ráð fyrir. Kennarar telja að virðing fyrir starfi þeirra fari þverrandi í takt við versnandi starfsskil- yrði. Þetta lýsir sér m.a. í lágum launum og yfirfullum bekkjardeildum. Ki’öfur þeirra til stjórnvalda um bætur á almennum kjþrum og starfsaðstöðu gerast æ háværari. Á lands- byggðinni er ástandið víða mjög slæmt. Öll kennslu- og námsaðstaða óviðunandi, ólæsi meðal nemenda útbreitt, yfirfullar kennslu- stofur og borð og bekkir komin að fótum fram. Samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðu- neytisins er um þriðjungur barnaskóla heilsu- spillandi húsnæði. Ástandið er misslæmt eftir héruðum, verst í Portland á austurströnd eyj- arinnar þar sem þetta á við um um 65% skóla og í Kingston og St. Andrew á suðurströndinni þai’ sem 55% skóla teljast heilsuspillandi hús- næði. Samkvæmt upplýsingum heilsbrigðiseft- irlitsins eru helstu ástæður þessa slæma ástands annars vegar slæm salemisaðstaða, holukamrar (hola í jörð) og skortur á rennandi vatni. Þegar komið er inn á náðhús í slíkum skóla er sem maður rekist á vegg af þykkum fnyk og stormsveip grimmra flugna. Kennarai’ leggja sig að vísu fram en eins og einn kennar- inn sagði: Hvemig er hægt að búast við ár- angi’i þegar jafnvel sæmilegur stóll og borð em talin til munaðar. Af þessu leiðir aðeins hið rökrétta, að ólæsi er útbreitt. Trúarlif I þessu samfélagi hinna miklu andstæðna auðs og fátæktar og lítils félagslegs öryggis gegna hinir fjölmörgu trúarsöfnuðir gríðarlega mikilvægu hlutverki. I engu landi sem ég þekki til eru svo margir trúarsöfnuðir samankomnir á hvern fermetra sem á Jamaica. Flestir eru þeir kristnir. Fyrir augu ber fjölbreytt nöfn safnaða: Anglikanar, Kirkja allra heilagra, Kirkja hirða guðs, Sameinuð kh-kja vonarinn- ar, Kirkja heilagrar jómfrúar, Kii’kja Gabríels erkiengils og postulanna 12, Við sem byggjum okkar kirkju sjálf, Móroviar, Sameining Jama- ica, Alþjóðleg miðstöð sannleikans, Vísinda- kirkja, o.s.frv. Enginn maður verður samur eftir að hafa hlýtt á svarta messu. Þar situr söfnuðurinn ekki hljóður og bíður þess að sagt verði amen með réttri áherslu eða rangri, heldur tekur þátt í athöfninni frá upphafi til loka, syngur og dansar, hrópar og breiðir út faðminn í trúar- legu algleymi. Ef presti þykir söfnuðurinn daufur hrópar hann til hans, eða hvæsir: „Svaraðu mér söfnuður, talaðu til mín!“ Og söfnuðurinn svarar. Víst er að kirkjan gegnir gríðarlega mikil- vægu hlutverki í samfélagi Jamaicabúa. Einmitt hinn mikli fjöldi safnaða, þessar litlu einingar valda meiri nálægð fólks hvert við annað í söfnuði eða kirkju sem ekki er orðin trénuð stofnun, heldur lifandi tæki. Þegar ég virti þessa litríku og lifandi flóru fyrh’ mér varð mér hugsað til umræðunnar á Fróni um að sameina félög og flokka. Liggur ekki í aug- um uppi að stefnan hefur verið sett á form fremur en innihaldi? I smæðinni getur falist styrkur nálægðar, samvinnu og hluttekningar. Hins végar skiptir engu máli hvort litlar trén- aðar stofnanir sameinist, niðurstaðan verður tæpast önnur en formbreyting. Állur þessi sægur lifandi safnaða er tákn um þann fjölbreytileika mannlífsins á Jamaica. Fjölbreytileikinn er ekki aðeins leifar frá fortíð heldur þéttriðið félagslegt öryggisnet í samfé- lagi þar sem ekkert annað slíkt net er til. Rasta Við lítinn söluskúr á gamla markaðstorginu í Orcho Rios stendur dag hvem maður í snjáð- um fótum með ótal fléttur í hári og röndótta prjónahúfu á höfði, rauð, græn og gul að lit. Hann heitir Chlifton Johnson, segist vera „rastaman" og selur heimagerðar upptökur af rastamúsík. En hvað er rasta, rastamaður og rastamúsík? Sú sérstæða hreyfing sem almennt er kölluð rasta eða rastafarían á rætur að rekja til svartra Jamaicabúa á fjórða áratug 20. aldar. Fyrsti leiðtogi, eða spámaður, þessarai’ hreyf- ingai’ hét Marcus Garvey og pólitísk draumsýn hans var að hörandsdökkt fólk fengi viðlíka mikið efnahagslegt vald og hvíth’ höfðu. Hann kenndi að Jesús Kristur hafi verið svartur og hvatti svarta til að stofna eigin kirkjudeildir. Sagan segir að hann hafi spáð að mikill kon- ungur myndi rísa til valda í Afríku og leiða réttlætið til hásætis í ranglátum heimi. Þegar prins (ras) Tafari af Eþíópu vai’ krýndur keis- ari (negus), Heile Selassie, árið 1930, þótti mörgum sem spádómur Marcusar Garveys væri að rætast. Reyndar skal þess getið að Marcus Garvey sjálfur hafði enga trú á Heile Selassie, en álit hans breytti engu um skoðanir rastamanna sem bentu á að Jóhannes skírari hafði haft efasemdir um Jesúm Krist. Vafalaust hafa slíkar hugmyndir svai’tra Jamaicabúa eflst vegna þeirra eigin draums um frelsi svartra undan aldalangri kúgun. Þeg- ar fasistaherir Mússólínis réðust inn í Eþíópíu í október 1935 flúði Heile Selassie til Lundúna. Árást ítala á Eþíópíu beindi augum alheims að þessu fátæka landi á norðausturhorni Afríku. Árás tæknivædds herveldis á frumstæða inn- byggja var útaf fyrir sig nóg til þess að vekja djúpa samúð með Heile Selassie og þjóð hans, samúð sem var reyndar fjarri því að vera bundin við svarta Jamaicabúa. Þar við bættist að Eþíópía er nefnd í Biblíunni, þar starfar ein- hver elsta kirkja kistinna safnaða, Koptista kirkjan, og er eina landið í Afríku sem beitti ái’angursríku viðnámi gegn evrópskum ný- lenduveldum. Þetta land hefur því lengi skipað sérstakan sess í meðvitund svartra í Vestur- heimi, afkomenda afrískra þræla sem fannst sem fullt frelsi væri ekki fengið þótt fjötrarnir væru farnir. Rastahreyfingin óx injög á næstu árum sér- staklega til sveita þar sem liðsmenn hennar byggðu þorp að vestur-afrískri fyrirmynd; reyndu jafnvel að stofna ríki í ríkinu og létu sig dreyma um að fara aftur heim til Afríku, heim til Eþíópíu. Ógnin sem breskum stjómvöldum þótti stafa af þessari hreyfingu fólst ekki í slagorðum eins og „valdið til fólksins!“, heldur „leyfið þjóðinni að fara!“. Árið 1954 réðust vopnaðir hðsmenn bresku ^ ríkisstjórnarinnar á eitt slíkt þorpsríki sem sem leiddi til þess að Turninn, eins og íbúarnir nefndu þorp sitt, var jafnað við jörðu. Þeir þorpsbúar sem komust undan settust að í fá- tæki'ahverfi Kingstonborgar. Á næstu árum breyttist hreyfingin úr hreyf- ingu þorpasamfélaga í dreifbýli í uppreisnar- hreyfingu í fátækrahverfum borganna. í byrj- un var hreyfingin herská og beindi spjótum sínum að öllu þvi sem breskt var, já og reyndar hvítt, en þegar líða tók á 7. áratuginn fór að bera í auknum mæli á öðrum áherslum, sem m.a. birtust í dansi og söng undir dillandi raggítakti, tónlist rastahreyfingarinnar. Aflið sem breytti einangraðum sértrúarhópi á Jama- ica í nánast alþjóðlega fjöldahreyfingu var tón- r listin, raggí. Alþýðuhetjan Snarbrattir veggir Burknagils era þaktir burknagróðri í slíkri fjölbreytni að hvergi ann- ars staðar á eynni era fleiri tegundir burkna; yfir 500 tegundir vaxa þar. Eftir mjórri ak- braut sem hlykkjast eftir botni gilsins fara bíl- ar á mikilli ferð. Þeta er þjóðbrautinn milli höf- uðborgarinnar Kingston á suðurströnd eyjar- innar og Orcho Rios í norðri. Engin gangbraut er og þar sem gilið er þrengst þarf stundum að sýna akróbatíska leikni til að forða sér undan brunandi bifreiðum. Á þrengstu stöðum verður að mynnast við burknavegginn til að forða sér frá slysi. Á öðrum stöðum er gilið breiðara og sumstaðar er pláss fyrir litla húsaþyrpingu. I slíkum plássum ríkir mikil fjölbreytni í gerð og lit húsa. Við veginn situr fólk sem vinnur og selur handunna minjagripi. Við sum húsin má sjá geitur sem er uppistaðan í þjóðarrétti Jamaicabúa. Karrýgeit er sögð jafn algeng á jólaborðum eyjarskeggja og hangikjöt hjá okk- ur. Við eitt slíkra húsa sem stendur hrörlegt á snös sem teygir sig út í akbrautina stóð ung kona við bala og þvoði þvott. Hún var klædd snjáðri gulri mussu, í alltof stórum skóm og sagðist heita Fay, þvo og þrífa á laugardögum og fara í kirkju á sunnudögum, það sé siður kvenna. Á öðrum hlóðum undir húsgafli ki-aumaði í tveimur pottum; í öðram var jamm, ' rótarávöxtur sem líkist einna helst kartöflu á bragðið og er dæmigerð alþýðufæða, fæða sem þó er snædd af háum og lágum eins og íslenskt skyr og soðin ýsa. I hinum pottinum var spínatmauk. Ekkert rennandi vatn er að fá, það þarf Fey að sækja í brunn hinum megin við götuna. Rafmagn er heldm’ ekkert. Húsið virðist hanga saman af gömlum vana. Einhvern tímann hafði það verið bleikt, en með tímanum hefur mestöll málning flagnað af og eftir stendur það grátt og götótt eins og sviss- neskur ostur og gegnir ekki öðru augljósu hlutverki en að marka fjölskyldunni bás. Þegar sólin er sterkust má þar þó sennilega finna skugga og þegar vindar gnauða og regnið foss- ar má þar ef til vill finna skjól. Astand þessa húss, þar sem alþýðuhetjan Fay berst sínu hvunndagslega stríði með börnin sín þrjú og systkinin sjö, er með þeim hætti að óvíst er hvort öryggi þeirra sé borgið inni frekar en úti þegar óveður gengur yfir. Hún bauð mér að þiggja glas af vatni inni í húsinu. Þegar inn er komið blasir við hin skúraða fátækt. Innanstokksmunir era nær engir. Fleti með veggjum sem eru óeinangrað- ir, töskur hanga í rjáfri. Þar era sennilega geymd fót. Frá akbrautinni berst umferðarhá- vaði í gegnum hnefastór göt á veggjum. í lofti er bái’ujárn á grind; en allt sem getur verið hreint er hreint. Þrátt fyrir þessa hrópandi efnalegu fátækt finn ég til auðlegðar. Auðlegð hennar er börnin og bros þeirra og hennar sjálfrai’. Reyndar ber þess að geta að hús á svo suðlægri breidd- argráðu gegnir ekki sama hlutverki og hús á íslandi. Þar sem hitinn fer sjaldan niður fyrir 20 gráður þarf fólk ekki skjól fyrir kulda, en " þar sem hér þarf fólk samastað þar sem fjöl- skyldan nærist, sefur og getur verið saman í friði. Engu að síður birtist hinn gríðarlegi munur auðs og örbh’gðai’ sem ber fyrir augu á Jamaica ekki síst í húsakynnum. í hverfum hinna ríku era húsin stór og girt af með ill- kleifu grindverki eða mannháum múram, gi’imma hunda í görðum og rimla fyrir glugg- um. Hinir ríku era fangar eigin auðlegðar, en hinir fátæku eru frjálsir, og þó? Þeir era frjáls- ir frá fjötrum auðlegðar en dúsa sjálfir í ramm- girtu fangelsi fátæktar. Báðir þessir heimar eru girtir af með rimlum en aðeins hjá efna- fólki eru þeir sýnilegir. Höfundurinn er sagnfræðingur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.