Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Page 13
STANDANDI efst til vinstri, litli söngvarinn með miklu röddina, Joseph Schmidt. Þarnæst höfuðið af hinum söngglaða Kiepura í ham. Jan Ki- epura á veggspjaldi. Richard Tauber, sennilega í Sígaunabaróninum. Hin lostfagra Marta Eggerth á veggspjaldi. Andlit á grammifónsumslagi; lch kusse Ihre Hand Madame, eftir Frits Rotter, sem var vinsælasti slagari fyrristríðsáranna í Vínarborg. Leikarinn glæsilegi Anton Wahlbriich. Neðst fyrir miðju hinn óviðjafnanlegi leikari glæpamyndanna Peter Lorre og loks hinn hugljúfi S.Z. Sagall. Engin bönd héldu Tauber\ og varþað öllum undrun- arefni hve glæsilega hon- um tókst upp, og eins og Elisabeth Scvuarskopf orð- aðiþað; ung, hrífandi og fersk var þessi rödd og ekki vottur af þreytu í henni. Þessir ótrúlegu veiku tónar, pianossimo, þessi stingandi öndunar- tækni, hann hafði engu tapað af hinum fræga Mozart stíl sínum. lega viðmóts á tjaldinu, kumpánlegur og hnyttinn. En á bak við þetta glaðlega og opna viðmót leyndist mikil harmsaga, því hann missti alla fjölskyldu sína, henni var út- rýmt af nasistum í Búdapest, Csaktomya og Ssabadka. Lét sér ekki koma til hugar að snúa aftur til heimalands síns. eftir stríðið hvað þá Berlínar eða Vínarborgar, þangað sem hann sótti upprunalega frægð sína. Að lokum skal minnst á annan leikara og andstæðu S.Z. Sagall á hvíta tjaldinu sem var Peter Lorre, eins mesta ef ekki mesta snillings glæpamyndanna um sína daga, er lék smáglæpamann í Casablanca. Um hann sagði Chaplin, eftir að hafa séð Lorre leika í kvikmynd í fyrsta skipti; hann er frábærast- ur núlifandi leikara. Peter Lorre holdgerði slægðina og undirferlið allra manna best, um leið og hann birtist á tjaldinu skynjaði áhorfandinn undanfara svika, hrolls og hryllings, einhvers er rista myndi í merg og bein. A því sviði sló Lorre öllum við enda var hann sjálfskipaður í skuggaleg hlutverk, og þegar hann fékk handrit upp í hendurnar gat hann hægast spurt; skjóta, eitra eða kyrkja . . . Hér hefur einungis verið bragðið upp ör- myndum fárra þeirra hundraða hstamanna sem sýningin á Sögusafninu greindi frá og heimildir sóttar í sýningarskrá/bók er ég festi mér. Hluti þessa fólks kom sér vel fyrir í nýja heiminum og sneri jafnvel aftur, annað fann sig aldrei og ei heldur í Evrópu nýs tíma, flest týndist. En þetta tímabil hefur verið yfirmáta heillandi og sú grimmd og mannvonska sem var að baki ofsóknanna á hendur því ósldljanleg í tilgangsleysi sínu og blakka siðleysi. Hér var verið að rífa niður líf og það er táknrænt að allt þetta fólk hafði starfsvettvang á því svæði gamla heimsins sem einna lífrænastur og yndislegastur var í Evrópu, þar sem handverk og húsagerðarlist reis hæst, Berlín, Dresden, Prag, Búdapest, Vínarborg. Til þriggja hinna síðustu sem sluppu best frá hildarleik styrjaldarinnar, stímar nú fólk frá öllum heimshomum, reikar þar um gap- andi af undran yfir allri þessari fjölbreytni, reisn og fegurð er gamla heiminn prýddi. Jafnvel kirkjugarðarnir verða ekki útundan, era einnig tákn lífsins meður því að þeir eru auganu hátíð, magnaðir því lífi og andlegu grómögnum sem þjálfaðar hendur aldanna frambára... JÓN VALUR JENSSON Á LEIÐ TIL UTRECHT Undir rifuðum skýjum, hjá rökkvuðum lundum renna fram lækir og ár, og himinninn logar í ausfcri sem eldur, annars dimmur oggrár, meðan landið flýtur í mistri ogmóðu’ eins og miðaldaævintýr og myllurnar ferðast í furðuveröld sem flæðir um skóga og brýr... Þessi drifhvíta slæða sem dreifir sér vítt sem dalalæða um grund næfur-þunn: frá jörð aðeins fáein fet, eins og fengið hafi sér blund... og kýrnar, sveipaðar gufu, geispandi gjóa auga’ út á veg, en skeyta því engu, að þú ert þú - og að þessi þú er ég. Allt er hljótt - aðeins fegurð: fengsæl kráka flýgur til byggða mett, og trjákrónur, allar í tignarröð, af túnum hefja sig létt. Það glittir í kirkjunnar turni í tvær týrur (sem parduss um nátt), því myrkrið í augum þér leitar ljóss, - það líður að dögun brátt. En samferðarmenn þínir sofa’ eða nudda sér svefnugir út í horn, þótt hér hafí margur löngum lynt sér listamannshugurinn forn. Þessi hvíti andi, sem hvílir á vötnum, heimtar vöku af þér, og þig rennir í grun hver var hugs- unin hinzt eins hugstola manns í Auvers. Hollenski listamaðurinn Vincent van Gogh liföi sína síðustu ævidaga sumarið 1890 í þorpinu Auvers (frb. Óver-sur-Oise) norð- vestur af París. Þjóður af flogaveiki og þunglyndisköstum skaut hann sig í brjóstið og lézt af völdum sóra sinna tveimur dög- um síðar. Höfundurinn er guðfræðingur og forstöðu- maður Ættfræðiþjónustunnar. KRISTJANA EMILÍA GUÐMUNDSDÓTTIR FYRR OG NÚ i Lítii stúlka sat í kjöltu ömmu sinnar hlý hönd umlukti aðra minni saman héldu þær um bandprjóninn bentu á stafi mynduðu orð á bók saman flugu þær á vit ævintýra. II Lítil stúlka situr í skólastofu orðin fljúga um stofuna þrjátíu börn reyna að ná athygli kennarans kennarinn reynir að ná athygli barnanna ringlað ævintýrið flýgur út um gluggann. Höfundurinn er bókavörður í Kópavogi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.