Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Síða 19
Sumardagskrá oq sýningar í Norræna húsinu
Tl L MÓTS VIÐ ÁRIÐ 2000
Morgunblaðiö/Amaldur
KAY Berg myndar listafólk og menningarfrömuði.
SUMARDAGSKRÁ Norræna hússins sem ber
yfírskriftina Til móts við árið 2000 hefst í dag
með opnun ljósmyndasýninga.
I sýningarsölum verður opnuð sýning á ljós-
myndum eftir norska ljósmyndarann Kay
Berg. Viðfangsefnið er ljósmyndir af listafólki
og menningarfrömuðum sem koma frá menn-
ingarborgum Evrópu árið 2000. Kay Berg
verður viðstaddur opnun sýningarinnar ásamt
fleiri gestum frá Noregi.
Kay Berg starfar sem Ijósmyndari í Bergen.
Þegar Bergen var valin sem ein af menningar-
borgum Evrópu árið 2000, fékk hann þá hug-
mynd að tengja saman þessar menningarborg-
ir með því að heimsækja þær allar og taka
myndir af fólki sem hefur á einhvem hátt verið
áberandi á sviði menningar og lista. Tuttugu
manns urðu fyrir valinu í hverri borg.
Kay Berg kynnti þetta verkefni fyrir við-
komandi borgaryfirvöldum og var því vel tekið.
Bergen 2000 veitti honum styrk til að koma
hugmyndinni í framkvæmd. Það er löng hefð í
sögu ljósmyndarinnar að mynda þekkta per-
sónuleika.
Kay Berg stundaði nám í ljósmyndun
1993-1996. Hann var valinn ljósmyndari ársins
1996 og 1997 í samkeppni sem Norska ljós-
myndarasambandið stendur að árlega meðal
ljósmyndara í Noregi.
Menning, listir og daglegt Iff
I tilefni sýningarinnar kemur út bók með
160 ljósmyndum af nafnkunnu fólki í menning-
arborgunum níu. Bókinni er skipt í níu kafla
sem hver um sig fjallar um þróun borganna,
menningu, listir og daglegt líf. Matthías Jo-
hannessen, skáld og ritstjóri, skrifar textann í
Reykj avíkurkaflanum.
Dagskrá sumarsins í Norræna húsinu verð-
ur helguð menningarborgunum árið 2000. Yfír-
skriftin er Til móts við árið 2000.
Á mánudagskvöldum frá 14. júní til 22.
ágúst koma fram listamenn og fyrirlesarar frá
menningarborgunum að Brussel undanskilinni.
Auk þess koma aðrir góðir gestir frá Norður-
löndum og taka þátt í sumardagskránni.
ísland - Ijósmyndasýning
í anddyri
Fjórtán ljósmyndarar sem luku prófí frá
Norræna Ijósmyndaskólanum í Biskops Arnö í
Svíþjóð árið 1998 sýna verk sín í anddyri Nor-
ræna hússins frá 5. júní til 15. ágúst. Sýningin
verður tvískipt; sjö ljósmyndarar sýna frá 5.
júní til 11. júlí og sjö ijósmyndarar sýna frá
12.júlí til 15. ágúst.
Sýningin er opin daglega kl. 9-18, nema
sunnudaga kl. 12-18. Aðgangur er ókeypis.
Lokaverkefnið 1998 Var að taka heimilda-
ljósmyndir og varð Island fyrir valinu. 16 ljós-
myndanemar komu hingað til lands haustið
1998 og unnu að þessu verkefni í sex vikur.
Hver og einn fann sér viðfangsefni og voru þau
af ólíkum toga; náttúra landsins, hestar, átt-
ræður bóndi, sundhallargestir, ungt fólk að
skemmta sér, andlitsmyndir o.s.frv.
Ljósmyndanámið í Norræna ljósmyndaskól-
anum tók tvö og hálft ár. Lögð var áhersla á
myndblaðamennsku (á sænsku bildjouma-
listik) og heimildaljósmyndun þar sem listræn
túlkun og vinnsla gegnir miklu hlutverki.
Sýningin var opnuð í janúar í ár í Galleri
Kontrast í Stokkhólmi og vakti hún athygli og
hlaut góða dóma.
Norræna félagið í Svíþjóð og Norræni lýð-
háskólinn í Biskops Arnö veittu styrk til sýn-
ingarinnar á Islandi. Flugleiðir og Morgun-
blaðið veittu einnig aðstoð.
FRÁ BELGRAD TIL
THERESIENSTADT
KIMISI
Sfgildir diskar
HRISTIC OG SLAVENSKI
Stevan Hristic: Sögnin um Ohrid (Ohridska
Legenda) - hljómsveitarsvítur. Josip Slavenski:
Balkanophonia op. 10. Einleikur: Volker Wor-
litzsch (fíðla). Hljómsveitarstjóri: Moshe
Atzmon. Hljómsveit: Filharmóníusveit Norður-
þýska útvarpsins í Hannover. Útgáfa: cpo 999
582-2. Lengd: 59-42. Verð: 1.800 kr. (12 tónar).
I ÞAÐ vakti forvitni mína þegar ég rakst á
geislaplötu með tónlist frá stríðshrjáðum
þjóðum á Balkanskaga enda munu hörmung-
ar þeirra vera ofarlega í hugum flestra. Ein-
kennilegt er það að þessar þjóðir hafa ekki átt
tónskáld sem náð hafa eyrum manna utan
landsteina sinna. Og um þá Hristic og Sla-
venski fínnst ekki stafkrókur í uppflettiritum
mínum um sígilda tónlist - hvergi! En fróð-
legur bæklingur með diskinum bætir þar úr.
Stevan Hristic (1885-1958) var Serbi og
stundaði tónlistarnám í Leipzig, Róm,
Moskvu og París. Hann varð kennari í tón-
smíðum við stofnun Tónlistarháskólans í
Belgrad og rektor þar um skeið, stjórnaði Fíl-
harmóníusveit Belgrad, hljómsveit Belgrad-
óperunnar og óperustjóri var hann um árabil.
Árið 1950 var hann kjörinn meðlimur Ser-
bnesku vísinda- og tónlistarakademíunnar.
Hristic var ekki stórvirkt tónskáld en kom þó
við á flestum sviðum tónlistarinnar.
Ballettinn Sögnin af Ohrid (1947) er talið
meginverk Hristics og er það byggt á þjóð-
sögu frá Serbíu. Verkið fjallar í sem stystu
máli um ungt par sem má ekki eigast því
stúlkunni er ætlað að giftast öðrum og efnaðri
manni. En allt fer þó vel að lokum. Tónlistin
er samin í afar litríkum þjóðlegum síðróman-
tískum stíl enda notast Hristic í ríkum mæli
við serbnesk og makedónsk þjóðlög. Hér er
mikið af fallegri tónlist með grípandi laglínum
og dansryþmum. Helst minnir hljómsetningin
á Rimsky-Korsakov og jafnvel Smetana. Nið-
urlag svítu nr. 2 ber sláandi keim af niðurlagi
Moldár. I svítunum skiptast á blíðlegir og
ljóðrænir kaflar með mikilli, næstum im-
pressíónískri stemmningu og svo á hinn bóg-
inn grófari kaflar. Þriðji kafli fyrstu svítunnar
er greinilega í ætt við Sverðdans Kachaturi-
ans. I þessum kafla er reyndar lýst árás ribb-
alda á þorp elskendanna, þeir kveikja í húsun-
um, myrða börnin og gamla fólkið og hneppa
hina í þrældóm.
Kannast einhver við þessa lýsingu?
Josip Slavenski (1896-1955) fæddist í Króa-
tíu og telst brautryðjandi í tónlistarsögu Jú-
góslavíu. Hann lærði tónsmíðar hjá m.a.
Kodály í Budapest og Novák í Prag og í París
kynntist hann tónskáldunum Poulenc, d’Indy
og Milhaud. Nýklassískur tónsmíðastíll Sla-
venskis ber enda mikinn keim af verkum
þessara tónskálda. Árið 1937 varð Slavenski
prófessor í hljómfræði og tónsmíðum við Tón-
listarháskólann í Belgrad. Hann var mikil-
virkt tónskáld og samdi tónlist af flestum
gerðum.
Balkanophony (1928) er eitt þekktasta verk
Slavenskis. Kaflamir eru sjö og byggja á
þjóðdönsum frá Balkanlöndunum - eins kon-
ar tónlistarportrett af þjóðunum á þessu
svæði. Eins og gefur að skilja er tónlistin
ákaflega ryþmísk og litrík, hljómamir litaðir
af sérkennum tónlistar hverrar þjóðar um sig
og allt klætt í búning hins nýklassíska tón-
máls sem stundum verður skemmtilega óm-
strítt. Sérlega áheyrilegt verk.
I heild er diskurinn hinn ánægjulegasti,
tónlistin aðgengileg og grípandi. Flutningur
beggja verkanna er með ágætum og litrík
tónlistin nýtur sín vel í skýrri og dýnamískri
hljóðritun.
KLEIN, ULLMANN, HAAS, KRÁSA
OG HARTMANN
Gideon Klein: Partíta fyrir strengi. Viktor Ull-
mann: Píanúsónata nr. 7, Þrjú hebresk lög fyrir
drengjakór, Þrjú sönglög við ljóð Friedrich
Hölderlin. Pavel Haas: Stúdía fyrir strengja-
sveit. Hans Krása: Passacaglia og fúga fyrir
strengjatríó, Forleikur fyrir litla kammersveit,
Brundibár-ópera fyrir börn. Karl Amadeus
Hartmann: Pfanósónata „27. April 1945“, Sorg-
arkonsert fyrir fiðlu og hljómsveit, Strengja-
kvartett nr. 2. Einleikur: Aldo Orvieto og Mar-
ina D’Ambroso (pfanó), Maffeo Scarpis (fiðla).
Einsöngur: Maricla Rossi (sópran). Kór: Mlad-
inski Zbor Slovenja. Kammerhópur: Quartetto
d’archi di Venezia. Hljómsveit: Orhestra di Pa-
dova e del Veneto. Hljómsveitíirstjóri: Nada
Matose Vic. Útgáfa: Hommage Musik-
produktion HOM 7001891-3 (3 diskar). Lengd:
172-13. Verð: 1.500 kr. (12 tónar).
ÞAÐ stenst enginn tilboð sem hljóðar á
1.500 krónur fyrir þriggja diska sett - næst-
um of gott til að vera satt
Þetta eru þrír þokkalega vel fylltir geisla-
diskar og spilamennskan er áköf og innblásin.
Reyndar er eldmóður hinna ítölsku hljóðfæra-
leikara stundum svo mikill að það kemur nið-
ur á samstillingu þeirra en það vegur létt þeg-
ar tillit er tekið til þess hve gegnheill og ekta
flutningurinn er. Slóvenski barnakórinn
stendur sig einnig með prýði og sama má
segja um einsöng Maricla Rossi. Og ekki má
gleyma tónverkunum, þau eru flest hin
áheyrilegustu.
En titill settsins, „Bönnuð, ekki gleymd" og
undirtitillinn - Tónlist sem þögguð var niður á
árunum 1938-1945“ stenst einhvern veginn
ekki. Að því er látið liggja að hér megi heyra
tónlist sem samin var í fangabúðum nazista í
ÁSTAR-
BRÉFÁ
UPPBOÐI
London. Morgnnblaðið.
BRÉF, þar sem kvikmyndaleikkonan
Ingrid Bergman, fjallar um deyjandi
ást hennar og Roberto Rosselini verða
boðin upp í Róm síðar í mánuðinum.
The Daily Telegraph skýrir frá þessu
og segir í annarri frétt, að Georgetown
háskóli í Washington
hafi keypt 120 ástar- "*■
bréf, sem rithöfund-
urinn Graham
Greene skrifaði á ár-
unum 1963-1986 til
Yvonne Cloette.
Bréf Bergman eru
frá árunum 1949-51
og hún skrifaði þau
til mágkvenna sinna,
Renzo og Anita
Rosselini. I bréfun-
um koma fram
áhyggjur hennar
vegna hranalegrar
framkomu Rosselin-
is og minnkandi
kærleika með þeim a.
hjónum og 1951 snú-
ast áhyggjur hennar
um það, að spennan
milli þeirra hafí
slæm áhrif á dóttur-
ina Piu.
Það er allt annar
tónn í bréfunum frá Graham Greene,
enda hans ást „eilíf‘, enda þótt sú eilífð
hafi átt sinn endi, eins og fleiri í ástalífi
skáldsins, en Georgetown á einnig
myndarlegt safn ástarbréfa, sem
Greene skrifaði Catherine Walston. Að
sögn kaupandans var gefrn fimm stafa
upphæð fyrir bréfin, sem þýðir að þau
hafa verið keypt á innan við 100 þúsund
pund. Graham Greene gaf Georgetown
mikið safn bréfa og skjala áður en hann
lézt 1991.
Ingrid
Bergman
Graham
Greene
Theresienstadt. Karl Amadeus Hartmann,
sem er helgaður heill diskur í settinu, var
aldrei í Theresienstadt og hinn magnaði
Trauerkonzert fyrir fiðlu og hljómsveit var
saminn árið 1959! Barnaóperan Brundibár
eftir Hans Krása (sem var sendur til Theresi-
enstadt 1942) var samin 1938-1944, frumflutt
á laun 1941 og síðan leikin 55 sinnum í Ther-
esienstadt 1943-1944. Samt var bannað að
flytja verkið! Hver skilur svona rugl? Sjöunda 9
píanósónata Viktors Ullmanns er nefnd pí-
anókonsert í bæklingnum - eða er e.t.v. átt
við einhvern píanókonsert nr. 7? Manni dettur
það í hug því meira er þar fjallað um verk sem
ekki er að finna á diskunum. Hvers vegna er
fjórða þættinum sleppt í glæsilegri Píanó-
sónötu Hartmanns, „27. April 1945“, fyrst því
er haldið fram að fjögurra kafla formið sé svo
dæmigert fyrir þessa tegund tónlistar hans?
Ágæt Partita fyrir strengi (1944) eftir Gideon
Klein ku vera „endurgerð og hljómsett" af
Vojtech Saudek. Miðkafli verksins er sagður
upprunninn úr Strengjatríói Kleins en spurn-
ingin er: hvers vegna spila menn þá ekki tríó-
ið í stað hinnar endurgerðu partítu - og hvað-
an koma þá hinir kaflarnir tveir?
Eins og sjá má af framansögðu er ýmislegt
á huldu um tilurð og gerð mai’gra þessara'v
verka. Og ekki hjálpar vægast sagt hræðileg-
ur bæklingur diskanna til. Þar eru ótal lausir
endar og óútskýrð atriði, þversagnir og aug-
ljós ruglingur á ferðinni. Ágætis hugmynd
rennur út í sandinn vegna vondra vinnu-
bragða. Þetta er synd og skömm því tónlistin
er góð og þessir gallar draga athyglina frá því
sem vafalaust átti að vera meginmarkmiðið
með útgáfunni: að minna á hryllileg örlög
Gyðinga í fangabúðum nazista. Þessi tónlist
er okkur áminning um einhverja þá svívirði-
legustu glæpi sem framdir hafa verið: kald-
rifjaða og þaulskipulagða útrýmingu þýskra
nazista á Gyðingum, atburði sem við megum
aldrei gleyma. *
Flutningurinn er yfirleitt prýðilegur og þó
að hljóðritunin sé frekar þurr og ómlítil er
settið þrátt fyrir allt framansagt mjög eigu-
legt - og ekki spillir lágt verð fyrir.
Valdemar Pálsson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ 1999 19