Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Side 20
DANS í HELGU RÝMI Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju verður sett annað kvöld. Hápunktur kvöldsins er frumflutningur á nýrri gerð orgelverksins Dýrð Krists eftir Jónas Tómasson. ORRI PALL ORMARSSON ræddi við tónskáldið og fólk- ið sem að flutningnum kemur, Hörð Askelsson org- anista, Sverri Guðjónsson söngvara og Láru Stefáns- dóttur sem samið hefur dans við verkið. ✓ MÍNUM huga er Dýrð Krists ekki prógrammúsík, heldur abstrakt tónsmíð til íhugunar á textunum, sem flestir eru þekktar sögur úr Biblíunni. Þess vegna þótti mér verkið bjóða upp á víðari útfærslu - það væri ekta verk fyrir dans,“ segir Hörður Áskelsson organisti um tildrög þess að hann fékk Láru Stefánsdóttur danshöfund til að semja dans við Dýrð Krists, orgelverk í sjö köflum eftir Jónas Tómasson, sem flutt verður í nýrri mynd við opnun Kirkjulistahátíðar í Hallgríumskirkju annað kvöld. „Það er alltaf gaman að vinna með fólki úr öðrum listgreinum,“ heldur Hörður áfram, „og jfcpkkur hefur lengi langað að fá listdans inn í kirkjuna. Lára dansar sjálf og ég er heillaður af innleggi hennar, hún hefur verið gripin af þessu verkefni." Hörður segir það síðan hafa komið upp af sjálfu sér í kjölfarið að hann fékk tónskáldið til að bæta sönghlutverki inn í verkið. „Við urð- um strax sammála um að Sverrir Guðjónsson kontratenórsöngvari væri rétti maðurinn til að flytja þessa tónsetningu á textunum á milli orgelkaflanna. Hugmyndin hélt svo áfram að þróast og úr varð eiginlega ný textaröð, sjö textar sem Sverrir flytur án undirleiks á und- an hverjum orgelkafla." Og flutningurinn leggst ákaflega vel í Hörð. „Þó að þarna verði þrír einstaklingar, hver á sínu róli, að túlka þetta verk, er þarna á ferð- inni samspil sem ég held að sé áhrifaríkt. Sverrir og Lára ganga bæði af heilum hug inn í þetta verkefni, af mikflli einlægni, og ég hef sterklega á tilfinningunni að þessi viðbót við verkið eigi eftir að stækka upplifunina. Og svo er auðvitað kirkjuleg hugsun í þessu tríói - hin heilaga þrenning." Herði þykir það ögrandi verkefni að tefla listgreinum saman með þessum hætti í Hall- grímskirkju og rýmið komi án efa til með að magna upp stemmninguna í kringum upp- færsluna. „Það er ekki bara Lára sem verður á hreyfíngu í rýminu, heldur einnig Sverrir. Hann syngur bæði á ýmsum stöðum í kirkj- unni og á ferð - kemur sem sagt með mynd- ^rænum hætti inn í þessa gerð. Segja má að hann sé í hlutverki sendiboða, jafnvel spá- manns.“ Drakk í sig tónlistina Lára Stefánsdóttir fékk geislaplötuna, þar sem Hörður leikur Dýrð Krists, í hendur fyrh' um ári en tók þó ekki til við að semja dansinn fyrr en fyrir fáeinum vikum. „Það er ekki minn stíll að þvinga fram sköpun, þannig að fyrst um sinn hlustaði ég bara á tónlistina, drakk hana í mig, á milli þess sem ég fór upp í kirkju til að velta rýminu fyrir mér,“ segir hún. „Þetta er mögnuð tónlist sem vinnur stöðugt á og niðurstaða mín, þegar ég byrjaði að semja dansinn, var að hafa látbragðið og auðmýktina í fyrirrúmi. Þetta er gjöful tónlist sem auðvelt er að túlka og þegar þessi já- kvæða orka sem kirkjan hefur að geyma bætt- ist við flæddi dansinn eiginlega fram. Þetta hefur verið virkilega spennandi verkefni og ekki laust við að orkan hafi flætt um kirkjuna á æfíngum, vonandi verður sama upp á ten- ingnum við frumflutninginn.“ Sverrir Guðjónsson kveðst þegar í stað hafa heillast af verkefninu en þó tekið það að sér með eilitlum kvíða, þar sem honum var ætlað að syngja hlutverkið án undirleiks. Þegar hann fékk tónlistina í hendur hvarf sá kvíði eins og hendi væri veifað. „Tónlist Jónasar heillaði mig strax, það er svo falleg tilfínning í henni. Ég myndi ekki kalla minn part tónles en tónskáldið leikur sér þarna með sönglínur sem maður heyrir stundum í orgelpartinum. Þetta tvennt kallast því á. Raunar lít ég á þetta verk sem helgidans, dansara, organista og söngvara.“ Að dómi Sverris eykur textinn áhrif verks- ins. „Textinn er að mínu mati táknrænn fyrir blóðbaðið í kringum okkur sem ætlar engan enda að taka. Maðurinn virðist aldrei ætla að læra. Sérstaklega er þessi setning mér hug- leikin: „Verið góðviljaðir hver við annan, mis- kunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður.“ Það er sama hvar maður ber niður í þessu mannlífí sem við lifum í, það virðist alls staðar vera erfítt að fyrirgefa." Sverrir er, sem fyrr segir, mjög hreyfanleg- ur í rýminu. Hreyfingarnar samdi hann sjálf- ur. „Við Lára unnum okkar vinnu hvort í sínu lagi en þegar við fórum að bera saman bækur okkar kom í ljós að hugmyndirnar féllu mjög vel saman. Það var ánægjulegt." Lifir ógætu lífi Jónas Tómasson skrifaði Dýrð Krists árið 1995 að beiðni sóknarnefndar Isafjarðarkirkju í tilefni af vígslu nýs orgels kirkjunnar. Hafði hann Hörð Askelsson í huga við samninguna og frumflutti Hörður verkið fyrir vestan í jan- úar 1996 og flutti það svo aftur í Hallgríms- kirkju fáeinum dögum síðar. Síðan hefur hann farið með verkið víða, innan lands og utan, bæði í heild og einstaka kafla. Verkið er til á geislaplötu sem Tónlistarfélag Isafjarðar gaf llttllitflilll Morgunblaðið/Þorkell MIKIÐ mun mæða á þeim Sverri Guðjónssyni, Herði Áskelssyni og Láru Stefánsdóttur í opn- . unardagskrá Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Kristinn GEORG Guðni sýnir verk sín á Kirkjulistahátíð. út og segir Jónas það hafa fengið töluverða umfjöllun í erlendum fagtímaritum. „Það eru svona við og við að detta inn á borð til mín dómar úr organistablöðum í Þýskalandi og víðar. Þannig að verkið virðist lifa ágætu lífí.“ Dýrð Krists er í sjö köflum og er hver þátt- ur hugleiðing um texta guðspjallanna. Tón- skáldið segir verkið taka sinn tíma í flutningi, nánar tiltekið um fjörutíu mínútur, og er það lengsta orgelverk Islendings. Jónas, sem búsettur er á Isafirði, hefur ekki séð dans Láru Stefánsdóttur ennþá en kveðst hlakka til þess. „Þessi hugmynd er frá Herði komin en honum fannst henta verkinu að fá einhverja sýnilega hreyfíngu með því. Það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.“ Verkið verður endurflutt í þessari nýju mynd á ísafirði 9. júní næstkomandi. Athöfnin annað kvöld hefst kl. 20 með klukknaspili og lúðraþyt. Herra Karl Sigur- björnsson biskup setur hátíðina og opnuð verður myndlistarsýning á verkum Georgs Guðna Haukssonar. SÝNING Á MYND- TÁKNUM I MÍR-SALNUM Morgunblaðið/Þorkell KÍNVERJAR geta lesið verk Mai Cheng Zheng, en Vesturlandabúar sjá í þeim abstrakt form og myndir. í SÝNINGARSÖLUM MÍR, Vatnsstíg 10, verður opnuð sýning á verkum Mai Cheng Zheng, í dag kl. 15. Mai Cheng er norskur ríkisborgari en fædd og uppalin í Kína. Myndtákn hverskonar eru áberandi í nær öllum verkum hennar. Táknskriftin byggist á strikagerð, sem býður uppá möguleika í listrænni útfærslu. Myndletrið veldur því að kínverjar geta „lesið“ verk Mai Cheng Zhen, en Vesturlandabúar sjá í þeim abstrakt form og myndir. Hún hefur kynnt sér kalligrafí (skriftamál) og táknmyndir. Einnig hefur hún lengi haft áhuga á norrænum rúnum og ^pínaristum. Hugmyndir að verkum sínum sækir hún til alls þessa og telur að kínverska táknskriftin, myndletur fornegypta og rúnir norrænna manna eigi sér sama fagurfræði- lega bakgrunninn. Margar myndanna sem hún sýnir í MIR- salnum eru unnar í Kína og sýna framandi landslag með táknum og skrift menningar, sem er okkur fjarlæg. Hún málar bæði með tússi og steinlitum á hríspappír, sem síðan er lagður á ekta silkivef, en þessi tækni við myndgerð viðgengst aðeins í Kína og Jap- an. Mai Cheng býr og vinnur til skiptis í Nor- egi, Frakklandi og Klna, og sjálf segist hún ekki leggja mikið upp úr sérstökum þegn- rétti. Henni finnst hún hvorki evrópsk né asísk. Hún stundaði nám bæði við Listahá- skólann í Kína og Kunstakademiet í Ósló. Hún hefur haldið tvær einkasýningar í París, þá síðari í Espace Bateau Lavoir, sýningar- sal sem á sínum tíma var vinnustofa Pablos Picasso á Montmartre. Stærsta sýning henn- ar til þessa var haldin árið 1992 í Ríkislista- safninu í Kína í Beijing, þar sem hún sýndi yfir 100 olíumálverk og tússteikningar og hafa margar mynda hennar verið keyptar til safnsins. Fyrir fjórum árum hannaði hún myndskrift sem prýða mun risastórt bóka- safn í Alexandríu í Egyptalandi og norsk arkitektastofa vinnur að. Sýningin er opin alla daga kl. 15-18 og stendur til 20. júní. í'* 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.