Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 3
I I SIiOK MORGUNBLAÐSENS - VIIXNING I IS I IIi 27. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Orrustan um Atlantshafið stóð sem hæst þegar Kjart- ■ an Guðjónsson listmálari ákvað að taka áhættuna og sigla til Ameríku. Siglt var í stórum skipalestum og þegar dimmdi fóru þýsku kafbátarnir að þefa af bráðinni. sífellt var reynt að granda þeim með djúpsprengj- um og væri maður neðan þilja urðu drun- urnar frá þeim „eins og bergmál úr Helvíti", segir greinarhöfundurinn. 2300 ára byggðarsaga í héraðinu Provence í Suður-Frakklandi er bærinn Saint Remy og skammt þaðan eru leifar hinnar fornu borgar Glanum, en rústir hennar fundust 1921 og eru frá þeim tíma þegar Frakkland hét Gallía. Þar eru miklar rómverskar minjar, enda var þar griðastað- ur og heilsulind á dögum Itómverja. Greinin er eftir Helgu Guðmundsdóttur, sem hefur verið við nám í Frakklandi. Nævistinn Maud Lewis fæddist í Nova Scotia í Kanada 1903 og þar dó hún 1970. Hún hélt þessum sjaldgæfa, bernska hæfileika í myndlist og myndir hennar hafa orðið eftirsóttar; ma. keypti Nixon Bandaríkjaforseti af henni mynd fyrir Hvíta húsið. Sýningarsalur í listasafni í Halifax hefur verið tileinkaður listakonunni, segir höfundurinn, Inga Sig- rún Þórarinsdóttir. Af konum og Kjarvalsstofu heitir síðasti hluti greina- fiokks Braga Ásgeirssonar, þar sem hann skyggnist um öxl í Parísarborg, sem hann segir að fái á sig allt annan og dýpri blæ sé skyggnst til baka og lesið af spjöldum sög- unnar sem andar á langt að kominn gest- inn hvar sem hann kemur og fer. Og hversu uppteknir menn eru af nútíðinni og tækniundrum samtúnans komast þeir ekki hjá því að heillast. r............. ALLT MIH LÍF ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON ÞÝDDI Enn einu sinni minnisverðar varir, einstakar og líkar þínum. Ég er þessi fálmandi ákafi sem er sál. Ég hef komist nálægt því að verða hamingjusamur og ég hef staðið í skugga þjáningar. Ég hef siglt yfir hafíð. Ég hef haft kynni af mörgum löndum, ég hef heimsótt konu og tvo eða þrjá menn. Ég hef elskað stúlku sem var heiðarleg og stolt, gædd spænsku hijóðlæti. Ég hef séð endimörk borgarinnar, endalaus hvörf þar sem sólin hnígur sífellt til viðar, aftur og aftur. Ég hef borið ást til ýmissa orða. Það er staðföst trú mín að þetta sé allt og ég muni hvorki sjá eða afreka nýja hluti. Ég trúi því að dagar mínir og nætur jafnist á; í allri sinni fátækt og ríkidæmi, við nætur og daga guðs og allra manna. FORSÍÐUMYNDIN Nú stendur Feneyjatvíæringurinn sem hæst og segir Sindri Freysson í grein um hann í þessari Lesbók, að fyrir utan greinilega austræna slagsíðu megi rekja þar tvo meginþræði; íhlutun tækninnar og eftirlitshluta samfélagsins, sem listamenn vilji endurskapa í sinni mynd. Listaverkið ó forsíðunni er eftir taiwanska listamanninn Hung Tung-Lu. Höfundurinn, 1889-1986, var argentínskt skáld og talinn eitt mesta skáld heimsins á þess- ari öld. Hann var unnandi forníslenzkra bókmennta og þótt blindur væri kom hann tvívegis til Islands. RABB MAÐUR HUNDUR • • KOTTUR KUNNINGI minn, góður mannþekkjari, fullyrðir að það fari eftir lundarfari hvers og eins hvernig gælu- dýr hann velur sér. Sá sem hefur tamið sér hlýlegt við- mót og umburðarlyndi velur sér kött. Hinn sem er drottn- unargjam og einarður í skoðunum fær sér hund. Að mati kunningja míns helgast þetta af því að kettinum er ekki hægt að stjóma - hann fer sínar eigin leiðir en hundurinn lýt- ur vilja eigandans. Hann leiddi mig nánar út í þessa sálma og til sannindamerkis gat hann þess að Halldór Laxness hefði ævinlega átt hunda og skrifað af mikilli virðingu um þá dýrateg- und. Annar rithöfundur, sem hefði ekki náð eins langt á ferli sínum, hefði hins vegar verið óforbetranlegur kattavinur. Sjálfur er kunningi minn mjög elskur að köttum. Eg spurði hann hvort ég væri ekki örugglega hundatýpan. Hann hló við en svaraði ekki. Hvað sem öðm líður hefur mér lengi ver- ið meinilla við ketti. Það byrjaði eiginlega með högnanum hennar Fjólu í kjallaranum sem fór sínar eigin leiðir, eins og kyninu er tamt, og ein þeirra lá beint ofan á andlitið á mér. Kvöld nokkurt hafði Fjóla gleymt að hleypa dýrinu inn, það fór að rigna og eina inngönguleiðin í húsið lá inn um glugga for- stofuherbergis þar sem ung nýfermd stúlka steinsvaf og lét sig dreyma um prinsinn á hvíta hestinum. Sá draumur fékk skjótan endi þegar holdvott kvikindið magalenti á freknóttu nefi og enn í dag hrekk ég upp með andfælum þegar þessi minning leitar á mig í svefnrofunum. Svo er hér saga af öðram innbrotsketti. Hann hét Guðmundur og gegndi nafni sínu með sakleysislegu mjálmi þegar hann var ávarpaður. Það var gaman að honum í hæfi- legri fjarlægð en svo gerðist hann heldur uppáþrengjandi. Morgun einn kom ég að eldhúsinu í öðra ásigkomulagi en hægt var að bendla við fjölskyldufólkið. Húsið angaði allt af harðfiski og tægjur af plastumbúðum lágu hér og þar. Við nánari eftirgrennslan kom í Ijós að ferfætlingur hafði komist inn um glugga á lokuðu herbergi og náð að opna tvennar dyr til að krækja sér í harð- fisk sem hann hafði þefað uppi bak við lok- aðan eldhúsglugga. Einhverra hluta vegna féll grunur á Guðmund, ekki síst þar sem hann var dálítið sneypulegur næst þegar við hittumst og tók ekki undir kveðju mína. Svo hélt hann sína leið. Það skal viðurkennt að kisur geta verið ósköp sætar og maður getur dáðst að þeim þegar þær teygja makindalega úr sér eða læðast áfram með dúnmjúkum yndisþokka. En hvert liggur leið þeirra þá? Ég sé það stundum úti í garði. Þar smjúga þær áfram eins og slöngur og mæna upp í tré þar sem þær eiga von á þrastarunga í sínum fyrsta könnunarleiðangri. Þeir leiðangrar verða ekki fleiri ef enginn skerst í leikinn. Að sjálfsögðu era kettimir bara að þjóna lund sinni en við eigum sem sé ekki skap saman. Hins vegar væri ekki svo galið að fara að dæmi Halldórs Laxness og fá sér hund. Þeir henta skapgerð minni miklu betur. Þeir kunna að hlýða eins og góðir nemendur og viðrast upp við hrós og hvatningu á sama hátt. Svo era þeir ekki undirförulir eins og kettir heldur trölltryggir eins og segir í kvæðinu um hundinn með trýnið svart og augun blá og vék ekki frá líki húsbóndans fyrr en hann lá þar loks hungurmorða. Slíkt ljóð hefur aldrei verið ort um kött. Þessi besti vinur mannsins hefur smám saman orðið stöðutákn, svona eins og fjalla- jeppi. Þeir sem eiga eðalborna hunda - ég er ekki alveg með tegundarheitin á hreinu - láta stundum birta myndir af sér með þeim til að undirstrika eigin glæsileika. Ég minn- ist þess varla að hafa séð mynd með kött í slíku stuðningshlutverki eftir að Guðrún Á. Símonar leið. Það hlýtur líka að vera erfitt að halda köttum frá óæskilegum mökum því að þeir vilja fara sínar eigin leiðir í ástamál- um eins og öðru. Þar eru hundar að sjálf- sögðu leiðitamari. En þó getur eðlið tekið völdin hjá hundun- um líka. Frænka mín átti eitt sinn forláta tík - drottnunargirnin er trúlega í ættinni. Nú bar svo við að tíkin varð lóða og upphófst leit að verðugum maka. Af honum fréttist í fjarlægu bæjarfélagi. Tvennum sögum fer af málalokum en báðar eru dapurlegar. Sú fyrri hermir að eigendur hafi skroppið út úr bílnum til að fá sér hressingu og hafi þá tík- in skotist út. Bar þá að íslenskan fjárhund með hringaða rófu og drógust þau saman með eldingarhraða. I þessari útgáfu sögunn- ar segir að þrátt fyrir slysið hafi verið haldið að áfangastað þar sem hið eðla par náði saman. Gotsins var síðan beðið milli vonar og ótta en því miður! Faðernið dæmdist á ekkisens sveitalubbann. Þessi saga, sem skemmt hefur mörgum, reyndist ekki byggð á sönnum heimildum því að þegar hún var borin undh' frænku mína löngu síðar fórnaði hún höndum og sagði: „Þetta era alger ósannindi. Tíkin mín varð fyrir bíl á leiðinni. Hún dó hrein mey.“ Þrátt fyrir hugsanleg skakkaföll gæti ver- ið freistandi að ganga um með hund í bandi og njóta þess að láta hann hlýða sér. Hann gæti bægt köttum úr garðinum og hlaupið með mér kvennahlaup í merktum bol á 19. júní, eins og nú ku tíðkast. Kannski myndi hann svo stuðla að fjölbreytni í félagslífinu því að hundaeigendur hafa stofnað margvís- leg grasrótarsamtök sem vinna að aukinni samveru hunda og eigenda þeirra. Samtökin efna til gönguferða þar sem fólk skiptist á upplýsingum um mataræði og svefnvenjur og ber saman hæð, þyngd og litbrigði hund- anna sinna. Svo fer þetta fólk stundum sam- an út að borða en mér skilst að þá komi hundarnir ekki með. Ut frá þessu getur þró- ast vinátta sem er lengri en venjuleg ævi- lengd hunds en alltaf getur komið hundur í hunds stað eins og máltakið segir. Þegar ég hafði eiginlega sannfært sjálfa mig um að ég væri tilvalinn hundaeigandi reið áfallið yfir. Það var inni í miðri orlofs- húsabyggð þar sem hundahald er strariglega bannað. Eg hrökk upp úr þungum þönkum við ægilegt gelt og skyndilega stóð hjá mér kolsvartur, gljáandi rakki sem urraði illilega og beraði oddhvassar tennurnar. Ég varð stjörf af hræðslu, kiknaði í hnjáliðunum, kom ekki upp nokkra hljóði og beið þess eins að besti vinur mannsins rifi mig á hol. Það hefði hann farið létt með ef honum hefði ekki borist kunnuglegt hljóð svo að hann hikaði stundarkorn. Húsbóndi hans blístraði aftur og þá rölti hann fýlulega í burtu en gat þó ekki stillt sig um að snúa sér við og sýna þessari lafhræddu kvensu vopnin sín með tilheyrandi urri. Við þessa skelfilegu reynslu lá við að högninn hennar Fjólu, Guðmundur sálugi og fuglafangararnir heima tækju á sig engilmyndir. Ekki minntist ég þess að kött- ur hefði nokkra sinni drepið konu á gangi við sumarbústað. Nú skil ég hvers vegna kunningi minn við- urkenndi ekki umsvifalaust að ég væri hundatýpa. Hann er nefnilega góður mann- þekkjari. „I draumi sérhvers manns er fall hans falið,“ orti Steinn Steinarr. Mig minnir reyndar að hann hafi líka átt hund. Samt voru þeir Laxness mjög ólíkir að lunderni. Ætli það sé bara nokkuð að marka þetta? GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JÚLÍ 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.