Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 7
AF KONUM OG KJARVALSSTOFU ✓ ÞAÐ VAR í þann tíma, er París var París, París var Frakkland og Frakkland var París, París var höfuðborg Evrópu og heimsins, og listheimur- inn var París. Hér sitja tvær valkyrjur og margýgjur á útikaffihúsi kiæddar í hátísku tímanna. Önnur er bersýnilega að festa einhverja snjalla hugmynd í kompu sína, hin fylgist með af stakri athygli um leið og hún hrærir í kaffibolla sínum. Parísarborg fær á sig allt annan og dýpri blæ sé skyggnst til baka og lesið af spjöldum sögunnar sem andar á langt að kominn gestinn hvar sem hann kemur og fer. Og hversu uppteknir menn eru af nútíðinni og tækniundrum samtímans komast þeir ekki hjá því að heillast, og kannski einmitt vegna þessa magnaða núgaldurs, sem þrengt hefur fortíðinni til muna nær okkur. Þetta varð BRAGI ASGEIRSSON meira var við og heldur áfram að skyggnast til baka í eftirfarandi hugleiðingum sem marka niðurlag greinarflokks hans. A ÞESSUM síðustu tímum markaðs- setningar hópeflis og stöðlunar hefur mönnum orðið æ ljósara K gildi þess að höfuðborgir og E aðrar stórborgir haldi mikils- verðum sérkennum sínum. Að mörgu leyti má jafna K þessu við þá miklu bylgju náttúrufriðunar, sem af illri nauðsyn hefur opnað augu almennings víða um heim. Og heimurinn stendur á krossgötum, því velferðarkerfið hefur gengið sér til húðar ef marka má orðræðuna í erlendum blöðum og tímaritum. A sama tíma og flest sem við leggj- um okkur til munns er sama marki brennt hvað stöðlun áhrærir, skyndimatur og ruslfæði sækir á, stækkar sá hópur sem ferðast land úr landi til að njóta þjóðlegrar og staðbundinnar fæðu. Sumir halda því fram að þar sé að finna hrein- ustu og upprunalegustu sérkenni þjóða, og get- ur skrifari alveg tekið undir það eftir að hann komst sjálfur upp á lagið, og bragðlaukunum opnuðust víðfeðmar gáttir. Svipað er þessu far- ið með söguna, hún er í þeim mæli mikilvæg nútíðinni að hana má ekki með öllu þurrka út. Þeim meir sem kafað er í fortíðina og hún opn- ar sig, þeim mun auðugri og litríkari verður til- veran, hvunndagurinn og mannlífíð allt um kring. Jafnvel listin er allstaðar að verða eins, og þar fer trúlega fram einhæfasta og harðasta trúboðið og má hver sá vera sæll er losnar úr þeim viðjum. þar hefur hið sama verið upp á teningnum hin síðari ár um uppstokkun gilda og nýtt mat á fortíðinni, eins og menn verða allstaðar varir við í listaborgum heimsins hafi maðui- á annað borð augun opin. Þá er fróun að líta til þein-a einstaklinga sem fyrrum sigldu á móti straumnum og með lífi sínu og gerðum opnuðu mönnum nýja sýn á ófreskum sem almenum fyrirbærum. Gjarnan voru þeir sagðir langt á undan sinni samtíð, sem menn hafa þó löngu uppgötvað að var al- rangt, þvert á móti voru þeir búnir innbyggðri ratsjá á tímana, en allir hinir langt á eftir. Og í þeim mæli voru þeir meðvitaðir um allar tækniframfarir að þær spegla sig á einn og annan hátt í verkum þeirra og gjörðum; voru þannig helstir birtingarmenn núviðhorfa á öll- um sviðum. Og þetta voru ekki tilbúin stöðluð og markaðssett núviðhorf heldur sjálfsprottinn metnaður og innsýn á kviku samtímans. Lýsandi dæmi voru hinar enskumælandi konur á vinstri bakkanum, sem komu víða að frá Englandi og Bandaríkjunum, héldu í þeim mæli hópinn að einstakar þeirra náðu aldrei tökum á frönskunni, auk franskra vinkvenna þeirra og samherja í lífi og list. Metnaðarfullar, stórgáfaðar og stoltar konur sem létu sér fátt fyrir brjósti brenna og í flestu stóðu jafnfætis karlmönnum, þurftu hér ekki að styðjast við kvennasamtök af neinu tagi. Komu ekki út úr skápum því þær voru aldrei í skápum, eðli- bornar og vissar um mikilvægi breytni sinnar. Umgengust þotulið listarinnar á vinstri bakk- anum eins og jafningja, þetta var á upphafs- og blómadögum módernismans og fyrir utan þá sem áður hafa hafa komið við sögu má nefna Man Ray, Kiki, Jean Cocteau og marga fleiri sem nú hafa gengið inn í spjöld sögunnar. Ljósmyndarinn umdeildi Man Ray álitinn einn af 25 mikilvægustu myndlistarmönnum aldar- innar og ijósmyndir hans í himinháu verði. En þetta var á þeim dögum er peningar voru pen- ingar og væru einhverjir skildingar í lófanum voru menn ríkir, og hér átti það alveg við; ef fimmaura ég fengi... Þetta var sérstakur hópur valkyrja sem sóp- aði að á vinstri bakkanum, en mér yfirsést eng- an veginn að til voru margir fleiri eftirtektar- verðir kvenpersónuleikar og áhrifavaldar á báð- um bökkunum milli styrjalda og eftir þá seinni, svo sem listhúsaeigendurnir Dina Viemy og Denise Réne á þeim vinstri og Louise Leiris á þeim hægri, ásamt tízkufrömuðinum Jeanne Lanvin og þeirri margfrægu Anai's Nin, en lítið veit ég um ástalíf hinna fyrstnefndu, nema að Denise René var um skeið í tygjum við okkar ágæta norræna málara, Richard Mortensen, sem dönsk og norræn list naut góðs af, og svo auðvitað þeirrar margfrægu sem er goðsaga. Pistlamir áttu aldrei að vera neitt yfirlit yfir frægar konur í París, það væri efni í mikla grein sem ég hef ekki næga þekkingu til að skrifa í augnablikinu. Einungis undirstrika óumdeilan- legan þátt kvenna á efri lögum menningarlífsins í borginni og tæpa á mikilli sögu. Efri lögin kristallast svo helst í Gertmde Stein og þeirri orðræðu er um langt árabil fór vikulega fram í húsi hennar á 27 me de Fleurs, en hún var einn af brimbrjótum módemismans í bókmenntum. Ótvfræð áhrif hennar á þróunina er löngu viðurkennd af bókmenntafræðingum, einnig að hún var fyrir margt lærimeistari þeiiTa Hemingways, Scott Fitzgeralds, Sherwood Andersons og margra fleiri. Þá komu menn líka í heimsókn til að líta ný verk eftir Picasso og Matisse, hér var Gerfrude afar þef- vís á lykilverk, og með því að festa sér verk bóg- anna meðan þeir vom ungir og á viðráðanlegu verði gerði hún allt í senn, þeim sér og heims- listinni gott. Sjálf var hún iðulega nefnd kúbisti bókmentanna. Þrátt fyrir rómaðar gáfur sínar og andríki, sérstæðan rithátt og mikil afköst gekk Gertm- de illa að koma verkum sínum á framfæri og það var ekki fyrr en löngu seinna er henni hug- kvæmdist að koma upp eigin prentsmiðju „Plain Edition" að úr rættist. En framkvæmd- irnar fjármagnaði hún með því að selja eitt af lykilverkum Picassos frá rósatímabilinu, mál- verk „stúlka með blævæng" sem í dag yrði án efa slegið á um og yfir milljarð króna kæmi það á uppboð. Það vom þó ekki módernískar bæk- ur hennar sem gerðu hana fræga heldur bókin sem hún skrifaði um sambýliskonu sína Alice B. Toklas, þar sem hún fór í saumana á sér- kennilegum orðaforða hennar og tilsvömm. Gertmde var mikill styrkur af Alice og átti henni ótalmargt upp að unna, í sameiningu festu þær sér sumar myndir Picassos og Mat- isse, en þegar Gertmde dó hirtu ættingjar hennar alltsaman og skildu Alice eftir alls- lausa. Stolt sem hún var, neitaði Alice lengi vel að þiggja peninga frá vinum sínum en seinna neyddist hún til að gera það og var það Janet Flanner sem stóð fyrir söfnuninni og þótti mörgum heimsfrægum rithöfundinum þetta einungis endurgjald fyrri gestrisni og andríki. Gertmde og Alice vom báðar bandarískar í húð og hár en í heil þrjátíu ár fóm þær einung- is einu sinni vestur yfir hafið og það var vegna fyrirlestraferðar Gertmde í sambandi við bók- ina um Alice. Að sjálfsögðu riðlaðist liðið í seinni heims- styrjöldinni, enda aðallega um gyðinga að ræða, en hin franska Adriane Monnier fór hvergi og hélt bókabúð sinni opinni allt stríðið og átti með því drjúgan þátt í að halda menn- ingarlífinu á vinstri bakkanum gangandi. Þrátt fyrir áskoranir frá bandarísku ríkisstjórninni kom aldrei til mála að Sylvia Beach yfirgæfi vinkonu sína, en bókabúð hennar sjálfrar gekk ekki eins vel, þurfti hvað eftir annað að loka henni vegna hótana nazista og einhvern tíman árið 1942 kom vörubíll sem sótti hana og skilaði í fangabúðir í Austur-Frakklandi. Hvernig þessar stóra konur stóðu saman á þeim erfiðu tímum og svo þegar árin færðust yfir er einnig mikil saga. Ekki get ég skilist við þennan greinarflokk án þess að víkja nokkmm orðum að Kjarvals- stofu þar sem ég í tvígang hef átt eftirminnileg- ar stundir. Menningarstofnunin í heild er kraftaverk sem fortöðukonan Madame Simone F. Braunau hefur byggt upp af miklum dugnaði og á sér ekki hliðstæðu í heiminum að ég best veit. Er enn eitt fagurt dæmi um stóra konu sem vill miðla heiminum funheitum púls lífsins. Og það er ævintýri líkast að fá tækifæri til að búa þar sem púlsar heimsborgarinnar slá í næsta ná- grenni í hvaða átt sem haldið er. Samt em byggingarnar merkilega vel einangraðar þarna á Signubökkum, gegnt Ile Saint Louis og vinstri bakkanum, aðeins yftr eina brú að fara. Kjarvalsstofa er vel staðsett á þriðju hæð, ef jarðhæð er talin með, í nýbyggingu við mjóa sögufræga götu, 15 rue Geoffroy 1’ Asnier. Tveir svalagluggar upp í loft snúa í norður, þannig að birtan er afar jöfn, en svalirnar em nokkurs konar arkitektónskar platsvalir og meira til skrauts, en einnig til að auðvelda loft- ræstingu. Afar snjallt og ég naut þess vel að hafa örlitla rifu á svalahurðinni að svefnálm- unni um nætur, og vaknaði að staðaldri við að fersk morgungolan, sem berst reglulega frá Atlantshafinu um Signu, kitlaði iljar mínar og síðan eins og strauk mér blíðlega um vangana. Undursamlegt að vera vakinn á þennan hátt og ég var snöggur í gagnið og út á á hom að kaupa glóðvolg brauð hjá vinkonum mínum, sem vissu upp á hár hvað ég vildi og vom eldsnöggar að afgreiða mig þegar kom að mér í biðröðinni. En engin er rós án þyrna og því vil ég árétta hér að taka þarf vinnustofuna í gegn og gera hana vistlegri fyrir gestina. Þarf svo lítið til að gjör- breyta aðstöðunni og auðvelda fólki dvölina, einkum þeim sem eru ókunnir í borginni. Merkilegt að engin gestabók skuli liggja frammi, þar sem listamenn skrá reynslu sína í, en af slíkri bók mætti hafa mikið gagn og hún væri ómetanleg heimild fyrir eftirtímann... LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JÚLÍ1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.