Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 12
BELGINN Michel Francois ráektar biðukollur úr loftinu en landi hans, Ann Veronica Janssen (skáhallt fyrir neðan) hylur þær þoku. AUSTURLENSKIR listamenn eru margir á tvíæringnum. Wang Jin litar fljótið rautt. /' LEE Bul sýnir uppblásið minnismerki um- skrýmslið Hydru og karaoke-klefa (fyrir neðan). athafna. Þessi mikla áhersla á nokkurs konar ofurraunsæja skráningu „venjulegrar" hátt- semi er athyglisverð nú í aldarlok. Hugsan- lega endurspeglar hún áhrif vísindalegrar hugsunar á listsköpun samtímans, úthverf- una á þeirri vinnu sem fyrirtæki á borð við Islenska erfðagreiningu stunda um heim all- an. Hugsanlega er skýringin önnur, þ.e. að tæknin sé orðin svo ráðrík í nútímanum, að listamenn eigi erfitt með að fjalla um mann- inn án þess að hafa hana í forgrunni eða bak- grunni. Maðurinn og tæknin verða ekki leng- ur aðskilin. Roth í hversdagsleikanum Það er gaman að geta þess að svissneski listamaðurinn Dieter Roth, sem íslendingar hafa löngum reynt að eigna sér hlut í vegna búsetu hans hér á landi um árabil og tíðra heimsókna hingað eftir að henni lauk, fjallar í svanasöng sínum um efni sem rímar vel við þennan meginþráð sem ég þóttist fmna á tví- æringnum. Roth segir í greinarstúf í sýningarskrá að eftir tuttugu ára sjónvarpsgláp hafí sér þótt atferli leikara stöðugt meira truflandi. Atrið- in áttu að líkjast hversdagsleika meðaljóns- ins en niðurstaðan varð allt önnur. Hann hófst handa í mars 1997, eftir tveggja til þriggja ára tímabil drykkju að eigin sögn, og reyndi að búa til myndefni um „óspennandi tilfinningar og gjörðir“ í kjölfar þess, þar sem leikurinn var hvorki of né van. Hann gerði vídeómyndir á Islandi meðan á nokk- urra mánaða dvöl hans stóð og hélt áfram í Basel. Hann sýnir að mestu sjálfan sig einan þar sem hann fer „með hægð í gegnum dag- inn“, án þess að reyna við efni „sem á að líta út fyrir að vera spennandi". Finna má skyldleika við þessar hugrenn- ingar Roths heitins í verki sænsku listakon- unnar Ann-Sofi Sidén, sem heitir því lúmska nafni Hver sagði herbergisþernunni?. Hún stillir upp hillustæðu þar sem innan um .sængurföt, handklæði, klósettpappír og hreinsilög hefur verið komið fyrir sautján sjónvarpsskermum. Á þeim getur að líta at- hafnir fólks á hóteli, flestir eru í herbergjum sínum en aðrir eiga leið um ganga hótelsins eða bíða eftir lyftunni. í FENEYJUM 48. ALÞJÓÐLEGI TVÍÆRINGURINN Áhorfandinn hefur óafvitandi rambað inn í herbergi þar sem einhver, sennilega her- bergisþernan sem titill verksins vísar til, hefst við til að fylgjast með gestunum og er þannig (hugsanlega) fær um að uppfylla þarfir þeirra og óskir áður en þeir lyfta upp símtóli til að biðja um einhverja tiltekna eða ótiltekna þjónustu. Um leið er verið að upp- fylla gægjuáráttu þernunnar/áhorfandans. Og sú hugsun læðist líka að áhorfandanum að leiknum ljúki ekki á þessu stigi, heldur sé einhvers staðar í herberginu eða hillunum myndavél sem fylgist með honum fylgjast með gestunum. Til hamingju með afmselið? Fólkið sem birtist á sjónvarpsskjám þeim sem kínverski listamaðurinn Zhang Peili hef- ur raðað upp í litlu herbergi á tvíæringnum veit hins vegar fyrir víst að myndavélin fylgist með því. Það hefur upp raust sína og syngur Hann/Hún á afmæli í dag á þjóð- tungu sinni, þagnar síðan eða hljóðið er tekið af, og önnur manneskja á öðrum skjá tekur við. Stundum syngja margir saman þannig að úr verður ömurlegur hávaði úr afmælis- söngnum sem sigraði heiminn. Bara fyrir þig, heitir verkið, og kann að vera kald- hæðnislegt skot lista- mannsins á föður- landið, þar sem vest- rænar uppskriftir hafa verið færðar í kínverskan búning á síðustu árum. Landi hans, Wang Du, hefur fjallað um þver- sagnimar innan Kína í verkum sín- um og nálgast á tví- æringnum upplýs- ingaflóðið, tæknivæð- inguna og neysluvitundina (ljót orð) með öðrum hætti en flestir aðrir á sýningunni. Hann lítur svo á að nútímafjöl- skyldan nærist á tvívíðum veruleika sjón- varpsefnis og sorptímarita þangað til hún verður það sem hún étur; afskræmt og hlá- MERKISBERI MINNINGA OG KÖNN- Alþjóðlegi fvíæringurinn í Feneyjum freistar þess að 3enjg sig út og teljg forsvarsmenn hans stækkun vera lykilinn að framtíð sýningarinnar. Annars koðni tvíær- ingurinn niður og verði efrirbótur forvera sinna. ALLT til 7. nóvember næstkomandi geta , áhugamenn um myndlist brugðið sér til sökkvandi Feneyja og skoðað myndlist frá öllum heimshornum, nokkurs konar þver- skurð þótt alltaf megi deila um hversu góð- ur hann er og hvort hann fangi vel nýjustu eða merkustu hræringar í þessum geira menningarinnar. „Kjötmarkaður myndlist- arinnar, skrum og yfirborð," segja sumir, „hápunktur sýningarhalds í hinum vestræna heimi,“ segja aðrir og hafa sjálfsagt báðir eitthvað til síns máls. Reynt að þurrka út mörk Fulltrúar frá 59 ríkjum taka þátt að þessu sinni. Harald Szeemann, 66 ára gamall Sviss- ■iendingfur, veitir tviæringnum forstöðu, en hann hefur verið sjálfstætt starfandi sýning- arstjóri um þrjátíu ára skeið, eftir að hafa m.a. starfað við leiklist og myndlist. Hann hefur ásamt samstarfsmönnum sinum reynt að breyta hinum rótgróna tvíæringi lítillega °g tryggja þannig eðlilegan vöxt og viðgang þessarar stórsýningar. I fyrsta lagi var reynt að þurrka út þau skil sem verið hafa á milli frægra listamanna, sem hafa setið einir að ítalska skálanum í aðalsýningarsvæðinu, Gi- ardini di Castello, og listamanna undir hálf- fertugu, sem hafa mátt gera sór að góðu Aperto-svæðið eða opna hluta sýningarinnar, sem nefnt er í einu lagi Arsenale. Því til viðbótar hefur ítölsku Iistamönnun- um, sem hafa til þessa fengíð sérstaka að- stöðu í skála síns heimalands, verið gert að sameinast hinni almennu fjölþjóölegu sýn- ingu sem leggur ítalska skálann undir sig. Þetta þýðir í reynd að ungir og lítt þekktir listamenn, sem gengur misjafnlega að fá af- drep í sýningarsölum á eigin heimavelli, geta tekið þátt í tvíæringnum í beinum tengslum við þá sem hafa náð fótfestu á alþjóðlegum listavettvangi. Szeemann og félagar freista þess að láta þessar endurbætur speglast í undirtitli sýningarinnar, dAPERTutto, APERTO over ALL, APERTO par tout, APERTO iiber ALL, sem gæti útlagst Opið ofar öllu. Reynt var að velja listamenn í yngri kant- inum, sem hafa verið framarlega á sínu sviði seinustu tíu ár, og var sjónum beint sérstak- lega að verkum kvenna. Sýningarrýmið í Ar- senale var einnig aukið til muna og teygir sig nú til Isola delle Vergini, en til skamms tima hefur tvíæringurinn „aðeins" haft 6.000 fer- metra húsnæði scm ncfnist Cordiere til af- nota. Húsin sem bætast við kallast Gaggi- andre, Artiglierie og Tese, samtals um 4.000 fermetrar. I Tese var safnað saman verkum listamanna frá þjóðlöndum sem hafa ekki eigin sýningarskála til umráða, í stað þess að þessar sýningar dreifðust vítt og breitt um Feneyjar eins og verið hefur til þessa. Forsvarsmenn tvfæringsins stcfna að enn frekari útþenslu á næstu árum og hafa í sam- vinnu við borgaryfirvöld í Feneyjum, ítalska rikið, yfirvöld italska flotans og fleiri aðila .1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JÚLÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.