Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 16
VERK 61 LISTMÁLARA í LISTASKÁLANUM í HVERAGERÐI ÞAÐ er ekki lítil kúnst að hengja upp verk sex tuga listmálara svo hvert og eitt njóti sín. Nafnarnir Sigurður Þórir, Sigurður Magnússon og Sigurður Örlygsson leggja á ráðin. EINAR Hákonarson og Kjartan Guðjónsson virðast nokkuð sáttir við uppröðunina hjá þeim nöfnum. ÞAÐ er ekki nema um mánuður síðan nokkrir listmálarar komu saman og fóru að undirbúa sýn- inguna, sem upphaflega átti að- eins að vera lítil samsýning nokk- urra manna en endaði sem sam- sýning rúmlega sex tuga listmál- ara. Listamennimir völdu sjálfir verkin og sendu að jafnaði eitt hver. „Meiri- parturinn er tiltölulega ný verk, sum þeirra nánast lykta af olíunni ennþá en þó hafa sumir sent eldri verk,“ segir Sigurður Magnússon, einn af upphafsmönnum sýningarinnar. „Okkur fannst það helvíti snautlegt ef þetta hús yrði lagt á höggstokkinn og dæi Drottni sínum þegjandi og hljóðalaust - það gæti þá að minnsta kosti gert það með elegans. Eg held að þetta verði afskaplega skemmtileg sýning, af því hún brýtur upp þessa hefð að allt þurfi að vera slétt og fellt og fara vel saman - eins og hver sýning sé eitthvert fyrirmyndar hjóna- band. Hér geta myndirnar rifist, þær æpa jafn- vel hver á aðra - og því mega þær ekki gera það? Það er enginn sem segir að það megi ekki,“ segir Kjartan Guðjónsson. „Hér ar heilmikið verið að mála" „Það er stórkostlegt að geta stefnt saman sextíu málurum á svona sýningu. Þar sem þetta er gert með mjög skömmum fyrirvara og um hásumar, vantar auðvitað ýmsa í hópinn sem gaman hefði verið að hafa með, einfaldlega * vegna þess að það hefur ekki náðst til þeirra. En ég held samt að þetta sé góður þverskurður af því sem verið er að gera í málverkinu og seg- ir okkur náttúrulega að hér er heilmikið verið að mála, ungir jafnt sem gamlir. Hér er tölu- vert af narratívu eða frásagnarlegu málverki, svo frásögnin virðist ennþá eiga erindi til fólks,“ segir Sigurður Magnússon. „Eg held að það hafi ekki gerst áður hér á landi að svona margir málarar sýni saman. Þeir eru að vísu bara með eina mynd hver og kannski má segja að sýningin verði svolítið sundurlaus af þeim sökum. En það liggur bara í hlutarins eðli og það er allt í lagi. Það má alveg segja að hér séu svona 90% málara sem taka sig alvarlega og hafa verið starfandi í nokkur ár,“ segir Sigurður Örlygsson, sem kveðst von- ast til að sýninguna megi endurtaka eftir eitt til tvö ár og framtakið verði upphafið að nýrri samstöðu meðal málara. Nafni hans Magnús- son ræðir einnig um þörfina á samstöðu meðal íslenskra listamanna og samstöðu um málverk- ið og segir þar mikið verk að vinna. Þá vllji hóp- urinn gjaman sýna Einari Hákonarsyni og Listaskálanum samstöðu. „Okkur þykir mjög sárt ef þetta hús hættir að vera menningar- hús,“ segir hann. Þeim félögum verður tíðrætt um sérfræð- ingaveldið í listalífinu og segja málverkið hafa átt mjög undir högg að sækja í sýningarsölum og söfnum landsins á undanfömum áram. „A síðasta áratug, þegar þessi nýja stétt listfræð- inga komst til valda hér, var málverkið sett svo mikið út í hom að mér fannst að eitthvað yrði að gera. Og Listaskálinn er til orðinn út af þessu,“ segir Einar Hákonarson. r Eyðir ekki púðri á konseptið Sigurður Þórir gagnrýnir líka listfræðinga fyrir að vilja ráða ferðinni og stýra um of. „Það er tilhneiging til að segja að hitt og þetta sé framúrstefna í dag og um leið er öðra ýtt í burtu. Þegar nýir miðlar eins og innsetningar og ýmiskonar tölvulist koma fram á sjónarsvið- ið, þá finnst mörgum það miklu meira spenn- andi og það sem koma skal. Það getur vel verið að það sé það sem koma skal, en menn halda samt áfram að mála á striga. Það er aldagömul aðferð sem hefur reynst vel og með henni geta menn tjáð ýmislegt sem þeir geta ekki tjáð með hinum miðlunum. Þetta á alveg að geta gengið hvað með öðra,“ segir Sigurður Þórir og er hreint ekki á því að málverkið sé dautt. Hann er einnig ósáttur við hve erlendar stefnur og straumar virðast eiga greiðari aðgang inn í söfn og sýningarsali hér en það sem menn gera á persónulegum eða þjóðlegum nótum. MALVERKIÐ ER EKKI DAUTT Hópur listmólara hyggst sló skjaldborg um Listaskólann í Hveragerði sem hefur verið lokaður fró áramótum. I dag verður opnuð sýningin Samstaða - 61 listmálari og er tilgangurinn tvíþættur; að sýna Listaskálanum og eiganda hans, Einari Hákonarsyni, samstöðu í þrengingum og efla samstöðu meðal listmálara. AAARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR brá sér austur yfir fjall og hitti forsprakka sýningarinnar. Morgunblaöið/Jim Smart LISTASPRANG heitir þetta málverk Sigurðar Örlygssonar, þar sem faðir hans, ungur og gamall, er honum yrkisefni. RENDUR og sjór Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar. „Ég hef orðið var við mikla r eiði og gremju hjá fólki yfir því að það fær ekkert að sjá í þess- um sýningarsölum sem það vill sjá. Þeir eru „mónópólíseraðir" af tiltölulega þröngum hópi sérfræðinga, sem hleypir engum inn. Það hefúr meira að segja verið „agiterað“ á móti málverk- inu og sagt að það sé búið að vera, en þeir sem halda þessu fram era miðaldra menn sem era farnir að grána en halda að þeir séu ennþá ung- ir. Þetta er bara alger misskilningur, þeir era ekkert ungir, en það era aftur komnir ungir málarar í stríðum straumum, ekki hér, heldur um alla álfuna. Það hefur orðið mjög mikil gagnbylting gegn þessu konsepti. En ég ætla nú ekki að eyða púðri konseptið,“ segir Kjart- an. Eins og áður sagði hefur Listaskálinn verið lokaður frá því um áramót en þá hafði hann ein- ungis verið í rekstri í eitt og hálft ár. „Reynslan hefur sýnt að menningarstarfsemi verður að styrkja, hún nær ekki að standa undir sér sjálf,“ segir Einar. „Listaskálinn á í það miklum fjárhagserfiðleikum að hann mun ekki lifa áfram nema til komi aukið hlutafé upp á 20-25 milljónir eða opinber stuðningur. Þetta er mjög sérhæft hús og byggt sem menningarmiðstöð. Þegar ríkisstjómin kynnti í vetur fyrirætlanir sínar um menningarhús á landsbyggðinni, skrifaði ég bréf þar sem ég lagði fram ýmsar hugmyndir en nú er ég búinn að bíða í meira en hálft ár eftir svari frá ríkisstjórninni,“ segir hann. Bæjarstjóm Hveragerðis hefur tekið undir hugmyndir Einars um að gera Listaskál- ann að menningarhúsi fyrir Suðurland og hefur ályktað um að skora á ríkisstjórnina í þá vera. Undir þá áskoran tók Samband sunnlenskra sveitarfélaga á þingi sínu á liðnu vori. Einnig hefur þeirri hugmynd verið varpað fram að sameina Listaskálann og Listasafn Árnessýslu á Selfossi. „Ég lagði erindi fyrir stjórn safnsins og fékk það svar að hún væri tilbúin að ræða þann möguleika," segir Einar. Hver sem framtíð Listaskálans verður fagn- ar hann framtaki listamannanna sem tóku framkvæði að samstöðusýningunni. „Þetta veit- ir mér svolitla uppreisn æra og andlegan styrk í minni baráttu. Þessi sýning er annaðhvort svanasöngur Listaskálans eða upphaf að kröft- ugu starfi hér,“ segir Einar. Sýningin hefst í dag ki. 14 með ávarpi Tryggva Gíslasonar, skólameistara á Akureyri, og kl. 15 verður dagskrá Ljóða- og djass-hóps- ins. Karl Guðmundsson leikari les ljóð eftir Matthías Johannessen og Jóhann Hjálmarsson les eigin ljóð. Leikin verður tónlist eftir Carl Möller, sem einnig leikur á píanó ásamt Guð- mundi Steingrímssyni á trommur og Ómari Ax- elssyni á bassa. Sýningin er opin daglega kl. 13-18 en henni lýkur 1. ágúst. Verkin era öll til sölu. Lista- mennirnir sem eiga verk á sýningunni era: Anna Jóa, Arnar Herbertsson, Baltasar, Bene- dikt Gunnarsson, Björg Þorsteinsdóttir, Björg- vin Haraldsson, Bragi Ásgeirsson, Daði Guð- bjömsson, Einar Baldvinsson, Einar Hákonar- son, Einar Þorláksson, Eiríkur Smith, Elías B. Halldórsson, Eyjólfur Einarsson, Gísli Sigurðs- son, Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur Ár- mann Sigurjónsson, Guðný Kristmanns, Guð- rún Einarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Hafsteinn Austmann, Harpa Bjömsdóttir, Haukur Dór, Helga Magn- úsdóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Hulda Hákon, Ingibjörg Hauksdóttir, Jóhanna Bogadóttir, Jón Axel, Jón Óskar, Jón Reykdal, Kjartan Guðjónsson, Kjartan Ólason, Kristbergur Pét- ursson, Kristín Geirsdóttir, Kristinn G. Jó- hannsson, Kristján Davíðsson, Lísbet Sveins- dóttir, Magnús Kjartansson, Margrét Jónsdótt- ir, Margrét Sveinsdóttir, Matthea Jónsdóttir, Óli G. Jóhannsson, Ólöf Oddgeirsdóttir, Pétur Gautur, Pétur Halldórsson, Rut Rebekka, Sara Vilbergsdóttir, Sigtryggur Bjami Baldvinsson, Sigurbjörn Jónsson, Sigurður Magnússon, Sig- urður Örlygsson, Sigurður Þórir, Sigurður Vil- hjálmsson, Soffía Sæmundsdóttir, Tolli, Val- garður Gunnarsson, Vignir Jóhannsson, Viktor Cilia, Þórdís Rögnvaldsdóttir og Þórður Hall. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JÚLÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.