Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 4
SPEGILL TÍMANS - SÍÐARI HLUTI AÐ LIFA ÞAR TIL VÉR NENNUM ÞVl EKKI LENGUR ÞJÓÐFÉLAG nítjándu aldar er nútímamanninum óþekkjanlegt nema af heimildum. Að sama skapi kæmi samfélag okkar hin- um almenna 19. aldar borgara undarlega fyrir sjónir, og breyt- ingamar hér á landi síðustu ára- tugi eru t.d. svo miklar að kalla má byltingu; Vélvæðing landbúnaðar og fisk- vinnslu, vatnsveitum komið á fót, vegir bundnir slitlagi og hringvegur lagður umhverfis landið. Flugvellir og hafnir hafa verið hátæknivædd og nú er stærstur hluti íslenskra húsa hitaður með jarðhita. Heilbrigðiskerfið hefur tekið stökkbreytingum og lífaldur snarhækkað, og menn ganga um með hjarta og nýra annars manns ef þeirra eigin skyldu ekki fúnkera rétt. Margar fjölskyldur eiga tvo, þrjá bíla, ná um þrjátíu sjónvarpsstöðvum inn á heimili sitt og eru með mörg símtæki. En hvað sáu menn fyr- ir um framtíðina fyrr á þessarri öld, og hvemig litu þeir samtíma sinn? Guðmundur Finnbogason skrifar í Skími 1935 útdrátt úr enskri bók um tækni og vísindi, sem þá var nýkomin út. Þar segir m.a.: „Og nú er svo komið, að flestar mannlegar athafnir færa á ringulreið og rækjust á og félagslífíð út um þúfm-, ef allar klukkur veraldar hyrfu á svipstundu úr heiminum. Menn verða að vita, hvað klukkan slær, til að lifa. Iðnríki nútímans kæmust betur af án kola, jáms og eirs en án klukku.“ Klukkan og tíminn era þó ekki einráð um ör- lög manna, því tölumar era að sigra heiminn líka: „Menn fóra jafnvel að hugsa um ný flugtæki og ný vopn til að yfirvinna fjarlægðimar. Þetta nýja viðhorf fékk áhrif í vinnustofum, skrifstof- um, í her og bæjum. Hraðinn óx, stærðimar uxu. Hugsunin steypti sér út í tómið og beindi vængjum til flugs. Skallaflug talnanna hófst. Tölumar komust til valda í mælingu tímans, í verzlun, í hemaði; og loks þótti ekki um neitt nema það yrði tölum talið.“ Menn veltu gjaman fyrir sér hvemig ætti að fæða allan þennan skara sem sífellt bættist við tölu jarðarbúa - Lesbók Morgunblaðsins sept- ember 1954: Hvemig fara mun „Vegna sívaxandi fólksfjölgunar á jörðinni mun að því reka, að hver blettur verður rækt- aður... Þá verður horfið að því að afla meiri matvæla úr sjónum heldur en verið hefur. Ég býst við að menn stofni þá fiskabú og reki þau aJveg eins og þeir reka kúabúin núna. Þá girða menn stór sjávarsvæði og ala þar upp fisk til slátrunar, alveg eins og annað kvikfé. Þá fær nafnið sjávarbóndi alveg nýja merkingu...“ „En þegar þetta dugir nú ekki til þess að fæða mannkynið, þá mun koma til kasta efna- fræðinganna að fmna upp sérstakt efni, sem blandað er í mat og hefur þau áhrif að draga úr viðkomu mannkynsins." „... mörg þau veikindi, er hrjá mannkynið, stafa af vírasum... Innan fárra ára mun hafa tekist að þekkja alla þessa vírasa og finna upp vamir gegn þeim.“ * „Fyrir nokkram áram vora geimfarir, tungl- flaugar o.þ.h. talið heilaspuni og firra, sem eigi kæmi öðram að gagni en myndasöguteiknur- um, sem létu söguhetjur sínar ferðast til ann- arra hnatta,“ segir í Fálkanum árið 1960. „En svo komu rússnesku spúttnikkamir og heimur- inn glaðvaknaði, eins og við fyrstu atóm- sprenginguna. Flestir urðu agndofa þegar þeir lásu um fjarlægðimar og hraðann, sem hér var um að ræða, og töluðu varla um annað í nokkra daga. En maðurinn er ótrúlega fljótur að venj- ast því, sem furðulegt þykir í fyrstu. Við eram orðnir sljóvir fyrir gervihnöttum og eldflaug- um síðustu tvö árin, og gleymum fljótt, þó nýr gervihnöttur fari að sveima um geiminn... Það er samkeppni milli Rússa og USA á þessu sviði, og Rússar hafa haft betur hingað tO, svo að ætla mætti að þeir yrðu fyrstir til að senda mann út í himingeiminn - og leggja undir sig allt sólkerfið, sem við teljumst til.“ * Bjöm Franzson skrifar um kjamorkuna í TMM árið 1945: EFTIR HALLDÓR CARLSSON „SKEMDUR matur“ er auðvitað óhollur, en 1933 kemur kæliskápurinn til bjargar. Og hann þarf enga pössun! TÆKNIN lýsti upp myrkur gamals tíma. Um síðustu aldamót fjallaði Austri um uppgötvun fransks læknis, sem „sje hvorki meira né minna en í því innifalin að leggjg gömlu Elli að velli, en ekki treystist hann þó til að útrýma algerlega dauðanum". Hann sagði: ellin og hrumleiki ó rót sína að rekja til Dess að rán- cellurnar verða líf-cellunum yfirsterkari og eyðileggja líffærin/' „Orka þessi er í sannleika óþrjótandi. Takist að beizla hana til friðsamlegra framleiðslu- starfa, verða allar hinar aðrar orkulindir manna í raun og vera óþarfar og verðlausar. Að vísu má búast við því, að enn líði nokkur ár, þar til er svo er komið, en að þessu rekur, áður en mjög langt um líður, - nema því aðeins að auðvaldi því, sem á kolanámur, olíulindir, raf- magnsstöðvar og aðra orkugjafa í ýmsum lönd- um heims, takist að koma svo ár sinni fyrir borð, að þessum uppgötvunum verði stungið undir stól, eins og svo mörgum öðrum, sem líka vora tO, að skerða mundu einkagróða þess, en það mun þó tæplega takast að þessu sinni, og er tilvera Ráðstjómarríkjanna ein helzta ástæða þess.“ * Það vora ekki bara dagblöðin sem sögðu frá merkilegum nýjungum. Ymis landsmálablöð litu til annarra heimssvæða eftir innblæstri, og blað eins og Austri frá Seyðisfirði, sem ætla mætti að fjallaði alla jafna um hreppapólitík, var í raun oft ótrúlega framsýnt. Heimssýning- in í París var langt í frá það eina sem heillaði menn um síðustu aldamót: Utan úr heimi „Sumir prestar í New York bjóða söfnuðum sínum auk prédikunar upp á hljóðfæraslátt, söng ungra stúlkna og jafnvel hnefaleik fyrir framan altarið...“ „Hugsandi væri eptir því fyrir hina íslenzku presta, að gjöra eitthvað til þess að hæna fólk að kirkjunum..." * Alls kyns töfralækningar era vinsælt efni í blöðum og tímaritum, og um alda- mótin síðustu fjallaði Austri um nýja uppgötvun fransks læknis, „sem sje hvorki meira né minna en í því innifalin, að leggja gömlu Elli að velli, er Ása-Þór fór þó á hné fyrir. Reyndar treystist Metschnikoff ekki til að útrýma al- gerlega dauðanum, en lengja ætlar hann sér til muna mannsævina og einkum að yngja mannkynið upp, svo allur ellilasleiki hverfi. Eptir kenningu Metehnikoffs eigum vér að geta lifað í fullu fjöri og ung- dómskrapti, þar til vér nennum því eigi lengur og eram orðnir þreyttir á armæðu og umstangi lífsins..." „... ellin og hramleiki á rót sína að rekja til þess, að rán-cellumar verða líf-cellunum yf- irsterkari og eyðileggja líffærin, heilann o.s.frv.... Hefir Metchnikoff þegar fundið það „seram“, er varðveitir og styrkir hinar heilsusamlegu rauðu blóðagnir...“ „Er því það sem þegar er fengið við þessar rannsóknir heldur nota- sæl jólagjöf til mannkynsins. Og enn hefir Metschnikoff góða von um að finna fleiri „seram“ í þessa átt.“ * Sama blað segir nokkra síðar frá undralyfi við áfengissýki: MEÐAL GEGN DRYKKJUSKAP hefir kenn- ari... við læknaskólann í Parísar- borg fundið núna um jólaleytið síðastliðið..." „Ef menn venja sig á þann óvana að neyta þess, þá fer svo á endanum, að maðurinn á ómögu- legt með að neita sér um nautn alkóhólsins. En nú hafa læknar þessir fundið að þetta eitur myndar í blóðinu þær svo nefndu „stimulinur", nokkurskonar gagn- eitur (antitoksin) gegn alkóhól- eitrinu. Þegar þessu gagneitri er spýtt inn í aðra líkami, veitir það líf- færunum krapt til þess að standa á móti alkóhól-eitrinu." Síðan er því lýst hvernig hrossum var gefið alkóhólblandað fóður þar til þau voru orðin háð eitrinu og: „Læknamir vöndu nú fleiri skepnur á nautn alkóhóls, sem þær urðu mjög gráðugar í. Svo spýttu þeir anti-æthyl- in inn í þær, og brátt fengu þær svo mikinn viðbjóð á alkóhólinu, að þær drápust fyr af sulti en drekka eða eta þá fæðu, er var blönduð alkóhóli." Lyfið er svo að sjálfsögðu reynt á „f GAMLA daga Ijetu drykkjumönnum: þær meistarana mála »••• bratt toku drykkjumenn sig. Nú mála þær sig þessir að fá mesta viðbjóð á öllu sjálfar." alkóhóli og fengu góða matarlyst TriTTl £k TBB' JL MlæJJ iJrjih FIUGÍDAUIE kœliskápar cru nauðsjTjlcgir á hvcrju heimili, til aÖ verja hverskonar matvaeli skemdum. öllum aetti aS vera Ijóst, að skermlur rnatur er óboll- ur, að fieygja mat vegna skernda kostar hcimiliu mikið fé árlego. FIUGIDAIKE katliskápur er þarfur hlutur og ekki dýrari en svo, að flestir gela veUt sér imna. Skápurinn sparar lieiinilmu verð sitt á stutlum tima. FKIGIDAIKE gengur fyrír mfmagni og eyðlr sárulitl- um straumi, þarf enga póssun og er mest sddi og öbyggi- legasli ktdískáptir sem þekkisl. FRIGIDAIRE cr venjulega fyrírliggjandi hér á staön- um. Spyrjíst fyiir um verð og skoðið gcrðímar. GENERAL MOTORS. — FRIGIDAIRE. Aðalurahoð ú islundi; Jóh. Ólafsson & Co. K c y Ic j a v f k. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 31. JÚLÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.