Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 5
og frískuðust bæði á sál og líkama. En á hrein- um víntegundum og öli fengu þeir enga óbeit.“ „Hið útlenda blað, er þetta er tekið eptir, álítur þessa uppgötvun sannreynda og einhverja hina merkilegustu er vísindamenn hafa gjört á þessum síðustu árum.“ * En ef hollráðin hér að ofan skyldu ekki duga má þó alitaf reyna hreina skelfingu. Bjöivin Hólm skrifaði um miðjan sjöunda áratuginn í Morgunblaðið: Dauðahræðsla læknar áfengissjúka „Nýjasta aðferðin til að lækna áfengissjúka er að gera þá dauðskelkaða. Vísindamenn hafa komist að því, að eftir skelfinguna missir sjúk- lingurinn allan áhuga á áfenginu...“ „Sjúklingnum er geflð lyf, sem lamar alla vöðva hans og hindrar það, að hann geti andað. Lömunin... er svo hræðileg, að alkóhólistinn heldur að hann sé að deyja. Aðferðin reynist mjög vel...“ ... Nokkrir áfengissjúklingar byrja að drekka aftur, þrátt fyrir meðferðina. Fyrir þá, álíta vísindamennimir, hefur dauðaskelkur- inn ekki verið nógu öflugur." * Árið 1961 færir Vin Hólm okkur nýjustu tíð- indi úr heimi læknavísindanna í Fálkanum: „Læknar vinna ötullega að því að fínna leiðir til þess að hægt sé að sldpta um lúm líffæri, sem endast manninum til æviloka. Arið 1971 verðin- mögulegt að sjá megi varahlutaverslan- ir þar sem hægt er að fá alls kyns tæki til að bæta hold og bein, segir læknir sem hefur unn- ið mikið að rannsóknum á þessu sviði.“ * Fréttir á borð við þessa birtast a.m.k. viku- lega í dagblöðum enn þann dag í dag, og yfir- leitt bregst ekki að þeim fylgja flóknar rök- færslur... Morgunblaðið 1964: „Rannsóknir á gáfnafari barna virðast benda til þess, að böm sem fæðast um vor eða sumar séu betur gefin heldur en börn sem fæðast um haust eða vetur...“ Og Úrval greinii' frá því að árið 1949 hafi gefist vel að „auka greind fávitabama með því að gefa þeim glútamsým...“ og að tilraunir í þá vem hafi „sýnt mælanlegan árangur". * í Lesbók Morgunblaðsins í ágúst 1926 er að finna ferðasögu Islendings um Italíu, og margt verður á vegi hans, m.a.: Þad besta Scandla elilvélar, Svendborgar þvottaþottar. ^rimr H. Biering, Laugaveg 3„ Sími 4550. NÝJASTA nýtt haustið 1933. var lagt fyrir breska þingið og Vísir skrifaði ár- ið 1911: Umbætur á almanakinu „Við þetta bera vikudagamir ætíð upp á sömu mánaðar dagana og er það hið mesta hagræði. Páska dagur sje 14. apríl og jóladag- ur mánudaginn 1. ágúst.“ „Kaupmenn og iðn- rekendur taka þessum breitingum mjög vel.“ * ísafold 23.5.1915: Frá furðuströndum. Merkileg skeyti. Ný uppgötvun „Eitt af því, sem sálarrannsóknir síðari tíma hafa sannað, er hugsanaflutningurinn eða hug- skeytið. En hvem veg hugsanimar berast, hafa menn eigi vitað... Nú hafa sumir hallast að þeirri skýring, að hið leynda afl, sem flytji hug- skeytin, séu bylgjur í eterum...“ „Tók Mr. Wil- son nú að hugsá upp og búa út rafmagnsvél að ýmsu leyti svipaða þeim, er notaðar era við við- töku loftskeyta...“ „Vélina hefir hann nú gert, og eftir margra mánaða stöðug heilabrot og stöðugar tilraunir er hann farinn að fá merki- leg skeyti í næturkyrrðinni..." * Tímaritið Úrval geymir margat' merkar heimildir um stórhuga áform á sviði tækni og vísinda, og eftir þessari klausu að dæma, frá árinu 1950, virðist Wilhelm Reich ekki hafa verið sá eini sem gerði tilraunir til að hafa áhrif á veðurfarið, en þetta er tekið úr viðtali við veðurstofustjóra Bandaríkjanna: „Markmið tilraunanna er að fá úr því skorið ótvírætt hvort hægt sé að framkalla rigningu. Eina leiðin til þess er að gera tilraunir í all- langan tíma á sama stað og athuga niðurstöð- umar nákvæmlega. I Flórída ætlum við að dæla joðsilfri upp í loftið sex klukkustundir í einu með sex klukku- stunda millibili, ef til vill frá reykgeymum niðri á jörðinni. Þannig munum við halda áfram í nokkrar vikur. Ef til vill gemm við sams konar tilraunir með kolsýmsnjó..." * Sama ár birtir Úi-val brot úr hugleiðingum ungverska rithöfundarins og stríðsfangans Ai-thurs Köstlers, en þar fjallar hann um út- rýmingu þjóðareinkenna. Úrval 1950: Öld mótsagnanna (Arthur Koestler) „A tímum þegar við ferðumst með hraða hljóðsins og tölumst við með hraða ljóssins, ÞESSI sápuauglýsing britist í Morgunblaðinu í júlí 1923. TUTTUGU og fimm krónur kostaði klukkutíminn hjá Steindóri í september 1923. |B—,"Í-Í ..........—~——......................... S Hver skyldi. hafa trúað fyrir 25 ðram að hægt væri að I komast austur i Skeiðarjettir og standa þar við i 25 I klukkutima íyrlr aðeins 25 krönur báðar leiðir og / I það i hinum ðgœtu Steindórs blfreiðum. Það hefðu þótt galdrar. Ha! Parttið far i tima. Símars 581 (tvær Ilnur). Bifreiðastððin er í Hafnarstræti 2. Laugawegs Apóteki. Fallegt fólk „En mest var mjer þó starsýnt á kvenand- litin, einkum í Milano, Róm og Neapel... Að- eins þótti mjer það ljóður á þessum Marí- um, að þær lituðu sig alt of áberandi í fram- an. Varimar vom rauðar eins og lakk, og mjer var sagt, að þessi litur smitaði frá sjer og karlmenn yrðu eins litir um munninn, ef þeir kystu dömumar. Jeg sá það líka, þegar þær borðuðu með okk- ur í vögnum og gisti- húsum, að varimar upplituðust. Tóku þær því að snæðingi loknum upp úr pússi sínum spegil og tilfærur og lituðu sig á ný. Það er ekkert tiltökumál á Ítalíu og verður heldur ekld í Reykjavík innan skamms. Fjelagi minn, Dr. Reinsholm, sagði: „í gamla daga Ijetu þær meistarana mála sig. Nú mála þær sig sjálfar." Enginn sköllöttur ÍEngur. Rcynslan er sönnvm; Kf þjer JKtUð iiiuu á- gæta RÓSÓL-HÁRELEK- ÍR várSvcitið >jer ckki 'luír. wuv þjcr ivöfiC, Uddur sj&tð j*j«r það ttukast, RÓSÓL-IIÁR* ELEXÍJl HfjrJtir- bárræt- iwnsr og cykUr þauaig þjetHeiktt og fegurí liárs- uis, •— RÓSÓL-HÁHELEXIR cr ntcrkt *.ótekv«ikjK- kreinxnixli. c.g v*>r því. h«ri3 fyrir Ji4r»jt\kd«ira- ÞK 'cyðíf þeiui kvilhnu «• þegar fyrhfiu»,T*t. RÓSÓL-HÁRELEXiR cyöir allri flötcu, i.reius- ar liám'itiiin og liokuwr jmrrot t>g hármiwd. í5jer- liver jw.ö vtH fá uiikið otr íallngt liár og vun Jelð t'oFðast skall^, uotur RÓSÓL-HÁRELEXÍR. — Á cftir Jiárskurðí og liárþvotti jsr RÓSÓL-HÁEELEXIR nlvcg úiiiis.amli xi>kum siima i>(')ttkvi!Íkjti (IrcpöiuU ilieíilt'ika. RÓSÓL-HÁRELEXÍR vr ölíuui JiMUcÍNyvilegtu- mjh tuma lallcgu og miklu hári. —- Fœst í lietid- og smásöiu 1 ÞAÐ hefur verið hart slegizt um rafmagnsperurnar, því aðeins nokk- ur hundruð stykki eru á boðstólunum í ársbyrjun 1933. Bésta sápan r;ein*t-á: Krlstalsápa (■ vwitstd ■ fíBSt i , tunnum, bölum og dósum. Kaupið hana eingðngu. berast menningarleg áhrif vítt og breitt, þau seytla í gegnum gijúpa skilveggina, pei’sónuleg sérkenni hverfa, og ein og sama menning með samhæfðum lífsháttum ryður sér til rúms um allan hnöttinn..." „Við höfum nú eignast eins- konar esperantóbyggingarlist, sem gerir okkur næstum ókieift að þekkja hin nýju hverfi Tokyo-borgar frá samskonar hverfum í Stutt- gart eða Höfðaborg. Sömu hússkrokkar úr stáli, steinsteypu og gleri rísa í Zurich og Nýju Delhi...“ „Vinsælasti næturklúbburinn í geishahverf- inu í Kyoto heitir „Brigitte Bardot Bar“. I eyr- um ferðamannsins, sem fer með áætlunarbíln- um klukkan fimm um morguninn frá flugvellin- um í Bangkok til miðju höfuðborgarinnar, glymui' amerískur jasssöngur... Um eyðimerk- ur Arabíu þjóta kádiljákar, og handavinna eski- Hreins kr>istalsápa. ÞAÐ væri öðru vísi um að litast, ef allir hefðu notað þetta undrameðal, sem kom á markað sum- arið 1923!! * Stuttu eftir aldamót höfðu menn uppi háleit áform um að breyta almanakinu algerlega. Attu að vera 364 dagar í árinu, átta mánuðir áttu að innihalda þrjátíu daga en fjórir mánuð- ir þrjátíu og einn. Svo langt gekk að frumvarp 15 og 25 watt á 0.90, 40 watt á 1.00, að elns nokíor bondrnð stykkl. ■ *■ móanna á flugvellinum í Anchorage í Alaska ber sama stimpil „hins síðara Woolworthtíma- bils“ og plastlílmeskin af Krishna, sem tilbeðin em á indverskum heimilum...“ „Einu gildir á hvaða útvarpsstöð á hnettinum maður stillir á kvöldin, maður getur verið næst- um viss um... að úr tækinu streymi hljóðrænn hrærigrautur þannig tilreiddur, að hann full- nægi vissum frumþörfum tilfinningalífsins: sefjun lagasyrpunnar, sætíeiki vælusöngsins og rokk og jass, ýmist í merki bægslagangs eða kynóra." „Straumurinn í átt til einhæfrar menningar um allan hnöttinn er óstöðvandi, hvort sem okluir líkar betur eða verr.“ I grein, sem Úrval birti árið 1955, eftir breska rithöfundinn J.B. Priestiey, veltir hann þessu sama fyrir sér og skrifar um fjöldafram- leiðslu menningarafurða: „Glöggt dæmi þessarar þróunar má sjá í íburðarmiklum og óhóflega dýmm Hollywood kvikmyndum, sem afskræma af ráðnum hug sögu, vísindi og ævisagnir, unz sérhver ein- feldningur í hverjum bandarískum smábæ get- ur skilið þær alveg áreynslulaust." Dagblöð 6. áratugarins virðast að mati Priestleys „höfða tii miklu lægra vitsmunastigs en þau áður gerðu, þrátt fyi-ir alla fræðsluþætt- ina... og þegar verst lætur, virðist þessi nýja tegund lýðmenntunar valda eins konar dranga- kenndri sefjun“. Menningin er orðin litlaus, segir Priestley. „Fólk kann að vera hreinlegra, snyrtilegra og jafnvel hóglátara en áður var títt, en það virðist einnig vera heimskara, innantómara, eins og skapfestan sé tekin að þverra.“ Vélaverk valdsins og vísindamenn em ekki 06(34: „Þeir era nú svo önnum kafnir við að prófa, mæla og sundurgreina baðvatnið, að þeir muna ekki eftir því, að þeir hentu baminu út um gluggann." En ekki em allar breytingar böl eitt, því Morgunblaðið talar árið 1946 um „nýjan svip á daglega lífið“ og hughreystir íslenskar hús- mæður með alls kyns nýjungum sem framtíðin muni færa þeim tii þægindaauka og hagræðing- ar: „í framtíðinni verður ljós í híbýlum manna með þeim þaj-flega eiginleika, að það drepur alla gerla. Menn þurfa ekki annað en að skrúfa ljósapem í lampastæði í baðherberginu sínu til að fá sjer sólbað. Uppþvottur á matarílátum verðm’ með öðram hætti en áður tíðkaðist. Óhrein matarflát verða sett inn í þartilgerðan skáp, sem þvær og þurrkar leirinn og hnífapör- in. Sorpflát verða óþörf, því úrgangi öllum frá heimilum verður eytt með því að þrýsta á raf- magnshnapp." „Sumar af þessum uppfyndingum eiga langt í land til að verða að almenningseign, en aðrar koma á markaðinn á þessu ári.“ * Að lokum: I „Aldamóta-rollu", safni vísna eftir „Plausor" nokkum frá síðustu aldamótum, koma markverðar breytingai' á þjóðfélaginu vel fram: Virkjun vatnsfalla, ljós í hverjum kima og nýtilkomið upplýsingasamfélag, þar sem allir geta lært hvað sem er og hið dular- fulla er á undanhaldi: Djöflatrúin dó úr heimi, draugar urðu hvergi’á sveimi, hvarf því flest sem hræddi menn, álfar, mórar, skrímsli’og skottur skutust burt en mýs og rottur felast þó í fylgsnum enn. Því, sem áður enginn kunni og ei fannst þá í vísdóms-brunni, ausið er nú í almúgann, svo ekki'er hægt þar á að gizka hve afskaplega mikil vizka í veröldinni verða kann. Nú er bjart í hverri holu, hvergi’er týra á grútarkolu, þosin kveikja fossar fríð; fossar kunna flest að vinna, fossar tæta ull og spinna ef vantar bændur verkalýð. Undii' mynd af Marsbúa í fyrri hluta greinarinnar „Spegill Tímans" í Lesbók Morgunblaðsins sl. laug- ardag sagði að Spegillinn hafi gert „ráð fyrir að ver- ur frá öðrum hnöttum mundu flykkjast hingað...“, en það er ekki rétt. Spegillinn var að gera grín að um- ræðum manna á meðal um hvort hægt væri að ná út- varpsbylgjum utan úr geimnum og eins tilraunum til að senda hljóðmerki út í geiminn í von um að þau yrðu numin af einhverjum framandi verum. Ekkert bendir hins vegar til þess að menn hafi verið að bíða eftir heimsóknum Marsbúa hingað til lands, eins og sagði í myndatextanum. [Greinarnar eru af margvíslegum uppruna; þýddar, staðfærðar, stolnar, snaraðar o.s.fiv. Oft er höfundar ekki getið, og stundum er eins og um e.k. bræðing úr erlendu blaði og hugarheimi höfundar sé að ræða. Ég hef stytt sumar greinar þar sem koma fyrir óþarfa lopateygingar, iöng mannanöfn og ættfræði og ansi nákvæmar útskýringar.] Höfundor starfar við fjölmiðlun. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JÚLÍ 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.