Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 11
ar við daglegan rekstur voru einstaklingar úr röðum aðalsættanna. Samfélagið var stéttskipt og sáu aðalsættir hvers þorps, undir forystu öldungaráðs, um daglegan rekstur þess en öld- ungaráðið var aftur ábyrgt gagnvart yfrrhöfð- ingjanum og ráðgjöfum hans. Minni þorpin greiddu skatt til höfuðþorpsins sem rann til reksturs alls samfélagsins og tíl að halda uppi sameiginlegum her til að verjast og ráðast á óvinaþjóðflokka. Innan hvers þorps sáu ætt- leggir undir handleiðslu eldri kvenna um að ala önn fyrir ættmennum sínum og viðhalda regl- um og siðum samfélagsins í hvívetna. Lendingarstaður de Sotos í Charlotte Bay var rétt fyrir ofan land Kalúsanna en fyrir norðan þá bjuggu hinir tiltölulega friðsömu Tímúkúar. Tímúkúar voru í raun bandalag Arawakan-mælandi þjóðflokka sem viður- kenndu yfirhöfðingja máttugasta þjóðflokks- ins sem yfirhöfðingja alls bandalagsins. Frá Charlotte Bay stefndi de Soto beint norður inn í þéttbýlt landsvæði Tímúkúanna þar sem hann óð þorp úr þorpi rænandi matvælum og öðrum verðmætum. Þeir Tímúkúar sem and- mæltu voru drepnir, pyntaðii’ eða limlestir með því að höggva af þeim hendur eða fætur. Höfðingjar þorpanna voru látnir þjóna sem leiðsögumenn á meðan þeir kai-lmenn sem til náðist voru settir í hálsjám og hlekkjaðir sam- an til notkunar sem burðarmenn, á meðan kvenfólkið var notað til að svala kynlífsþörfum leiðangursmanna. Að lokum brenndu Spán- verjamir þorpin þegar þeir yfirgáfu þau. Fljótt fóm frásagnir af villimennsku hinna ókunnu manna að berast um byggðir Túnúkúa og sáu margir höfðingjanna það eitt tU bragðs að yfirgefa þorpin og koma fólkinu í ömggt skjól, á meðan stríðsmennirnir gerðu sem þeir gátu gegn þessum hræðUega nýja óvini. Að- ferðir þeirra tU þess fólust í skæruhemaði því Spánverjamir áttu auðvelt með að gjörsigra þá á opnum vígvelli með hestum sínum og hundum. I skærahemaði vora Tímúkúamir skeinuhættir og felldu þeir og afhöfðuðu þá conquistadora sem hættu sér út í skógana en ef indíánamir hættu sér út á opið svæði voru þeir Spánverjunum auðveld bráð. Hvert sem Spánverjarnir komu byrjuðu þeir á því að handsama höfðingjann og aðra ráðamenn, sem síðan vora spurðir hvar auð- ugasti og stærsti þjóðflokkurinn með mestu gull og gersemarnar væri staðsettur. Félli þeim svarið í geð var höfðinginn látinn vísa þeim leið að því landi en ef þeim likaði ekki svarið var hann annað hvort drepinn eða lát- inn þræla með öðram herteknum löndum sín- um sem burðarmaður. Líf og dauði fór eftir aðstæðum hverju sinni því í augum de Sotos og fylgdarmanna hans voru indíánamir ómennskar verur sem geri mátti hvað sem var við. Ef de Soto stóð nauðuga leiðsögu- menn sína að því að leiða Spánverjana viljandi út í ógöngur, voru hundamir stundum látnir rífa sökudólgana í sig til viðvörunar þeim indíánum sem á horfðu. Því lengra sem de Soto fór inn í lönd Tímúkúanna því harðari varð mótstaðan þeg- ar indíánamir lærðu hvernig best væri að berjast við Spánverjana. Eftir að hafa misst 16 menn við árangurslausa leit að yfirhöfð- ingja Akúera-Tímúkúanna, hraðaði de Soto sér út úr landi þeirra. Síðasti Tímúkúaþjóð- flokkur sem de Soto rakst á voru Yústagar sem hann taldi vera ábyrga fyiár dauða Pán- filo de Navarez og manna hans 10 árum fyrr. Til að launa þeim þann verknað lét de Soto menn sína slátra öllum þeim Yústögum, karl- mönnum, konum og börnum, sem þeir náðu til. Hversu marga Yústaga conquistadorarnir myrtu er ekki vitað með vissu, þar sem ann- álsritarar leiðangursmanna voru þöglir sem gröfin um umfang þeirra fjöldamorða. Eftir drápin á Yústögunum hélt de Soto áfram ferð sinni yfir Aucillaána og inn í lönd hinna Muskhogean-mælandi Apalacheeía. Mótstaða indíánanna varð nú enn meiri því Apalacheeíar vora mun herskárri þjóðflokkur en Tímúkúarnir. I höfuðþorpi Apalacheeía, þar sem nú er Tallahasseeborg, hafði de Soto vetursetu í 6 mánuði en allan þann tíma rændu Spánverjarnir nærliggjandi héröð. Stöðugar skæraárásir Apalacheeíanna um veturinn sannfærðu de Soto um að tími væri kominn tO að halda ferðinni áfram og um leið og voraði héldu conquistadorarnir yfir Chattahoocheeána og út úr landi Apalacheeí- anna. Næstu vikur þrammaði leiðangurinn yf- ir landsvæði sem í dag er hluti af Georgíuríki. Þar fréttu þeir af voldugu og auðugu ríki í norðaustri sem staðarmenn höfðu lengi átt í útistöðum við. Þó svo conquistadoramir hefðu ekki mætt neinni sérstakri óvináttu indíána- þjóðflokkanna í Georgíu, skildu conquistador- amir samt sem áður eftir sig blóðuga slóð rændra og brenndra þorpa sem ýmist eyði- lagði gjörsamlega eða stórskaðaði þá þjóð- flokka sem Spánverjarnir komu nálægt. Eftir erfiða ferð gegnum vegleysur og óbyggðir komust conquistadorarnir að lokum til hins volduga ríkis Kówetanna sem annáls- ritarar de Sotos kölluðu Cofitachequi. Kówet- amir höfðu fengið veður af komu conquista- doranna og áreiðanlega heyrt sögur af fram- ferði þeirra því aldraður kvenkyns yfirhöfð- ingi þeirra hafði komið sér í öruggt skjól og sent unga frænku sína í sinn stað til að mæta Spánverjunum. Jafnframt höfðu allar matar- birgðir þeirra staða sem conquistadoramir áttu leið um verið faldar í þeirri von að Spán- verjarnir yfirgæfu landið fljótar þegar þeir sæju að engu var að stela þaðan. Borin í burð- arstól og umkringd hirð sinni tók hin unga kona (sem annálsritarar de Sotos kölluðu Hefðarkonuna af Cofitachequi) á móti de Soto og mönnum hans er þeir nálguðust höfuðstað Kówetanna, Cofitachequi, við Watereeána í Suður Karólínu. I örvæntingarfullri tilraun tO að fá Spánverjana til að þyrma höfuðstaðnum, bauð hún de Soto fjölda perluhálsfesta að gjöf. Sú viðleitni hafði hins vegar þveröfug áhrif þegar Spánverjamir áttuðu sig fljótt á því að fleiri slík verðmæti gætu verið í ná- grenninu. Þreytan og hungrið eftir langa ferð um vegleysur hvarf eins og dögg fyrir sólu og flýttu þeir sér hver sem betur gat að komast inn í Cofitachequi. Óðir af græðgi rændu þeir matarbirgðir höfuðstaðarins og bratust inn í grafir Kówetanna í aðalmusterishæðinni og rændu þar perlunum af líkunum. Eftir að hafa rænt nærliggjandi þorp og bæi, yfirgaf de Soto Cofitachequi þann 13. maí og tók með sér hina fögru frænku yfirhöfðingjans. Stefna conquistadoranna lá nú í norður meðfram Watereeánni en tveimur dögum síðar við norðuriandamæri Kówetanna var stefnan tek- in í norðvestur inn í land hinna Siouan-mæl- andi Cherawa. I höfuðstað Cherawanna, Xu- ala, tókst Hefðarmeynni af Cofitachequi að sleppa frá conquistadoranum og hafa með sér stærsta hluta þeirra perlna sem Spánverjam- ir höfðu rænt af fólki hennar. Blóðbaðið við Mauvila Frá Xuala hélt leiðangur de Sotos í vestur- átt inn í lönd hinna Iroquoian-mælandi Cherókeea í Appalachíafjöllum. Eftir stutt stopp í byggðum Cherókeea héldu Spán- verjarnir áfram ferðinni og komu þeir í júlí- mánuði loks inn í landsvæði hinna voldugu og auðugu Kúsa í norðvesturhluta Georgíuríkis. Veldi Kúsanna náði til flestra Muskhogean- mælandi þjóðflokkanna sem byggðu land- svæði það sem í dag er Georgía, Alabama og Tennessee. Hinn 26 ára gamli yfirhöfðingi Kúsanna reyndi að gera Spánverjana að bandamönnum sínum gegn óvinveittum indíánaþjóðflokkum og veitti þeim því vel þegar þeir komu til lands hans. De Soto og menn hans nutu lífsins í hinni glæsilegu 4.000 manna höfuðborg Kúsanna. Hroki og yfir- gangur conquistadoranna olli því hins vegar að gestrisni og þolinmæði Kúsanna þvam fljótt og þar kom að lokum að de Soto ákvað að halda ferðinni áfram eftir meira en mánað- ardvöl meðal Kúsanna. Yfírhöfðinginn fylgdi Spánverjunum í suðurátt í gegnum byggðir Hólíwahalía, Tawasa og fleiri bandamanna Kúsanna og skildi hann við þá við ármót Ala- bama og Tallapoosa sem mörkuðu landamær- in milli veldis Kúsanna og óvina þeirra í suðri, hinna herskáu Móbíla. Stuttu eftir komuna til lands Móbflanna mættu Spánverjarnir yfirhöfðingja þeirra, Taskalúsa. Taskalúsa var risi á hæð og kraftalegur og dáður mjög af þjóð sinni. De Soto tók hins vegar Taskalúsa í gíslingu og lét hann leiðbeina Spánverjunum niður eftir Ala- bamaánni, til höfuðvirkis Móbflanna í Mauvila, en þar bjuggust Spánverjarnir við að finna gnægð af vistum. Öraggur um hem- aðarlega yfirburði sína, leyfði de Soto megn- inu af liði sínu að dreifa sér um nágrennið til að ræna og rupla nálægar byggðir. A meðan hélt de Soto áfram ferðinni til Mauvila með þriðjungi liðsins. Mauvila var ekki aðeins þorp heldur öflugt virki og þegar inn var komið hvarf Taskalúsa inn í eitt af húsunum þar. Eftir smá tíma fóra Spánverjarnir að huga að þvi hvað orðið hefði af fanga þeirra og sendi de Soto einn af mönnum sínum inn í húsið sem Taskalúsa hafði farið inn í. Spán- verjinn kom skelfingu lostinn til baka með þá fregn að húsið væri fullt af vel vopnuðum stríðsmönnum. Á því augnabliki streymdi út úr húsunum í þorpinu urmull stríðsmanna sem þegar í stað réðst á Spánverjana. Conquistadoramir hrökkluðust út úr þorpinu og til sléttlendis þar rétt hjá þar sem þeir gátu beitt hestum sínum gegn Móbflunum. Bardaginn gekk fram og til baka frá enginu til virkisins í nokkum tíma þangað til de Soto barst liðsauki frá mönnum sínum sem verið höfðu dreifðir um nágrennið. Þá fyrst fóru Móbílarnir að fara halloka í bardaganum og hröktu conquistadorarnir þá inn í virkið. Eftir vel heppnaða árás á virkishliðið, tókst Spánverjunum að brjótast inn í þorpið. Á móti þeim tóku þúsundir verjenda þorpsins og börðust konur, gamalmenni og böm niður í þriggja ára aldur örvæntingarbaráttu við Spánverjana. Hægt og bítandi sóttu conquistadorarnir lengra inn í þorpið milli brennandi bygginga og stígandi á líkum hinna föllnu. Um síðir náðu Spánverjar fullnaðar- sigri en enginn hinna hugdjörfu Móbfla lifði af því konumar stukku í eldana með böm sín og síðustu stríðsmennimir hengdu sig í boga- strengjum sínum frekar en láta Spánverjana taka sig lifandi. Fjöldi þeirra Móbfla sem féllu í þessum bardaga hefur verið áætlaður milli 3-11.000 manns. Spánverjarnir skráðu í ann- ála sína að einungis 18 þeirra hefðu fallið og 150 særst en raunveralegur fjöldi þeirra hef- ur áreiðanlega verið mun meiri því nokkrum mánuðum síðar skráir ritari de Sotos að helm: ingur leiðangursmanna væri látinn. I spænsku annálunum stendur að „... næstu daga lögðum við [Spánverjamir] nálægar byggðir í rúst og drápum þá karla, konur og börn sem við komum höndum yfir“. Eftir að hafa stundað þessa iðju í heilan mánuð meðan þeir særðu greru sára sinna, héldu Spán- verjarnir áfram ferð sinni og fóra nú i norður- átt upp með Cahabaánni. Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundurinn er með BA gráðu í mannfræSi. TRYGGVI V. LÍNDAL ÞÚ SILFUR- ÖRVA GYÐJA Nýlega fundu menn ör úr silfri á gruggugum botni Thamesár; fískar höfu þar svamlað yfír slýi þaktan málmfleininn allt frá tímum Rómaveldis. Á örina var nafnið ,gkrtemis“ grafíð á fom-grísku á teininn. Það sem vakti mesta undrun var hve fullkomlega mótuð örin var í odd og fanir; svo engin missmíði sáust á þessu heilsteypta skærmelmi. Það er hald sumra að gyðjan sjálf hafí í reiði sinni frá skógum Arkadíu skotið þessu skeyti til viðvörunar villuráfandi Kýbeledýrkendum Hýperbórea eðajafnvel hálfkristnum mönnum; líkt og til hinna vondu Kórintumanna forðum ... Artemis var enda alltaf góð með örvar: Kálaði hún ekki Óríón; sem og dætrum Níóbu öllum með skiivirkum sendingum í brjóstið; með harðneskjubrosi á vör? Sendir hún ekki sitt náðarskeyti til kvenna í barnsnauð? Og er hún ekki (sem vemdari skuggahliða tunglsins) góð tiJ áheita fyrir ástsjúkar stúlkur; efrétt er að farið? Og er það ekki hún sem hefur með bróður sínum (sólguðinum Appóloni) sent yfir mannkynið ótæpilega skæðadrífur drepsótta? Örin er nú varðveitt til sýnis í British Museum: Breska minjasafninu; (ásamt spanskgrænum sjálfsgeltingarkííputöngum áhangenda móðurgyðjunnar Kýbellu; sem einnig fundust þar í Thamesánni). Höfundurinn er skáld og þjóSfélagsfræðingur í Reykjavík. EYRÚN BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR DAGUR FULLKOMN- UNAR Hvítar strendur við mér blasa, ómur hafsins til eyma berst. Þú heldur um mig sterkum höndum, aldrei muntu bregðast mér. Sofnar sólin bak við sæinn, saman liggjum ánægð tvö. Er vaknar dagur fullkomnunar, horfwþú í augu mér. Sameining okkar er sundur vorum, að nýju loksins hafín er. Höfundur er nemi á Selfossi. PYNTINGAR og limlestingar voru snar þáttur í stjórnunaraðferðum VERSLUN var mikið stunduð og notaðist de Soto oft við fangaða inn- Spánverja á 16. öld í Ameríku. fædda verslunarmenn sem túlka. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JÚLÍ 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.