Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 12
SVONA lítur heimasíða Morgunblaðsins út eftir að slóð hennar hefur verið slegin inn á vafrann Shredder 1.0. LISTAVERKIÐ Á TÍMUM GAGNVIRKNINNAR EGAR tölvur eru nefndar á nafn er list ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann, heldur fremur tækni, vísindi og viðskipti. I fyrstu virðist djúp gjá á milli þessara tveggja heima, tölvunnar og listarinnar, en þegar betur er að gáð sést að tölvan er prýðilegt verkfæri, líkt og pensili, píanó eða myndavél. Til er sú grein innan heimspekinnar sem kölluð er tækniheimspeki [e. philosophy of technology] og er hún, a.m.k. á meginlandinu, undir gífurlegum áhrifum frá grein sem þýski heimspekingurinn Martin Heidegger skrifaði um miðjan sjötta áratuginn. Greinin hét Sp- umingin varðandi tæknina og varaði hann þar sterklega við þeim stýrandi hugsunarhætti sem fylgir tækninni. Heidegger benti á að hinn tæknilegi hugsunarháttur sjái fyrst og fremst nytjagildi hlutanna og hvemig þeir geti nýst í orku- eða vöruframleiðslu og missi því sjónar á sjálfri verund þeirra. Þannig myndu menn ekki sjá fegurð Rínar, sem Hölderlin skrifaði Ijóð um, heldur fremur möguleikana á að virkja ána , og umbreyta straumi hennar í rafstraum. I tæknilegum hugsunarhætti miðast allt við að beisla náttúruna, hún er ekkert í sjálfu sér heldur aðeins uppsöfnuð auðlind fyrir okkur mennina að nýta. Heidegger varaði við hinum tæknilega hugs- unarhætti, en hann var ekki á móti tækninni sem slíkri. Það var eðli tækninnar, þ.e.a.s. hvemig hún birtist í gegnum hugsun manns- .ins, sem við þyrftum að standa í gagnrýnu sambandi við. Spurningin sem vakti fyrir hon- um var hinsvegar hvernig við gætum komist út úr þeim stýrandi hugsunarhætti sem hann kenndi við tæknina. í augum Heideggers var listin möguleiki sem getur frelsað hugsun okk- ar frá formandi tæknisýn og veitt okkur skynj- un á hina sönnu tilvist hlutanna. Hún er það tæki sem gefur tilvistinni hljóm, form og inni- hald sem ekki er bundið tæknihugsuninni. * Tímamir hafa breyst síðan Heidegger skrif- aði ritgerð sína. í stað stóriðju, færibanda og fjöldaframleiðslu hugsum við nú um tölvukerfi, erfðafræði, líkingavistfræði, snjallkerfi, vél- menni o.s.frv., þegar orðið tækni kemur upp í hugann. Við búum í síð-iðnaðarsamfélagi eða upplýsingasamfélagi þar sem framleiðsla og neysla á upplýsingum, en ekki vörum, er viða- mesti þátturinn í lífi okkar. Listin hefur einnig breyst. Heidegger var rómantíker og það var ekki list framúrstefnu samtímans sem hann sá sem bjargvætt, heldur fremur málaralist Cézannes og Van Goghs, eða ljóðlist Rilkes og r Hölderlins. Framúrstefnan eða avantgardism- inn var of sjálfhverf, abstrakt og hugmynda- fræðileg til að endurspegla raunveralegt eðli hlutanna. Vegna þessara breyttu aðstæðna er þörf á að endurhugsa hugmyndir okkar um tæknina og í dag eiga sér stað mikil umskipti og þróun innan tækniheimspekinnar. Tæknin er ekki lengur annað hvort bindandi afl sem stýrir því hvernig við hegðum okkur í lífinu, eða frelsandi fyrirbæri, sem beislar náttúrana og vinnur fyr- ir okkur. Þegar komist er handan slíkrar tví- hyggju opnast heimur þar sem maður, tækni og náttúra standa saman í margbrotnum og flóknum tengslum sem erfítt er að alhæfa um með gildisdómum í ætt við þá sem tíðkast hafa hingað til. Ef horft er fordómalaust á hlutina sést að tölvan er ekki aðeins verkfæri til sköpunar vheldur einnig fjölhæfur miðill, og að auki fyrir- bæri sem bindur heiminn saman í eitt netverk og breytir grandvallarskynjun okkar á tíma og rúmi. Ekki nóg með það heldur er hún nú orðin einskonar sálfræðileg og framspekileg til- raunastofa fyrir mannkynið. í gagnvirkum verkum tölvunnar stöndum við ávallt frammi fyrir vali og þetta val okkar getur haft „alvar- legar“ afleiðingar fyrir framgang verksins. Allt bendir til þess að við munum í framtíðinni fara inn í sýndarveraleikann og dveljast þar við „leik og störf* í nokkra klukkutíma á hverjum degi. Þegar við losum af okkur tækjabúnaðinn og yfírgefum hinn grafíska, stafræna gervi- heim, þá er mjög ólíklegt að við sjáum hinn „raunveralega" heim í sama ljósi og áður. Slík- ar framtíðarspár kunna að virðast skelfílegar og ógnvekjandi eins og flestir hlutir sem eru # framandi og víst er að tækniheimspekinni bíða mörg flókin úrlausnarefni. Stafreen list Tölvan varð strax heillandi sem ritvinnslu- tæki. Ritvélabank og endalausar leiðréttingar hurfu og í staðinn fengum við forrit sem hjálp- uðu okkur við textavinnslu. Þau geta t.d. lesið textann yfír fyrir okkur og bent á stafsetning- arvillur. Hér er hinsvegar um endurmiðlun tölvunnar á hefðbundnum textaformum að ræða. Fljótlega eftir tilkomu tölvutækninnar fóra menn að sjá að hún bauð upp á annan framsetningarmáta á texta, svokallaðan stiklu- texta sem Ted Nelson var einn helsti fram- 4 kvöðull og talsmaður fyrir. Þetta nýja texta- form er afar hentugt fyrir orðabækur, alfræði- bækur og aðrar upplýsingaveitur því að hægt er að setja textann fram ólínulega, en þann möguleika hafði prentmiðillinn ekki. Tilraunir með fagurbókmenntir í formi stiklutexta hafa ekki alltaf heppnast en yfírleitt er um fremur raglingsleg ferðalög á milli textabrota að ræða. Hér er heldur ekki verið að nota möguleika tölvutækninnar tO hlítar en hún býður upp á að hljóð og myndir (kyrrmyndir eða hreyfanleg- ar) séu einnig hluti af verkinu. Að sjálfsögðu er þá um dýrari og tímafrekari framleiðslu að ræða. í þessu sambandi standa Evrópuþjóðirnar betur að vígi en Bandaríkjamenn því listir eru ríkisstyrktar í Evrópu. Sem dæmi má nefna dönsku „bókina" Black Out, skrifaða af ljóð- skáldinu Michael Valeur og framleidd af Dead- line Multimedia. Black Out er gagnvirkt verk, selt í pakka sem inniheldur prentaða bók og þrjá CD-Rom diska. Lesandinn setur diskana í tölvuna og þá opnast heimur á skjánum. Hann stendur inni í herbergi þar sem blóð er á veggjum, úr útvarpinu hljómar undarleg tón- list og þegar gengið er um herbergið sér hann að lokum kvenmannslík liggjandi í rúminu. Verkefni lesandans er svo að fínna hver hann er og hvað gerðist í íbúðinni. Lesandinn getur skoðað í fataskápa, lesið bækur, hringt eða ráfað um í íbúðinni, en þeg- ar hann fer út birtist drangalegur veraleiki næturinnar í lítilli borg. Hann getur gengið um göturnar, hitt fólk, talað við það og tekið neð- anjarðarlest á milli borgarhluta. í borginni era barir, veitingastaðir, kirkja, vændishús og aðr- ir staðir sem lesandinn heimsækir í viðleitninni til að „fínna sjálfan sig“. Alls staðar stendur hann frammi fyrir vali: í glymskrattanum á barnum getur hann valið tónlist, á taflenska veitingastaðnum velur hann rétti og úti í húsa- sundi velur hann hvort hann flýr eða slæst við þrjótinn sem mætir honum þar. Bókin er aldrei sú sama í tvö skipti og reynslan við að lesa hana ekki heldur. Gagnvirkur eiginleiki tölvulistarinnar hefur einnig verið reyndur í tónlistargeiranum. Nefna má margmiðlunardisk Coldcut frá árinu 1997, Let us Play, þar sem hlustandinn gat endurhljóðblandað lögin, horft á myndbönd, spilað Coldcut-leik o.s.frv. Amerísku tónlistar- mennirnir í Emergency Broadcast Network gáfu út verkið Telecommunications Break- down en það er ofúrmeðvitað um heim fjölmiðl- anna og inniheldur endalausar vísanir í aðra miðla sem þeir endurmiðla í verki sínu. Tónlist, texti og myndir blandast í ofgnótt á skjánum í síðari grein sinni um tölvulist ræðir ÞÓRHALLUR AAAGNUSSON um tengsl tækni og listar og þá möguleika sem bjóðast þegar listamenn notfæra sér tölvur í listsköpun sinni. og allt verkið minnir á fagurfræði MTV þar sem klippingar eru hraðar og skilaboðin stutt. Hávaðahryðjuverkamennirnir í Farmers Manual settu á markaðinn verkið No Backup en í því gat hlustandinn/áhorfandinn stjórnað framgangi tónlistarinnar með því að virkja gagnvirkar myndir, texta eða hreyfímyndir á skjánum. Tónlistin er því ekki til sem full- klárað verk tónlistarmannanna, heldur verður hún fyrst til í einhverri mynd við framköllun „hlustandans“. Meistararnir Matt Black og Willi Henshall úr Coldcut sitja hinsvegar ekki aðgerðarlausir og nú hafa þeir sett á Netið tól sem gefur tónlistarmönnum um allan heim kost á að spila saman, - samtímis. Allir geta tekið þátt, það þarf aðeins midi-hljóðkort í tölvuna og nettengingu og gjörið svo vel... (slóð: www.resrocket.com). Veflistaverk geta verið með ýmsu sniði. Frakkinn Jean-Marc Philippe hefur lagt á Net- ið samvinnuverkefni milli sín og hins nettengda heims. A heimasíðu sinni safnar hann saman skilaboðum og bréfum frá fólki hvaðanæva að úr heiminum og verða þau brennd á geisladiska sem síðan verða sendir með gervihnetti út í geim. Sporbaugur hnattarins er þannig reikn- aður að hann mun lenda aftur á jörðunni eftir 50.000 ár. Þeir sem þá koma til með að vera íbúar jarðarinnar munu því geta hlustað á disk- ana því með í sendingunni fylgja einnig leið- beiningar um það hvernig geislaspilari er smíð- aður. (slóð: www.keo.org). Mark Napier er myndlistarmaður sem er óánægður með það hvernig Vefurinn er sífellt notaður eins og um væri að ræða prentaðan miðil. Hönnun á heimasíðum, fjölmiðlum, upp- lýsingaveitum o.s.frv. reynir að líkjast útlits- hönnun tímarita eða dagblaða og það þykir Napier miður. Hann hefur því forritað nýjan vafra, Shredder 1.0, sem endurtúlkar öll html- skjöl á Netinu og framsetur þau sem myndlist með einskonar stafræna klippimyndafagur- fræði. Ur þessu fáum við því hliðstæðan Ver- aldarvef sem er sjónrænn og myndgerir upp- lýsingar í formi texta. (http://potatol- and.org/shredder). I tækniháskólanum MIT í Bandaríkjunum hefur Joanna Mai-ia Berzowska, listamaður með áhuga á expressjónisma, smíðað vef sem rannsakar möguleika tölvunnar í ex- pressjónistískri túlkun. Hún veltir fyrir sér hvaða tjáningareiginleika tölvan býður uppá fyrir listamenn. Því hefur hún forritað fjölda „striga“ sem viðtakandinn málar á með músinni sinni. Hver strigi hefur ólíka virkni, tólin sem maður fær í hendur era aldrei eins og því er niðurstaðan fjölmargar ólíkar myndir. Fyrir Berzówsku vakir að rannsaka „náttúralegt tjáningartungumál" tölvunnar með algóryþm- um sínum og brotajöfnum en um leið að veita einstaklingnum eins mikið frelsi og hægt er. (www.media.mit.edu/~joey/x/x.html). Eitt af mögnuðustu listaverkum Vefsins er heimurinn GINGA (Global Information Network as Genomorphic Architecture) þar sem upplýsingar á Vefnum era rýmisgerðar og framsettar í þrívíddarheimum sem skoðandinn getur brimað um með stýriborði Cosmo Player. Um er að ræða 9 mismunandi upplýsingaheima þar sem upplýsingarnar eru framsettar á ólík- an hátt, allt frá kúlulaga formum og kössum í endalausu rými eða pípulagnanetkerfis til texta í næfurþunnum lögum, sem liggja hver ofan á öðram og hægt er að brima í gegnum og lesa. Skoðandinn getur einnig ferðast um í heimun- um í formi rafgervinga [e. avatars. (Það era stafrænir staðgenglar tölvunotandans inni í sýndarveraleikanum)], og má fara í það ferða- lag með öðram skoðendum því forritið gefur fleiri en einum notanda möguleika á að ferðast um heimana í einu. Þannig geta rafgervingar margra notenda talað saman og skipst á upp- lýsingum. Níundi og síðasti heimurinn er svo grafreitur rafgervinga. Þar liggja lík þeirra í vel skipulögðu þrívíðu rými með eða án minni um þau ferðalög sem þeir fóra er þeir voru á lífí. Hægt er að ferðast um á milli líkanna og fá upplýsingar úr minni þeirra. Heimarnir era smíðaðir með VRML-kóðanum (Virtual Reality Modelling Language) sem gerir gagnvirknina is 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JÚLÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.