Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 16
TAKMARKANIR EFNIVIÐARINS LIGGJA HJÁ LISTAMANNINUM LISTAMENNIRNIR þrír sem nú sýna í safninu eru allir af ólíkum toga og bera verk þeirra þess glögg merki. írinn Oliver Comerford sýnir raunsæ landslagsmálverk á sýningu sem nefnist „Talk to me“, Kristveig Halldórsdóttir fer Eitt skref í við bót með tví- og þrívíðum hör- verkum og Aslaug Thorlacius finnur efnivið í vinnuaðstöðu sinni á sýningunni Úr vinnu- * stofu listamanns þar sem hún íhugar hús- móðurhlutverkið. Hlutverk nawðsynleg sjálfsímynd fólks Myndir Aslaugar eru svipmyndir af vinnu- stofu hennar eða öllu heldur af heimili sem einnig er vinnustaðurinn. Verkin eru á heim- spekilegum nótum, en með gerð þeirra veltir hún fyrir sér hlutverkum fólks í lífinu sem og mikilvægi þess að hafa hlutverk. „Yfirhöfuð held ég að það sé mjög gott að hafa hlut- verk,“ segir Aslaug. Hún útskýrir að þar eigi hún við nauðsyn þess að finna sig í hlutverki sem hægt sé að ganga í og úr eftir þörfum, því þannig geti fólk e.t.v. hafið sig vfir hlut- skiptið. Hvatinn að þessum hugleiðingum Aslaugar y, eru tvenn fæðingarorlof sem hún tók með stuttu millibili. A þeim tíma var hún töluvert heima við og fór þá að velta húsmóðurhlut- verkinu fyrir sér og reyndi að sjá jákvæðar hliðar á því. „Auðvitað er frábært að það séu ekki allar konur dæmdar til að vera heima með börnin, en ég held samt að það sé þom- inn tími til að endurskoða þetta starf. Eg er ekki beint með lausnina, en er svona að vekja máls á þessu," segir Aslaug og bætir við að hún sé samt ekki að hvetja til þess að staða kvenna verði svipuð og fyrr á öldinni. í þessu sambandi segist Áslaug frekar eiga ^ við að það skorti á að litið sé á húsmóðurhlut- verkið sem starf eða hlutverk á sama hátt og fólk lítur á önnur störf sín. Húsmóðurhlut- verkið hafi einfaldlega orðið undir í starfs- flórunni. Hún telur umræðuna um konur og geðlyf vera hluta þessarar þróunar, sem og mögulega afleiðingu þess að vera mikið heima við, þar sem sífellt er verið að gera eitthvað sem lítill árangur sést oft af, en slíkt fær viðkomandi til að finnast hann ekki gera neitt. „Þetta er vinna,“ segir Áslaug og bend- ir á ömmu sína sem leit á húsmóðurstarfið sem vinnu. „Hún gerði alltaf ákveðna hluti á ákveðnum tíma og þvoði til dæmis gólf þótt þau væru ekkert skítug. Hún leit á starfið eins og fyrirtæki sem hún rak og þetta er eitthvað sem fólk þarf að læra.“ Efnið stjórnar verkinu ► Kristveig hefur unnið með pappír undan- farin tvö ár og til að mynda unnið hann úr trefjum banantrjáa og bómullartrefjum, en pappírsverkin á sýningunni eru úr hör sem hún vinnur frá grunni. „Eg byrjaði að vinna með pappír til að komast eitthvað lengra," segir Kristveig. „Ég er með textílmenntun og þar lærir maður lítið um mikið, þannig að ég vildi sérhæfa mig frekar.“ Hún fór tU Noregs tU að sérhæfa sig í pappírnum og eru tvívíðu verkin á sýning- unni afrakstur námsins, en þau þrívíðu hafa bætst við síðan. I Noregi þróaði hún aðferðir tU að vinna með hörinn, en hann er sterkt efni sem skreppur mikið saman við að þoma. Sérstakra aðferða er því þörf tU að verkin haldi upphaflegum stærðarhlutföllum og reynir þar töluvert á þanþol efnisins. Krist- veig penslar yfirborð verkanna með bývaxi til að ná fram ákveðinni áferð, sem við það verða líkari pergamenti og því getur verið erfitt að greina um hvaða efni er að ræða. En bývaxið myndar filmu sem dekkir lit pappírsins og herðir áferð hans. Við þróun þessarar aðferð- ar segist Kristveig hafa haft bæði skinn og pergament í huga. Það getur verið erfitt að ná rétta forminu á þrívíddarverkunum sem eru hol að innan, létt og götótt og reyna þannig töluvert á þanþol efnisins. Rýmiskenndin og gagnsæið veita þeim hins vegar einnig dýpt sem hefur í för með sér að þau vinna vel með Ijósi og skugga. Það er hins vegar efniviðurinn sem er einn * mesti áhrifvaldurinn við formmótun þeirra. „Þetta er öfugt við konsept-listina, en þar hefur hugmyndin áhrif á efnið. Ég er búin að finna efnið og verð að finna hugmyndir út frá Raunsæ landslagsmálverk, teikningar og collage- myndir ásamt þrívíðum hörverkum eru það sem Nýlistasafnið býður upp á sýningunum sem þar verða opnaðar í dag. ANNA SIGRIÐUR EINARSDOTTIR brá sér á staðinn og komst að því að húsmóðurhlutverkið jarfnast endurvakningar, hraði þarf að málast af hraða og að pappír hefur mikið þanþol. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson ÁSLAUG Thorlacius sýnir heimspekilegar hugsanir um húsmóðurhlutverkið. ÞRÍVÍÐ hörverk Kristveigar Halldórsdóttur vinna vel með Ijósi og skugga. Morgunblaðið/Golli HREYFINGIN er greinileg í landslagsverkum Olivers Comerfords, en þau þjóta framhjá áhorfandanum. því. Þess vegna þarf ég að þekkja eiginleika efnisins mjög vel. Af því ræðst hvað ég get gengið langt,“ segir Kristveig og bætir við að takmörk efnisins hljóti þó alltaf líka að liggja hjá listamanninum sjálfum. Skammær awgnablik í gegnwm bílrúðwna Oliver Comerford er írskur myndlistar- maður. Verk hans einkennast jafnan af Ijós- myndaraunsæi, enda málar Comerford eftir ljósmyndum sem hann tekur á ferðum sínum. Verkin í Nýlistasafninu eiga mörg hver ræt- ur að rekja til Islandsferðar hans 1997 sem og afstekktra staða á Irlandi, en verkin voru sýnd í Hallward-galleríinu í Dublin síðastliðið haust. Þar fékk sýningin ágætis viðtökur hjá írskum gagnrýnendum sem varð tíðrætt um hið skammæra augnablik sem gjaman sést í verkunum - þar sem landslagið þýtur fram- hjá í gegnum bílrúðuna. „Það er eitthvað við tengslin á milli íslands og Irlands sem ég hafði áhuga á að kanna,“ útskýrir Comerford þegar blaðamaður veltir fyrir sér af hverju ísland hafi orðið fyrir val- inu. „Eflaust velta einhverjir því fyrir sér af hverju ég hafi ekki valið stað þar sem meira er um listalíf en á Irlandi, til dæmis Ameríku, Evrópu eða Bretland, en það heillar mig meira að heimsækja smærri staði. Það teng- ist líka myndunum betur því að þær sýna oft einangruð landsvæði." Comerford bætir við að þetta sé nokkuð sem Island og Irland eigi sameiginlegt, auk landslagsins sem sé svipað þrátt fyrir að það írska sé ekki jafn stórfeng- legt. Megin þema sýningarinnar er landslagið, þó að samskipti leiki þar einnig stórt hlut- verk, en í myndunum má oft sjá flugvelli, símalínur og farartæki svo fátt eitt sé nefnt. Á bak við þessi áþreyfanlegu samskiptatæki liggur þó jafnframt löngun eða þörf manna fyrir persónuleg samskipti. Comerford segist taka það aukaskref með heiti sýningarinar þar sem hann biður fólk að tala við sig. Hreyfing er þó ekki síður einkennandi fyr- ir verkin og virka myndimar oft líkt og ljós- myndir teknar á ferð út um bílrúðu, en flest- ar byggjast myndirnar líka á ferðum lista- mannsins þar sem myndavélin er jafnan með í för. Hann segir oft erfitt að velja réttu ljós- myndina og kveðst ekki viss um að hann velji alltaf rétt. „Það sagði maður við mig nýlega að ég veldi alltaf réttu Ijósmyndina, en spurði um leið hvort ég teldi að ég málaði örugglega alltaf réttu myndina eftir henni og það er nokkuð sem mér finnst ögrandi." Það felst töluverð handavinna í málverkun- um sem einkennast af ljósmyndaraunsæi. Comerford segir þó engu að síður mikilvægt að skilja eftir rými fyrir mistök í verkunum, því það borgi sig ekki að taka þau of hátíð- lega. „Ég mála yfirleitt beint ofan á blauta málningu. Myndimar verða til meðan að málningin er ennþá blaut, því ég er í raun að reyna að láta hlutinn gerast og þetta finnst mér rétta aðferðin til að draga upp mynd af hreyfingu." Hvert málverk er því jafnan full- unnið á einum og hálfum degi svo málninginn nái ekki að þorna. „Það er eitthvað við augna- blikið sem myndin er unninn á sem viðheldur hraðanum og ágengninni," segir Comerford og bætir við að hann endi oftast á að vaka hálfa nóttina við að klára mynd, sem hafi einmitt gerst með margar íslandsmyndanna. Ef ekki gefst tími til að klára verkið hreinsar hann venjulega alla málninguna af striganum og byrjar á nýjan leik. Ferðalög eiga mikinn þátt í myndunum og reynir Comerford jafnan að fá að sitja í stjórnklefanum þegar hann flýgur eða ferð- ast með lest til að geta fylgst með landslaginu frá því sjónarhorni. Þetta má t.d. sjá í mynd- inni Landing sem er í Nýlistasafninu, en þar er horft út um framrúðu flugvélar við lend- ingu. Myndirnar kunna að eiga rætur í ljós- myndum, en Comerford lítur engu að síður á þær sem málverk. „Ég á stöðugt í samræðum við sjálfan mig um hvort ákveðin mynd eigi að vera ljósmynd eða málverk,“ útskýrir hann og kveðst þó enn hallast að málverkinu. „Þær hugsanir fela svo ennfremur í sér hug- leiðingar um hvort að myndirnar sem eiga að vera ljósmyndir séu mögulega aðrar myndir en þær sem eiga að vera málverk." Sýningunni lýkur 22. ágúst. 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JÚLÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.