Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 8
+ UMHVERFI FEGURÐ og fjölbreytni vestast á Rauðhólasvæðinu. Hér er horft í átt til Heiðmerkur. RAUÐHÓLARNIR LEYNA Á SÉR TEXTI OG LJÓSMYNDIR: GÍSLI SIGURÐSSON FYRIR um það bil 4600 áram kom þunn- fljótandi hraunstraumur á miklum hraða ofan af Svínahrauni og myndaði tiltölulega mjóan farveg þar sem þjóð- vegurinn liggur nú niður á Sandskeið. Hraði hraunstraumsins hefur aukist í brekkunni hjá Lækjarbotnum og spöl- komi neðar rann það út í Elliðavatn, sem þá var á öðrum stað en nú. Má ímynda sér að það hafl verið tilkomumikið sjónarspil þegar þunn- fljótandi hraunstraumurinn rann út í vatnið með þeim afleiðingum að til varð nýtt sköpunarverk; gjallmyndun sem bólgnaði út og myndaði Rauð- hólana, en hraunstraumurinn hélt áfram niður eft- ir farvegi Elliðaánna og út í Elliðavog. Með tímanum grera hólamir upp að mestu leyti; líklega hefur þó mátt sjá á stöku stað að þar vora ekki venjulegir klapparhólar, heldur hefur skinið í rauðamöl og af því hefur nafnið verið dreg- ið. Rauðamölin þótti góður ofaníburður og eitthvað var farið seilast til hennar, en í smáum stíl, fyrir daga hemámsins 1940. Þá vantaði efni til uppfyll- ingar undir flugbrautir í Vatnsmýrinni og veraleg- ur hluti Rauðhólanna lenti þar, en einnig var rauðamölin notuð til gatnagerðar í Reykjavík. í Reykjavíkurbók Arnar og Órlygs, Sögustaður við Sund, er klausa sem Páll Líndal hefur skráð og hljóðar svo: „Dr. Sigurður Þórarinsson komst þannig að orði árið 1950, að Rauðhólunum hefði nú síðustu árin „verið dreift yfir Hringbrautina og aðrar götur í úthverfum höfuðborgarinnar, þar sem gjall þeirra mylst í dust af hjólbörðum bílanna og lendir að síð- ustu ílungum Reykvíkinga, þeim til lítillar heilsu- bótar“. Allmikið var á þessum árum og hinum næstu rætt um nauðsjm þess að vemda það, sem eftir væri af Rauðhoiunum, „en þess í stað hefur mönnum, að því er virðist eftirlitslasut leyfst að vaða um allt hólasvæðið og taka eitt bOhlassið af gjalli hér og annað þar, svo að búið er að eyði- leggja nær allt hólasvæðið." Það var síðan 1961 að Rauðhólar vora friðlýstir sem náttúravætti, en 1974 varð Rauðhólasvæðið fólkvangur samkvæmt náttúrverndarlögum. Fyrir efnistökuna vora Rauðhólarnir eins og hverjir aðrir hólar; þeir risu ekki hátt og hafa varla vakið mikla eftirtekt. Á síðustu áratugum hefur verið hamrað á því og einn etið eftir öðram það sem hér að ofan er haft eftir Sigurði Þórarins- syni, að búið sé að „eyðileggja nær allt hólasvæð- ið“. Það er rétt að Rauðhólarnir eru hvergi nærri eins og þeir vora. En heilmikið er eftir af þeim og efnistakan hefur myndað nýtt landslag sem á löng- um tíma hefur verið að safna í sig fjölbreyttum gróðri. Þar verða til tjarnir í vætutíð og uppúr sumum þeirra vex sef eða einhvers konar starung- ur. Mosinn sem er ákaflega viðkvæmur fyrir átroðningi hefur fengið tíma til að ná góðri fót- festu, gras er í einstaka lautum og birki sem hefur að öllum líkindum numið land þama með sjálfsán- ingu. Sumstaðar er svo að sjá að efsta gjalllagið hafi orðið harðara en rauðamölin sem undir er og þes vegna standa eftir hvassar brúnir sem taka á s: ýmisskonar myndir þegar gengið er þar um. Á fa legum degi hlýtur hver maður með opin augu fyr náttúrafegurð að njóta þess sem þarna ber fyr augu og myndimar gefa vonandi hugmynd ur Það er að minnsta kosti full mikil einföldun í segja sem svo að Rauðhólamir hafi verið eyðilag ir. Þeir leyna sannarlega á sér. Þar sem Rauðhólasvæðið er nú fólkvangi mætti gera það aðgengilegra og fallegra m< göngustígum og raunar er þarna tilvalin umgjöi fyrir einhverskonar lystigarð þar sem þverhníp rautt stálið í hólunum myndaði hinn fullkomr andstæðulit við grænan gróður. Aðeins þyrfti ; gæta þess að hafa þar ekki neinar hávaxnar trj tegundir sem færa með tímanum að yfírsgnæ þetta sérkennilega umhverfi. Ég tel að ekki : ástæða til að gráta efnið sem héðan var flutt e kom að góðum notum. Gryfjumar, rauðamala stálið, og kvosirnar sem hægt er að fegra m< tjömum, geta skapað miklu sérstæðari náttúr skilyrði en þau sem fyrir vora. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JÚLÍ1999 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.