Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Blaðsíða 6
BLÓÐI DRIFIN SLÓÐ HERNANDO DE SOTO - SÍDARI HLUTI HVERT ÞORP fyrir sig var sjálfstæð sem daglegt líf íbúanna snerist að mestu um. Oftast voru þorpin ekki víggirt, en á ófriðartímum voru þau hins vegar víggirt og oft voru rammgerð virki reist þar sem íbúarnir gátu leitað skjóls þegar árásir stóðu yfir. EINN ÞRÆLL MEÐ BOLUSÓTT Á si Æk So #Y ieí #\ ha M m un ipMMk frt # V; STÆÐAN fyrir þvi að de Soto hélt í norður er senni- lega sú að Spánverjunum hafði skömmu fyrir kom- til Mauvila, borist sú fregn að spænsk skip biðu þeirra við mynni Alabama- Mexíkóflóa. De Soto var hins vegar enn staðráðinn i að fmna færa leið í gegnum þetta land til Kína og til að koma í veg fyrir liðhlaup, hélt hann í norður- átt með liðið, sennilega til að finna vetursetu handan mikillar ár sem hann hafði heyrt að væri þar stutt frá. Þegar Spánverjarair væru einu sinni komnir yfir þá torfæru, taldi de Soto að undankomuleiðum væri þar með lok- að fyrir þá einstaklinga sem vildu stinga af. Conquistadorarair náðu tveimur vikum seinna til Tennessefljóts eftir að hafa átt í skærum á leiðinni við Napotsía og Chocktawa. Her de Sotos hafði vetursetu í byggðum Chickasawa norðan Tennessefljóts en allt frá upphafi ríkti mikil spenna milli heimamanna og Spánverjanna. Spennan stig- magnaðist síðan þar til Chickasawar gerðu skyndiárás á Spánveijana í skjóli nætur og náðu næstum áð gera út af við hinn illræmda leiðangur. Hestar Spánverjanna, sem hlupu ærðir um, villtu svo um fyrir Chickasöwunum að þeir héldu að þar væri um gagnárás conquistadoranna að ræða og hörfuðu á úr- slitastundu. Allan veturinn eða í 4 mánuði héldu Chickasawamir uppi stöðugum árásum á Spánverjana og við fyrstu merki vors í apríl 1541 hröðuðu Spánverjamir sér í norðurátt, út úr landi Chickasawanna. Bardagarnir við Móbílana og Chicka- sawana hafði víðtæk áhrif í þá átt að breyta áliti Indíánanna á conquistadorunum. Áhrifin voru þau að sýna Indíánunum að Spán- verjamir voru ekki eins ósigrandi eins og þeir höfðu virst í fyrstu. Því var það að þegar Spánverjamir komu til norðurlandamæra Chickasawanna, komu þeir að virki Alabama- Indíána sem voru nágrannar Chickasawanna í norðri. I virkinu var samankominn fjöldi ala- bamskra stríðsmanna sem virtust óðir og uppvægir vilja reyna sig við conquistadorana. r r OG INDIANAÞJOÐ- FLOKKARNIR STRÁFÉLLU EFTIR BALDUR A SIGURVINSSON í ágúst 1559 sendi Spánarkonungur Tristan de Luna með 500 hermenn oq 1000 landnema til að stofna ný- lendu í landi hinna auð^u Kúsa Það sem voru akrar í órækt, yfirgefin þorp og að hruni komnar pýramídahæðir. Fólkið og menning þess var horfin og flestir höfðu farist í bólusóttarfaraldrinum. PÝRAMÍDARNIR voru stækkaðir þegar aðalhöfðinginn dó en þá var hús hans á toppi pýramídans brotið niður, jarðvegur borinn yfir og látinn hylja leifarnar. Á þennan hátt stækk- uðu pýramídarnir með hverri kynslóð. Eftir misheppnaða árás manna de Sotos á þá þar sem um tugur Spánverjanna féll en engir Alabamar, hörfuðu Alabamamir sigri hrós- andi eftir þennan sálfræðilega sigur á conquistadorunum. Óður af reiði hélt de Soto áfram ferð sinni norður á bóginn inn í land Alabamanna en fann byggðir þeirra hins veg- ar yfirgefnar og vistalausar. Vistalitlir komust Spánverjamir til Cumberlandárinnar en á norðurbakka hennar bjuggu Yútsíar. Koma Spánverjanna virtist koma Yútsíum á óvart og náði de Soto þorpi þeirra við vaðið mótþróalaust á sitt vald því flestir Yútsíarnir voru við vinnu sína úti á ökranum. Þar sem Spánverjana skorti illilega vistir, ákvað de Soto að fara vel að heimamönnum og frið- mæltist hann því við höfðingja þorpsins sem samþykkti að vista conquistadorana. Tveimur vikum seinna komu Spánverjamir til Ohiofljóts en þar þurftu þeir að berjast við Aqúíxóa sem bjuggu á norðurbakkanum og vörnuðu þeim að komast yfir fljótið. Eftir sig- ur á Aqúíxóum hélt de Soto áfram ferð sinni norðureftir. Við ármót Wabash og White komu conquistadoramir til byggða Ka- skinampóa. Þar frétti hann af aðalandstæð- ingi Kaskinampóa í norðri og ákvað de Soto að halda ferðinni áfram upp með Wabashánni. Við núverandi Terre Haute-borg komu conquistadorarnir til höfuðstaðar Qúapawa, Pacaha. í byggðum Qúapawa ákvað de Soto að hafa vetursetu og til að dragast ekki inn í ófrið Qúapawa og Kaskinampóa, neyddi hann þá til að semja frið sín á milli. Frá Pacaha sendi de Soto leiðangur norður á bóginn til að kanna aðstæður. Sá leiðangur komst alla leið til suðurenda Michiganvatns en sú staðreynd að um vatn en ekki sjó var að ræða, olli de Soto vonbrigðum. Um vorið hélt de Soto því aftur suður með Wabashánni en við ármót hennar og Ohio, sneri hann í vestur og eftir nokkurra daga ferð kom hann til Mississippifljóts. Sá fundur nægði til að sann- færa de Soto um að um þetta land væri ekki hægt að finna færa leið til Kína, þar sem því- líkt risafljót eins og Mississippi hlyti að renna um mjög umfangsmikinn landmassa. Fullur vonbrigða ákvað de Soto að tími væri kominn 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.