Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Síða 11
sem geymir líkamsleifar Zacharias frá Hradce 9g eiginkonu hans Katherina frá Wallenstein. I einni álmu þessarar voldugu byggingar eru geymd málverk sem eiga að sýna þverskurð af listaferli hins kunna tékkneska og virta lista- manns Jan Zrzavý (1890-1977). Hann bjó um margra ára bil í París. Innan skamms má vænta þess að málverk- um Jan Kren listmálara, sem bjó í Myslibor í næsta nágrenni Telc, verði komið fyrir í við- eigandi salarkynnum en hann eftirlét Telc nær 800 málverk að sér gengnum, hann lést á sl. ári. Hluti þeirra hangir núna uppi í tóm- stundaheimili unglinga en væntanlega aðeins til bráðabirgða eða þar til þeim verður fenginn viðeigandi framtíðar samastaður. Jan Kren kynntist sá sem þetta ritar árið 1978, þá vann hann frá morgni til kvölds við akuryrkju eða hliðstæð störf árið um kring til að geta séð sér og stórri fjölskyldu sinni far- borða. Þegar heim kom að kvöldi settist hann við málaratrönurnar í eldhúsinu og vann að sköpun listaverka, sumra all róttækra í garð þáverandi þjóðskipulags sem hann gat aldrei fellt sig við, langt fram eftir nóttu. Þegar hann hafði dregið síðasta pensilfarið á hvert verk, stakk hann því í rekka uppi á lofti yfir hey- hlöðunni. Þau voru engum til sýnis enda sum hættuleg honum og hans í viðleitninni til að komast undan ónáð hjá ríkjandi, misvitrum yf- irvöldum. Ibúatala Telc er í dag 6.100 manns, hún hef- ur farið hægt og sígandi lækkandi á síðustu árum, sem kemur til af minnkandi atvinnu- möguleikum á staðnum. Stór mótorsmurstöð er í bænum, í henni vinna nokkrir tugir manna. Vefnaðarverksmiðja sem hafði 800 manns í vinnu hefur fækkað starfsfólki niður í þrjúhundruð sem kemm’ til af nýfengnum hag- kvæmari vinnuvélum en einnig minnkandi framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar. Ferðamenn koma á hverju sumri í þúsunda- tali hvaðanæva að en þeir koma að morgni og fara aftur að kvöldi. Nokkur lítil heimilisleg hótel eru í bænum, má segja að þau anni eftir- spurn ásamt með heimagistingu sem er víða í boði innan bæjarmarka og utan. Aríðandi er með einhverjum ráðum að fá ferðamenn til lengri dvalai’ í bænum og dettur mönnum helst í hug eitthvað á sviði lista og þá helst tónlistar. Eins og er er árlega efnt til tónlistarmóta, hér fylgir listi þeirra fyrir sum- arið 1999: (Dagsetningar fylgja í svigum.) Fundur þjóðlagaflytjenda (30.6.-6.7.’99) Franskir og tékkneskir „músíkantar" stilla saman strengi (4.7.-14.7.’99) Tónlistarlandslag (svokallað) (17.7.-24.7.’99) Frídagar í Telc („trúbadorar" kynna list sína í ljóði og lagi) (30.7.-14.8.’99). Þessar uppákomur sem fara að miklu leyti fram undir berum himni á torginu eru vel sótt- ar. Einkum eru Frídagar í Telc vinsælir, þeir höfða ekki síst til ungs fólks, það streymir að víðsvegar úr landinu og dvelur gjarnan í Telc meðan hátíðin stendur eða kemur til skemmri ákveðins tíma til að njóta framlags sinna poppgoða. Tónleikagestirnir, mestmegnis af yngri kyn- slóðinni, dvelja í tjöldum og skilja eftir lítinn pening bæjarfélaginu til framdráttar, þó sjálf- sagt nokkurn. Hér hefur að nokkm verið rak- in saga og reynt að lýsa útliti Hvítu perlunnar á bömíska hálendinu, eins og Telc er stundum nefnd. Af íbúunum er það að segja, að þeir eru gestrisið og ekki síst hjálplegt og elskulegt fólk eins og bræður þeirra og systur vítt og breitt í Tékklandi, manni líður vel með Tékk- um og einhvernveginn eiga íslendingar sér- staklega með þeim samleið. Það er með ólíkindum hve margir Tékkar hafa lagt á sig að læra Islensku, án þess nokk- urntíma að geta gert sér vonir um að það kæmi þeim einhverntíma að gagni t.d. á þeim tímum sem landið var lokað samgöngulega frá hinum vestræna heimi. Hvert menningarsinnað heimili og þau eru mörg í umræddu landi, státar af íslenskum bókmenntum í eigum sínum og þau hafa ekki aðeins kappkostað að eignast einstaka bækur íslenskra höfunda, heldur margra en þó hafa stundum innri pólitískar hræringar sumra haft áhrif á valið, það verður að segjast eins og er. Það má nefna þessu til áréttingar að fyrir réttum 4 árum kom út í Tékklandi skáldverkið Skálholt eftir Guðmund Kamban í íállegri þriggja binda viðhafnarútgáfu. Vegna verðmætra minnismerkja og viður- kenningar á til fyrirmyndar vel við höldnu markaðstorgi bæjarins og byggðarinnar í kringum það, tók UNESCO Telc undir sinn vemdarvæng árið 1992. Undir leiðsögn Þorvalds Þorvaldssonar átti íslenskur hópur arkitekta leið um Telc haustið 1993.1 gestabók bæjarins ritar hann óskir um, sem hér í lokin er tekið undir, „að íbúum Telc megi auðnast að varðveita þennan einstaka bæ fyrir eftirkomandi kynslóðir". Höfundurinn býr! Vínarborg. MESTA TÓNVERK ALLRA TÍMA OG ÞJÓÐA Mótettukór Hallgrímskirkju, ósamt einsöngvurum og hljómsveit, flytur H-moll messu J.S. Bachs í Skálholtskirkju og H allgrímskirf cju um næstu helgi. Af I því tilefni fjallar HALLDÓR HAUKSSON um ^ messuna í fyrri grein af tveimur. IJÚNÍ árið 1818 gerði tónlistarútgef- andinn Hans Georg Nageli heyrin- kunnugt að hann hygðist gefa út kór- verk eftir „hinn óviðjafnanlega Johann Sebastian Bach“. í fyrirsögn tilkynn- ingarinnar var verkið kallað „mesta tónverk allra tíma og þjóða“. Fá verk tónlistarsögunnar geta staðið undir slíkum lofsyrðum og vissulega ber þetta orðalag með sér að hér var verið að freista væntanlegra viðskiptavina. Engu að síður hafa fáir mótmælt þessari fullyrðingu á þeim rúmlega 180 árum sem liðin eru síðan hún var sett fram. H-moll messa Bachs hefur fyr- ir löngu öðlast sérstakan heiðurssess í menn- ingarsögunni og er nefnd í sömu andrá og verk á borð við Hamlet, Don Giovanni og Stríð og frið. I huga tónlistarmanna um allan heim er hún eitt verðugasta verkefni sem hægt er að fást við og áhugamenn um tónlist njóta góðs af því. Saga H-moll messunnar er flókin og afar forvitnileg. Enn eru mörg atriði óljós, þrátt fyrir alla þá eftirgrennslan sem Bachfræð- ingar síðustu tveggja alda hafa lagt á sig. Nýjustu rannsóknir benda til að Bach hafi beint síðustu kröftum sínum að H-moll mess- unni, en ekki Die Kunst der Fuge (Fúgulist- inni) eins og áður var talið. Saga verksins nær allt aftur til ársins 1724, þegar Sanctu- skaflinn var saminn, en það var sem sé ekki fyrr en um aldarfjórðungi síðar sem Bach safnaði nokkrum gömlum messuköflum sín- um saman og notaði sem uppistöðu í Missa tota, verki þar sem allir fastir liðir messunn- ar (Ordinarium missae: Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus, Agnus Dei) eru tónsettir. Við andlát Bachs í júlí 1750 erfði næstelsti sonur tón- skáldsins, Carl Philipp Emanuel, handritið að H-moll messunni. Hann lést árið 1788 og í listanum sem gerður var yfir eftirlátnar eig- ur hans tveimur árum síðar, er það skráð sem „Stór kaþólsk messa". Þetta tónlistar- form er einmitt í huga flestra nátengt hinni kaþólsku kirkju. Hvemig stóð á því að stórmeistari lút- erskrar kirkjutónlistar samdi verk af þessu tagi og lagði slíkan metnað í það að flest tónverk, trúarleg sem veraldleg, blikna í samanburði? Var messan nokkurn tíma flutt á dögum Bachs? I seinni grein minni ætla ég að reyna að svara spurningum sem þessum, sem hljóta að vakna þegar stað- ið er andspænis H-moll messunni. Nú langar mig hinsvegar til að beina athygli lesenda aftur að áformum Nágelis og annarra útgef- enda og að rekja sögu handritsins að mess- unni eftir andlát Philipps Emanuels. Sá ferill inniheldur nokkuð reyfarakennda drætti, sem kunna að virðast vera í hróplegu ósam- ræmi við háleitt innihald verksins. Þeir lýsa þó kannski betur en margt annað þeim goð- sagnaljóma sem þetta ultimum opus Baehs útgeislar. Inn í frásögnina flétta ég upplýs- ingum um útbreiðslu messunnar í afritum og á tónleikasviðinu. Hans Georg Nágeli fæddist í Wetzikon ná- lægt Ztirich í Sviss árið 1773. Hann var mik- ill söngfrömuður og hefur verið kallaður „maðurinn sem kenndi Svisslendingum að syngja". Enn þann dag í dag eru nokkur laga hans sungin víða um lönd. Nágeli gekkst fyr- ir stofnun fjölmargra kóra og beitti sér fyrir almennri tónlistarkennslu barna. Önnur hlið á margþættu framlagþ hans á sviði tónlistar var útgáfustarfsemin. í upphafi nítjándu ald- ar, þegar áhugi á tónlist Bachs var farinn að aukast, varð Nágeli meðal hinna fyrstu sem gáfu verk hans út. Hann beindi kröftum sín- um í fyrstu að hljóðfæratónlist. I bréfi til hins þekkta útgáfufyrirtækis Breitkopfs & Hártels í Leipzig í ágúst 1801 biður hann fyrirtækið að bíða með útgáfu á söngverkum Bachs þar til hann hafi lokið við söfnun áskrifenda að hljóðfæraverkunum. Hann J.S. Bach segist sjálfur ekki hafa í hyggju að prenta „verk í ströngum stfl“, og óttast að þau muni fæla fólk frá útgáfu hans. Sautján árum síð- ar, í júní árið 1818, kynnti Nágeli hins vegar fyrirhugaða prentun sína á H-moll messunni, í tónlistarblaði Leipzigborgar, Allgemeine musikalische Zeitung, og hóf söfnun áskrifta. Þessi stefnubreyting helgast m.a. af því að árið 1806 áskotnaðist honum áðumefnt handrit Bachs að messunni úr dánarbúi Phil- ipps Emanuels. Hann taldi sig sem eiganda handritsins hafa einkarétt á útgáfu verksins og sú skoðun hans átti eftir að leiða til lang- vinnra deilna. I tilkynningunni er farið stór- um og fögrum orðum um hina „fimmrödduðu messu með stórri hljómsveit", sem boðin er til sölu. Fullyrt er að hana megi ekki vanta í nein nótnasöfn og að lestur partítúrsins sé jafn mikilvægur ungu tónlistarfólki og ferð til Rómar fyrir myndlistarmenn. Nágeli heldur því fram að áskriftarverðinu (8 ríkis- dalir) sé haldið mjög í hófi, enda sé um að ræða partítúr sem jafnvel taki Messíasi Hándels fram í lengd. Áskriftartilboðið gilti út árið, en verkið var væntanlegt úr prent- smiðju á páskum 1819.1 Ijós kom að sú áætl- un var byggð á heldur mikilli bjartsýni. Við skulum skjótast um stund til Eng- lands áður en við fylgjumst frekar með Nágeli og tilraunum hans. í London starfaði tónlistarmaðurinn Samuel Wesley, sem talinn var fremsti organisti samtímans. Hann hafði tekið miklu ástfóstri við tónlist Bachs og lék stórt hlutverk í útbreiðslu hennar í Englandi. Nokkrum árum áður en Nágeli birti tilkynningu sína, var Wesley far- inn að safna áskrifendum að útgáfu á Credoi H-moll messunnar. í bréfi sem hann skrifaði í febrúar 1816 taldi hann sig þurfa 70 áskrif- endur til að fjármagna prentunina. Hann var kominn vel á veg með söfnunina, í kringum 40 höfðu þegar skráð sig, en sennilega hafa hugaðir kaupendur í Englandi ekki verið mikið fleiri, því ekkert varð úr áformum org- anistans. Nefna má til sögunnar enn einn mann, sem ól draum um að gefa H-moll messuna út. Georg Pölchau hafði búið um langt skeið í Hamborg og hafði þai’ orðið sér úti um fjöl- mörg handrit úr dánarbúi Philipps Emanu- els, m.a. partítúr og raddir Bachs að Sanctu- skafla messunnar. Hann hafði þegar gefið Magnificat Bachs út og ákvað nú að H-moll messan væri næsta verkefni. Árið 1818 ferð- aðist hann til Frakklands og Englands, m.a. í þeim tilgangi að undirbúa útgáfuna. í London kynntist hann Samuel Wesley, en lét árangurslausa tilraun hans ekki telja úr sér kjarkinn. Bjartsýni Pölchaus var jafnvel svo mikil að hann áformaði að reisa minnismerki um Bach við gröf hans í Leipzig fyrir ágóð- ann. Það fór hins vegar á ;sömu lund fyrir Pölchau og fyrir Wesley. Áformin urðu að * engu. Svo vildi til að hugmyndir hans voru fyrst kynntar almenningi í sama tölublaði af Állgemeine musikalische Zeitung og tilkynn- ing Nágelis birtist í. Líklega hefur Pölchau ákveðið að víkja úr vegi fyrir eiganda heild- arhandritsins. Hann skipti snarlega um stefnu og auglýsti stuttu seinna, í samvinnu við útgefandann Simrock í Bonn, fyrirhug- aða útgáfu á A-dúr messu Bachs. Það er ein af fjórum stuttum messum eftir tónskáldið, en þær innihalda aðeins Kyrie og Gloriu. Nágeli misskildi þó tilkynninguna og hélt að hér væri átt við verkið sem hann taldi sig eiga einkarétt á að gefa út. Þetta varð kveikjan að fyrstu deilunni um útgáfu H- moll messunnar. Þær áttu eftir að verða fleiri. A-dúr messan kom út seinna þetta sama ár, en ekkert bólaði á útgáfu Nágelis um páskana 1819. Hann hafði rekið sig á það sama og Wesley: það var erfitt að safna pöntunum. Jafnvel þótt orðstír messunnar væri útbreiddari í hinum þýskumælandi heimi en á Bretlandseyjum, tókst honum ekki að afla tilskilins fjölda áskiáfenda að út- gáfunni. Hann lét það þó ekki á sig fá og hófst handa við að útbúa prentplötur. Árið 1827 var hann hálfnaður með verkið og fannst vera kominn tími til að minna á áform sín. Það gerði hann að þessu sinni í tónlistar- blaði Berlínar. Meðal þeirra sem fögnuðu til- , kynningunni var ung kona af frægri menn- ingarætt. Fanny Mendelssohn skrifaði í lok ársins bréf til vinar síns Karls Klingemanns í London þar sem hún fer lofsamlegum orðum um framtak Nágelis, en efast um að hann muni hafa nokkuð upp úr krafsinu. Rúmu ári eftir að þetta bréf var skrifað, eða hinn 11. mars 1829, átti sér sá atburður stað sem oft- ast er talinn marka upphaf Bachendurreisn- arinnar. Matteusarpassían var flutt af Berliner Singakademie undir stjórn bróður Fannyar, Felix Mendelssohns, sem var tví- tugur að aldri. Þau systkini höfðu kynnst H- moll messunni á æfingum Söngakademíunn- ai’. Karl Friedrich Zelter, vinur og kennari Felix, sem hafði stjómað kórnum síðan um aldamótin var sammála Nágeli og áleit að H- moll messan væri „sennilega mesta tónverk - sem litið hefur dagsins ljós“. Samkvæmt dagbók akademíunnar hóf hann æfingar á messunni 25. október 1811. Verkið var sung- ið, kafla fyrir kafla, næsta árið og síðan rifj- að upp af og til og látið gerjast innan kórs- ins, án þess að til opinbers tónleikahalds hafi komið. Til þess var tónlistin vafalaust talin of erfið. Zelter tók sér reyndar fyrir hendur að einfalda ýmsa staði undir því yfirskyni að hann væri að hreinsa tónlist Bachs af „franskri froðu“. I bréfi til vinar síns Goethes sagðist hann geta séð Bach fyrir sér kinka kolli og segja: „Já, svona vildi ég í raun hafa þetta.“ Zelter hefur kannski rætt þessi mál betur við Johann Sebastian eftir að hann hvarf úr þessum heimi árið 1832. Ári síðar vai’ H-moll messan hins vegar fyrst flutt opinberlega af Söngakademíunni í y styttri útgáfu undir stjórn Karls Friedrichs Rungenhagens. Hlutar úr verkinu höfðu áð- ur hljómað jafnt á einkatónleikum sem á op- inberum vettvangi. Fyrstur til að kynna það fyrir almenningi var Carl Philipp Emanuel Bach. Hann flutti Credoið í Hamborg árið 1786 á tónleikum sem haldnir voru til styrkt- ar sjúkrahúsi fátækra í borginni. Nóturnar sem notaðar voru hafa varðveist og þær leiða í Ijós að Philipp Emanuel gerði ýmsar breyt- ingar á tónlist föður síns, sérstaklega hvað hljóðfæraskipan varðar, auk þess sem hann samdi hljómsveitarinngang að verkinu. Á dögum upprunastefnu er auðvelt að fordæma slíka brenglun á tónverkum, en hafa ber í ' huga að þetta þótti sjálfsagt háttalag á þess- um tíma. Tónlistin var í þróun, ný hljóðfæri komu fram á sjónarsviðið og þegar gömul tónlist var endurvakin, var það talið vera henni fyrir bestu að hún væri klædd í ný^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. ÁGÚST 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.