Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Síða 15
150 ÁRA MINNINGARSÝNING MICHAELS ANCHERS í SKAGEN SEGJA má að Michael Ancher hafi slegið f gegn sem listmálari með verkinu „Vil han klare pynten?" (Kemst hann fyrir nesið?), sem hann sýndi fyrst á vorsýningunni á Charlottenborg 1880, en hann varð mest um- ' talaði málari Oanmerkur það árið. Statens Museum for kunst hafði fest kaup á málverk- inu en dró sig út úr kaupunum þegar kon- ungurinn, Kristján níundi, falaðist eftir því. ÞEGAR „Portræt af min hustru“ var sýnt á vorsýningunni á Charlottenborg árið 1880 vakti það hneykslun margra. A þeim tíma þótti það nefnilega ekki viðeigandi að lista- maðurinn skyldi ekki á nokkurn hátt reyna að leyna því að eiginkona hans ætti von á barni. MYNDIR ÚR LÍFI FISKIMANNA í listasafninu í Skaqen í Danmörku, Skaqens Museum, stendur nú yfir umfanqsmikil sýninq á verkum eins þekktasta Skaqen-málarans, Michaels Ancher, en á Dessu ári eru liðin 150 ár frá fæðinqu hans. MARGRET SVEINBJÖRNSDÓTTIR rölti um sýninqarsalina oq heim- sótti því næst heimili heiðurshjónanna Michaels oq Önnu Ancher, sem er safn til minninqar um íf þeirra oq list, svo lifandi að það var enqu líkara en Dau hefðu einunqis bruqðið sér frá eitt auqnabli c. MEÐ því að ganga um hús hjónanna og lista- mannanna Miehaels og Önnu Ancher, gefst góð innsýn í líf þeirra og starf og gesturinn hverfur um stund aftur til þess tíma á seinni hluta síðustu aldar þegar listamenn flykktust víða að til þessa nyrsta skaga Jótlands, þar sem höfin Skagerak og Kattegat mætast og birtan er tær og hrein. Af þeim fundum spratt fjöldi málverka sem fljótt urðu víðfræg. Með- al viðfangsefna Skagen-málaranna voru lífs- barátta fiskimanna, sem Michael Ancher brá nýju og raunsæu ljósi á í verkum sínum, og lífið í listamannanýlendunni. Auk Ancher- hjónanna má þar fremsta nefna listmálarana P.S. Kroyer, Laurits Tuxen, Viggo Johansen, Christian Krogh og Oscar Björck. I húsi Ancher-hjónanna er flest eins og það var þegar þau bjuggu þar ásamt dóttur sinni, Helgu, en þakkað veri framsýni hennar var húsið gert að safni. Eftir andlát hennar árið 1964 var stofnaður sérstakur sjóður, Helga Anchers Fond, og var uppistaðan í þeim sjóði allt sem hún lét eftir sig. Sjóðurinn stendur að rekstri safnsins, sem var opnað árið 1967 eftir gagngerar endurbætur. Bak við húsið er Sax- ilds gaard, sem komst í eigu sjóðsins árið 1989. Þar eru reglulega haldnar sýningar á verkum í eigu sjóðsins, sér í lagi á skissum verka þeirra Michaels, Önnu og Helgu Ancher. Eftir að hafa séð sýninguna á Skag- ens Museum er einstaklega áhugavert að skyggnast bak við málverkin með því að skoða hluta af þeirri gríðarlegu foi’vinnu sem að baki þeim liggur, auk þess sem gaman er að sjá á heimili þeii-ra hjóna og í garðinum umhverfis bakgrunn ýmissa frægra verka þeirra. Sýningin á Skagens Museum var opnuð hinn 9. júní sl., en þann dag árið 1849 fæddist Michael Ancher á Borgundarhólmi. Hann er orðinn 25 ára þegar hann kemur fyrst til Skagen, þar sem hann fer strax að teikna skissur af lífi og starfi fiskimanna. Þetta sum- ar hittir hann í fyrsta sinn tilvonandi eigin- konu sína, Önnu, dóttur veitingamannsins Eriks Brondum, en hún var þá um fermingu. Þar með má segja að teningunum hafi verið kastað fyrir Michael Ancher. Hann snýr aftur til Skagen næsta sumai' þegar hann hefur gef- ist endanlega upp á að ijúka námi frá Listaka- demíunni í Kaupmannahöfn, þar sem hann hafði numið um nokkurra ára skeið. Hann kvænist Önnu Brondum sumarið 1880 og þau búa saman í Skagen upp frá því, frá árinu „DEN druknede" frá árinu 1896. Hér minnist Ancher hins þekkta björgunarmanns Lars Kruse, sem drukknaði sjálfur við veiðar. Morgunblaðið/Margrét MEÐ því að ganga um hús hjónanna og lista- mannanna Michaels og Önnu Ancher gefst for- vitnum gestum góð inn- , sýn í líf þeirra og list. 1884 og til dauðadags í húsinu við Markvej, sem nú hýsir safn þeirra hjóna. Nokkra vetur héldu þau einnig heimOi í Kaupmannahöfn til þess að geta verið í betri tengslum við listalíf- ið þar, en þeirra aðalheimili var alla tíð í Skagen. Aðrir frægir Skagen-málarar voru þar einungis sumargestir sem hurfu á braut þegar haustaði. A sýningunni, sem spannar meira en fjög- urra áratuga listsköpun Anchers, eru 120 málverk og hátt í 40 teikningar. Um helming- ur verkanna er í eigu safnsins í Skagen og fyrrnefnds sjóðs Helgu Ancher en hin eru fengin að láni hjá Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn og ýmsum öðrum listasöfn- um, auk einkaaðila. Þetta er stærsta sýningin sem hingað til hefur verið haldin á verkum listamannsins en fyrir nokkrum árum var haldin stór yfirlitssýning á verkum Önnu Ancher. Sýningin í Skagens Museum stendur fram til 29. ágúst nk. og er opin alla daga kl. 10-18. Hús Michaels og Önnu Ancher við Markvej er opið gestum á sama tíma. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. ÁGÚST 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.