Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Page 11
Sigurður Fáfnisbani bregður sverði í Niflungahringnum eftir Lang. Myndin Dagrenning (Sunrise) eftir Murnau var listrænt þrek- virki en hlaut ekki aðsókn sem skyldi. Sömu sögu mætti segja um margar frægustu myndir sem Þjóðverjar hafa gert. Gæfan er fallvölt. Emil Jannings í síðasta hlátrinum. Dietrich. Marlene Dietrich vígaleg í Bláa englinum eftir Murnau. inn. Myndmálið er hins vegar með því glæsi- legra sem sést hefur. Gagnrýnendur voru yfir sig hrifnir. Þvrí miður hlaut Dagrenning ekki mikla aðsókn og Mumau náði aldrei fótfestu í Bandaríkjunum. Framleiðendur myndarinnar heimtuðu enn á ný farsæl sögulok og skrum- skældu verk leikstjórans með ýmsum hætti. Murnau sneri sér í auknum mæíi að raunsæis- myndum. Myndina Vort daglegt brauð (Our Daily Bread) gerði hann í Dakotafylki í Bandaríkjunum árið 1929. Aftur var tekið fram fyrir hendurnar á leikstjóranum. Tal- myndir voru nú komnar til sögunnar. Mumau var gert að bæta við myndina nýju efni með hljóði. Þessar talkaflar kölluðust engan veginn á við önnur atriði. Mumau gaf stóru kvik- myndaverin upp á bátinn og stofnaði fyrirtæki með föður heimildarmyndanna, Kanadamann- inum Robert Flaherty. Afi'akstur þessa sam- starfs var myndin Tabu. Þar segir frá perluköfurum á eyjunni Tahítí. Til stóð að þeir Flaherty gerðu myndina í sameiningu. Brátt kom á daginn að leikstjóramir áttu ekki skap saman og slitnaði upp úr sam- starfinu. Flaherty eftirlét Mumau myndina. Tabu var fyrsta mynd eftir Mumau sem náði vinsældum í Banda- ríkjunum. Kaldhæðni örlaganna var slík að Murnau fórst í bílslysi viku áður en myndin var frumsýnd. Askja Pandóra Austurríkismaðurinn Georg Wihelm Pabst gerði sem fyrr segir Götuna gleði- snauðu (Die freudlose Gasse). Var myndin alfarið bönnuð á Bretlandi og mikið stytt í öðmm löndum álfunnar. Myndin var tii marks um að nýtt raunsæi (die neue Sachlichkeit) væri að ryðja sér rúms í kvik- myndum jafnt sem bókmenntum. Þegar Pabst gerði myndina Leyndardómar sálar (Die Geheimnisse einer Seele) sótti hann efni- viðinn í smiðju landa síns Freuds. Tveir læri- sveinar læknisins höfðu hönd í bagga með handritsgerðinni. Freud sjálfur neitaði að leggja nafn sitt við slíkan hégóma. Pabst gat sér gott orð fyrir að velja af- burðaleikkonur og magna fram eftirminnileg- an leik hjá þeim. Aðal hans var að gera raun- sæismyndir í glæsOegum búningi. Freistingar Berlínar urðu leikstjóranum að yrkisefni í myndunum Oskju Pandóru (Die Busche der Pandora) og Dagbók glataðrar konu (Die Ta- gebuch einer Verlorener). Bandaríska leik- konan Louise Brooks lék aðalhlutverk í báðum myndum. Brooks var ein efnilegasta leikkona á miilistríðsárunum. Hún tamdi sér fágaðan leikstíl sem staðist hefur tímans tönn. Brooks náði því miður aldrei fótfestu í talmyndum. Pabst skipaðist á vinstri væng stjórnmála í Þýskalandi þegar þjóðemisjafnaðarmönnum óx ásmegin. Pabst talaði máli friðarsinna í myndinni Westfront 1918. Þótti þjóðemissin- um og nasistum að sér vegið. Næát réðst Pabst í að kvikmynda Túskildingsóperana (Die Di-eigroschenoper) eftir þá Kurt Weill og Bertholt Brecht. Pabst flutti enn á ný boð- skap friðar og bræðralags í myndinni Vináttu- böndum (Kameradschaft). Þýskir námumenn koma þar til hjálpar frönskum starfsbræðrum sínum sem lokast inni í námugöngum. Vald Pabst á miðlinum kemur berlega í ljós í hverri mynd. Leikstjórinn starfaði að mörgum myndum í ýmsum löndum fram á sjötta ára- tuginn en náði þó aldrei sama árangri og á millistríðsárunum. Sigurður Fófnisbani og glæpamennirnir Fritz Lang var einnig Austurríkismaður. Lang vakti fyrst athygli með mynd um valda- gráðugan glæpamann, Dr. Mabuse. Eigin- kona hans Thea Von Herbau skrifaði handrit að öllum myndum sem Lang gerði í Þýska- landi. Niflungahringurinn eftir Lang var íburðarmikið verk í tveimur hlutum um Sig- Amerísk hryllingsmynd. Bandarískar hryllings- myndir sem gerðar voru milii stríða sóttu margt til Þjóðverja enda unnu þýskir kvik- myndamenn við þær flestar. Þessi áhrif koma glöggt fram í meistaraverkinu Frankenstein. Sá/arbá ska Ur urð Fáfnisbana. Lang hóf á sínum tíma nám í arkitekúr. Áhugi leikstjórans á byggingarlist kom síðar fram í einhverjum glæsilegustu leikmyndum í kvikmyndasögunni. Frægasta verk eftir Lang, Metropolis, er framtíðarsýn. Þorri mannkyns lifir í ánauð vélvæðingar. Er myndin eins konar undanfari skáldsögunnar 1984 eftir George Orwell. Metropolis er mikil mynd og hver rammi stendur sem sjálfstætt listaverk. Höfundar lögðu gríðarlegan metnað í þessa vísinda- skáldsögu og framleiðendur töldu greinilega að sér væra allir vegir færir. Mynd Langs er rammpólitísk, án þess þó að verkið sé gert í þágu ákveðinnar stjómmálastefnu. Enda kom á daginn að höfundar handrits, Lang og eigin- kona hans Thea von Harbou, vora á öndverð- um meiði í stjómmálum. ítalska tónskáldið Gi- orgio Moroder samdi nýja tónlist við Metropolis og dreifði henni í styttri útgáfu ár- ið 1984. Sumir gagnrýnendur tóku viljann fyr- ir verkið en aðiir litu á þetta uppátæki sem hvert annað skemmdarverk. Myndin M er fyrsta talmynd Langs. Efni myndarinnar er sannsögulegt. Peter Lorre lék ódæðismann en fyrirmyndin var raunveralegur bamamorðingi í Munchen. Lorre varð heimsfrægur fyrir túlkun sína á morðingjanum. Eftirtektarvert er að glæpamennirnir í borginni hafa að lokum hendur í hári morðingjans. Framhaldsmyndin Vitnisburður Dr. Mabuses (Das Testament des Dr. Mabuse) olli Lang töluverðum vand- ræðum. Goebbels kallaði leikstjórann á sinn fund. Bauð hann honum gull og græna skóga ef hann tæki að sér að stjóma þýska kvik- myndaiðnaðinum í þágu nasista. Lang flýði land en eiginkona hans tók málstað flokksins og varð eftir í Þýskalandi. Lang náði að laga sig að aðstæðum í Hollywood og leikstýrði þar mörgum þekktum og góðum myndum. Lang fékk bandarískt rfidsfang árið 1935. Amerískir og þýskir kvikmyndavinir hafa átt í nokkurs konar forræðisdeilu um þennan merka og vandvirka leikstjóra allar götur síðan. Pabst, Lang og Murnau völdu sér aðrar söguhetjur en starfsbræður þeirra í Hollywood. Annars vegar sögðu þeir sögur af venjulegu fólki, hins vegar glæpa- og ógæfumönnum. Myndir þeirra vora blessunarlega lausar við þá glóra- , lausu hetjudýrkun sem setur enn svip á Hollywoodmyndir. Þjóðverjar gripu snemma tfi þess glapræðis að setja höft á innfluttar myndir á friðartím- um. Fjöldi erlendra mynda skyldi framvegis vera í nákvæmu samræmi við innlenda fram- leiðslu. Slíkar ráðstafanir hafa aldrei gefist vel hvort heldur Englendingar, Frakkar eða Þjóðverjar hafa átt hlut að máli. Hér réð magn en ekki gæði ferð. Nasistar hófu að framleiða eigin myndir árið 1927. Flokkurinn skipulagði „mótmæli" sem voru eiginlega uppþot við sýningu mynda sem forsprökkum nasista vora lítt að skapi, meðal annarra Tíð- indalaust á vesturvígstöðvunum (Im Westen nichts Neues eftir Erich Maria Remarque), sem reyndar var bandarísk mynd, og Kuhle Wampe sem gerð var eftir handriti eftir Bert- hold Brecht. Þegar nasistar tóku síðar völd fordæmdu þeir Weimarmenninguna óspart og kölluðu hana menningarbolsévisma. Þessir „úrkynjuðu" listamenn sem valdhafar for- dæmdu settu svip sinn á þýska menningu, myndlist (Georg Grosz, Dix og Beckmann) skáldsagnagerð (Thomas Mann, Hermann Hesse og Alfred Döblin), tónlist (Schönberg) og byggingarlist (Bauhaushreyfingin). Vís- indamenn á borð við Freud, Adler og Jung urðu að almenningseign um þessar mundir. Ernsl Lubítsch Emst Lubitsch var upphaflega gamanleik- ari í þýskum stuttmyndum. Mynd eftir Lu- -' bitsch Frú Dubarry náði miklum vinsældum vestanhafs. Aðalleikonan Pola Negri og leik- stjórinn sigldu til Bandaríkjanna. Ær og kýr SJÁNÆSTUSIÐU LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. ÁGÚST 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.