Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 15
Unnið að byggingu Þjóðhildarkirkju og skála í Brattahlíð. En var bær Eiríks rauða þarna? Greinarhöfundurinn telur margt benda til þess að svo hafi ekki verið. Ljósmynd: RAX. ER BRATTAHLIÐ RANGLEGA STAÐSETT? EFTIR GUÐBRAND JÓNSSON sem hefur enga bratta hlíð og er þar að auki við fjörð sem lagður er þykkum ísi frá nóvember fram í júní. 1 hinum ætlaða Einarsfirði, | bar sem Garðar eru sagðir vera, gerist þetta hinsvegar ekki. EITT af því fallegasta við ísland er frelsið og þá sérstaklega skoðana- og tjáningarfrelsið. Þetta hef ég nýtt mér eftir aðstæðum hverju sinni. Ég hef fengið viðtal við þrjá forsætisráðherra og þrjá aðra fagráðherra, til að vinna málstað mínum fylgi. Árangurinn varð enginn en ég fékk þó komið að tjáningu minni og skoðun og það kann ég að meta. Þrátt fyrir fyrri reynslu, sá ég mig til þess knúinn að panta viðtal við forseta Islands, þar sem ég vildi tjá þá skoðun mína að bær Eiríks rauða, Brattahlíð, væri ranglega staðsettur í Grænlandi. Viðtalið fékk ég í janúar sl. og stóð það yfir í klukkutíma. Forsetinn tók á móti mér af þeim virðuleik sem embættinu til- heyrir. Málefnin koma okkur öllum við, fjalla um Islendinga sem fóru tO Grænlands og þaðan áfram til Vínlands, fjalla um íslenskt mál og skrásetta sögu Islendinga í íslenskum fornrit- um. I viðtalið mætti ég með siglingakort af Suður-Grænlandi, rústakort yílr byggðir for- feðra okkar á sama svæði frá hinni dönsku „Geodætisk Institut“, Fóstbræðrasögu og fræðirit Ólafs Halldórssonar „Grænland í miðaldaritum“, en sjálfur hafði ég búið og starfað þar sem þyrluflugmaður og þekki því aðstæður á Suður-Grænlandi á öllum tímum árs. Nú verður greint frá efnisatriðum í við- talinu við forseta íslands. Brattahlíð, bær Eiríks rauða, er sagður öðrum megin fjai-ðarins sem Narsassuaq- flugvöllur er við, en þaðan flugum við suður um Grænland. Eftir fyi'sta árið fékk ég vissar efasemdir um að það gæti staðist eins og að- stæður eru með tilliti til fomritanna og ann- arra þátta. Sagan segir að Eiríkur komi til Grænlands og setjist í fyrstu að í Eiríksey fyrir miðri hinni eystri byggð og sé þar í þrjú ár en flytjist síðan inn fjörðinn og setjist að fyrir botni fjarðarins sem fær nafnið Eiríks- fjörður en bærinn Brattahlíð. Fyrir mig var það ömefnið sjálft „Bratta- hlíð“ sem ekki gekk upp í þessu ætlaða um- hverfi sem ekki hefur bratta hlíð og svo nátt- úrulegar aðstæður að vetri. Fjörðinn leggur og er hann ísilagður með allt að metraþykk- um ís frá nóvember fram í júní og út fjörðinn langleiðina til Narsaq. Ég hugsaði sem svo: „Lét Eiríkur rauði, landkönnuðurinn sjólfur, skip sitt frjósa inni og hvar var skipanaustið?" Vestur af ætlaðri Brattahlíð er ísafjörður sem ber nafn með rentu þvi á þessum firði er allt árið þéttriðið net rekíss á frekar straumþung- um firði á fallaskiptum og ófær skipum af þeirri stærð sem Eiríkur rauði notaði allt ár- ið. Ætlaður Einarsfjörður er sagður í suð- austur frá flugvellinum og er ólíkur hinum tveimur þar sem hann leggur ekki og er hann laus við rekís frá jökli allt árið frá botni fjarð- ar og út fjörðinn. Þar í botni er bærinn Garð- ar sagður vera og þar á að vera þingstaður og biskupssetur. Þeir eru til sem halda því fram að veður hafi verið hlýrra í Grænlandi á dögum Eiríks rauða en nú er. Ekkert bendir til þess að af- staða sólar til jarðar hafi breytt sér en hafi svo verið þá er það að hámarki 7 V4 gráða eða , 30 mínútur og lengir það daginn að sumri en styttir jafnframt að vetri. Hvort sem er breyt- ir það ekki því náttúrufyrirbrigði sem finna má við ætlaðan Eiríksfjörð nema til verri veg- ar. Hafi verið mjög heitt sumar á dögum Ei- ríks og sumarið lengra en nú er eykur það sól- bráð á jöklinum norður af firðinum og mikið magn af fersku vatni streymir niður í botn (Eiríksfjarðar) og sest þar ofan á saltvatn sjávar og frýs að hausti og er ástæðan sú að þegar sól lækkar á lofti þá eykst útgeislun uppi á jöklinum norður af firðinum að nóttu, til verða hæðaráhrif og frost fer þar í yfir 40 gráður í október. Þessi ískaldi loftmassi streymir fram í þunnu teppi (30 metrar) niður jökulinn og suður í ætlaðan Eiríksfjörð og bráðfrýs yfirborðsvatn á firðinum kerfisbund- ið til vors. Þetta gerist ekki í hinum ætlaða Einarsfirði, þar sem Garðar eru sagðir vera, eða ísafirði. Einarsfjörður er nefndur eftir Einari sem var með Eiríki rauða út til Grænlands, einn af mörgum. Ég vil ekki trúa því að Eiríkur rauði láti eftir bestu aðstæður á Grænlandi til handa Einari sem sagan þekkir ekki en bjó í Görðum sem varð þingstaður og biskupssetur með öll bestu hlunnindi á Suður-Grænlandi. Það eru ekki Islendingar eða íslensk rök sem hafa ályktað hvar Brattahlíð er eða Garðar. Það eru Danir og dönsk rök sem það hafa gert á vafasömum forsendum sem sagðar eru kommnar frá íslenskum manni, ívari Bárðar- syni, sem Danir vísa til sem „ívars Bárdsons, beskrivelser". í handritinu stendur: „Allt þetta sagði oss ívar Bárðarson, Grænlendingur, sem var ráðsmaður á byskupsstólnum í Görðum um mörg ár, að hann hafði séð.“ o.s.frv. Græn- landslýsing ívars er sögð við biskupsstólinn í ’ Noregi en það eru aðrir en Ivar sem skrá sög- una sem er að efni til hlunnindalýsing frá Suður-Grænlandi, hvað heyri kirkjunni til og er svo að sjá af lýsingunni að öll hlunnindi í Suður-Grænlandi tilheyri biskupssetrinu að Görðum og norsku biskupakirkjunni. Þegar hlunnindalýsingunni er að Ijúka í ætlaðri frá- sögn ívars má lesa mjög athyglisverða um- hverfislýsingu Ivars þar sem hann er staddur á stað sem allir eru sammála um hvar er: „Undir Sólarfjöllum er kirkja,“ segir í frásögn Ivars. Staðurinn er á milli ísafjarðar og ætl- aðs Eiríksfjarðar og er Sólarfjallakirkja merkt númer 23 á meðfylgjandi rústakorti þegar þessi merkilegu orð eru sögð og nú reynir á íslenska rökhugsun og takið eftir hlunnindaþætti í lýsingunni sem hljóðar svo: „Þá er lengra inn í firðinum Hlíðarkirkja: hún á land allt inn í botn og svo handan fjarðarins allt út til Búrfells, en allt út frá Búrfelli heyrir dómkirkjunni til. Þar er stór bær og heitir Brattahlíð; þar býr lögmaður.“ Samkvæmt þessu er rúst 49 eða 54 þá Brattahlíð en rúst 29 Hlíð og Hlíðarkirkja. Því má ætla að firðimir Einars- og Eiríksfirð- ir hafi víxlast og þá um leið Garðar og Bratta- hlíð. Fleira styður þessa kenningu. Þegar Ei- ríkur rauði kemur til Grænlands þá er hann þrjú ár í Eiríksey sem sagan segir vera fyrir mynni fjarðar (Eiríksfjai'ðar) og fór inn fjörð- inn og inn í botn hans. Hér má telja öruggt að rúst eða rústir séu í Eiríksey og á eyjan að vera fyrir mynni fjarð- ar. Fyrir utan ætlaðan Eiríksfjörð er eyjan Simutaq á máli innfæddra, þar er engin rúst og eyjan getur ekki talist vera fyrir mynni fjarðar. Fyrir mynni ætlaðs Einarsfjarðar er eyja sem á dönsku heitir Reno en Inúítar kalla Akia. Á þessari eyju eru þrjár rústir for- feðra okkar og mildl veiði- hlunnindi, rúst nr. 188/273/274. Þetta tel ég vera Eiríksey og þar inni í botni Brattahlíð og hér á ömefnið best heima við rúst 49 en þar uppaf er brött hlíð Búrfells. Þar sem Garðar em sagðir vera kalla Inúítar Igaliko og fjörðinn Igalikofjord. Ef ég ætti að þýða orðið á íslensku þá er það brött hlíð, brattar hlíðar og fjörðurinn Bröttu- . hlíðafjörður. Orðið Garðar er fleirtöluorð yfir mjög gamalt orð Garður, samanber Egils- sögu, fyrir austan Garð að Mosfelli. Sama orð er notað í dönsku og norsku sem gárd, herregárd en óðal á íslensku. Á danska rústakortinu er hringur, o, yfir það sem Dan- ir kalla gárd eða garð og samkvæmt því nokkuð ljóst hvomm megin Garðar em með sínar 50 gárd-rústir á móti þremur hinum megin. I Fóstbræðrasögu er Grænlandsþáttur sem marg- ir hafa lesið og þá á gmnd- velli staðhátta eins og þeir em sagðir vera í dag. Þegar lestri er lokið komast flestir að þeirri niðurstöðu að sagan sé einskonar skröksaga eða uppspuni og var ég einn þeirra. En eftir að ég breytti staðhátt- um þannig að Eiríksfjörður var Einarsfjörð- ur, Brattahlíð að Görðum og öfugt, þá fær sagan vitrænt gildi og af varð góð skemmtun. Þetta skipti mig máli ef skip er sjósett frá fjörunni neðan Bröttuhlíðar að jólum. í fræðiriti Ólafs Halldórssonar, „Grænland í miðaldaritum", er að finna eftirfarandi sögu. ,Ágrip úr historíu Þormóðar Kolbrúnar- skálds, hvar Garðar standa, byskupsstóllinn í Grænlandi, og nokkrir aðrir bæir í Eiríksfirði og Einarsfirði,“ o.s.frv. og svo síðar: „Þeir Skúfur og Bjarni áttu bú á Stokkanesi, það var í Eiríksfirði, öðru megin en Brattahlíð var. I Einarsfírði eru GarðaiJ‘, o.s.frv. og svo síðar: „Þá þeir Skúfur og Bjarni vora búnir til brott- siglingar af Grænlandi, sagðist Þormóður er- indi eiga norður í fjörðinn Einarsfjörtf‘. (Hér af er merkjanda að Einarsfjörður er norður af frá Eiríksfirði, en ekki fyrir sunnan). Þessar tvær setningar í fornriti verða merkingarlausar og rýra gildi fomrita er Þor- móður fer norður í Einarsfjörð yfh- í Garða og að byskupsstólnum frá Eiríksfirði eins og ör- nefni og uppröðun fjarðanna tveggja er í dag en fær vitrænt gildi og djúpa merkingu ef þessu tvennu er víxlað. Þetta var í aðalatriðum málflutningur minn í viðtalinu við forseta Islands sem brosti og var greinilega skemmt yfir þessu tiltæki mínu. Hvað hann gerir það veit ég ekki en ég fékk komið skoðun minni á framfæri og tján- ingarþörfin fékk djúpa útrás. Höfundurinn er þyrluflugstjóri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. ÁGÚST 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.