Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 14
FURÐUR OG HUGSÆI EFTIR BRAGA ÁSGEIRSSON Málarinn James Ensor var reiður og bitur 1 ista- maður, lifði mikl< 3 umbrotatíma á tveim aldarhelmingum og þrjár stórstyrja Idir í Evró pu, þar af tvær heims- styrjaldir., Æ.viferill hans skiptistnæstum jafnt milli aldanna, en sl- cöpunar- 9 leðin re is hins vegar hæst á tveim síðustu ára- tugum hin nar 1 fyrri. Hér segir 1 frá lífi hans og 1 list. MEÐ risavaxinni yfírlitssýningu í Kon- unglega fagurlista- safninu í Brussel heiðrar belgíska þjóð- in rainningu hins mikla málara James Ensor. Heiður, sem áður hafði fallið í skaut sporgöngumönnum hans, súrrealistunum Paul Delvaux og Réne Magritte. Hún er haldin í tilefni þess að fímmtíu ár eru liðin frá andláti málarans, en list hans er sögð hafa rekið endahnútinn á nítjándu öldina og opnað dyrnar upp á gátt fyrir þeirri tuttugustu. Mörgum mun fínnast að hér hafi verið byrjað á röngum enda, því Ensor var þeirra elstur, en hinir eru full- trúar seinni tima hræringa sem hann lagði grunn að. Einna líkast sem mótbyr umbrota- áranna sem fyllti málarann örvæntingu og beiskju, hafi í þessu tilviki náð yfir gröf og dauða. Að vísu var haldin sýning á verkum Ensors við opnun Listhallar Brússel-borgar árið 1929, en naumast hægt að jafna henni við stórframkvæmdir nútímans í öllu sínu umfangi og skilvirkni. Lýsandi dæmi um ándvaraleysi landa listamannsins á árum áð- ur, er að á sýningunni kom höfuðverk hans, Innreið Krists í Brussel, málað 1888, fyrst fyrir sjónir almennings, en það hafði alla tíð verið í geymslu á vinnustofu hans! Er nú í eigu J. Paul Getty-safnsins í Malibu, Los Angeles, sem af öryggisástæðum treysti sér ekki til að lána dýrgripinn á sýninguna. Telst ekki í nógu góðu ástandi og þarfnast gaum- gæfilegrar yfirferðar forvarða, að sögn. Mál- verkið sem í dag er ótvírætt það vinsælasta sem Ensor gerði á ferli sínum, þykir á seinni tímum algjört tímamótaverk og fela í sér ekkert minna en stefnuskrá módemisma 20 aldarinnar, jafnframt fyrsta fullkomlega expressjóníska verk listasögunnar. Hann málaði það á sama tíma og hann kynntist Augusta Boogaerts (1870-1951) lífsförunaut sínum og væntanlega einnig músu, sem hann kvæntist þó aldrei en var tengdur til æviloka. Málverkið er í yfirstærð eða 258x431 sm, þannig að það tæki sig vel út við hliðina á risaflekum á sýningum núlistamanna dags- ins, líkt og Anselm Kiefers, og svo við lítum okkur nær, Guðmundar Errós og Sigurðar Örlygssonar. James Sidney Ensor fæddist í Ostende, 13. apríl 1860 og dó þar 19. nóvember 1949. Borgin liggur við Norðursjóinn á Vestur- Flandri, varin opnu hafinu af breiðum mynd- rænum grjótgarði, og er næststærsta hafn- arborg Belgíu, með tíðum ferjusamgöngum til Englands. Að auk var þar lengi ein nafn- togaðasta baðströnd og sælureitur Evrópu. Ensor kom víða við í listinni um sína daga, var málari, grafíklistamaður, rithöfundur og tónskáld. Faðirinn var verkfræðingur af enskum ættum með misheppnaðan starfsfer- il að baki, en móðirin innfæddur Ostende- búi. Þau áttu og ráku verslun er seldi minja- gripi, annað smálegt, ýmiss konar furður og fágæti. Drengurinn var síteiknandi, þótt hann fengi enga uppörvun frá fjölskyldunni, svo eðlislæg athafnasemi og sköpunargáfa hafa trúlega ýtt við honum. Sótti lærdóm til tveggja málara á heimaslóðum og var farinn að mála sjávar- og sandhólamyndir er hann innritaðist sautján ára í konunglega fagur- listaskólann í Briissel, en hélst þar ekki nema í þrjú ár. Talaði frekar illa um þetta tímabil þar sem honum var fyrirlagt að mála söguleg og trúarleg myndefni ásamt því að teikna og mála módel. Seinna málaði Ensor þó grímur inn í málverk frá skólaárunum, af sitjandi blökkumanni haldandi á löngu priki, sem er eitt af þekktustu æskuverkum hans og hann átti það alla tíð til að mála ofan í eldri verk sín líkt og raunar fleiri expressjónistar. En sé litið á færni málarans með pentskúf- inn, svo og fleiri verkfæri, sem gerði honum einmitt kleift að vinna á breiðu tæknisviði, bregða fyrir sig næstum hvaða stílbrögðum sem var, jafnvel fleiri en einum í sömu mynd, er ekki hægt að álykta annað, en að hinn ungi maður hafi sótt drjúgan og nytsaman lær- dóm til skólans. Að auk bera módelteikning- ar hans vott um mikla og góða þjálfun í þeirri grein. Margt bendir líka til þess, að hann hafi orðið uppiskroppa með fé og það hafi verið raunverulega ástæðan fyrir brotthvarfinu, vann að auk til ekki svo fárra verðlauna síð- asta skólaárið. Hann hefur hins vegar verið í meira lagi viðkvæmur og sár út í að hans mati óréttmæta gagnrýni þröngsýnna pró- fessora á námstímabilinu. Ensor var í eðli sínu tilraunagjarn og fékk snemma mikla trú á sér og köllun sinni, sem hinar mörgu upp- litsdjörfu sjálfsmyndir eru til vitnis um, þar sem hann er meðal annars í stásslegu gervi forvera síns, snillingsins Rubens, sem segir sitt. Öll frávik frá staðlaðri akademískri kennslu voru að sjálfsögðu ekki litin hýru auga af prófessorunum á þeim tímum, sem hann hefur eðlilega rekið sig á, en þegar maður sér verk sem Ensor gerði eftir skóla- veruna furðar maður sig jafnt á hinum fjöl- þættu tæknibrögðum sem hugmyndaauðgi. Áhrif úr mörgum áttum eru greinileg í þess- um verkum, má hér helst nefna James Abb- ott Mac Neill Whistler, Gustave Moreau og 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.