Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 15
Reiðu grímurnar, 1883, olía á léreft, 235x 112 cm. Þjóólistasafnid, Brussel. Þungbúna daman, 1881, olía á léreft, 100x80 cm. Þjóðlistasafnið, Brússel. Kona að borða ostrur 1882, olía á léreft, 207x105 cm. Þjóðlistasafnið, Antwerpen. Innreið Jesú Krists í Brussel árið 1888,1888, olía á I léreft 58x431 cm. Getty-safnið í Malibu, Kaliforníu. Ensor við harmoníið 1949. William Turner, og athyglisvert hve víða hann leitar fanga ásamt hinu breiða mynd- efnavali, sem þó einangraðist alfarið við sjón- rænt endurvarp fyrirbæra og lifana úr nán- asta umhverfi. Og þótt ég þættist þekkja list Ensors mjög vel, kynntist ég mörgum nýjum hliðum sköpunargáfu hans á sýningunni, einkum kom þetta tímabil á óvart, eðlilega minna haldið fram. Það voru einkum birtum- ögnin og ljósið sem tóku hug listamannsins allan, þótt hann málaði upphaflega mikið af dökkum og þungum stemmum, þar sem hann smurði litnum stundum duglega á dúkana og náði fram afar djúpum flauelssvörtum tónum í svörtu. Kemur vel fram í málverkinu af Mi- tche, systur hans, Þungbúna daman, 1881, en sjálf átti hún til að hverfa sporlaust af heimil- inu í nokkra daga, en birtast svo skyndilega aftur eins og ekkert væri sjálfsagðara. Fram kemur ákveðin sálgreining í þeirri við- kvæmni, óvissu og öryggisleysi sem frá skyn- rænum mögnum myndarinnar streymir, þótt hún sjálf sé afar vel upp byggð og svarthvítu birtuskilin hrifmikil. Þessi systir hans var eini meðlimur fjölskyldunnar er sat íyrir hjá bróður sínum, en myndir af öðrum rissaði hann upp í laumi án þess að þeir sæju til og málaði síðan eftir þeim. Dökku málverkin vora í anda tímanna, þótt þau væru ekki beinlínis gljáhúðuð og akademísk, en það var stutt í hin ljósu og þegar 1882 málar hann myndina, Kona að borða ostrur, 1882, sem olli miklu fjaðrafoki og hneyksli fyrir birtum- ögnin í litunum og var hvað eftir annað hafn- að á opinberar sýningar. Ekki bætti lífs- hungrið er streymir ótæpilega úr myndinni Málarinn James Ensor á yngri árum. úr skák, en svo virðist sem jafnvel dauðir hlutir á borðinu séu jafn gráðugir í ljósið og róðan í matinn og ljúfar veigarnar. Þetta var þó ekki fyrsta ljósa myndin sem Ensor mál- aði, hann hafði þegar málað mynd af systur sinni, Hin litræna, 1881, sem var líkust fyrir- boða þess sem koma myndi, og með ostru- konunni munaðargjörnu óx honum ásmegin þrátt fyrir mótlætið og hún markaði mikil tímahvörf. Utilokað er að draga Ensor í ákveðinn dilk í listasögunni. Til þess kom hann of víða við og væri þannig séð úti í kuld- anum hjá sýningarstjórum heimsins í dag. Hann var kóloristi af guðs náð og fyrir sumt á líku róli og Turner, en myndheimi Eng- lendingsins kynntist hann vel í Lundúnum 1887, en hafði þá sjálfur lengi málað liti-ænar sjávarstemmur í líkum dúr. Málaði einnig kyi-ralífsmyndir allt sitt líf og mikinn fjölda ádeilu- og sárbeittra karikatúrmynda. A þessum árum ferðaðist hann ásamt vinum sínum um Niðurlönd og til Parísar, þar sem hann kynntist landa sínum Felicien Rops, sem hreifst af málmætingum Ensors. Nú var stutt í grímurnar, ádeilumyndirnar, háðið, og hvíta tímabilið svonefnda varaði samfleytt frá 1886-1900, ferlið var líkast sjálfsvörn J listamannsins, sem fann sig misskilinn af gagnrýnendum sem sölluðu myndir hans nið- ur. Þeim hafnað á opinberar sýningar, einnig af félögum hans í listamannahópnum XX, sem hann hafði átt þátt í að stofna. Grímurn- ar holdgerðu háð hans og fyrirlitningu á þjóðfélaginu, andúð á hráskinnaleik og upp- skafningshátt borgarastéttarinnar, gagm-ýn- endum og fyrri félögum í XX. Fyrir Ensor var ekki langt að sækja efniviðinn, þar sem hann hafði aðgang að hvers konar furðuhlut- um, leikbrúðum og grímum í verslun foreldr- anna, var alinn upp með hrauka af slíku allt í kring um sig. Japönskum grímum sem og öðrum er tíðkuðust á kjötkveðjuhátíðum, en hann breytti þeim í málverkunum, persónu- gerði og gaf þeim sjálfsvitund af holdi og blóði. Hér boðar myndin, Reiðu grímurnar, 1883, tímamót, ekki einungis í list Ensors heldur í listasögunni um leið, því nú fara hin skörpu einkenni listamannsins að formast og taka á sig skýra mynd. Sjálft einangrað myndefnið var þó ekki nýtt, sækir skyldleika til hvunndagsmynda 17. aldar í hverjum dauðinn kemur inn um hálfopnar dyr. Mynd- efnið er atvik úr daglega lífinu, þar sem alkóhólisti situr við borð, (faðir listamanns- ins?) en gömul kona (amma listamannsins?) kemur inn um dyrnar og ógnar honum með staf. Beinagrindur og hauskúpur tóku að birtast í málverkum hans og hér var hann á svipuðu róli og ýmsir samtíðarmenn hans, líkt og Felicen Rops, Edvard Munch og Arn- old Böcklin, sótti áhrif til þeirra en hafði sjálfur áhrif á aðra eins og Emil Nolde og seinna súrrealistana, jafnvel Cobra-mála- rana, en landi hans hinn nafnkunni Pierre Al- ecinsky, er einn af þeim sem skrifa í sýning- arskrána. Ensor leit á sig sem vanmetinn, jafnvel ofsóttan listamann, svo stundum jaðr- aði við paranoiu, en var þó á köflum þjáður af efasemdum og einangraði sig. Listin var að hans mati dóttir sársaukans og fyrir utan ör- fá hamingjusöm augnablik byði hún einungis upp á vonbrigði sálarháska og beiskju. Ein- mitt þessi ár mesta mótlætis og allt fram yfir aldamót voru listamanninum yfirmáta frjó og á þeim gerir hann sín nafnkenndustu verk. En svo verða mikil skil líkt og örmagna sé hann kominn á leiðarenda og eftir það tekur hann lífinu með meiri ró og málar minna. Var sem hann hefði ofgert sér og um leið þurra- usið uppsprettu náðargáfu sinnar og kannski réð það nokkru að mikilvæg sýning á verkum hans í Salon des Cents, París, fór illa. Þótt Ensor héldi áfram að mála fram í andlátið, voru það helst myndir af nánustu vinum og ættingjum, ásamt því að hann eftirgerir fyrri lykilmyndir, en nú er sem neistinn sé horfinn og stundum voru þær líkastar annars flokks eftirlíkingum. Sjálfur hafði málarinn skýr- ingu á hraðbergi, sagði að Kristur hafi einnig lokið verki sínu á þrjátíu árum ... Ný öld og rósamari tímar, þar sem málarinn undi við harmoníum sitt og aðra tónlistariðkun ásamt ritstörfum, færðu honum fljótlega ýmsar við- urkenningar, þannig var hann útnefndur riddari Leopoldsorðunnar 1903 (stórriddari 1938) og í sambandi við yfirlitssýninguna í Brússel 1929 hlotnast honum barónstitill, var jafnframt haldin stórveisla í Höll fagurlista, og sama ár fær hann heimsókn af Wassily Kandinsky. Á sýningunni vora 337 málverk, 325 teikningar og 125 málmætingar. Árið 1932 gekkst Jeu de Paume-safnið í París fyr- ir viðamikilli yfirlitssýningu á verkum hans og eftir heimsstyrjöldina síðari hlotnast hon- um margvíslegur heiður, þannig var röðin komin að Þjóðlistasafninu í Lundúnum að heiðra hann með slíkum framníngi í sölum sínum 1946. Sama ár var 270 tonna skipi hleypt af stokkum í Ostende, sem fékk nafnið James Ensor, 1947 var hann valinn meðlimur sænsku akademíunnar, 1948 er félagið Les Amis de James Ensor, stofnað og gerðist Elísabet drottning verndari þess. Stefnumörkin voru að kynna lífsferil listamannsins og gera heimili hans í Ostende að James Ensor-safni, 1949 var hann gerður meðlimur Brasilísku akademíunnar og Kölnarborg heiðraði hann með Stephen Lochner-orðunni. Það var mik- ill mannfjöldi sem fylgdi kistu málarans James Ensors til grafar 23. nóvember sama ár. Athöfnin hófst í ráðhúsi Ostende-borgar og var jarðsett í litlum kirkjugarði í sandhól- unum við Norðursjóinn, úthafið sem átti ást hans alla. Konunglcga þjóölistasafnið, Brilssel. James Ensor, til 13.2.2000. Aðgangnr 350 BF/8,68 EU. Sýningarskrá 1250 BF/30,99 EU. Einnig er t gangi sérsýning í Jaines Ensor-safninu við Vlaanderstraat í Ostende. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.